Morgunblaðið - 06.12.1930, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
l
iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiir
TftorgunbiaMfc
Útgef.: H.f. Árvakur, Keykjavlk
Rltatjórar: Jón KJartanason.
Valtýr Stefánaaon. :
Rltatjórn og afsrelOala: r
Auaturatrafttt 8. — Stml 600. =
AUKlýatngrastjðrl: E. Hafberg. =
AuglýsinKaakrlfatofa: =
Austurstræti 17. — Slmi 700. =
Helmaafmar:
Jón KJartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. H
E. Hafberg nr. 770.
Áskrlftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. =
Utanlands kr. 2.60 á mánuttl. =
t lausasólu 10 aura elntaktO. =
20 aura meO Lesbók. =
Bnmmiiiiiiiiimiiimimiiiimmimiiiiiniiiiiiiiiiiiiimiil
Dð skilnaði.
Síðastliðna viku voru fulltrúa
Alþýðuflokksins á ráðstefnu hjer í
bænum.— svo nefndu Sambands-
þingi. Þar var margt skrafað, og
•sumt eftirtektarvert, eins og skýrt
hefir verið frá hjer í blaðinu.
En liið sjerltennilega við r.áð-
stéfnu þessa var notkun handafls-
ins, sem kunnugt er. Þeir rifust
þar flokksbræðurnir eiiis og götu-
drengir, og börðust svo buldi í,
sætum vélt og alt fór hvað eftir
annað í uppnám.
í mánudagsblaði Alþýðublaðsins
segir svo, að fulltrúar er setið
hefðu sambandsþingið, hafi safn-
ast saman í kaffisal „Krónborgar“
á sunnudaginn. Þar voru, að því er
Alþýðublaðið segir, haldnar marg-
ar s'njállar skilnaðarræður og
„samvistir þakkaðar.“
í annari grein í sama blaði er
árarifrinum af Sambandsþinginu
lýst þannig, að á þingi þessu liafi
„skipúlag flokksins orðið fastara
— flokksböndin traustari.“
Þarna var orð í tíma talað ;—
•og kemur engum á óvart.
Rifrildið og gauragangurinn á
þinginu. barsmíðar og kjaftshögg
voru ekki vottur um neinn rót-
tækan skoðanamun — í raun og
veru ekki til annars en áð „gera
skipulagið fastara — floklcstengsl-
ín öruggari.“
istabróddana, og skammað ]iá eins
og þeir eigi skilið.
Og Jón Baldvinsson getur sagt
Stauning, að Olafur Friðriksson
sje orðinn svo andstæður Moskva-
bolsum, að hann berji þá og lemji
—, eins og þeir eigi skilið.
Og báðir voru þeir samtaka í
því, hlöðukálfar landsstjórnarinn-
ar, Einar og Jóri, að ripplýsa lands
lýðinnvum það, að þðir væru til-
búnir Jivenær sem er að sparka í
landsstjórnina sem hefir stríðalið
þá um stund.
Þannig hefir „skipulagið orðið
fastara“ innan Alþýðuflokksins á
þessu þingi — skipulag sriíkjanna
jog undirlægjuháttarins út á við —
jskipulag falsins og svikanna inn-
anlands, skipulag það, sem veitir
sósíalistabroddum þessa lands feit
embætti og vel launaðar stöður.
Hvað gerist
f RússSandi?
Eftir ]>essu að dæma, er Alþýðu-
tilaðið að gefa í skyn að Sambands-
þingið hafi verið einskonár póli-
fískur grímudansleikur, sem Al-
þýðuflokkurinn þurfti að gangast
fyrir 'einmitt núna.
Eins og kunnugt er, fær Al-
þýðuflokkurinn verulegan stuðn-
Sng frá Jireni stöðum, frá „bænda-
•stjórninni1 ‘ hjerna, dönskum sósíal
istum og rússnesku bolsunum.
'Ollum þessum „auðsuppsprett-
iini‘ varð að lialda opnum.
.Stauning t hefir hótað því, að
kippa að sjer hendinni, vegna þess
að honum þykir sem sósíalista-
Íbroddarnir lijer hallist of mjög
,að liinum rússnesku óvinum lians.
Moskvabolsar hafa verið dálítið
-afundnir ,vegna þess að þeím
þykir helst til lítill öreigakeimur
að Hjeðni olíukóng og hans nót-
um.
Og fylgismönnum stjórnarinnar
í sveitunum þykir bolsavinátta
Tímaklíkunnar næsta ólioll og
•óeðlileg.
Af þessu er þá sprottin hin
hentuga tilhögunarskrá Sambands-
jþingsins.
Nii getur Einar Olgeirsson sent
boð um það til Moskva, að hann
hafi gert. uppfstand í flokknum;
,-ausið óbótaskömmum yfir sósíal-
Nýlega barst sú fregn út um
lieiminn, að Stalin, einræðisherr-
ann í Rússlandi, hefði verið myrt-
ur. Rússneska stjórnin bar strax
á móti fregninni, og Stalin sendi
sjálfur út tilkynningu um að það
væri lygi að hann hefði verið
myrtur, og veitti svo erlendum
blaðamönnum viðtal, til þess að
færa sÖnnur á það, að hann væri
á lífi.
Um sama leyti frjettist, að yfir-
völdin í Moskva liefðu uppgötvað
fjölment samsæri gegn ráðstjórn-
inni. Var sagt, að Syrtsof, fyrver-
andi stjórnarforseti í Stóra-Rúss-
landi, Antipof póstmálaráðherra.
Bliiclier hershöfðingi o. fl. merkir
liægri kommúnistar hefðu verið
aðalforsprakkar samsærisins. Þeir
hefðu ætlað að steypa Stalin frá
völdum, en rússriésk dansmær
hefði Ijóstrað upp um þá, og yfir-
völdin tekið forsprakkana fasta.
Enn fremur bárust fregnir þess
efnis' að hermenn hefðu gert upp-
reisn víða í Rússlandi, vegna vista
skorts. Skamt frá Moskva hefðu
liermenn skotið liðsforingjana og
lagt af stað til Moskva, en beðið
ósigur í viðureign við lögreglu-
liðið utan við borgina.
Rússneska stjórnin hefir lýst all-
ar uppreisnar- og samsærisfregnirn
ir ósannar. En þrátt fyrir, það er
mjög líklegt að þær sjeu sannar
að einhverju leyti. Svo mikið er að
minsta kosti víst, að ráðstjórnin
rússneska á við mikla efnahags-
lega og pólitíska erfiðleika að
stríða, og mótspyrnan á móti
stjórninni vex bæði innan og utan
kommúnistaflokksins.
inn þátt í hinni vaxandi óánægju
í Rússlandi og er um leið glöggur
vottur um erfiðleika stjórnarinn-
ar. Því að nærri má geta, að mikið
lilýtur að þrengja að stjórninni,
þar sem hún flytur íit ógrvnni af
matvörum, þótt þjóðjn svelti
vegna vistaskorts. Þjóðnýtingin
og harðstjórnin gagnvart bændum
hefir víða valdið alvarlegum
bændauppreisnum, sem þó liafa
verið bældar fljótlega niður. Enn
fremur hefir framkoma stjórnar-
innar gagnvart bændurium vakið
óánægju í hernum, því að margir
hermenn eru bændasynir.
Yið þetta bætist sundurlyndi og
barátta innan kommúnistaflokks-
ins. Hægrikommúnistar undir for-
ustu Rykovs og Bukharins hafa
lengi verið andvígir stefnu Stalins
og fimm ára áætluninni. Fyrir
nokkru 1 jet Stalin taka Bukharin
fastan. Skömmu seinna neyddi
hann Rykov, stjórnarförseta Rúss-
lands, til að taka sjer eins mán-
aðar „orlof“. En menn búast við,
að Rykov muni ekki taka aftur
við embættinu. Um sama leyti
var mörgum öðrum Hægrikomm-
únistum .vikið frá embætti. —
Þýska blaðið „Vossische Zeitung“
skýrir frá því, að R.ykov og Buk-
liarin hafi skorað á Stalin að
breyta stefnu, því að annars mætti
búást við hungursneyð enn þá
ógurlegri en nokkurn tíma áður
í sögu landsins. Þessi áskorun er
að líkindum ástæðan til þess, að, , , .. ,
„ ,. - . . „ iskapartiðin var um land alt 1 sum-
Stalm hefir að nyju „iTreinsað til , , ... .
. ar, urkomur miklar, og lofthiti
irinan stjórnarmnar.
ið ráðast inn í Rússland. Olíu-
kóngurinn Deterding, aðalkeppi-
nautur Rússa á olíumarkaðinum,
liafði lofað að hjálpa uppreisnar-
mönnum með fjárframlögum. —-
Stríðið á liendur Rússum átti að
byrja 1930 eða 1931.
Rússnesku yfirvöldin segja, að
prófessor Ramsin, aðalforingi sam-
særismanna, liaf-i játað þenna
verknað. Samt efast margir um,
að hárin eða verkfræðingarnir sjéu
sekir. Það liggur nærri að halda,
að rvíssneska stjórnin hafi fundið
upp á því, að kerina verkfræðing-
unum um hnignun atvinnulífsins,
til þess að fólk ekki skelli skuld-
inni á ráðstjórnina og þjóðnýt-
inguna.
Alt bendir til þess, að stöðugt
þrengi meira og meira að ráð-
stjórninni. Hún verður því að
beita öllum brögðum, óheiðarleg-
um sem heiðariegum, til þess að
halda sjer við völd. En tekst
henni það til lengdar ‘í Eða er ráð-
stjórnarríkið rússneska komið að
liruni? Þáð er erfitt að segja nokk-
uð um það. En menn skyldi þó
halda, að núverandi ástand í Rúss-
Jandi geti ekki haldist til lengdar.
Khöfri í nóv. 1930.
v p.
Veðráttan I ágúst.
Á veðráttuskýrslu Veðurstofrinn-
ar má best sjá, hve óhagfeld hey-
Vaxandi ógnaröld í Rússlandi
er einnig vottur þess, að ástandið
í landinu versnar og mótspyrnan
gegn stjórnimii vex. Hvað eftir
annað skýra rússnesk ðlöð frá því,
ao menn liáfi verið líflátnir fyrir
mótspyrnu gegn stjórninni og
fimm ára áætluninni.
Erfiðleikarnir í Russlandi hafa
•farið vaxandi síðan Stalin lagði
„nep“-stefnu Lenins á hilluna. —
Eins og kunnugt er, var hún aðal-
lega í því fólgin, að atvinnurekst
ur einstaklinga var leyfður að
nokkru leyti. En Stalin vill þjóð-
nýta alla framleiðslu og hefir í
2 ár unnið að því, að framkvæma
fimm ára áætlunina um endurreisn
iðnaðar og landbúnaðar á grund-
velli þjóðnýtingarkenninganna. —
En á þessum tveim árum hefir
vöruskorturinn, einkum matvæla
skorturinn aukist mjög í Rúss
landi, svo að miljónir manna
svelta. Þetta hefir eðlilega aukið
mótspyrnuna gegn ráðstjórninni.
Viðskiftapólitík Stalins á líká mik-
Það er varla tilviljun ein, að
Stalin hefir einmitt nú látið á-
kæra nokkra merka prófessora
og verkfræðinga fyrir að hafa
unnið á móti endurreisn iðnaðar-
ins og unnið að gagnbyltingu í
Rússlandi. í ákæruskjalinu er m.
a. sagt þannig frá:
Nokkrir prófessorar og verk-
fræðingar í þjónustu ríkisins mvnd
iiðu árið 1928 ólöglegan stjórn-
málaflokk, svo kallaðan iðnaðar-
flokk. Flokkur þessi var myndað-
1 skömmu eftir að Stalin hvarf
frá „nep“-Stefnunni .og byrjaði
að berjast fyrir þjóðnýtingu allr-
framleiðslu. Markmið flokksins
var, að koma ólagi á atvinnulíf
Rússa, valda efnahagslegu hruni
í Rússlandi og veikja aðstöðu ráð-
stjórnarinriar. Loks átti að stofna
til uppreisnar í Rússlandi, þegar
atvinnulíf þjóðarinnar væri komið
í nægilega mikla niðurlægingu. —
Uppreisnarmenn áttu þá að fá
erlenda hjálp til þess að steypa
ráðstjórninni.
Landflótta Rússar í Frakklandi
og merkir franskir stjórnmála-
menn, þ. á. m. Poincaré og
Briand, höfðu tekið þátj í þessum
ráðagerðum, eftir því er sagt er
í ákæruskjalinu. Franska herfor-
ingjaráðið hafði samið áætlun um
herferð til Rússlands. Frakkar
áttu að veita uppreisúarmönrium
í Rússlandi hernaðarlega hjálp
Engleridingaj^ áttu að senda her-
skip til Eystrasalts og Svarta
Iiafs. Pólverjar og Rúmenar áttu Ui Vestfjörðum.
fram yfir meðallag, svo að hey
skemdrist fljótt. Sjerstaklega var
lieyskapartíð slæm á Norðurlandi
og Austurlandi. A Suðurlandi o
Vesturlandi voru nokkrir þurk-
dagar framan af mánuðinum.
Loftslag var þar líka kgldara
heldur en á Norður og Austur-
landi, en annars var hitinn þenn
an mánuð 0.5° yfir meðallag á
öllu landinu. Hæstur varð hitinn
Húsavík 23. ágúst 19.4°, en
tninstur 0.4° á Grímsstöðum a
Hólsfjöllum þ. 28.
Sjávarhitinn var 0.5° yfir meðal
ag. — l’rkoma var 92% yfir
meðallag á Öllu landinu, eða nærn
því tvöfold meðalvirkoma. Á
Norð-austurlandi var hún tiltölu
lega mest, í Höfn 313% umfram
meðallag eða rúmlega ferföld með-
alúrkoma. Við Faxaflóa var úr-
koman þó undir meðallagi, á Hvals
nesi 64% úr meðalúrkomu og i
Reykjavík 88%. Um 20. ágúst voru
óheniju rigningar, einkum á Aust-
urlandi og ollu þar miklum skemd
um. Þ. 20. hlupu 3 aurskriður
miklar í sjó fram í Norðfirði. Ein
skriðan braut útgerðarhús og
skemri mikið af fiski. Þ. 20.—21
fórust 40—50 kindur af vatna
gangi og flóði á Starmýri í Álfta
firði eystra. Á Hjeraði eystra tók
vatnavöxtur talsvert af heyi þessa
daga.
I þessum niánuði var norðaust
an átt tíðust éftir hætti, og aust
anátt. Vindar af öðrum áttum
voru sjaldgæfari og veðurhæð
mirini en í meðallagi og Vstormar
fátíðir.
Flestar stöðvar telja alauð fjöll
í 600 metra hæð. Á Vestfjörðum
og á Norðurlandi voru fjöllin þó
sums staðar flekkótt, en víðast
að eins í byrjun mánaðarins
ágúst snjóaði í fjöll hjá Papey og
sama dag var krapahríð í bygð
Ýmsar frjettir.
Bardagi við smyglara.
Um miðjan nóvembermánuð lá
smyglaraskip, ,Standert‘ að nafni,
úti fyrir Jalcobstad í Finnlandi.
Það hafði persneskan fána uppi.
Ótal fiskibátar liöfðu þyrpst. í
kring um það, og voru menn að fá
sjer á pelann. Varðmenn í landi
komust að þessu og átti nú að
hremma skipið. Þegar smyglarar
urðu þess varir reyndu sumir að
flýja, en 30 smyglarar voru þó enn
á skipinu, er strandgæslumenn
lögðu að jStandert'. Reyndu smygl
arar að verja þeim uppgöngu á
skipið og tókst nú bardagi og sein
ast var gripið til skotvopna. —
Sænskur smyglari, Ahlström að
nafni, var drepinn og tveir af.fje-
lögum hans særðust og einn úr
arðliðinu. — Varðliðið bar sigur
af liólmi og gerði sliipið upptækt
með öllu sem í var. en það
oru 20.000 lítrar af vínanda og
nokkrir kassar með áfengi á flösk-
um. Skipstjórinn, sem heitir Malm
berg og er nafnkunnur smyglari,
var tekinn fastur og annar smygl-
ari frá Abo. Hinir sluppu.
Málaferli milli ríkja.
í mörg ár hefir verið undir rann
sókn skaðabótamál, sem Bandarík-
in höfðuðu gegn Þýskalandi
(þýsku stjórninni). Var það sjer-
stök rannsóknarnefnd, skipuð
lýskum og amerískum mönnum,
sem hafði málið til meðferðar. —
Kröfðust Bandaríkin 40 milj. doll-
ara skaðabóta.
Þetta eru í rauninni tvö mál.
Arinað. er kallað Black Tom-málið
og er risið út af því, að 30. jiilí
1916 varð sprenging í langri röð
járnbrautarvagna á Black-Ter-
minal járnbrautarstöðinni í New
Yorlt. Voru vagnar þessir fullir
af þrúðtundri.
Hitt er hið svo nefnda Kings-
lánds-mál og er risið út af því,
að 11. janúar 1917 var sprengd í
loft upp sþrengiefna-verksmiðja
skamt frá New York. — Hjeldu
Bandaríkjamenn því fram, að
fluguinenn þýsku herstjórnarinnar
hefði verið valdir að hvoru
tveggja.
Nú er dómur rannsóknarnefnd-
arinnar faílinn, og komst hún ein-
um rómi að þeirri niðurstöðu, að
Þýskland bæri ekki neina ábyrgð
á þessum hermdarverkum.
Kúgun Þjóðverja í Póllandi.
Um mánaðamótin riktóber-nóv-
ember lokuðu pólsku yfirvöldin,
uin óákveðinn tíma, þýsku prent-
smiðjunni „Concordia“ í Posznan.
Prentsmiðja þessi er^ eitt af
stærstu fyrirtækjum þeirra Þjóð-
verja, sem lentu í Póllandi þegar
löndum var skift að stríði loknu.
Prentsmiðjunni var lokað vegna
þess að þar er prentað þýskt blað,
sem heitir „PosenerTageblatt", og
varð það að liætta að koma út,
þegar lokunin fór fram. Um 200
manns mistu þarna atvinnu.
Fjall hrynur.
Hinn 31. október hrundi suður-
tindur fjallsins Wolkenbergs í
Þýskalandi og er talið að 100.000
teningsmetrar af grjóti hafi hrun-
ið þar niður. Þakti skriðan 6x400
metra svæði. Fjallstindurinn lækk-
aði um 10 metra.