Morgunblaðið - 20.03.1931, Page 5

Morgunblaðið - 20.03.1931, Page 5
Föstudag 20. mars 1931. Stndebaker. Langferðabill „RntnbUl“. Hvers vegna selst meira af Studebaker vörnbílnm en öðrum tegund- um? Það er af því að Studebaker skarar nú langt fram úr öðrum bifreiðaframleiðendum, enda bílarnir mikið aflmeiri og sterkari en aðrir sambærilegir. l'/a tonn burðarmagn brúttó 2350 kg. 2 tonna burðarmagn brúttó 3102 kg. fást í þessurn lengdum milli hjóla: 130, 136, 148 og 160 þumlungar fást einnig með 4 afturhjólum. Komið og sjáið sjálfir, berið saman við aðra bíla, og þá munið þjer kaupa Studebaker. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Aðalumboðsmaður Studebaker Egill Vílhj Grettisgötu 16—18. sson. Sími 1717. Togaraútgerðin. Tölur sem tala. Grein minni, ,Togaraútgerðin‘, í Morgunblaðinu 8. þ. m., hefir sjómannafjelagi ,216“ svarað í Al- þýðublaðinu 16. og 17. þ. m. Það er aðeins eitt sem 216 hefir reynt til að hrekja í grein minni, sem sje það, að rjett sje skýrt frá tapi togaraútgerðarinnar á síðustu ísfiskvertíð. Notar hann til þess tvenn rök. í fyrsta lagi að jeg hafi gleymt hagnaði af lifrarbræðslu skipanna, og í öðru lagi birtir hann sundur- liðun yfir kostnað við ísfiski í 24 daga. Jeg skal fyrst snúa mjer að hagnaðinum af lifrarbræðslunni. ,,216“ telur að hann muni hafa numið 18 kr. pr. lifrarfat og reikn- ar með 5220 fötum, eða samtals gróða kr. 93.690.90, (sem á að vera kr. 93.690.00) og síðan telst honum til að þetta hækki meðalsölu í hverri ferð um rösk 18 stpd. Hvernig er þessmn - reikniíigi háttað ? Talið er gott að fá eitt lýsisfat úr þremur fötum lifrar, en það fffist ekki þegar lifur er mögur og lítil eins og nú. Er þá sleppt fæði og kaupi lifr arbræðslumanns. Verð fyrir lýsið er nú 60 aurar pr. kíló, og sje reiknað með 166 kg. í fati, eins og 216 gerir, fást kr. 99.60 fyrir hvert fat. Tap útgerðarinnar er þannig kr. 4.90 Pr. fat, eða samtals, eftir tölum ,216', 5220X4.90 kg. 25.578.00 yfir vertíðina, í staðinn fyrir kx. 93.960.00 gróða, eins og „216“ xeiknar. Mjer var kunnugt um þetta og taldi því ekki skifta máli þó lifrin væri látin liggja á milli hluta, En það skyldi þó ekki vera ókunnug leiki sem valdið hefir þessum fá- ránlega reikningi ,216‘. Ósennilegt er að hann liafi vísvitandi reiknað svona skakt. Þá kem jeg að útreikningi 216 á kostnaði við eina ísfisksferð, sem stendur yfir í 24 daga. Honum reiknast til að jeg hafi oftalið kostnaðinn um ca. 309 stpd. eða ísl. kr. 6.823.47. Oneitanlega skakkar hjer allálit- legri uppliæð, og er því síst ao leyna, að æskilegra væri, að „216“ hefði rjettara fyrir sjer en jeg, en því miður er ekki svo. Það sem okkur ,216‘ ber á milli, liggur aðallega í því að hann reiknar aðeins beinan kostnað við 24 daga veiðiför, en jeg reikna alt sem reksturinn verður að bera upþi. Geta allir sjeð að ekki er í annað hús að venda, til þess að standast útgjöldin, en jafna þeim niðúr á starfstíma skipanna. Meða starfstíma þeirra er ekki hægt a' reikna meira en 9yz mánuð á ár' hverju. Skal jeg nú láta sjerfræðing tala, sem gert hefir sundurliðun á 24 daga ísfisksferð. Er sundurlið- unin gerð upp úr bókum hans og tekið meðaltal af 4 veiðiferðum Það skal tekið fram að hjer er um að ræða tæplega meðalstórann tog- ara og má því gera ráð fyrir að kostnaður við hann sje nærri með allagi. Það skal einnig tekið fram. að jeg hefi látið fleiri sjerfræðinga á þessu sviði, reikna út kostnað við ísfiskveiðar, og ber þeim sam an við það sem hjer er birt. Kostnaður útgerðarinnar við eitt fat af lýsi, verður þá sem hjer greinir: 3 föt lifrar (hlutur mannanna kr. 28.50 pr. fat) .... kr. 85.50 Tunna ........................................:. — 12'00 Kostnaður við hreinsun í landi .................... — 4.25 tttflutningsgjald og hafnargjald .................. — 2.00 Keyrsla og önnur vinna ............................ — 0.75 Samtals kr. 104.50 Sundurliðun kostnaðar við eina ísfiskiferð í 24 daga: Kol, 216 smál. á £ 1 á 22,10................. kr. 4.773.00 ís, 50 tonn á 15 sh........................... — 830.62 Veiðarfæri . . — 1.800.54 *Viðhald.................................... —- 1.502.50 Olía og ýmislegt til vjelar................... — 463.00 !;<Þilfarið ..................................... — 211.33 Vatn.......................................... — 84.00 Fæði.......................................... — 988.75 Haínargjald og haínsaga í Englandi............ — 447.64 Löndun fiskjarins í Englandi..................... — 1.058.96 Xíttaleiga í Englandi......................... — 276.87 Auglýsingakostnaður í Englandi................ — 89.50 Sölulaun í Englandi 5% af 970 £............... — 1.071.85 Kaup skipstjóra, 120 kr. -f- 3% verðl. kr. 643.11 — 763.11 1. stýrimaður, 120 kr. -|- 1)4% verðl. kr. 267.96 —' 387.96 Yfirvjelstjóri, með tilliti til frímánaðar ársins, kaup 260 kr. -þ verðl. 214,37 ................. — 474.37 Undirvjelstjóri .................................. — 360.00 2 kyndarar ...................................... — 496.00 Bátsmaður ........................................ — 256.80 2. stýrimaður................................. — 229.20 Matsveinn..................................... — 239.68 Aðstoðarmatsveinn............................. — 100.00 4 netamenn á kr. 262.50 pr. mán............... — 840.00 6 hásetar á kr. 232 pr. mán................... — 1.113.60 *Lifrarbr.m. kr. 185.60 -4- premia ca. kr. 20.00 — 205.60 Loftskeytamaður 370 kr. pr. mán............... — 296.00 “tSkráning áhafnar og líftrygging ................ — 105.00 *Læknishjálp og hjúkrun ......................,. . . . — 100.00 *Vökumaður skipsins vegna hafnarfrís áhafnar — 80.00 *Vátrygging skips, veiðarfæra og afla, jafnað á 91/2 starfsmán............................. — 1.440.00 *Kostnaður við loftsk.stöð fyrir utan loftsk.m. . . — 100.00 *Hafnargj. í Reykjavík, tolisk. og vitagj...... — 250.00 *Útfl.gjald af afla .............................. — 132.44 *Framkvstj., verkstj. og skrifstofuhald ........ — 520.75 *Fyrning skipsins 5% af 350 þús. kr. jafnað á 91/2 starfsmán............................. — 1.475.00 *8)4 % vextir af 250 þús., jafnað á 9Yi- starfsm. — 1.786.25 Ca. £ 1147. kr. 25.350.32 Ath. Að ofan er ekkert tillit tekið til væntanlegs taps á iýsi nje heldur, að skipið þurfi kolaviðbót í heimahöfn, sem er mjög tíít. Aukaútsvar og tekjuskattur er heldur ekki tekið tii' greina. —- 'Loks má geta þess, að fastakaupi skipstjóra, siýri- manns og vjelstjóranna beggja er ekki jafnað niður á starfstím- ann 9)4 mánuð eins og rjett væri, en alt þetta myndi gera út komuna enn verri. Af þessari sundurliðun sjest, að 216 hefir sleppt, hvorki meira nje minna, en 13 kostnaðarliðum,! merktir hjer að framan með stjörnu, til þess að hrekja málstað minn og nema þeir liðir samtals kr. 7.908.87. Dálítill mismunur er á nokkur- um liðanna sem taldir eru í báðum sundurliðununum, þeirri sem jeg birti og „216“, en útkoman verður sú, að bilið milli mín og hans hefir aulcist, og er nú orðið kr. 7.863.79 í sfaðinn fyrir kr. 6.823.47, ef rjett er reiknað. Sundurliðunin sem jeg birti hjer, þarf engrar skýringar við, en hún sannar það, sem jeg hefi áðu>' haldið fram, að meðalkostnaður við ísfiskferð í 24 daga, er ekki of hátt reiknaður á 1100 sterlings- pund, lieldur þvert á móti of lágt, Skora jeg á „216“ að sýna með rökum að jeg fari með rangt mál. Jeg ætla ekki að elta ólar við skæting hans 1 garð útgerðar- manna, eða önnur aukaat.riði í grein hans. Saltfiskveiðiskýrslu hans, sem hvorki er fugl nje fiskur, heldur rangar tölur, teknar út í loftið, verður vonandi tækifæri til að taka til athugunar síðar. Aðal niðurstöður mínar í þessu máli, standa óhraktar, sem sje þær: 1. Að timrædd stöðvun togar- anna var neyðarúrræði útgerðar- manna. 2. Að tap útgerðarinnar á síð- ustu ísfiskvertíð nam a. m. k. 660 þús. ltróna. 3. Að þessi ráðstöfun er hlið- stæð ráðstöfunum ríkisrekstrar- ins, Síldareinkasölunnar, sbr. tak- mörkun á veiði. Og ráðstöfun Sam- vinnufjelags Isfirðinga, að gera ekki út á síðasta hausti, og loks neitun sjómannaforingj[anna um að leigja línuveiðarana á yfirstand andi verííð. K. Flugslys. Pisa, 19. mars. United Press. FB. Umberto Maddalena, frægasti flugmaður ítala, og Ceccoli flug- liðskapteinn, sem voru í flugferða- lagi til Brazilíu, biðu báðir bana, er flugvjel þeirra steyptist niður og eyðilagðist skamt frá Pisa. Launalækkun. Varsjá 19. mars. United Press. V erksmiðjuéigendur og kola- námueigendur hafa komið sjer saman um liægfara launalækkun um 25%, til þess hægt verði að flytja út kol og fleiri útflutnings- vörur með hagnaði. Kapok fiður og dún kaupið þjer best í Vöruhúsinu. •r stAra oríifl kr. 1.25 á borðið. Nýkomtð: Isieuskt smjör og Lúðurikliugur. Páii Hailbjðms, Laugaveg 62. — Sími 858. Bæjarins bestu larðarber .kj.jdSs 'i 2,73 Salat Olie V1. V2» V4 íiöskur. KLEIN, sími 73. loiasðlan s.i. Sími 1514. Nýkomið mikið a! Blóma- og Jurtafræ. Vald. Poalsen. Sími 24 Til Hefiavíkur, Sandgerðis og Grinda- víkur daglegar ferðir frá Sleindóri. Sími 581.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.