Morgunblaðið - 13.07.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1930, Blaðsíða 2
 •\ ■ r-*Q MORGUNBLAÐIÐ Kaupmenn: KaupiS eftirtaldar vörur hjá okkur: Ávextir bl. í heilum og hálfum dósum. Ananas í heilum og hálfum dósum. Perur í heilum og hálfum dósum. Ferskjur í heilum og hálfum dósum. Asparges í heilum dósum. Laukur, egyptskur. Vörugæðin eru alþekt. Slysavarnafjelag íslands heldur f jölbreytta skemtun. Hútel fsland mánudagskvöld kl. 9. Guðm. Biörnson landlæknir, forseti fjelagsins setur samkomuna. Margarethe Brock-Nielsen kgl. ballettdansmær sýnir listdans. Sveinn Björnsson sendiherra Islands talar. María Markan Og Pjetur fl lónsson syngja einsongva. Gellin og Borgström leika nokkur vinsæl lög. D • a - n - s Aðgöngum. í Hljóðfærahúsinu, hjá frú Kat- rfnu Viðar og í Bókaverslun Isafoldar. Borð má panta fyrirfram á „Hótel ísland." Allur ágóði af skemtuninni rennur til Slysa- varnafjelagsins. Fjelagið fær húsnæðið og alla skemtikraftana endurgjaldslaust. Stefán M. Iðnsson prestnr á Anðkúln. NIVEA'CHEME Verndar best gegn sólbruna og útilofti. — Munið að taka Nivea Krem með í supiarleyfið. — (Fæst í snyrti- búðum). : '/cUwtUul Aðfaranótt 17. f. m. andaðist á heimili sínu arð Auðkúlu, upp- gjafaprestur sjera Stefán M. Jónsson, fyrrum sóknarprestur þar á staðnum. Með honum er hniginn í valinn einn af aðsóps- mestu prestum norðan lands á næstliðnum mannsaldri, at- kvæðamaður í hjeraði og viður- kendur góðklerkur. Sjera Stefán var borinn og barnfæddur hjer í Reykjavík 18. jan. 1852 og ólst upp hjer í bæ uns hann hafði námi lókið og vígslu fengið. Foreldrar hans voru Jón Eiríksson bókhaldari (albróðir Magnúsar guðfræð- ings Eiríkssonar) og Hólmfríð- 'ur dóttir Bjarna stúdents Ihór- arensen á Bæ í Hrútafirði. Að- eins 9 ára að aldri misti sjera Stefán föður sinnr en móðir hans, er var annáluð dugnaðar- kona, ól önn fyrir börnum sín- um tveimur Stefáni og Sigríði (er ljest hjer í bæ um þrítugt ó- gift) og lagði alla stund á að koma þeim til manns. Gekk Stefán inn í lærða skólann sum- arið 1866 og lifir nú aðeins einn þeirra, sem urðu honum sam- ferða inn í skólann, sem sje Ind- Hði Einarsson rithöfundur. En 1878 útskrifaðist sjera Stefán úr lærðaskólanum og gekk síð- an í prestaskólann, en þaðan út skrifaðist hann tveim árum sið- ar 1875. Veturinn eftir voru honum veittir Bergstaðir og var hann vígður af Pjetri biskupi í maí 1876. Fluttist hann þá al- farinn úr Reykjavík norður til embættis síns og dvaldist það er eftir var æfinnar í Norður- landi, fyrst 10 ár á Bergstöðum, en frá fardögum 1886 á Auð- kúlu. Er það gömul sögn, að prestar, sem Auðkúlu fá, flytj- ist ekki þaðan aftur, og svo hef- ir það reynst nú í senn 220 ár og varð einnig sannmæli um sjera Stefán. Reyndar sótti hann eitt sinn suður á land og fjekk meira að segja veitingu fyrir Stokkseyrarprestakalli að undangenginni kosningu saín- aðarins, en sá sig seinna um hönd og fjekk leyfi til að sitja kyr á Auðkúlu. Prestsembætti sínu sagði hann að vísu lausu 1922, en dvaldist þar áfram í húsum prestsetursins til æfi- loka, er hann rúmlega 78 ára gekk til hinstu hvíldar. Sjera Stefán var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þorbjörg dóttir Halldórs stúdents Sigurðssonar á Úlfsstöðum í Norður-Múla- sýslu, hið mesta valkvendi Leskjað kalk. Verðið hefir lækkað ofan í 8 kr. stampurinn — 20 kr. tunnan. H.f. Isaga Rauðarárstig. Cement er heppilegast að kanpa f Heildv. Garðars Gíslasoaar* Nuððlækningar. Tek að mjer að nudda sjúklinga heima hjá þeim. — Til viðtala kl. 1—2 og 7—8. — Sími 1966. Torfhildnr Helgadóttir, C. S. M. II. G. Bankastræti 6. Listsýningin Kirkjustræti 12, opin daglega kl. 10-8. (voru þau hjón systkinabörn að frændsemi), en hana misti sjera Stefán 1895. Áttu þau saman 4 sonu (þá prestana sjera Eirík á Torfastöðum og sjera Björn eftirmann föður síns á Auð- kúlu, Lárus bónda og Hilmar bankaritara hjer í bænum) og 1 dóttur (Hildi, sem er gefin Páli framkvæmdarstjóra Ólafs- syni hjer í Rvík). Síðari kona hans, sem nú harmar mann sinn látinn, var Þóra Jónsdóttir (pró fasts á Auðkúlu Þórðarsonar), eignuðust þau eina dóttur barna Sigríði, (sem er gift Gunnari þresti Árnasyni á Æsustöðum). Sjera Stefán sál. var, eins og /áður' er sagt, maður sem sópaði að, hvar sem hann kom fram, mikill á velli, fríður sínum og snyrtimenni hið mesta. Var tek- ið eftir honum hvar sem hann fór, svo höfðinglegur sem hann var á svipinn. En hann var jafn- framt höfðingi í lund og stak- asta valmenni, sem allir, er hon- um kyntust, urðu að bera hlýj- an hug til, glaðsinna og skemt- inn í hóp vina sinna. Hann var þá líka alla tíð mjög vel látinn af sóknarbörnum sínum og því fagnað hjartánlega af þeim, er sjera Stefán sótti um að mega halda embætti sínu, er hann 1905 hafði fengið Stokkseyri. Hjeraðsríkur mun hann lengst af hafa verið, en þar sem hann var maður tillögugóður um öll hjeraðsmál, þá var ekki um það fengist. Hann húsaði prýðilega prestsetur sitt á Auðkúlu, reisti þar myndarlegt steinhús og lagði vafalítið til þess mikið fje úr eigin vasa. Einnig mun hann hafa látið reisa kirkjuna þar á ktaðnum (einu 8-strendu kirkj- una, sem nú er hjer á landi). Yfir höfuð sat sjera Stefán stað- inn með mikilli prýði og var rausnarmaður við þá, er að Unglingspiltur sem er fær til að líta eftir ein- földum vjelum, óskast á Hótel Þrastalund Upplýsingar gefur Lúðvík Sigmundsson, sími 1722 eða 1194. SkaHfellingur hleður til Skaftáróss, Vest- mannaeyja og Víkur á þriðju- dag. Vörur afhendist á mánu- dag. S Skipaútgerð Rlkisins. garði bar. En aðal æfistarf hans var preststarfið, og rækti hann það ávalt með skyldurækni og trú- mensku. Þótti hann snjall kenni maður, en sjerstaklega prýddi það mjög tíðaflutning hans hve röddin var mikil og fögur með- an hann var upp á sitt besta. Var hann lengst af talinn með bestu raddmönnum hjerlendum í prestastjett og fóru honum öll embættisverk prýðilega úr hendi. Var hann því jafnan vel látinn sem prestur. Hefir Húna- þing að ýmsu ,leyti sett ofan við fráfall sjera Stefáns og er eng- inn vafi á, að hins höfðinglega prests og glaðsinna valmennis verður lengi minst þar í hjer- aðinu með virðingu og hlýjum hug. Dr. J. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.