Morgunblaðið - 06.12.1930, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.12.1930, Qupperneq 8
8 Eindæmis fallegt og ödýrt Úrval af leðurvörum komið á Laugaveg 38, Útbúið og Hljóðfærahúsið, Austurstræti 1. Dagbák. Kvenstúdent getur bætt við nokkrum nemendum. Upplýsingar í síma 1875. Jólakortin Islensku, meS Strand- arkirkju og ötSrurn teikningum eftir Tr. Mágnússon, fást á af- gr. Eimreiöarinnar, £ Búkav. Snsebj. J6ns- sönar og Sigfúsar Ey- mundssonar. Kaupiö ekkl J61h- kort f>r en bjer hnfiis athugnb i»essi fnllegu kort. Stofnbing kommúnisto. FB. 5. des. Stofnþing kommúnistaflokks Islands var háð í Reykjavík dagana 26. nóv. til 3. des. Mætt- ir voru fulltrúar frá sex eða átta deildum fjelagsins. Lög fiokksins og baráttustefnuskrá verðpr birt í Verkalýðsblaðinuy málgagni flokksins. Kommúnístaflokkur íslands. (Deild úr alþjóðasambandi kommúnista). Atvinnuleysi í U.S.A. Verslunarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynti 17. nóvember að í septembermánuði mundu 3.400.- 000 menn hafa gengið atvinnu- lausir í Bandaríkjunum, auk þeirra sem ekki höfðu vinnu nema dag og dag. Hvennagullið. sat Ganymedes á hækjum sínum hjá sjúklingnum og hjelt um úln- lið hans og einblíndi í andlit hans. -Jeg hallaði mjer fram, eins langt og jeg gat og hvíslaði í eyra hans: { — Hvernig líður honum? spurði jeg. — í andarslitrunum, svaraði Ganymedes hvískrandi. Honum hefir blætt of mikið og blæðir víst enn þá innvortis. Vonlaust er að hægt verði að bjarga lífi hans, en ef til vill getur hann lifað enn þá nokkrar klukkustundir, þar til kraftarnir hafa fjarað út. Við get- um að minsta kosti linað þján- ingar hans eitthvað lítilsháttar síð- ustu stundimar, sem hann á ólif- aðar. Stundu síðar kom maðurinn inn aftur með muni þá, er hann átti að sækja. Ganymedes blandaði vatni og einhverjum lyktarsterk- um vökva saman í skál og fekk síðan einum af mönnunum skál- ina, en sjálfur hreinsaði hann sár- ið með þessari blöndu. Við það ásamt lijartastyrkingu virtist dá- lítið fjör færast í þjakaðan lík- amann og sársaukinn linast. — Hann andaði rólegar og auguatil- lit hans virtist eðliiegra og mann- lcnrra. Q. Edda 59301297 — Fyrirl. — Atkvgr. Veðrið (föstudagskvöld) kl. 5) : SV-áttin er nú orðin hæg um alt land. \restan lands og sunnan eru snjújel með dálitlu frosti, en aust- anlands er b.jartviðri og frostlaust. Alldjúp lægðarmiðja er ennþá við A-strönd Grænlands, nálægt Ang- magsalík) og virðist hún hejdur þokast austur eftir. Br því búist við að snúist brátt til S-áttar vest- anlands og verði frostlaust. Veðunitlit í Rvík í dag: S eða SA-kaldi. Slydda eða rigning með köflum. Messur: í dómkirkjunni á morg- un kl. 11 síra Þorsteinn Briem. Kl. 5 síra Bjarni Jónsson( altaris- ganga). í fríkirkjunni á morgun kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Slysavarnafjelag íslands, kvenna deild í Hafnarfirði. — Athygli er vakin á auglýsingu hjer í blaðinu frá Kvennadeild Slysavarnafjelags íslands um stofnun kvennadeildar í Hafnarfirði. Ættu konur alment að ljá þessu þarfa málefni stuðn- ing. — Vikivakaflokkur barna þeirra, sem sýndu á Þingvöllum í sumar, á að koma saman í Kaup])ingssaln- um á morgun kl. 6 e. h., eltki kl. 4, eins og áður hefir verið tilkynt. Þetta eru börnin beðin að láta berast. Leikhúsið. Söngleikurinn „Þrír skálkar“ verður sýndur á morgun. Á fimtudaginn kemur verður hinn góðkunni og skemtilegi gleðileikur Moliére 's- „Hrekkir Seapins“ sýnd- — Jeg dey bráðum, er ekki svo? spurði hann og Ganymedes hneigði höfuðið, án þe,ss að segja orð. — Véslings ynáúnginn andvarpaði þunglega. — Lyftið dálítið undir jnig, bað liann og þegar það var gert, leit hann lengi rannsakandi í kring um sig, þar til augu hans staðnæmdust á mjer. — Herra minn, sagði hann, vilj- ið þjer gera mjer síðasta greiðami er jeg bið um í þessu lífi ? — Vissulega geri jeg það, vesl- ings vinurinn minn, svaraði jeg og lagðist á knje við beð hans. — Þjer fylgduð ekki hertogan- um að málumt, spurði hann, og einblíndi fast á mig. — Nei, en látið það ekki á yður fá. Jeg get, varla sagt, að jeg hirði hið allra minsta um þessa upþreisn og jeg liefi alls ekki tekið afstöðu, hvorki með öðmm flokknum nje hinum. Jeg kem frá París og er á skemtiferðalagi. Xafn mitt er Bardelys. — Marcel de Bardelys! — Bardelys liinn veglyndi? spurði hann og jeg gat ekki stilt mig um að brosa. — Sá, er maðurinn, en viður- nefnið kemur til af ofmati. — En þá eruð þjer líka með konunginum. ög í rödd hans var aðkenning að vonbrigðum. En áð- ur en jeg hafði svarað nokkru hjelt hann áfram: MORGUNBLAÐIÐ r í fvrsta sinn og eru nýir leik- endur í flestum hlutverkunum, m. a.: Har. Á. Sigurðsson, Gestur Pálsson, Brynjólfur Jóhannesson og Signin Magnúsdóttir leikkona. Fer nú hver að verða síðastur að sjá „Skálkana þrjá“, því sýningin á morgun er síðasta sunnudags- sýning á söngleiknum fyrir jól. Sala aðgöngumiða hefst í dag kl. 4 í Tðnó. Þúfnabani liefir verið starfrækt- ur í Eyjafirði í sumar sem leið. 1 Öngulstaðahreppi voru unnir 70 lia. og var mest unnið í Stóra- Hamri, 8,5 ha. Þúfnabananum stjórnaði Ólafur Tryggvason frá Kirkjubóli. Bruninn í Flögu. Hreppstjóri Skaftártunguhrepps hefir, að fyr- irlagi sýslumanns Skaftfellinga tekið ítarlega skýrslu af brunan- um í Flögu og viðburðinum að- faranótt 1. þ. m. Verður skýrslan send landssímanum. — Tjáði sýslu maður Mbl. í gær, að fólkinu í Flögu liði vel og hefir það skift sjer niður á næstu bæi. — Senni- lega verður reynt, að koma uþp bráðabirgða liúsi í Flögu handa einhverju fólki til að búa í í vetur, svo að hægara verði um vik að gegna skepnum. Sjálfbrynning. Svo nefnist sá útbúnaður í fjósum, þar sem við jötu kxínna er vatnsker, sem vatn stendur í sí og æ, svo kýrnar geta drukkið, þegar þær vilja. Þessi út- búnaðnr er mjög hentugur og er álitið, að kýrnar mjólki betur í þeim fjósum, sem þannig eru út- búin. Fyrsta fjósið hjer á landi, sem sjálfbrynningartæki'voru sett í var í Bráðræði við Reykjavík; það var gert 1905. Næst í röðinni var fjósið á Hólum í Hjaltadal, sem Sigurður búnaðarmálastjóri ljet by^gja 1914. Það var þýskur útbúnaður og hefir reynst ágæt- lega. 'Nú er víða farið að setja sjálfbrynningu í fjós. Einna full- komnastur útbúnaður mun vera í fjósi Thor Jensen á Korpólfsstöð- um. — (Eftir ,,Frey“). Mjólkurfjelagið hefir opnað mjög myndarlega sölubúð í tveim deildum. í luusi sínu við Hafnar- — Hvað um það. Mareel de Bardelys, er vandur að æru sinni og skiftir ]>að nokkru máli með hverjum maður hefir barist, þegar m’aður stendur fyrir dauðans dyr- um? Jeg er René de Lesperon frá Lespei'on í Gascogniu, — og hann hjelt áfram eftir augnabliks hik: Viljið þjer bera systur minni skila- boð, þegar öllu er lokið? Jeg lineigði liöfuð mitt til.þög- uls samþykkis. — Hún er einasti ættinginn, sem jeg á,-----------hjer lækkaði hann röddina — það er aifnari, er jeg einnig vil biðja yður að hera skilaboð. Hann lyfti hend- inni að brjósti sjer með kvala- fullri lireyfingu, en kraftana þraut svo að hún fjell máttlaus niður aftur. — Jeg get ekki, sagði hann og afsökunarbeiðni þessi þessi snerti innstu tilfinningarstrengi okkar allra. — Uöi liálsinn hefi jeg festi með —-------------. Takið hana af. Gerið það fljótt. Þar eru líka nokkur brjef. Takið alt. Mig lang- ar til að sjá því borgið hjá yður. Jeg fór að beiðni hans og dró nokkur brjef upp úr brjóstvasan- um á jakka hans og men með minkaðri mynd af konu. — Jeg bið yður að fá henni alt þetta, herra. — Jeg lofa yður að gera það, svaraði jeg hrærður í huga. — Leyfið mjer að sjá hana — stræti, og er önnur deildin fyrir matvöru en i^in fyrir búsáhöld. Verslunarstjóri er Hávarður’Valdi- marsson, frá Isafirði, er um skeið hefir verið starfsmaður fjelagsins. Þessi búð fjelagsins er mjög með nýtískn sniði, björt og rúmgóð. Búnaður allur, borð og skápar nr eik. Hafa þeir smíðað Hjálmar Þor steinsson og Friðrik Þorsteinsson. Áheit á Strandarkirkju frá K. P. 10 kr„ N. 8 kr„ H. J. 30 kr„ útvegsbónda 2 kr„ V. S. 5 kr., ekkju í Keflavík 5 kr., mótorbát 10 kr„ ónefndum 5 kr„ Akurnes- ing 10 kr„ ónefndum 10 kr„ Ár- nesing 5 kr. Grein um „nýja“ Þór birtist lijer í blaðinu á morgun. Trúlofun sína opinberuðu síðast- liðinn laiigardag ungfrú Una Guð- mundsdóttir, Laufásveg 41 og Þórður Þorláksson bóndi á Þor- geirsvelli í Staðarsveit. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Guðríðiir Hans- dóttir og Jújíus Jónsson. bifreiðar- stjóri. Heimili þeirra verður á Grettisgötu 38. Lyra fór utan í fyrrakvöld, Með al farþega voru ritstjórarnir Vil- hjálmur Finsen og Haraldur Guð- mundsson og nokkrir iitlendingar. Jarðarför ungfrú Sigríðar Heiga dóttur fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Dánarfregn. Nýlátinn er á Fá- skrúðsfirði, Aðalsteinn Guðmunds- son (Jónssonar sál. icaupm.). Hann hefir stundað sjómensku og var nú síðast formaður á vjelbáfc þar eystra. Aðalsteinn varð aðeins 30 ára gamall, vandaður og góður drengur. Banamein hans var heila- blóðfaH. Böðvar frá Hnífsdal er löngu orðinn þjóðkunnur fyrir kvæði þau, er birst hafa eftir liann í Lesbókinni. Hann er nú í Kaup- mannahöfn, að víkka sjóndeildar- liring, stilla nýja strengi hörpu sinnar og læra af lífinu. En ut er komin fyrsta kvæðahók hans, sem ber nafnið „Jeg þekki konur....“, Kvæðin færa lesandanum heim sann sýnið mjer hana, sagði hann í bæn- arrómi og rödd hans var orðin veíkari. Leyfið mjer að horfa enn ])á einu sinni á fallega and- litið hennar. Lengi — lengi, livíldu augu lians a myndinni, er jeg hjelt á frammi fyrir honum. — Elskan mín, sagði hann lágt eins og sá, er talar upp úr fögrum draumi. Hjartað mitt---------. Og niður Iirukkóttar kinnar hans runnu hægt og seint stór tár. — Fyrirgefðu mjer þenna veikleika minn, hvískraði hann. Eftir mán- uð áttum við að vera gift — hefði jeg lifað. Hann andvarpaði þung- lega og þegar. hann tók aftur til máls. vafðist tunga um tönn, eins og að andvarp þettá liefði rænt hann síðustu kröftum hans. — Segið henni að--------síðustu — — hugsanir mínar — — hafi vérið hjá henni. Segið henni------- segið------að--------jeg — —. — En hver er hún? hrópaði jeg því að nú var jeg farinn að ótt- ast að liann gæti dáið áður en hann liagði sagt mjer nafn hennar. — Hvað lieitir hún? — Hún 1 heitir, svaraði hann utan við sig, hún------hún-------- Höfuð hans fjell skyndilega nið- ui á bringu hans, hver taug í lík- ama hans gaf eftir og hann hneig niður í armana á Ganymedes. — Er hann dáinn? spurði jeg. Ganymedes kinkaði þögull kolli. inn um, að heiti bókarinnar er rjett nefni. Þau verða lesin um jólin, Hjónaefni. Opinberað hafa trú lofun síiia urigfrú Hulda Kayls og Sigurður Halldórssoh (Sig- urðssonar úrsmiðs). Karlakór K. F. U. M. skemti með söng í Hótel Borg í fyrra- kvöld. Gerðu hótelgestir góðani róm að söngnum. Moon-light, skemtiklúbburinnr hefir dansleik í Hótel Borg í kvöld, A1 þingishátíðarinnar var minst í Kaliforniu ]iann 1. nqv. með há- tíðahöldum er fjelag Skandinava við háskólann þar í borg gekkst fyrir. Við ])að tækifæri lxjélt Art> hur Brodeur prófessor við háskól- ann ræðu um „ísland á víkinga- öklinni“, ennfremur söng Daninn Chr. Jensen nokkra íslenska scngva; við píanóið var íslending- urinn frú Rannveig Schmidt. Þá var einnig sýnt leikritið „The ’Chest Locked“ eftir John Mase- field, en ])að leikrit er bygt á at- riði úr Laxdælasögu. — Hagnaður af skemtun þessari var tals'verður og rénnur hann allur í sjóð til stofnunar kennarastóls í Norður- landafræðum við háskólann í Kali- forniu. París lieitir mynd sú sem sýnd! er nú í Gamla Bíó, og fjallar hún í raun og veru um æfiferil Maurico Chevalier, en hann leikur sjálfur aðalhlutverkið. Hann er einhver vinsælasti söngmaðnr Parísar, en varð að berjast áfram úr blárri fátækt, uns hann náði almennings- hylli. í myndinni eru þættir ur gleðileikhúsum Parísarborgar. — Myndin hefir vakið mikla athyglL Nýtt ríkjasamband? Ruchdi Bey, utanríkisráðlierra Tyrkja var fyrir skemstu í Róm í einhverjum samningagerðum við> ítölsku stjórnina. Halda menn aði þetta sje fvrirboði þess, að Italía, Tyrkland, Ungverjaland, Búlgaría og Grikkland ætli að stofna me<\ sjer liérnaðarbandalag. 4, kapítuli, Mærin í tuxtglsljósinu. — Mjer er það ekki Ijóst af hverju óróinn stafaði, er upp frá þessu lagðist á hverja taug í lík- ama mfmtm. Stafaði hann máske frá honum, er þarna lá inni í horninu á hlöðnnni, undir skikkj- unni, er kastað hafði verið yfir liann, eða lögðust forlögin með einhverjum öðrum hætti á hug- mjer. Víst er um það, að várla var hálftími liðinn áður en jeg skip- aði að söðla reiðhest minn. Jeg ætlaði sjálfnr -— án frekari lijálp- ar — að fínna mjer þægilegri gististað. — .Á morgun, sagði jeg við> Ganymedes, rjett áður en jeg steig á bak, ekur þú ásamt hinum öllum sömu leið til baka, sem við kom- um liingað, fer inn á rjetta leið og hraðar þjer eins mikið og þú getur á eftir mjer til hallarinnar. — En, náðugi Iierra, hvernig haldið þjer að þjer farið að því að rata til hallarinnar í kvöld, þar sem þjer eruð svona ókunnug- ur lijer nm slóðir, maldaði hann í móinn. — Jeg býst heldur alls ekki við að rata ])angað. Jeg ætla að eins að ríða suður á bóginn, þar til jeg- kem að einhverju ])orpi, þar sem jeg get fengið gistingu í nótt og- á morgun fengið leiðsögu til Lavédan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.