Morgunblaðið - 31.12.1930, Síða 9

Morgunblaðið - 31.12.1930, Síða 9
Miðvikudaginn 31. des. 1930. 9 0U >1 1.—/.—1930. (§y£a öffutn vuðoÆýiavtnunt ef/et/t- /eciA nýáio mec? ý!)ö/£s£ ýjfttr /IrJna áztc/. ^y^aza/kuz (St'i znason. • •OO««O0999999 9«9eCM99999M990999ðð99 96e9ð9ð9l96e Óskum viðskiftavinum okkar GLEÐILEGS NÝÁRS. VERÐANUT éW VEIOARFÆRAVERSLUN 4 a'flfejg!fi(E GLEÐILEGT NÝÁR ! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Brauns Verslun. £ > j flgrip a! syndaregistri stiúrnarinnar árið 1930. Nú um þessi áramót, er sjer-( stök ástæða fyrir landsmenn að líta um öxl, athuga feril hinna ráðandi flokka í landinu, því að kosningar standa fyrir dyr- um á næsta ári. Sjálfstæðismenn og yfirleitt allir þeir, sem láta sjer ant um velferð hinnar íslensku þjóð- ar, verða að gera sjer ljóst, að kosningar á sumri komanda mega ekki fara nema á þann eina veg: fullkominn ósigur nú verandi stjórnarflokka. Svo blindir eru þeir ekki í sjálfs sín sök, valdhafarnir nú- verandi — með þrefaldaðar rík- isskuldir á þrem góðærum — að þeir ekki sjái, að þeir hafa unnið sjer til fullkomins óhelgis og eiga sjer enga sigurvon í kosningabaráttunni, ef kjósend- ur fá að kynnast til hlítar stjórn arfarinu í landinu, kynnast stjórnarafglöpunum og hinu gegndarlausa fjársukki á öll- um sviðum. Vopn Sjálfstæðismanna er frá sögn um feril stjórnarinnar. — Vopn stjómarliða eru blekking- ar og skrum, feluleikur með rík- isfje og ýmsar stjórnarfram- kvæmdir, er lítt þola dagsins Ijós. Nýjasta herbragð stjóm- arklíkunnar er, að fljetta sam- an margþættan sjónhverfinga- leik, til þess, að reyna að villa bændum sýn. Bændum er talin trú um, að nú sje lokið öllu sambandi milli Tímamanna og sósíalista og kommúnista. Þeir skammast í blöðum, á mann- fundum, koma af stað verk- banni við stofnun Sambandsins — alt er þetta skrípaleikur og sjónhverfingar. Kærleikurinn milli ráðandi manna í Framsókn og sósíalista broddanna er meiri nú en no uru sinni áður. Þessir herrar hafa undanfarið setið saman á leynifundum og ráðgast í bróð- erni um framboðin við næsti kosningar. En báðir eru þeir hi-æddir við sína kjósendur. — T?ess vegna leika þeir sjónhverf ingar á milli leynifundanna. T. d. sagði nýlega einn af for- sprökkum Framsóknar á flokks fundi hjer í bænum, að stjórn- in yrði nú þegar að látast skilja við sósíalista. Tækist þetta ekki, ætti Framsókn á hættu að bænd ur sópuðust frá flokknum. — Skömmu síðar hófst skrípaleik- urinn við garnastöð Sambands- ins, sem er 1. þátturinn í kosn- ingasjónhverfingaleik stjórnar- flokkanna. í þetta sinn verðe. aðallega talin nokkur hneykslismál stjórn- arinnar frá árinu 1930. Síðar verður rakinn fcrill stjórnarinn- ar frá stjórnarskiftunum 1927. Lokun íslandsbanka. Um þau þrælatök stjórnarinnar á láns- trausti og atvinnulífi þjóðarinn- ar, er rætt í yfirlitsgrein Jóns Þorlákssonar í þessu blaði. — Minnisstætt verður mönnum á-! byrgðarleysi stjórnarinnar og! hringlandaskapur í þessu máli. ^ f fyrstu skeytti húri hvorki um! atvinnulíf landsmanna, spari- fje innstæðueigenda nje álit landsins út á við; en þegar henn ar eigið líf var í hættu statt, raknaði hún snögglega við, og losaði á steinbítstakinu. — Það voru hin háu laun, ráðherralaun og virðingarstöðurnar, sem björg uðu íslandsbankamálinuf Vöxtur ríkisskuldanna. Þegar stjórnin settist við stýrið síðla árs 1927, voru skuldir ríkissjóðs 11,3 milj. kr., en voru 18,1 milj. þegar Sjálfstæðismenn tóku við í ársbyrjun 1924. Framsókn lof- aði að lækka skuldirnar, eða „losa á þrælsbandinu“, eins og þetta var orðið fyrir kosning- arnar. Og hún hafði góða að- stöðu til að efna þetta loforð, því að afkoma ríkissjóðs og at- vinnuveganna var mjög góð fyrstu tvö árin eftir stjórnar- skiftin. En hvernig fór? Skuldir ríkissjóðs eru nú um 28 miljón- ir. Þær hafa nálega þrefaldast t stjómartíð núverandi vald- hafa. — Eyðslan og óhófið. Góðærið 192B, þegar Sjálfstæðismenn fóru með völd, urðu tekjur rík- issjóðs 16 miljónir kr., og gjöld- in 10,9 miljónir. Tekjuafgang- ur varð 5,1 milj. Ríkisskuldirn- ar minkuðu um 6,3 milj. kr. þetta ár. Góðærið 1929, þegar Tímasósíalistar sátu við stjórn, voru tekjur ríkissjóðs 16,3 milj. kr., en gjöld 15,4 milj.; tekju- afgangur tæpl. ein milj. kr. — Eyðsla Tíma-sósíalista árið 1929 hefir orðið um 41/2 milj. kr. meiri en 1925. Ofan á eyðsluna bætist um 16 milj. króna skulda baggi! — „Rík þjóð getur leyft sjer þetta“, sagði Jónas frá Hriflu haustið 1927; hann var þá að lofa þjóðinni því, að nú skyldi verða sparað fje almenn- ings. En það er „dýrt fyrir fá- tækt lánd, að hafa slíka stjórn“, sagði þessi sámi maður einnig fyrir kosningarnar síðustu, og mætti hann vel minnast þess- ara orða nú. Ríkislánið nýja. Dómsmála- ráðherrann, sem lofaði því fyr- ir kosningarnar, að „losaðskyldi á þrælsbandinu" þegar Fram- sókn kæmist til valda, er ný- kominn heim úr utanför, eftir að hafa tekið þar stærsta ríkis- lán, sem enn hefir verið tekið af íslandi. Þessi maður fór þá mestu smánarför, sem nokkur maður íslenskur hefir enn farið. Aldrei hefir nokkur maður aug- ýst betur hið spilta stjórnar- far, sem nú ríkir í landinu, en Jónas frá Hriflu í síðustu utan- för sinni. Raunverulegir vextir þessa 12 miljón kr. „láns Ein- ars Árnasonar"’voru 6,18%; á sama tíma tóku önnur ríki lán með 41/2—5% vöxtum. Þarna sást fyrsti ávöxturinn af hinu spilta stjórnarfari. — En síðar komu stærri og meiri tíðindi. Dómsmálaráðherrann hafði ger samlega ofurselt íslenska ríkið hinum erlendu lánardrottnurr Hann varð að gefa þá yfirlýs- ingu fyrir hönd íslensku stjórn- arinnar, sem birt var í stórblöð-1 GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á J liðna árinu. S G. Fossberg. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Versl. Brynja. Sa8tð>6t8t9iðt8t8tði8t8t9t9t8t0t0t0t0t9tðt9t6t8t8t6a GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Matarbúð Sláturfjelagsins GLEÐILEGS NÝÁRS óskar öllum viðskiftavin- um sínum. Hljóðfæraverslun Helga Hállgrímssonar. 3BE 0 # Óska öllum mínum við- * skiftavinum * . » GLEÐILEGS NÝÁRS! S 0 Skóverslun • Stefáns Gunnarssonar. • © 0 GLEÐILEGS NÝÁRS óskar öllum viðskiftavin- um sínum. Versl. Manchester. GLEÐILEGS NÝÁRS óskar öllum viðskiftavin um sínum Versl. Klöpp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.