Morgunblaðið - 11.10.1930, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Siemens-
niðursuðuglðs
reynast best, eru þó ódýrust.
Þrjár stærðir fyrirliggjandi.
Ennfremur
HRINGAR og SPENNUR.
íiUÍRimidi
Hiðursuðuglds,
allar stærðir, góð og ódýr.
Verslnn
Vald. Ponlsen
Sími 24. Klapparstíg 29.
og Hreins þvottaduft er jafn
gott og það besta erlenda,
en þó ódýrara, og þess vegna
er sjálfsagt að nota það í all-
an þvott.
Peysufataklæði y
Og
Peysufatasilki
mjóg fallegar tegundir ný-
komnar í
Manchester.
Ka rlm. Vetrarfrakkar
Mikið og
< smekklegt
| úrval. *>
| Yerðið
| sjerstaklega
| lágt.
Vðruhusíð.
Anna Fía
giftist
* *
*
töku, sje einn hluti af embætt-
issjóði, er sæti sömu reglum sem
ríkissjóðsfje, en það hafi verið
föst venja, einnig eftir að reglu-
gjörð um opinber reikningsskil
17. júní 1915 gekk í gildi, að
embættismenn njóti til embættis
rekstursins vaxta af fje embætt-
issjóðs, er sett hafi verið um
stundarsakir til geymslu í
banka og bíði þar útborgunar,
enda telur ákærði þetta eðlilegt
þegar um skiftafje sje að ræða,
því mikil peningaábyrgð og
kostnaður sje samfara skifta-
meðferð búanna. Því til sönn-
unar hefir hann skýrt frá því,
að hann í eitt skifti hafi orðið
að greiða af eigin fje 4000 kr.
fyrir mistök við búskifti, og
síðan það hafi komið fyrir,
hafi hann síðustu 4% árin (okt.
1924—des. 1928) haft mann í
þjónustu sinni, aðallega sjer til
aðstoðar við búskiftin og greitt
honum 200 kr. í laun á mán-
uði af eigin fje, er hann hafi
eigi fengið endurgreitt sem em-
bættiskostnað, og muni vextir,
er til hans hafi runnið af
geymslufje búa í bönkum eigi
gera betur en hrökkva fyrir töp
um og kostnaði sínum við bú-
skiftin.
Um ýms af þeim atriðum, er
hjer hafa verið nefnd og máli
skifta, hefir rannsókn málsins
verið mjög ófullkomin, þannig
hefir rannsóknardómarinn eigi
rannsakað, hve mikið af bú-
fjenu í vörslum ákærða hafi á
hverjum tíma verið á vöxtum í
banka, og er það þar af leið-
andi ekki upplýst, hve miklar
vaxtatekjur ákærði hafi haft af
fje búanna, því vaxtaútreikn-
ingur sá, er rannsóknardómar-
ipn hefir látið gjöra, gefur ekki
ábyggilegar upplýsingar um
þetta. Þá er það eigi rannsak-
að, hvort skýrsla ákærða um
töp hans og kostnað af búskift-
unum sje rjett. Enginn af þeim,
er fje átti að taka úr búunum
hefir verið yfirheyrður, og verð-
ur því af rannsókninni eigi ráð-
ið, hvort rjettir eigendur eða
umráðamenn búafjárins hafa
samþykt meðferð ákærða á því.
Þá er það ekki nægilega upp-
lýst í prófunum, hvort ákærði
hermir það rjett, að endurskoð-
andi stjórnarráðsins hafi athug-
að aðalreikningsbók bæjarfó-
getaembættisins árið 1926 og
ekki gert athugasemdir við
hana. Eigi hefir heldur verið
leitað nægilegra upplýsinga um
það, hvort yfirboðurum ákærða
hefir verið kunnugt um, að á-
kærði reiknaði eigi búum vexti
af inneign þeirra í embættis-
sjóði, nje heldur hverri reglu
aðrir skiftaráðendur hafi fylgí
um geymslu búafjár og ávöxt-
un þess. Undir rannsókn máls-
ins var þess þó af hálfu ákærða
farið á leit, að tveir elstu skifta-
ráðendur landsins í nágrenni
Reykjavíkur yrðu yfirheyrðir
og látnir gefa skýrslu um þetta,
>--n rannsóknardómarinn synjaði
ákærða um það.
Af þeim ófullkomnu upplýs-
ingum, sem fyrir hendi eru,
þykir mega ráða, að það hafi
verið venja, að láta embættis-
menn njóta vaxta af fje í em-
bættissjóði, er þeir geymdu um
stundarsakir í banka, og beið
þar útborgunar, og að yfir höf-
uð hafi verið venja skiftaráð-
enda, eftir að reglugjörð' 17.
júní 1915 gekkí gildi, að leggja
búafje, er inn til þeirra greidd-
ist, í sameiginlegan sjóð em-
bættisins, og greiða búum eigi
vexti af því, meðan það stóð
þar, nema um verulegar upp-
hæðir hafi verið að ræða, eða
dráttur á búskiftunum hafi ver-
ið fyrirsjáanlegur. Að eigi hafi
verið venja að greiða vexti af
fje í sameiginlegum embættis-
sjóði, á það bendir einnig það,
að þegar ríkissjóður hefir sam-
kvæmt 100. gr. skiftalaganna
orðið að greiða búafje, er stað-
ið hefir inni hjá skiftaráðanda,
þá hefir ríkissjóður eigi, svo
vitað sje, greitt búum vexti af
innstæðunum. Ennfremur er það
ljóst, að ákvæði síðari hluta 8.
gr. í lögum nr. 67/1928, um að
embættismenn þeir í Reykja-
vík, er ræðir um í lögunum, þar
með talinn skiftaráðandi, skuli
ávaxta fje það, er þeir hafi
undir höndum vegna embættis
síns, til hagnaðar fyrir eigend-
ur þess, hvílir á þeirri forsendu,
að hjer sje um nýmæli að ræða,
enda er þá jafnframt ákveðið,
að rekstur umræddra embætta
greiðist úr ríkissjóði, en lög
þessi öðluðust gildi 1. jan. 1929,
samtímis því, er ákærði Ijet af
embætti. Og í umræðunum á
Alþingi um lög nr. 25/1929, er
lögleiða almenna skyldu fyrir
skiftaráðendur til að ávaxta
búafje í bönkum og sparisjóð-
um til hagnaðar fyrir eigendur
þess, kemur það skýrt fram, að
gengið hefir verið út frá því, að
til þess tíma hafi sú venja við-
gengist, að skiftaráðendur hafi
notið vaxta af fje búa undir
skiftum, tik reksturs embættis
síns.
Að öllu þessu athuguðu verð-
ur ákærða eigi refsað fyrir það
út af fyrir sig, að hann hefir
eigi tilfært búum vekti í hjer
um ræddum tilfellum. En hins
vegar var ákærða, sem skifta-
ráðanda, skylt, þegar verulegt
fje, búi tilheyrandi, lá hjá hon-
um, eða í embættissjóði vaxta-
laust, og fyrirsjáanlegt var, að
dráttur yrði á skiftunum, að að-
vara rjetta umráðamenn fjár-
ns um það, og gefa þeim kost
á að taka ákvörðun um ávöxt-
un þess, og sömuleiðis var hon-
um skylt að sjá um, að enginn
ónauðsynlegur dráttur yrði á
skiftum búsins, en í þessu hefir
orðið misbrestur hjá ákærða,
og er vanræksla hans í þessu
efni refsiverð samkvæmt 144.
gr. hegningarlaganna.
Þá er það sannað, að ákærði
hefir haft þá venju, að hefja
innstæður, er bú hafa' átt í
bönkum og sparisjóðum, og
leggja þær inn í sjóð embættis-
ins. Hefir ákærði neitað því ein-
dregið og afdráttarlaust, að
hann hafi gjört þetta í ávinn-
ingsskyni, en kveðst hafa hag-
að þessu þannig, til þess að
vera ætíð undir það búinn að
geta borgað útgjöld búanna
með peningum eða ávísunum á
banka, en hitt hafi verið óger-
legt með þeim starfskröftum,
er hann hafi haft á að skipa,
að hafa banka- eða sparisjóðs-
kontó fyrir hvert einstakt bú,
enda hafi það verið ætlun sín,
að skifta búunum þá þegar, eða
jög fljótt, eftir að innstæðan
var hafin, þótt þessu á stundum
hafi ekki orðið framgengt. Hafi
reglan verið sú, að búunum hafi
verið gerð grein fyrir vöxtum
til þess dags, er innstæðan var
tekin út, en þar á móti hafi bú-
nu ekki verið reiknaðir neinir
vextir, eftir að fjeð var komið
inn í sjóð embættisins. Hefir í
allflestum eða öllum tilfellum
rið lögð fram á skiftafundi
3kilagrein fyrir innstæðum og
vöxtum til þess dags, er inn-
stæðan var tekin út. Hefir skrif-
stofa Iögmannsins í Reykjavík
tekið þessar skilagreinir út úr
búskjölunum, og þær verið
lagðar fram af nýju í hæsta-
rjetti.
Undir rannsókn málsins var
þess farið á leit af hálfu á-
kærða, að rannsóknardómarinn
ljeti búa til sjerstakan útreikn-
ing yfir vöxtu af því fje, sem
ákærði hefir tekið út úr sparí-
sjóðsbókum búa, frá því er það
ivar tekið út og til þess, er það
jvar útborgað, eða skifti fóru
fram, en með því, að það var
sigi gjört, hefir hinn skipaði
verjandi látið semja skrá yfir
öll þau bú, þar sem sparisjóðs-
innstæður hafa verið hafnar —
þar með þó eigi talin innritun-
arskírteini —, og reikna út
vextina. Samkvæmt skrá þess-
ari, er lögð hefir verið fram í
hæstarjetti, hefir ákærði hafið
sparisjóðsinnstæður í 88 búum,
og hafa vextir af innstæðunum
á þeim tæplega 11 árum, er á-
kærði hefir gegnt bæjarfógeta-
embættinu í Reykjavík, getað
numið samt. kr. 9971,83, reiknað
með vaxtafæti 3%%. 1 50 búum
hafa vextirnir ekki numið meiru
en 50 kr., og í mörgum þeirra
undir 10 kr. f nokkrum af bú-
um þeim, er vextirnir hafa num-
ið hærri upphæð, er það sjáan-
legt, að ástæða hefir verið til
að taka upphæðina út að öllu
eða nokkru leyti; þannig má t.
d. nefna dánarbú Morten Han-
sen. Þar hafa verið, hinn 24.
sept. 1923, hafnar sparisjóðs-
innstæður að upph. um 43000 kr.,
en daginn eftir hafa tveimur
erfingjum verið greiddar 30000
kr. fyrirfram upp í arf, og
þriðja erfingjanum 5000 kr.
tveim mánuðum síðar.
Það er nú að vísu ljóst, að
ákærði hefir í mörgum búum
hafið innstæður búsins úr spari-
sjóði, án þess að sjeð verði af
aðalreikningsbókum eða skifta-
bókum embættisins, að úttektin
hafi verið nauðsynleg vegna út-
borgana úr búinu, en engu að
síður verður það þó ekki álitið,
að ákærði hafi gjört þetta í
þeim tilgangi, að afla sjer ó-
rjettmæts ávinnings, og brestur
því heimild til að refsa honum
fyrir þetta eftir 142. gr. hegn-
ingarlaganna, enda bera skifta-
bækurnar það með sjer, að í
flestum þeim búum, þar sem
verulegar sparisjóðsinnstæður
hafa verið hafnar, hafa erfingj-
ar eða umboðsmenn þeirra mætt
í skiftalok, samþykt skiftin og
gefið skilyrðislausa kvittun fyr-
ir arfinum. Hinsvegar bar á-
kærða rík skylda til, að láta
eigi skifti búa þessara dragast
að Tiauðsynjalausu, eftir að inn-
stæður voru hafnar, en af rann-
sókn málsins og skiftabókun-
um, þykir það ljóst, að skiftin
hafa í eigi allfá skifti dregist
lengur en nauðsyn bar til, og
þótt aðkallandi embættisannir
og dagleg störf, sem ekki mátti
fresta, hafi valdið miklu í þessu
Hin dásamiega
TatoNhandsáps
mýkir og hreinsar hörundið
og gefur fallegan og bjartan
litarhátt.
Smásala 0.65.
Einkasalart
I. Brynjólfsscn 8 Hvsran.
Peysnr,
ýmiskonar á konur, karla cg börn.
4 krónu kaupum fylgir happdrætt-
ismiði. Komið í
Tiskubúðina,
Grundar-stíg 2.
Hunar I Egg.
KI e i n,
Baldursgötu 14. Sími 73.
efni, verður það þó í ýmsum til-
fellum eigi talin nægileg rjett-
æting á drætti búskiftanna, og
verður því að telja dráttinn
refsiverðan, samkvæmt 144. gr.
hegningarlaganna.
Refsing ákærða þykir hæfi-
lega ákveðin 800 kr. sekt til
ríkissjóðs, og komi 40 daga
einfalt fangelsi í stað sektar-
innar, ef hún verður eigi greidd
innan mánaðar frá birtingu
dóms þessa. Ákærða ber og að
greiða allan kostnað máls þessa
bæði í hjeraði og hæstarjetti,
þar með talin málflutningslaun
sækjanda og verjanda í hæsta-
rjetti, sem ákveðast 200 kr. til
hvors.
Mál þetta kom til rjettarins
í byrjun desbr.mán. f. á., og
var þá þegar skipaður sækjandi
og verjandi; skiftust þeir svo á
sóknar- og varnarskjölum, og
var málið því næst lagt í dóm
23. júní þ. á., en þar sem mál-
ið er umfangsmikið, og mikil
vinna hefir verið lögð í sókn
þess og vörn, og margra nýrra
skjala aflað af verjanda hálfu,
málinu til upplýsingar, þá þyk-
ir dráttur sá, er orðið hefir á
sókn þess og vörn, rjettlættur.
Því dæmist rjett vera:
Ákærði, (Jóhannes Jóhannes-
son, sæti 800 kr. sekt til ríkis-
sjóðs, og komi 40 daga einfalt
fangelsi í stað sektarinnar, ef
hún verður eigi greidd innan
mánaðar frá birtingu dóms
þessa.
Svo greiði ákærði allan kostn-
að sakarinnar bæði í hjeraði
og hæstarjetti, þar með talin
málflutningslaun sækjanda og
verjanda í hæstarjetti, mál-
flutningsmannanna Pjeturs
•agnússonar og Magnúsar Guð
mundssonar, 200 kr. til hvors.
Dóminum skal fullnægja með
aðför að lögum.
</!
‘