Morgunblaðið - 05.04.1931, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
emniiiinuiMiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiHimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriu
1 ^Tl orQun blaMÖ
1 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk
Ritstjórar: Jón KJartansson.
Valtýr Stefánsson.
Ritstjðrn og afgreiðsla: —
Austurstræti 8. — Slmi 500.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg. =
Auglýsingaskrifstofa: Er
Austurstrætl 17. — Slmi 700. =
Helmaslmar: =
Jón Kjartansson nr. 742. =
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
E. Hafberg nr. 770. s
Áskriftagjald: —
Innanlands kr. 2.00 á mánuSi. —
Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. =
í lausasölu 10 aura eintakis. =
20 aura meS Uesbók i
llimUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIHIIIlrn
t
Pjetar Ofldssou
kaupmaður í Bolungarvík andað-
íst í gærmorgun að heimili sínu
— veiktist í fyrradag. Banameinið
■«r talið hjartabilun.
Þessa mæta manns verður nánar
minnst hjer í blaðinu síðar.
Anoa Borg
vinnur glæsilegan leiksigur.
FB. 4. apríl.
Eftirfarandi skeyti hefir for-
aætisráðherra borist frá kon-
wngsritara, Kaupmannahöfn,
•dagsett 2. þ. m.:
„Anna Borg lék í gærkvöldi
í Konunglega leikhúsinu Mar-
.grethe í Faust í fyrsta sinn og
"Vann algerðan sigur, fósturjörð-
inni til hins mesta sóma. Blöðin
í dag og aðrir lofa hana og al-
veg sjerstaklega hana“.
Skákbingið.
Eins og Morgunblaðið liefir áð
Xir skýrt frá, hófst skákþing ís-
lendinga í Kaupþingssalnum á
laugardaginn. Hefir nú verið teflt
í þrjú kvöld. Fyrsta kvöldið sigr
-aði Jón Guðmundsson Gústav
Ágústsson, Eggert Gilfer Þráinn
^Sigurðsson, Steingrímur Guð-
mundsson Árna Knudsen og Ás-
amundur Ásgeirsson Garðar Þor-
steinsson. Ymsar af þessum skák-
Uin voru vel tefhlar, en lielst mún
,þó talin sliák þeirra Jóns og
"Gústavs.
Annað kvöldið vann Árni Knud
•sen Garðar, en öll hin töflin urðu
jafntefli (Eggert og Gúötav, Stein-
grímur og Jón og Ásmundur og
Þráinn). Yfirleitt voru þessi töfl
vel leikin, einkum hvað vörn
:snertir, þó var skák þeirra Jóns
"Og Steingríms gott sýnishorn þess
hversu báðum teflendum getur yf-
ársjest og yfirsjeð góða leiki og
mátstöður.
Þriðja kvöldið sigraði Garðar
•Jón, Eggert Gilfer Ásniund, Þrá
inn Árna Rnudsen og Gústav
■Steingrím.
Það er enginn efi á því, að sjer-
hver skákvinur, sem verið hefir
þarna, hefir haft óblandna ánægju
*tf ]iví, að sjá skákir þessar, og þeir
*ttu fleiri að nota tækifærið sjálf
tún sjer til ánægju og fróðleiks.
Nú er Eggert Gilfer hæstur með
ki/2 vinning, en þó svo sje, þá er
Inað víst að skákmennirnir telja
hann ekki vissan ineð sigurkrans
**úl En hver verður það?
rk.
I. O. O. F. Rbst. 1. Bþ.
804781/2 — O.
□ Edda 593147 — 1.
Fyrirl. Atkvgr.
Veðrið (laugardagskvöld, kl.
5) : Vestanlands er nú hæg N-
átt með bjartviðri, en austan-
lands er allhvast og hríðarveð-
ur. Hitinn er um 0 st. um alt
land. Alldjúp lægð yfir hafinu
milli íslands og Noregs á hreyf-
ingu austur eftir. Jafnframt er
ný lægð yfir S.-Grænlandi á
hægri hreyfingu austur eftir.
Búast má við, að hún fari að
valda suðlægri átt hjer vestan
lands þegar að liðinn er morg-
undagurinn.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Stilt og gott ■ veður fram eftir
deginum, en vaxandi SA-kaldi
og skýjað með kvöldinu.
Páskamessur í Garðapresta-
kalli: Páskadag kl. 1 í Hafnar-
firði (Fr. Fr.) ; kl. 1 á Kálfa-
tjörn (Á. B.). Annan páska-
dag kl. 1 í Hafnarfirði (Á. B.) ;
kl. 5 á Bessastöðum (Á. B.).
Messað í fríkiricjunni annan
páskadag, kl. 11 f. h.; síra
Jakob Jónsson frá Norðfirði.
Hjálpræðisherinn. Verið vel-
komin á eftirfarandi samkom-
ur: 1. páskadag: Lúðraflokk'
urinn spilar kl. 7 árd. Bæna-
samkoma kl. 8 árd. Helgunar-
samkoma kl. 10i/> .árd. Sunnu-
dagaskóli kl. 2 síðd. Útisam-
koma á Lækjartorgi kl. 4 síðd.
Hjálpræðissamkoma kl. 8 síðd.
Stabskapt. Árni M. Jóhannes-
son stjórnar. Frú majór Sólveig
Larsen-Balle og frú feltmajór
Laufey Harlyk taka þátt í sam-
komunum. Hornaflokkurinn og
strengjasveitin aðstoðar. — 2.
páskadag: Heimilasambands
fundur kl. 4 síðd. Frú majór
SólveigLarsen-Balle og frú felt-
majór Laufey Harlyk tala. Úti-
samkoma við Duus kl. 7 síðd,
Hjálpræðissamkoma kl. 8 síðd.
Kapt. Axel Olsen stjórnar. —
Allir velkomnir.
SjómanRastofan. Samkomui
um páskana: Á 1. páskadag í
Sjómannastofunni kl. 6 ísl. sam-
koma, kl. 81/4 skandinavisk sam
koma. — 2. páskadag í Varðar-
húsinu kl. '6 ísl. samkoma, kl.
81/4 skandinavisk samkoma. —
Allir hjartanlega velkomnir.
Pjetur Sigurðsson flytur fyr-
irlestur í Varðarhúsinu í kvöld
kl. 81/4. Efni: „Kona, hví græt-
uif þú?“, Allir. velkomnii'. Þetta
verður síðasti fyrirlesturinn urn
tíma.
Hjónaband. í gær voru gefin
saman í Aarhus itngfrú Sigríð-
ur Nielsen og Waldemar Bengt-
zon hljómsveitarstjóri. Heimili
þeirra er St. Paulsgade 7 A í
Aarhus.
Dánarfregn. Hinn 10, febr.
s.l. andaðist Jón Jónsson að
Þórisstöðum í Gufudalssveit. —
Hann var 90 ára að aldri.
Lúðrasveit Reykjavíkur spil-
ar sálmalög á Austurvelli í dag
(páskadag) kl. 9 árd., ef veð-
ur leyfir.
Símanúmer frú Sigríðar Eir-
íks, formanns hjúkrunarf jelags-
ins Líkn, er 1960.
Sjötugsafmæli á í dag hinn
alkunni fræðimaður, merkis-
bóndinn Kristleifur Þorsteins-
son á Stóra-Kroppi í Borgar-
firði.
Goðafoss fór hjeðan í gær-
kvöldi áleiðis til útlanda. Með-
al forþega voru: Gunnlaug
Briem, Kristján Magnússon og
frú (til Hull), Halldór Kiljan
Hótor h| ólreiðamenn!
notið
Gargoyle fflobiloll.
Nýtísku mótorhjól gera sjerstaka kröfu til smurnings-
olíunnar, því að hinn mikli snúningshraði og samþjöppun
í stimpil-hylkinu krefst smurningsolíu, sem bæði veitir
rjetta smurningu og að stimpillinn sje algerlega þjettur.
Gargoyle Mobiloil „D“ frá Vacum Oil Compagny er sjer-
staklega framleidd með þetta fyrir augum. Með því að
nota hið rjetta merki samkvæmt Gargoyle-skránni ná-
ið þjer:
1) Mestum hraða.
2) Að stimpillinn sje algeúega þjettur ásamt mestri
("jx samþjöpppun.
3) Mesta afkasti vjelarinnar.
4) Minstu sót- og bikmyndun á stimplum og ventlum.
k 5) Að komast hjá of tíðum viðgerðum.
Mobiloil
H. Benediktsson & Co., Reykjavík,
Laxness (til Hamborgar) og
nokkrir menn til Vestmanpa
eyja.
Prófessorsembættið. Nefrdin
skilaði í gær áliti sínu á sam
keppninni um prófessorsem-
bættið við Háskólann, og til-
lögum um, hvorum keppinaut-
anna, Árna Pálssyni eða Þor-
keli Jóhannessyni, skyldi veita
það. Verður álit hennar lagt;
fyrir háskólaráðsfund kl. 11/4 á1
þriðjudaginn og ekki birt op-j
inberlega fyr en að þeim fundi
afstöðnum.
Hjónaefni. Guðbjörg Ingi-
mundardóttir og Guðmundur
Theódórsson stöðvarstj. í Stór-
holti.
Lord Beaconsfield, enski botn
vörpungurinn, sem Ægir bjarg-
aði og dró hingað, var settur
upp í fjöru til viðgerðar. Er
henni nú lokið og var skipið
dregið út á höfn á föstudaginn.
Skipið var lítið skemt; þó hafði
brotnað afturstefni neðan við
skrúfugatið. Varð að logsjóða
það saman og síðan var það
spengt að utan, en cementi
steypt í að innan til öryggis.
Búist er við, að skipið fari á
veiðar í dag, þegar búið er aö
rjetta áttavitana. — Skipverj-
ar þeir, sem eftir urðu fyrir
austan, komu hingað til bæjar-
ins fyrra laugardagskvöld.
Náttúrufræðingurinn. Annað
hefti af tímariti þeirra Guðm.
G. Bárðarsonar og Árna Frið-
rikssonar er komið út. Er það
mjög fjölbreytt að efni. Þar -er
t. d. sagt frá vatnaskrímslum í
Noregi og hvernig trúin á þau
var kveðin niður, þegar loksins
tókst að ná í eina „ófreskjuna
Þar er frásögn um selafárið á
Húnaflóa 1918 („spönsku veik
ina“ í selnum). Um uglur og
stóra spóa, sem sjest hafa á
Álftanesi í vetur, um sjald-
gæfa fugla í Vestmannaeyjum
(svartþröst og starra) o. m. fl.
Ýmissar myndir eru í heftinu,
t. d. af steingerðu hlynblaði,
sem vaxið hefir á trje hjer á
landi fyrir miljónum ára, þegar
loftslag var hjer svipað og nú
er í Mið-Evrópu. Þá er og
mjmd*af fiski, sem lifir jafnt
á landi og í vatni. Hann á
heima á Indiandi.
María E. Markan söngkona,
sem dvalið hefir undanfarin ár
í Berlínarborg, hefir nýlega
gengið undir söngleikapróf
allir upp á stundarf jórðungi, og
talsvert selt til miðvikudags. —
Vegna þessarar miklu aðsóknar
verða pantanir að vera sóttar
fyrir kl. 2 á annan í páskum
fyrir sýninguna þá um kvöldið.
Jafnframt verður selt á mið-
vikudagssýninguna allan dag-
inn.
82 ára afmæK á Sigurður Er.-
lendsson bóksali á morgun. —
Hann á nú heima í Elliheimil
inu.,
Sjötugsafmæli á frú Helga
Ketilsdóttir frá Stað í Grinda-
vík á morgun. Hún á nú heima
(óperu-próf) hjá reynslust >fn- á Hverfisgötu 55.
un þýskra söngleikja-sambands-J Isfirsku togararnir komu af
ins (Prúfungsstelle des Dcut-1 veiðum í fyrradag með 80 smái.
chen Búhnen Vereins). Lauk' fiskjar hvor (Hafsteinn 58 tn.
hún þessu söngprófi með prýði1 lifrar, Hávarður 62 tn.). Fisk-
og fjekk skírteini frá þessari afli er ágætur í ísafjarðardjúp;
stofnun; hefir hún nú rjett til' og á Vestfjörðum, þegar á sjó
þess að syngja í söngleikhúsum gefur, en gæftir hafa verið stop-
í Þýskalandi. | ular undanfarna daga.
Vonandi frjettum við bráð- Skipaferðir. Gullfoss fór í
lega meira frá þessari glæsi
legu söngkonu okkar.
Togararnir. Af veiðum komu
gær frá Leith, áleiðis hingað.
Lagarfoss fór frá Leith í fyrra-
dag til Austurlandsins. Detti-
í gær þessir togarar: Snorri f°ss f°r Hamborg í gær.
goði með 78 föt, Draupnir 50 j Hjónaband. í gær voru gefin
föt, Gyllir 82 föt, Karlsefni 45 saman í borgaralegt hjónaband
föt, Gulltoppur 65 föt, Andn
55 föt og Tryggvi gamli með 38
föt. Afli er sæmilegur hjá tog-
urum, en veður hefir verið vont
undanfarna daga.
Sýning Guðmundar Einars-
sonar á leirgripum verður opin
báða páskadagana. Er að vísu
orðið lítið eftir, því að grip-
irnir hafa selst mjög ört þessa
fáu daga, sem sýningin hefir
verið opin.
Æskufundur kl. 3 á morgun.
Sjá nánar í augl.
Leikhúsið. Aðsókn að skop-
leiknum „Húrra-krakki!“ fer
altaf vaxandi. Aðgm. að sýn-
ingunni á 2. páskadag seldust
ungfrú Ásta Norðmann dans-
kennari og Egill Árnason (Ein-
arssonar) verslunarmaður.
Gyllir kom af veiðum í gær.
Einn hásetinn, Óskar Guðjóns-
son, hafði slasast á fæti — önn-
u-r leggpípan brotnað.
Færeysku skipin. Þrjú skip
hafa komið í vikunni: Wilhelm-
ine með 14 þús., Nolsoy með 12
þús. og Alexandra. Hið síðast-
nefnda var nýkomið frá Eær-
eyjum, hafði verið hálfan dag
að veiðum og fengið 600 fiska.
en þá bilaði vjelin, og varð þáð
að leita hingað til viðgerðar. -
Skólahlaupið fer fram á
morgun og hefst kl. 2 hjá versl-