Morgunblaðið - 09.11.1930, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐTÐ
S
S Otgref.: H.f. Árvakur, HeykJavU =
= Hltfitjórar: Jóu Kjartansnou. EB
Valtýr Stuf&uaeon. ==
jg Kltstjörn og afgrelösla:
Austuretrætl 8. — Slml 60P =
~ /Luslýsinjsaatjórl: E. Hafberg. =
= Auglí'eingaakrifstn^^ • EE
Austurstræti 1.7 — Sími 700 =
£ =
£ Heinriasimar:
2 Jón KJartansson nr. 742.
Valtýr StefAnsson nr. 1220 EE
E. Hnfberg nr. 770. r=
£ *V»kr1tta^jald: jEE
Innanland* kr. 2.00 & xnáTiut?! j=
= Utanland* kr. 2.50 á mánu =
£ f iausasölu 10 aura elntaklÖ, ==
20 aura meö L«esbók =
Íaiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiniiitiiil
Flokkaskipunin á þingi Banda-
ríkjanna.
Washington: Samkvæmt sein
ustu fregnum, eru líkur til, að
styrkleiki flokkanna í fulltrúa
deildinni verði jafn, að hvor
flokkurinn um sig fái 217 þing-
sæti. Er enn vafi um eitt þing-
sæti (f. Ulinios) og v^fasamt,
að republikanar komi að manni
í það. Velta þá öll úrslit, ef svo
fer, á atkvæði eina þingmanns-
ins, sem Farm.-Labourites komu
að. —
Fermin arbSrn
í Dómkirkjunni í dag.
Piltar:
Nicolai Gunnar Bjarnason.
Páll Stephensen.
Gunnar Andrjes Jónsson.
Þorsteinn Ólafsson (Bakkakoti)
Adolf Karlsson.
Ásgrímur Lúðvíksson.
Sigurður Jón Ólafsson.
Sverrir Ingólfsson.
Indriði Aðalsteinn Jóhannsson.
Magnús Guðmundsson.
■Guðmundur Kristinn Sveinsson,
Hákon Guðmundur Ólafsson.
Þorsteinn Ólafsson (Sólvallag.).
Andrjes Ásmundsson.
Stefán Agnar Magnússon.
Eyþór Magnús Bæringsson.
•Vernharður Einarsson.
Halldór Pjetursson.
Páll Sigurgeirsson.
Stúlkur:
Guðný Kristbjörg Þórðardóttir.
Gyða Thorlacius Sigmundsdóttir,
Klara Margrjet Svensson.
Vigdís Steina Ólafsdóttir.
Guðrún Aðalheiður Ólafsdóttir.
ólafía Ragna Magnúsdóttir.
Guðrún M. ö. Jóhannesdóttir.
Díana Karlsdóttir.
Elísabet Breiðfjörð.
Eva Stenhensen Guðmundsson.
Unnur Thors.
Elín Stephensen Guðmundsson.
Fanney Sigurjónsdóttir.
Eugenia Inger Nielsen.
Ó’öf Sigríður Magnúsdóttir.
Sigurbjörg Gísladóttir.
Ásta Guðrún Jónsdóttir. '
Jórunn Brynja Njarðvík.
Sigríður Kristín Ársælsdóttir.
Viktoría I. L. Kristjánsdóttir.
Edith Helena Soffía Rasmus.
Hiördís J. Rasmus.
Hjördís Bentína Þorleifsdóttir.
Kristileg samkoma á Njálsgötu
1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir.
Drengur eða telpa getur fengið
atvinnu við að hera út Morgun-
blaðið til kaupenda í miðbæinn.
Dónmr almennings.
1
Stjórninni okkar og flokks-
mönnum hennar er undarlega
vsndgert til hæfis í dómsmálum.
Meðal siðaðra manna eru dóm-
stólar settir til þess að setja nið-
ur þrætur og skera úr, hvor lög
hafi að mæla. Einnig að meta til
refsinga og yfirbóta árekstra á
lóg, og rjett annara.
Stjórnin, sem nú situr að völd-
um á íslandi, og margir fylgis-
menn hennar, virðast ekki skap-
aðir til þess að hlí^ þéirri sið-
:ðra manna reglu, að láta úrskurð
dómstóla vera endi hverrar þrætu.
Og af þeim er hver dómur veg-
iun, og ljettvægur fundinn, ef
hann fellur ekki þeim í vil.
Þetta er því undarlegra, sem
stjórnarvöldin hafa betri aðstöðu
cg ríkari skyldu en aðrir menn,
t'i að sneiða hjá árekstrum á lög
ofe rjett. Og hafa auk þess ákæru-
valdið, sem nú er orðið að flokks-
vopni.
En svona er þetta. Ríkisstjórnin
getur ekki notað dómstóla rík-
isins fyrir sig og sína. Fangaráð
hcnnar hefir orðið að búa til
dómara.
En sá iðnaður hefir ekki heldur
crðið henni einhlítur. Hæstirjettur
er svo gamaldags, að hann metur
ekki iðju þeirra vjela eftir öðrum
reglum en verk annara dómara.
Stjómin hefir á margan hátt
um sárt að binda í þessum efnum.
Fyrst er nú það, að henni hefir
ekki sjálfri tekist að hefta svo
eðli sitt, að samborgararnir hafi
ckki orðið að fá dómstólana til
að meta orð hennár og æði. Sama
hefir hent suma hennar ástvini.
En verst er þó það, hve brot-
hættur heimilisiðnaður gervidóm-
aranna hefir orðið í höndum
ITastarjettar.
Góð ráð hafa sanflarlega orðið
dýr í þessum þrengingum. En þó
hefir ráð fundist, sem sje það,
að skjóta málunum til ennþá æðri
dómstóls en Hæstarjettar. Þann
dóm kallar stjórnin okkar „dóm
almennings.“ Hefir hún af greið-
vikni við „almenning“ tekið að
sjer sjálf að birta dómana í Tím-
anum.
Dómstóll þessi er raunar ekki
alveg nýr. Hann er eldri en Tím-
inn og að misjöfnu kunnur. En
þó er birting stjórnarinnar á dóms
niðnrstöðum með enn meiri mis-
fellum, og er hvort tveggja um-
ræðu vert.
Hvorki almenningur nje ein-
stakir menn geta felt rjettan dóm
um annað en það, sem þeir hafa
heyrt og sjeð. Það er því heimska
ein að tala um dóm almennings
á þeim hlutum, sem almenningur
þekkir ekkert til.
Þegar ráðherrarnir hafa ferðast
kringum land og haldið landsmála
fundi í hverri sveit, getur al-
menningur kannske dæmt um,
hvort forsætisráðherrann sje vit-
ur maður og dómsmálaráðherrann
orðvar og virðulega skapi farinn
Almenningur getur líka lagt dóm
á. hverskonar athæfi það er, að
taka varðskip ríkisins úr starfi
sínu, til þess að nota þau í flokks
erindi. Eða að taka fje úr ríkis
sjóði án heimildar Alþingis, til
þess að gleðja sig eða bæta hag
flokksmanna sinna. Almenningur
getur lagt dóm á þetta, af því að
liann veit, að fyrir samskonar verk
mundi hann missa æruna.
En almenflingur getur éngan
dóm á það lagt, þegar stjórnin
skipar sakamálsrannsókn á mann
li jer í Reykjavík, hvort sá maður
er sekur eða ekki. Til þess að
fella rökstuddan dóm, verða menn
að þekkja málsástæður.
En almenningsdómur er þó
feldur í sambandi við slíka at-
burði: Þegar núverandi ríkis-
stjórn fyrirskipar sakamálsrann-
sókn á einhvern mann, og það
lcemur æði oft fyrir, dettur eng-
um fullvita manni á íslandi ann-
að í hug, en að það sje stjórnar-
andstæðingur. — I þessn felst hinn
þungi dómur almennings að út
frá því er gengið sem órjúfanlcgu
náttúrulögmáli, að ríkisstjóinin
misbeiti ákæruvaldinu.
Annars er ekki ætlunin hjer að
hampa dómum almennings sem ger
semum, þótt þeir geti á. stundnm
\erið rjettir. Er með þeim og hin-
um lögskipuðu dómum ólíku sam-
an að jafna. í dómarastöður ber
að velja hina rjettlátustu og vitr-
ustu menn, og þeir leggja fyrst
aóm á mál, er þeir hafa kynt sjer
og sannprófað allar málsástæður.
í dómi aþnennings sitja ekki
aðeins rjettlátir menn . og vitrir,
heldur líka fól og fantar. Dómar
almennings falla oftast að lítt
rannsökuðu máli, snmpart af því
að á rannsókn eru engin tök.
Sitja þá hinir grandvarari hjá,
af því þeir eru vandir að for-
sendum; en hinir, tímamenn þjóð-
fjelagsins, sem láta sjer nægja
sinn hlutdræga vilja, fella þá
dominn.
En mætti maður nú spyrja,
hvaðan Tímanum kemur vald til
að birta þessa ,dóma almenningsf
Iiver hefir sent honum þá ti
birtingar?
Er ekki svo, að þetta „almenn
ingsálit og þessir „almenning:
dómar“ sem hann talar um, sjei
einskis álit, en eigin dómar?
Ekki er rjett að skiljast vif
þetta mál án þess að benda þó f
einn dóm almennings, sem feldui
er með rökum og að rannsöknðu
máli:
í sumar var þjóðin beðin að
fella dóm um það, hverjum stjórn-
málaflokkanna á íslandi væri best
trúandi fyrir málefnum þjóðar-
innar. Tíminn taldi upp mörg
afrek stjórnarinnar og spurði,
hvort hún ætti ekki að halda
áfram á sömu braut. En þjóðin
sagði nei. Mikilhæfasti maður
’ i'amsóknar var sendur af stað,
til að tín'a saman atkvæðin. En
honum tókst þó ekki einu sinni
að særa þriðjung atkvæða út. á
skoðanirnar, hagsmunavonina, per-
sónufylgið og í píslarvættisgustuka
gjafir. Dómur almennings var sá,
að Sjálfstæðisflokknum væri
(v.est trúandi fyrir að fara með
málefni íslands og íslensku þjóð-
arinnar.
Nú kunnum vjer ekki betra ráð
Tímanum að gefa en það, að fresta
birtingu allra almenningsdóma og
herða í kyrþey hrygglengjuna til
næsta sumars. Þá mun kostur að
þola almenningsdóm, sem honum
verðnr væntanlega minnisstæður.
Nýkomið:
Silkisokkar.
Isgamsokkar.
Ullarsokkar.
Bómullarsokkar.
fyrir börn og fullorðna í mjög f jölbreyttu úrvali og
nýtísku litum.
Úlgan í Finnlandi.
Ætluðu herforingjamlr að gera
byltingu?
neinn hátt verið riðnir við þetta
verk, og er það að öllum lík-
indum satt.
Fyrir skömmu fluttu nokkrir
Finnar Stáhlberg fyrv. ríkisfor-
seta og konu hans burt með
valdi. Voru þau á morgungöngu
nálægt Helsingfors, þegar of-
beldismennirnir tóku þau. Þeir
óku með þau ,í bíl til þorpsins
Joensuu nálægt rússnesku landa
mærunum. Þar áttu ofbeldis-
mennirnir að mæta öðrum bíl,
er taka átti við föngunum. En
þessi bíll kom ekki. Ofbeldis-
mennirnir ljetu því Stáhlberg og
konu hans laus.
Stáhlberg, fyrv. ríkisforseti.
Ofbeldisverkið vakti afskap-
lega gremju um land alt. Og
foringjar allra stjórnmálaflokka
lýstu yfir andstygð á þessu at-
ferli. Stáhlberg var einn hinna
mest metnu stjórnmálamanna
og lögfræðinga í Finnlandi. —
Hann var ríkisforseti Finnlands
á árunum 1919—25 og var áð-
ur forseti hæstarjettar. Hann er
einn aðalleiðtogi framsóknar-
flokksins finnska.
* *
Lögreglunni tókst fljótlega að
handsama ofbeldismennina. Þeir
sögðust hafa flutt Stáhlberg á
burtu samkvæmt beiðni Jaskari
hæstarjettarlögmanns. Hann var
þá ritari Lappó-fjelagsins ,,Suo-
men Lukko“, en honum var vik-
;ð frá þeirri stöðu, þegar það
jfrjettist, að hann hafði verið
riðinn við ofbeldisverkið. For-
íngjar Lappómanna hafa lýst
því yfir, að þeir hafi ekki á
Frú Stáhlberg.
Jaskari vildi í byrjun ekkí
gefa lögreglunni neinar upplýs-
ingar. En svo heimsótti faðir
hans hann í fangelsinu og bað
hann að segja sannleikann.
Jaskari skýrði þá lögreglúnni
frá því, að hann hefði látið
ílytja Stáhlberg burt samkvæmt
skipun Wallenius hershöfðingja.
Hann var þá-yfirmaður herfor-
ingjaráðsins í Finnlandi. Lög-
reglan fjekk ennfremur upplýs-
ingar um það, að Wallenius
hafði verið í Joensuu sama dag,
sem Stáhlberg var fluttur þang-
að. En bíll Wallenius bilaði á
leiðinni þangað og tafðist hann
töluvert af þeirri ástæðu. Enn-
^fremur frjettist, að einn ofbeld-
ismannanna hafði sent símskeyti
til Walleniusar. I skeytinu stóð:
„Við höfum 2 sjúklinga með-
ferðis“. Þarna er vafalaust átt
við, að frú Stáhlberg var einnig
með í bílnum.
Lögreglan handtók því Wall-
enius og nokkra aðra háttsetta
liðsforingja. Þeir voru teknir
fastir kl. 6 að morgni, áður en
þeir voru komnir á fætur. Wall-
enius var yfirheyrður allan dag-
inn. Hann neitaði í byrjun, að
hann hefði látið flytja Stáhlberg
burtu. En allar líkur bentu til
þess, að hann væri sekur. Kl.
2*4 um nóttina bað Wallenius
um umhugsunartíma. — Hálfri
klukkustund síðar meðgekk
hann, að hann, að hann hefði
látið flytja Stáhlberg burtu. —
Wallenius var þá strax vikið frá
embætti.
* *
Hvað ætlaði Wallenius að láta
gera við Stáhlberg og hvers
vegna ljet hann flytja hann
burtu? Það veit enginn, nema
ef til vill finska stjórnin og svo
Wallenius sjálfur. En enginn
getur verið í vafa um það, að
yfirmaður herforingjaráðsins
gerir ekki tilraun til þess að
flytja fyrverandi forseta lands-