Morgunblaðið - 06.12.1930, Page 6

Morgunblaðið - 06.12.1930, Page 6
MOTtGUNBLAÐIÐ Skófalífar eru bestar. Hvaunbergsbræðnr. H.f. isaga. Skriistofan er flntt f Lækiaryðtn 8. ino/ Átsúkkulaði og Konfekt er best. A'ðalbirgðir: Sturlaugur Jónsson & Co , • Í dag «el jeg fyrsta flokks sauðakjöt, hangið, fyrir 1 krónu % kg. Einar Eyjðlfsson, Sími 586. Hángikjðt úr Hreppunum er tvímælalaust það besta, sem fæst í borginni. Matarverslun Sveins Porkelssonar Sími 1969. Húsmæðnr! Munið að panta hjá kaup- manninum, sem þjer verslið við, Alfa drotningar köku- pakkana. Leiðarvísir á ís- lensku er prentaður á hvern pakka. Sparið tíma og peninga. í heldsölu: Mtt Th. S. Bfönðahi u ðll leikiöng seljast með 50°/o afslatti. Valil. Ponlsen Elapparatíg 29, BÍmi 24. Umræðnr nm ijármálin i kæjarstjórninni- Frumvarþ fjárhagsnefndar til ljárhagsáætlunar bæjarins 1931 var til 1. umræðu á síðasta bæj- arstjórnarfundi. Spunnust alllangar umræður út af áætluninni um fjármál bæjarihs almennt, lántökur, á- lagningu útsvara, innheimtu þeirra og fleira. Á dagskrá var og heimild fyr ir borgarstjóra að taka 300 þús. kr. bráðabirgðalán. Umræður um það spunnust inn í alm. um- ræður um fjárhagsáætlunina. Bráðabirgðalánið. Þegar íslandsbanka var lok- að í vetur sem leið, átti bæj- arsjóður talsvert af fje í bank- anum, sem sat þar fast. Borg- arstjóri skýrði frá því þá, að búast mætti við, að taka þyrfti bráðabirgðalán meðan fje þetta væri fast, ef ekki ætti að valda stöðvun á einhverjum þeim framkvæmdum, sem bærinn hefði með höndum. En er til kom, þurfti bærinn ekki á þessu að halda. Aftur á móti er nú svo þröngt í búi hjá bæjarsjóði, eftir því, sem borgarstjóri skýrði frá á fundinum, að nauðsynlegt er að taka bráðabirgðalán, til þess að geta staðist útgjöld, er greiða þarf fyrir áramót. Talsvert hefir verið greitt úr bæjarsjóði á þessu ári um fram áætlun — einkum til sundhall- ar og barnaskóla. 100 þús. kr. tillagið úr ríkissjóði til sund- hallarinnar hefir ekki verið tek ið ennþá. Þar við bætist, að innheimta útsvara hefir gengið tregiega. Borgarstjóri skýrði frá, að útistandandi hefðu verið 27. nóv. útsvör frá árinu í ár 680 þús. kr., og eldri útsvör 455 þús. kr. Sagði hann, að tregðan á inn heimtu útsvara stafaði af því, hve erfitt menn ættu með fjár- greiðslur, en innheimtan hefði orðið mun erfiðari, er dráttar- arvextirnir voru lækkaðir. Áð- r.r voru dráttarvextir 1 'í á mánuði, en nú aðeins (4%, eða 6 ' • á ári. Margir, sem hefðu rekstursfje af skornum skamti kysu heldur að draga að borga útsvörin, því að af þeirri skuld þyrftu þeir lægri vexti að greið^ en af öðru lánsfje. Á hinn bóginn taldi borgar- stjóri það ekkert óeðlilegt, þó bærinn þyrfti rekstursfje nokk- urt, er hann gæti gripið til ein- hvern tíma ársins. Bæjarsjóður hefði fvrír 14 árum fengið reikn ingslán hjá Islandsbanka, 500 þús. kr., e.n samið hefði verið um, að lánið minkaði um 25 þús. kr. á ári. En nú væri þessi upphæð orðin næsta lítil og ó- fullnægjandi. Borgarstjóri.mintist á lögtök- in, sem tækju altaf langan tíma, svo þau gætu ekki komið í veg fyrir brýna lánsþörf bæjarins núna fyrir áramótin. Út af innheimtutregðu út- svaranna spunnust no’kkrar um- ræður, og komu fram uppá- stungur um það, að breyta til við innheimtuna, skifta henni niður, svo menn greiddu mán- aðarlegar eða ársfjórðungsleg- ar afborganir af útsvörum sín- um. Með því móti myndu menn frekar en nú, telja útsvörin sem fastan lið af mánaðarlegum út- gjöldum — og mundi það koma betur við. Þó þetta útheimti meiri skrif- stofuvinnu, voru bæjarfulltrúar. er til máls tóku nokkuð sam- mála um, að heppilegt mynd: að fara inn á þessa braut. Álögur og lán. Er teknar voru upp umræður um sjálfa f járhagsáætlunina, reis Sigurður Jónasson upp, og talaði um grein þá, er birtisí hjer í blaðinu nýlega, um efna- hag Reykjavíkur. Var honum auðsjáanlega mein illa við grein þessa, því að hún sýndi öllum almenningi, að fjár- hagur bæjarins er allmjög á annan veg, en stjórnarklíkan og sósíalistabroddarnir hafa látið í veðri vaka. Sig. Jónasson ætlaði nú að grípa tækifærið til þess að svara þessari grein — en ,,svarið“ var ekki annað en gamla tuggan, að Mgbls.-greinin um efnahaginn væri háskaléga villandi. • — Gat hann vitanlega ekki haggað einum einasta tölustaf greinarinnar, sem bygð er á bæjarreikningunum. En stagl hans snerist um það, að bæjarsjóður skuMaði 2Vo miljón króna umfram skuld jr þær, sem hvíla á sjálfstæðum fvrirtækjum hans. Þó S. J. teldi sig ákaflega bjartsýnan á framtíð bæjarins, þá óx þessi upphæð honum mjög í augum. Hann taldi það óhafandi, að bæjarbúar bygðu nokkuð eða gerðu nokkuð til al menningsheilla, svo sem gatna- gerð, skóla o. fl. o. fh, nema hægt væri að greiða kostnaðinn Han með útsyörum samtímis. Við mættum ekki leggja neinar skuldir á herðar komandi kyn- slóð. — Á hinn bóginn taldi S. J. að ]jað væri hægðarleikur að hækka útsvörin að mun, frá því sem nú væri. En tilefni greinarinnar í Mgbl. hjelt S. J. vera það, að íjárhagsnefnd hefir gert ráð fyrir, að bærinn taki 1/2 milj- kr. að láni á næsta ári, til þess að haMa áfram framkvæmdum þeim, sem nú eru á döfinni, og koma bæjarbúum að notum í framtíðinni. (Þess skal getið S. J. til fróð- leiks, að sá, sem greinina ritaði í Mgbh um efnahag bæjarins hafði ekki sjeð frumvarp fjár- hagsnefndar um fjárhagsáætl- unina — og var alveg ókunnugt um fyrirætlanir nefndarinnar). Spurningar þær, sem ræddar voru, voru því þessar: Er hægt að hækka útsvör bæj arbúa að mun? Og er það rjett- mætt, að taka lán að einhverju leyti í þarfir almennings í bæn- um, svo sem til skólabygginga, sundhallar og annara opinberra bygginga, götugerða, er gerir ióðir byggingarhæfar 0. s. frv. ? S. J. hjelt því fram, að hægt væri að hækka útsvörin, vegna þess, að þegar H. Briem varð skattstjóri, þá hafi hann kom- ist að því, að eignir bæjarbúa væru mun meiri, en talið hefði verið áður. En Einar Arnórsson benti ræðumanni á það, að „eigna- fundir“ skattstjórans hefðu að miklu leyti verið þannig til komnir, að hann hefði metið eignir, t. d. verðbrjef, hærri, en áður hefði verið gert. Sýndi hann fram á, hve óstöðug eign slíkt væri, og ótrygg, sem grund- völlur til skatta. Hlutabrjef í togaraf jelögum væru t. d. mörg árin óseljandi með öllu, enda gæfu þau þá engan arð. Þetta breyttist oft frá ári til árs, eins og menn vissu, og matið væri al- veg í lausu lofti. Hann, svo og fleiri bæjarfull- trúar, bentu S. J. á, að það væri engin nýjung, að hægí væri að leggja há útsvör á menn, en annað mál væri það, hvernig það gengi, að innheimta hin háu útsvör. Togarafjelögin hefðu t. d. borið 3—400 þús. kr. síðastl. ár. Hvað gætu þau borið mikið næst? Og hvað þá línuveiðar- arnir, sem flestir eru mjög illa stæðir, þeir sem ekki ei’u komn- ir um koll. Einar Arnórsson benti sósíal- istum á, að meðan þeir notuðu ekki meirihlutavald sitt í land- inu til þess að umsteypa núver- andi þjóðskipulagi, og settu ekki á stofn sameignar-fyrir- komulag, þá yrðu þeir að gæta bess, að lofa atvinnufyrirtækj- unum að lifa — skera ekki kýrnar, á meðan þeir þyrftu að mjólka þær. Stefán Jóhann talaði lengi um þá Stefnu í bæjarstjórninni, að taka lán til ýmsra nauðsyn- legra framkvæmda og taldi þá stefnu nýja. Jakob Möller svaraði honum, og gerði jafnframt grein fyrii afstöðu fjárhagsr^fndar. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Meiri hluti fjárhagsnefndar litur svo á, að næstkomandi ár verði erfitt fyrir bæjarbúa. — Sveiflur eru hjer miklar, sem kunnugt er, mikil tilbreyting í því, hvernig hin almenna af- koma er. Meiríhluti fjárhagsnefndar lítur svo á, að rjett sje, að góð- ærin bæti upp hin erfiðari ár, og þá verði það jafnað upp, sem taka hefir þurft að láni á erfiðn árunum. Nú stendur svo á, að bærinn er að framkvæma ýms vei'k, sern góðærin eiga að greiða, roisa barnaskóla, sundhöll o. fl. o. fl., sem ekki er hægt að»full- gera, án þess að taka lán í þennan svipinn, ellegar stöðva framkvæmdir. En það er mjög eífitt, því að bæjarstjórnin verð ur helst að sjá til þess, að at- vinna, sem bæjarfjelagið veitir, verði sem jöfnust. Sósíalistar segja, að hægt sje að hækka útsvörin. Það er nú svo. Þeir vinna þó líklega eftir rekistefnu lands- stjórnarinnar í fyrra, er hún imiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiHiiiiiiiiMiiiiiiiiiiMiinmnv Hjúkrunardeildin! (Lnxns| H sápuspænir eru þeir bestu 5 j§ sem þjer fáið á silkiföt og g alt þunnt tau. Austurstræti 16. Sími 60 og 1060. ■HllllllinillMIIMMIIMIMMIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIMimiUIIIIUIim Á j-völdborðið: Spikfeitt, reyxt auðakjöt, lúðu- riklingur, ýsa, lslensk egg, soðinn og súr hvalur, nýtt skyr og alls- konar ofanálag. Vörur sendar heim. Björniim, Bergstaðastræti 35. Sími 1091. KI e i 11 s, k j tt t f a r s reynist best. Baldursgötu 14. Sími 73. 25 stk. pakkar (svartir með gulu bandi), eru bestar. — Reynið þær í dag. Fást í tóbaksverslunum. Mjölknrfjelag Reykjavíknr. ttlðlverkasíningu hefir Ólafur Túbals opnað* á Laugavegi 1 (bakhúsinu). Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 10 árdegis til kl. 9 síðdegis. Peyiniata- kápnr kanpið þjer bestar hjá okknr. Komið og skoðið Vöruhúsið Jólabazar Höfum opnað jólabazar okkar. Bazarinn þefir nú fjölbreyttara úr- val en nokkra sinni áður, af bama leikföngum, iill ný, ’ einnig mjög smekklegar jólagjafir, fyrir eldri sem vngri. Jólatrjen eru komin. Banngjarnt verð á öllu. Lítið inn. Jólabazar Amatörversl., Kirkju- stræti 10. Sími 1683. Þ. Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.