Morgunblaðið - 11.10.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1930, Blaðsíða 3
MORGU NBLAÐIÐ iiiiiiiiiiuiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiimmiiimiimiim 3flarfltmWa&*& j Útgef.: H.f. Árvakur, Beykjavlk = Bltstjörar: Jön KJartanaaon. f| Valtýr Stefánaaon. = Ritstjörn og afgreiSgla: Austuratrœtl 8. — Slml 500. = AuKlýsingastJörl: B. Hafberg-. I§ Aufeiýslngaskrlfstofa: Austurstrœti 17. — Slml 700. S Helmaalmar: Jön KJartanaaon nr. 742. Valtýr Stefánaaon nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. Áakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutJl. = Utanlanda kr. 2.50 á mánufti. = t lausasölu 10 aura elntakiC, 20 aura meB Leabök. = aimiiiimimimiiimiiiHiimiiiiiiiiiumiimmiiiiiiiimiimiÍM Dómurinn. Það eru liðin nœrri tvö ár síðan -Jónas frá Hriflu, í nafni rjettvís- innar, hóf ofsóknarherferðina gegn Jóhannesi Jóhannessyni fyrv. bæj- arfógeta. Jóhannes var ákærður fyrir fjárdrátt í sambandi við með- ferð dánar- og þrotabúá. Hann hafði yfir 30 ár verið í þjónustu ríkisins og aldrei neitt verið fund- ið að hans embættisrekstri. Yfir- boðarar .Jóhannesar luku lofsorði ■á embættisfærslu hans, og í aug- nm almennings var hann talinn meðal allra hæfustu embættis- Jnanna landsins. En Jóhannes var pólitískur and- stæðingur Jónasar frá Hriflu og •átti auk þess sæti á Alþingi. Þess vegna varð að reyna að knjesetja hann. Það varð ekki gert í drengi- legri baráttu um þingsætið. Og þá var gripið til rjettvísinnar. Hún átti að svifta Jóhannes ærunni, og ®m leið rjetti til þingsetu. Nú hefir Hæstirjettur kveðið "ápp dóm í máli rjettvísinnar gegn Jóh. Jóhannessyni. Hann sýknaði Jóhannes gersamlega af ákærunni * ‘Um fjárdrátt. Er því slegið föstu * dómi Hæstarjettar, að meðferð •Jóh. Jóli. á búafje, hafi verið í samræmi við landslög og venju annara skiftaráðanda. Meira að Segja ríkissjóður hefir farið eins Æð. — Með þessum dómi Hæstarjettar er fenginn fullnaðar úrskurður um, að það er rjett, sem jafnan hefir verið haldið fram hjer í blaðinu, n.ð málsóknin gegn Jóhannesi var pólitísk ofsókn og ekkert annað. Jóhannes er ákærður fyrir fjár- drátt. Hæstirjettur hefir þvegið hann hreinan af þeirri ákæru og þar með gerhrundið dómi Bergs ■Jónssonar og slegið niður ofsókn ■Jónasar frá Hriflu. Það snertir að engu leyti kjarna þessa máls, að Jóhannes er dæmd- ^ur í sekt fyrir drátt á skiftum nokkurra búa — kemur í rauninni málinu ekkert við. Jafnvel ofsókn- armenn Jóhannesar hafa jafnan viðurkent, að embættisfærsla hans, áð öðru leyti, hafi verið prýðileg í alla staði. Sekt Jóh. Jóh. fyrir drátt á skiftum nokkurra búa, ber því að skoða sem umsögn Hæsta- vjettar um, að yfirleitt liafi skifta- váðendur átt að flýta meir búskift- Pm en þeir alment gerðu. Ekki er ástæða til, að fjölyrða frekar um dóminn að þessu sinni. ^skum vjer Jóhannesi til ham- mgju með niðurstöðuna og fær hann vonandi eftirleiðis að vera í friði fyrir ofsóknaræði dómsmála- ráðherrans. Dettifoss kominn. Kl. 6Y2 í gærkvöldi kom hið nýja skip Eimskipafjelagsins, Dettifoss, hingað til Reykjavíkur. Yar skipið fullfermt vörum og farþegarúm fullskipuð. Dettifóss lagðist við Nýju bryggjuna. Þangað streymdi múgur og margmenni í gærkvöldi, til þess að skoða hið fallega og vandaða skip, og luku allir upp einum rómi um það, að hjer væri ásjálegur farltostur kominn í ís- lenska flotann. Skipið er bygt eftir ströngustu reglum Veritas með 1700 hestafla vjel. Lengdin er 235 fet, breidd 30 fet, dýpt 236 fet. Farrúm fyrir 2000 tonn. f tilraunaferð sinni fór hann með 14 mílna hraða. Farþegarúm er fyrir 22 farþega á 1. farrými og 14 á 2. farrými. Á 1. eru tveggja manna klefar, og eru þar öll nútíma þægindi, m. a. vatnslásar fyrir drykkjarvatn við livert rpm. Matsalur er úr pól- eruðu mahogni. Á 2. farrými eru rúmgóðir klefar, bjartir og með góðri loftræstingu. Skipshafnar- klefarnir eru undir hvalbaknum. Þar er og baðklefi fyrir skipshöfn- ina. — Loftskeytastöð skipsins hefir 1 kiv. styrkleika. Ennfremur eru þar stuttbylgjutæki, og viðtæki með gelli bæði í farrýmunum og í klef- uni' skipstjórnar. Skipstjóri er Einar Stefánsson. Slys. Mann tekur út af togaranum Ólafi. Togarinn „Ólafur“ kom liingað fyrrinótt úr Englandsför, og hafði þá sorgarsögu að segja, að einn hásetann hefði tekið fyrir borð á leiðinni og hann druknað. Vildi slysið til í fyrradag fyrir sunnan land. Var maðurinn að ganga eftir þilfarinu en varð fóta- skortur og hraut útbyrðis. Hann hjet Ágúst Gissurarson, ógiftur maður um þrítugt, og átti heima í Hafnarfirði. Ranusókn næmra sjúkdóma. Mbl. vill vekja athygli á auglýs- ingu í þessu blaði um Rannsóknar- stofu háskólans. Eins og kunnugt er liefir Rann- sóknarstofan haft á hendi allar rannsóknir viðvíkjandi smitandi sjúkdómum o. fl. fyrir heilbrigðis- stjórnina, enda eini staðurinn hjer á landi, þar sem bæði voru þeklt- ing og tæki til þess að framkvæma vandasamar rannsóknir. Svo hættir dómsmálaráðuneytið alt í einu að greiða Rannsóknar- stofunni nokkuð fyrir þessar nauð- synlegu og að nokkru leyti lög- goðnu rannsóknir, en til þess að firra lækna og sjúklinga vandræð- um, hjelt þó stofan áfram í nokkra mánuði að framkvæma rannsóknir fyrir lækna endurgjaldslaust. Eins og við var að búast neitaði for- stöðumaður stofunnar, dóeent Ni- els Dungal, að vinna að þessu endalaust fyrir ekkert, og fjellu þa rannsóknirnar niður. Að sjálfsögðu hefir þetta komið sjer mjög bagalega, bæði fyrir lækna og sjúklinga. Ýmsar rann- sóknir hefir orðið að láta fram- kvæma í Kaupmannahöfn, en langt að seilast þangað og ekki allskost- ar þjóðinni til sóma. En það var' ekki í annað hús að venda, þegar öllum slíkum rannsóknum var iverneitað á Rannsóknarstofunni. Læknadeild Háskólans þótti hjer í óefni komið, og mæltist til þess við dócent Dungal, að hann tæki aftur að sjer nauðsynlegar rann- sóknir fyrir lækna og sjúklinga gegn borgun. Hann hefir nú orðið við þessum tilmælum, en til þess að komast hjá fyrirhöfp. við inn- köllun á borgun var það ákveðið, að hver rannsókn skyldi borguð fyrir fram. Hvort sjiiklingarnir fá svo kostnað sinn endurgoldinn hjá heilbrigðisstjóminni, svo sem lög mæla fyrir, verður reynslan að sýna. En hversu sem þetta ræðst, þá geta menn nú fengið slíkar rann- sóknir framkvæmdar af færasta manninum á landinu, — hvað svo sem dómsmálaráðuneytinu líður. Stórkostlegt fjárhrun. London (UP) 10. okt. FB. New York: Firmað Prinee & Whitely, sem var eitthvert öfiug- asta kauphallarfirmað, hefir verið lýst gjaldþrota. Er það þriðja stórgjaldþrotið síðan verðhrunið síðasta. Tapið nemur miljörðum. Áhrifa verðhrunsihs hefir gætt um alt landið. Mikil verðbrjefasala á kauphöllum um alt landið, en verð- en' dæmi eru til áður. Jafnframt brjef í liunctraðatali hrapað meir hefir orðið verðfall á korni og bómúll. Sala í fyrradag nam 2 milj. dollara, í gær fimm miljónum. Finsku kosningarnar. Ounnar Gunnarsson talinn líklegur að fá bókmenta- verðlaun Nobels. Flug Columbia. London (UP) 9 .okt. FB. New York: Ameríska eimskipið „Quaker City“ hefir sent loft- skeyti þess efnis, að „Columbia“ hafi sjest frá skipinu kl. 12.45 e. li. (Eastern Standard tími) eitt hundrað mílum fyrir austan Cape Race. London (UP) 10. okt. FB. New York: Eimskipið Lancestria hefir sent loftskeyti upi að ,Colum- bia‘ hafi sjest frá skipinu kl. 5.40 e. h. á 54.39 gr. nl. br. og 42.43 vl. 1. Croydon: Flugvjelin Columbia lenti við Tresco á Scillu-eyjum samkvæmt óstaðfestri fregn, er hingað hefir borist. Flugmennirnir halda kyrru fyrir í Tresco í nótt. í símskeyti frá Stokkhólmi til „Berlingske Tidende“, er sagt, að þeir, sen^ standi næst því að fá bókmentaverðlaun Nobels sje Ame- ríkumaðurinn Theodore Dreiser, Johannes V. Jensen og Gunnar Gunnarsson. „Nya Dagligt Allehánda“ segir, að fái hvoi:ugur hinna síðast töldu verðlaunin, þá stafi það af því, að sænska akademíið vilji ekki, að það sje sagt um sig, að það sje hlut- drægt vegna norrænna bókmenta. (Sendihei’rafrjett). Driðji fyrírlestur "pröl. Heckels. í gær tók próf. Neckel sjer ís- lendingasögur að umræðuefni. Gat hann þess í upphafi, sem hann hafði rætt nokkuð um í fyrsta fyr- irlestri sínum, að líf það, sem vjer lítum í skuggsjá íslendingasagna, lifnaðarhættir, atvinnubrögð, hugs- uuarliáttur og átrúnaður, væri að öllu leyti rammfornt, heiðið og germanskt. Besta sönnun þessa væri að finna í riti Tacitusar um Germana. Kæmu lýsingar hans & lífi hinna suðrænustu Germana á fyrstu öld eftir Krists burð í mörg- um efnum heim við það, sem vjer þekkjum af frásögn fslendinga- sagna um lifnaðarhætti þúsund ár- um síðar með ytsta og yngsta þjóð- flokki germanskra kynstofnsins. Dró hann fram ýmis dæmi þessu til sönnunar, svo sem nm borðsiðu, greftrunarháttu, vopnaburð og fleira. Hefðu Germanar að vitni Tacitusar biiið í dreifðum býlum, eins og vjer gerum enn í dag, en ekki í þorpum eins og suðrænar þjóðir, en þar kæmi ljóslega fram sá sjálfræðisandi, sem ^ einkendi germanskar þjóðir. Síðan ræddi próf. Neckel um mannhefndir, vígsbætur, sættir og eftirmál og loks um ástir og hjónaband. Kem- ur þar lýsing Tacitusar enn heim við íslendingasögur, að ekki var að ræða um ástalíf utan hjóna- bands eða á undan því, og var tekið mjög hart á öllum brotum í þessu efni; hinsvegar var mjög fyrirhafnarlítið að fá hjónaskilnað. En hjónaskilnaðir voru engu að síður afar fátíðir, og lýsir það vel þroska forfeðra vorra í þessum efnum. Næsti fyrirlestur próf Neckels, um reimleika í fornum bókment- um, verður fluttur á föstudaginn kemur kl. 6 í Kaupþingssalnum. London (UP) 9 .okt. FB. Helsingfors: Kosningaúrslitin: Þjóðernisflokkurinn sameinaði 42 þingsæti. Framsóknarfl. 11 þing- sæti. Bændaflokkur 59 þingsæti. Smábændur 1 þingsæti. Sænski þjóðflokkurinn 20 þingsæti. Sænski vinstriflokkurinn 1 þingsæti. Jafn- aðarmenn 66 þihgsæti. Kommún- istar 0 þingsæti. Guðrún Halldórsdóttir ljósmóðir, frá Varmá, ætlar að setjast að lijer í borginni og gegna ljósmóður- störfum. Hún er nýkomin lieim frá Kaupmannahöfn og hefir ágæt meðmæli frá kennurum sínum þar. Heimili hennar verður á Njálsgötu 1, og hefir hún sama símanúmer og Helga M. Nielsdóttir ljósmóðir. I alt af 17 st. frost. □ Edda 593010147—1. Fyrirl. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5) : Lægðin fyrir sunnan landið þok- ast hægt austur eftir og veldur ennþá hvassri A-átt í Vestmanna- eyjum og einnig í útsveitum norð- an lands. Á morgun mun áttin verða norðlægari og veður yfirleitt bjart suðvestan lands, en þykk- viðri og snjójel víða norðan lands. Hiti er víðast 3—4 st„ þó aðeins 0—2 st. norðaustan lands. Yfir N-Grænlandi er há loftþrýsting og Það er hjer sem þjer verslið. Fullkomnasla Gler- vöruverslun landsins. Nýkomnar vörur. Matar og Kaffistell. Þvottastell 8.75, 11.60, 12.95. Mjólkurkönnur. Kökuföt. ■ EDINBORG ■ Borðbúnaður. Hnífapör ótal verð og gæði. Ávaxtahnífar í skrautkössum 6.75 Ryðfríir borðhnífar á 0.80. Skurðarhnífar. Alpacka skeiðar og gafflar 0.65. Teskeiðar 0,85. EDINBORG ■ í sláturtíðinrii gerið þjer hvergi betri kaup á pottum, leir- krukkum, án og með loki. Niðursuðuglös. Föt og dallar. EDINBORG ■ Aluminiumvörur. Kaffikönnur, Katlar með flötum botni. Pottar 1.35. Steikarpönnur o. s. frv. EDINBORG ■ Straujárnasett 7.95. Ferðakistur og Töskur Skólatöskur Saumakassar Dúkkuvagnarnir komnir aftur í mörgum litum. Hlaupahjól Sögras-stólar og Borð Körfur ótal teg. ■ EDINBORG ■ Bollabakkar Speglar Skjalatöskur Kventöskur o. m. m. fl. ■EDINBORG| ÓDtRASTAR og BESTAR VÖRUR Þaðer hjer sem þjer verslið. Edinborg. Veðurútlit í Rvík í dag; NA- kaldi. Urkomulaust og ljettskýjað, en fremur kalt. í Fríkirkjunni á morgun kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Messur. 1 dómkirkjunni á morg- un kl. 11, síra Friðrik Hallgríms- son. Kl. 5, síra Bjarni Jónsson. Unglingur, drengur eða telpa, getur fengið atvinnu við að béra Morgunblaðið til kaupenda í Vest- urbæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.