Morgunblaðið - 13.07.1930, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1930, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Nú eru hinar marg eftlr- spurOu 7 Hk: vjelar loks komnar. C. PROPPE. Sendlsvelnn. .OkJíur vantar duglegan sendi- svein 4 mánaða tíma. Hverfisgötu 82. Sími 2220 Salgati: Brjóstsykur. Karamellur. Konfekt. Átsúkkulaði. Lakkrí'spillur. Til bðknnar: Hveiti ,,Príma“. Gerduft. Eggjaduft. Cardemommur. Möndlur. Vanillusykur. Hjartarsalt. Sodaduft. Kryddvðrar: Allrahanda. Engifer. Kanel. Muskat. Carry. Pipar. Nýiendnvðrnr: Dósamjólk (My Boy) Jurtafeiti. Osta (Edammer og Gouda). Búðingsduft. Borðsalt. Ávaxtamauk. Soyja. Matarlím. Ávaxtalit. Edik. Lárberjalauf o. fl. I heildsölu til kaupmanna og kaupfjelaga. Naonús 1S. BidaHi u Vonarstræti 4 b. Sími 2358. nnnið A. S, I. almenningur var annars hugar fyrir og um Alþingishátíðina, hve litla eftirtekt slys þetta vakti. Og enn hefir Mgbl. ekki fengið nákvæmar fregnir um slysið. En í aðaldráttum er frá- sögnin á þessa leið: Mælingamenn þrír, Duvanties liðsforingi, Johansen aðstoðar- maður og liðsmaður einn höfðu tjöld sín við Fremrikot í Norð- urárdal í Skagafirði. En þeir störfuðu við mælingar í Hálf- ídánartungum, eða einhversstað- ar sunnan við Króká. Króká er áin sem rennur um Öxnadals- heiði — meðfram hinum al- kunna Giljareit. Morgun eínn þegar mælinga- menn fara til vinnu sinnar er Norðurá svo mikil að þeir krækja fram á brúna, en yfir Krókána verða þeir að ríða. Að afloknu verki um kvöldið ætla þeir sömu leið til baka, á sama stað yfir Króká. En þá losnar Johansen aðstoðarmaður við hestinn og druknar. Liðsfor- inginn sem stjórnaði ferðinni, vaskur maður og vanur ferða- lögum gerir ítrekaðar tilraunir til að ná í fjelaga sinn. En hann lendir líka í ánni. Og það vill honum til lífs, að hann berst með straumnum að ármótum Krókár og Norðurár, og streng- urinn úr Krókánni sendir hon- um upp á bakkann gegnt Krók- árósnum. Hann var svo þjakað- ur að hann lá rúmfastur á eftir. Þetta er fyrsta alvarlega slys ið sem komið hefir fyrir hina dönsku mælingamenn hjer á landi. Þeir hafa ferðást upp um fjöll og firnindi, svamlað fram og aftur yfir stórár Skaftafells- ýslu, og aldrei komið að sök. Einkennilegt að Króká á öxna- dalsheiði skyldi verða þeim öll- um farartálmum skæðari. Hinir dönsku mælingamenn sem nú hafa mælt bygðir lands vors alt frá Homafirði til Eyja- fjarðar, hafa unnið mikið verk, vandasamt og stórgagnlegt þjóð vorri. Hvarvetna hefir þeim, sem vera ber, verið tekið sem kærkomnum starfsmönnum. Þetta fyrsta slys þeirra, er einn úr þeirra hóp kemur heim til Danmerkur sem liðið lík, vek ur hluttekningu um gervalt ís- land, og hugheilar óskir um það, að engin slys eða óhöpp mættu framvegis verða þeim til armæðu eða tálma í verki þeirra hjer á landi. Happdrætti stúdenta. Dregið verður í happdrættinu 31. júlí n.k. Átti að draga í júní, en það reyndist ómögulegt sökum vanskila sölumanna út um land. Miðarnir fást enn í Alþingishús- inu (niðri) daglega frá kl. 6--7. —-----«<8»------- Síldveiðin er sem óðast að byrja. Er töluverð síld á Húna- flóa og Skagafirði. Skallagrím- ur kom nýlega til Hesteyrar með 2000 mál og Ari til Flat- eyrar með 1100 mál. Annars eru flestir togarar, sem síldveiði stunda, að byrja veiðina. Nýja Bíó sýnir í kvöld fjör- uga skopmynd og vel leikna, ágætan hláturvaka. Gamla Bíó sýnir einnig góða gamanmynd leikna af Bebe Daniels og Neil Hamilton. Talmyndlr.g Fyrsta sýningin í Reykjavík á talmyndum verður 1. sept. í haust. Um miðjan þenna mánuð eru væntanlegir hingað verkfræð- ingar þeir sem setja eiga tal- myndatæki upp í bæði bóíin hjer. Koma þeir með tækin með sjer. Verður byrjað á uppsetn- íngunni seinni hluta júlímán. og er svo ráð fyrir gert að tal- myndasýningar geti hafist 1. sept. í haust. Bæði bíóin fá samskonar tæki. Eru þau frá fjelaginu „Western Electric", sem getið hefir sjer mesta orðstí fyrir á- gæt tæki á þessu sviði. Hefir fje lag þetta selt tæki og sjeð um uppsetningu þeirra í mörgum stærstu bíóhúsum heimisns. — Hjer var í síðastl. mánuði verk- fræðingur frá fjelaginu til þess að athuga hverjar breytingar þyrfti að gera á bíóhúsunum hjer til þess að koma talmynda- tækjunum fyrir. Eru þær all víð tækar, en þó ekki meiri en svo, að þeim má ljúka á nokkrum dögum. Verður þá að loka bíó- unum í tvo eða þrjá daga og verður það gert einhverntíma í ágústmánuði. Um myndir þær sem fyrst verða sýndar hjer með þessari nýjung er ekki fullráðið ennþá. Þó mun Nýja Bíó hafa trygt sjer myndina ,The singing fool', sem mest orð fór af meðan tal- myndimar voru að ryðja sjer til rúms, ennfremur „Atlantic“, „Nohas Ark“ o. fl. Gamla Bíó fær einnig víðfrægar myndir svo sem „Prinsegemalen“, leik- in af einhverjum frægasta tal- myndaleikara heimsins, Maur- ice Chevalier, Það veldur að sjálfsögðu tals- verðum örðugleikum fyrir al- menning hjer á íslandi, að skilja talmyndir til fullnustu. Þær verða á ýmsum tungumál- um, ensku, þýsku og skandi- navamálum, og þó að þeir sjeu margir, sem geta Iesið þessi mál, getur framburðurinn valdið þeim örðugleikum. En þegar tímar líða breytist þetta og bíó- gestir geta jafn framt fróðleik þeim, sem þeir sækja í sjálfar myndirnar, sótt í bíóin mikla málakunnáttu. Má það telja eitt af ágætum talmyndarinnar fyr- ir bkkur íslendinga, hve miklu auðveldara þær gera okkur að skilja framburð erlendra tungumála. Jafnframt talmyndunum fá bíóin einnig hljóðmyndir, mynd- ir með texta og fylgir hverjum þætti myndarinnar sjerstök hljómplata, sem sjerstaklega er gerð fyrir þann þáttinn. í þess- um myndum heyrist allur nátt- úrlegur hávaði, en lítið sem ekk- ert er talað. Með komu talmyndanna til landsins, hafa hinir framtaks- sömu kvikmyndastjórar bæjar- ins sýnt það enn, að hugur þeirra er einlægur í þá átt að bera það á borð fyrir bíógesti sem er fullkomið og í bestu sam ræmi við nútímann. Gefið bflrnunum flunune. I búðarleik: Seldu mjer eitt kíló af banönum, en það verða að vera því þeir eru bestir. Stðr útsala hefst á morgun, mánudaginn 14. júlí. 10—50% afsláttur. —• Allar sumar- og haustkápur seljast með 10—50%. T. d. kápur sem kostuðu kr. 139.75, nú kr. 70.00. Kápur sem kostuðu kr. 50.00, nú kr. 25.00. Kápur sem kostuðu kr. 69.00, nú kr. 34.50. Kvenkjólar 10—50% afsláttur. T. d. áður kr. 53.00, nú kr. 26.50. T. d. áður kr. 46.00 nú kr. 23.00. T. d. áður kr. 29.50, nú kr. 14.75. Alullarkjólar fyrir kr. 10.75. Silki ballkjólar fyrir kr. 10.75. Telpukjólar, mikið úrval, 10—50%. Verð frá kr. 2.00 pr. stk. Sumarkjólaefni, ódýr. Efni í upphlutsskyrtur frá kr. 2.50. Silkimoire áður kr. 10.50 pr. metr. nú. kr. 7.95. Golftreyjur 10-—30%. Silkislæður frá kr. 0.85. Skyrtubolir frá kr. 1.00. Ljereft frá kr. 0.60. Tvisttau fá kr. 0.80. Kvensokkar frá kr. 0.50. Ljereftssamfestingar kvenna f. 1/2 virði. Ljereftsundirkjólar barna f. i/2 virði. Kvenskyrtur f. y2 virði. Hvítt bródergarn 24 dokkur í kassa f. kr. 1.00. Alt ísaumsgarn fyrir i/2 virði. Fiður frá kr. 1.35 pr. i/2 kíló. Hálfdúnn frá kr. 4.50 pr. i/2 kg. og mjög m. fl. með lágu verðn Versl. Hristín Sigurðardóttir Sími 571. Laugaveg 20 A Frimerki -- frímerkjasafn. Tilboð óskast í öll íslensku frímerkin, sem komið hafa út, flest notuð, minst 206 mismunandi. Ath. að mjög fáir eiga öll merkin, og eru þau því mikils virði. Einnig óskast tilboð í 500 sett (samstæður) nýju flugfrímerkjanna. Til- boð merkt „Frímerki“ leggist inn á A. S. í. fyrir 18. þ. m. ÚTSALA Það sem eftir er af sumarhöttum verður selt næstu daga með miklum afslætti. Hattaverkstæðið Anstnrstræti 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.