Morgunblaðið - 05.04.1931, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.04.1931, Qupperneq 7
MOKGUNBLAÐIÐ 7 Tilkynning nm síldarloforð til Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Þeir, sem vilja lofa síld til vinslu í Síldarverksmiðju i'íkisins á Siglufirði á næstkomandi sumri, skulu innan 10. líiai n. k. hafa sent stjórn verksmiðjunnar símleiðis eða skriflega tilkynningu um það. Útgerðarmaður skal til- kynna'hvaða skip hann ætlar að nota til veiðanna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess að afhenda verksm. alla bræðslusíldarveiði skips síns, eða skipa, eða aðeins hluta veiðinnar. Þau skip, sem afhenda verksmiðjunni alla veiði sína, eða alla bræðslusíldarveiði sína, ganga að jafn- aði fyrir þeim skipum með samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af bræðslusíldarveiði sinni, eða J^afa enga samninga gert fyr- irfram. Verði meira framboð á síld, en verksmiðjustjórnin tel- Ur sýnilegt að verksmiðjan geti unnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur til að ákveða, af hve mörgum skipum verksmiðjan taki síld til vinslu. Ef um framboð á síld til vinslu er að ræða frá öðrum en eigendum veiðiskips, skal sá, er býður síldina fram til vinslu, láta fylgja skilríki fyr- iv því, að hann hafi umráðarjett á skipinu yfir síldveiði- fímann. .. ...., Verksmiðjustjórnin tilkynnir fyrir 10. júní n. k. þeim, sem boðið hafa fram síld til vinslu í verksmiðjuna, hvort hægt verði að veita síldinni móttöku og skulu þá allir þeir, sem lofað hafa síld til verksmiðjunnar og stjórnin hefir ákveðið að taka síld af, hafa innan 20. júní n. k. gert samn- ing við verksmiðjustjórnina um afhendingu síldarinnar. Að öðrum kosti er verksmiðjunni ekki skylt að ’taka á móti lofaðri síld. Siglufirði, 28. mars 1931 Stjórn Síldarverksmiðju ríkisins. Þormóður Eyjólfsson. Guðmundur Skarphjeðinsson Sveinn Benediktsson. Til söln h smálesta bátur með 32 hestafla Tuxham vjel. Hvert fveggja í ágætu standi. Upplýsingar gefur Magnús Guðmundsson skipasmið- Ur í Reykjavík, símar 76 og 1076. íttmisk fataíttdttstttt littttt &au3ftveg 34 ^tmi: 1300 ^Metjhjautk. Bi’eiusnm nú gólfteppi ai öllnm stærðnm og gerðnm. Loka-erindi próf. Erik Abrahamaens. S.l. mánudag hjelt prófessor- inn áfram sögunni um leikræna tónlist, er Gluck hóf endurbóta- starf sitt á aðferðum og hátt- um „neapolitanska skólans“. Beindist það starf eingöngu að óperum alvarlegs efnis (opera seria), en gamanleikir (opera buffa) hjeldust áfram með sama lagi og verið hafði. í þeim síðarnefndu var öll áhersl- um sjerstökum viðburðum, hug- tökum, hugmyndum og tilfinn- ingum, en talaði því næst um kímni eða glettni alment cg fræðikenningar hinna lærðu manna um eðli þess, sem mönn- um þykir spaugilegt. 1 ljósi einn ar af þessum kenningum ■— ,,fiktionsteoriunnar“ (látalætis- kenningu mætti e. t. v. kalla hana á íslensku) tók nú pró- fessorinn tónlist til athugunar og nefndi mörg dæmi um glettni eða spaug í verkum eft- ir alkunn tónskáld, en þó eink- um eftir Beethoven, er prófoss- art — mesta óperuskáld ver- aldarinnar („konungur óper- anna“), sem hjer tók í taum- ana. — Nokkru fyrir daga Moz- arts hafði komið upp ný teg- und leikrænnar tónlistar -— söngleikirnir þýsku (Singspiel). Þessir söngleikir voru vinsælir mjög í Wien einmitt um það leyti eða skommu áður en Moz- art samdi hinar Ódauðlegu, óperur sínar.. Var lítið í þá bor- ið (gagnstætt því sem átti sjer stað um neapolitönsku óperurn- ar), enda komu oftlega fyrir 5 þeim óbrotin og alþýðleg lög. — Upp úr þessum fyrirmynd- um — óperum Glucks og söng- leikunum — skóp Mozart nýj- an óperustil, er segja má að feli í sjer alt hið snjallasta, er kunnugt var áður, hafið í hærra veldi og mótað af goðborinni snild hans. „Brúðkaup Figar- os“, „Konuránið úr Seraillet“. „Don Juan“ og „Töfraflautan*1 eru þannig í raun og veru söng- leikir (Singspiel) eða gaman- leikir (opera buffa) á Mozarts vísu. í þeirri einu óperu, sem Beethoven gerði („Fidelio"), má finna hinn nýja Mozarts- stíl, er Beethoven umskapar vitanlega eftir sínu höfði og notar í fyrgreindu verki við efni, sem er að sumu leyti mjög sorglegt. — í höndum „róman- tísku“ tónskáldanna (Weber, Spohr, Marschner, Cherubini, Meyerbeer, Rossini) spillist ðperan, líkt því sem orðið hafði í höndum neapolitönsku höf- undanna — þó ekki af við- hafnarsöngnum (koloratúr- söngnum), heldur af þeim mörgu og miklu ljóðrænu arí- um, sem urðu að sjerstæðum ,,númerum“, er öll athygli manna tók að snúast um. Af sönglestrinum (recitativum) varð þá lítið eftir annað en stuttir spottar, sem voru helst til þess ætlaðir að tengja „nú- merin“ saman. — Richarri Wagner leitaðist við að ráða bót á þessu, í hinum seinni óperum sínum, með því að takí upp „talsöng“, er stroymir á fram stanslaust eins og elfa, en ekki fara tónskáld vorra tíma að hans dæmi. Um það er ekki að villast, að í hinum nýrri. ,,moderne“, óperum, hefir söng- urinn, músikin, náð yfirtökum. enn á ný, svo að textanum eru ekki gerð jafngóð skil. Sjöunda og síðasta erindi próf. Abrahamsens var um kímni eða glettni (humor) í tónlist. Ræddi hann fyrst um vandkvæði þau, sem eru á því ■ að greina frá eða lýsa með tón- Silvo silfurfægilögur er óviðjafnan- legur á silfur, plet, nickel og alumineum Fæst í öllum helstu verslun- um. an á söngnum, enn sem fyr, en um textann og ganginn í leikn->nr*nn ne^n(li >.hið mikla klass um var lítið hirt. Það var Moz-|*ska kímnisskáld . Væri hann að vísu ekki þesslegur eftir myndum að dæma, enda væri oftar talað um hann sem harma- skáldið mikla. Prófessorinn bar ekki á móti því, að það væri rjettnefni, en hann hjelt því fram, að Beethoven væri þar að auki mesta kímniskáld, sem tónlistin kynni frá að segja, og kæmi það einkum fram í „scherzo“-þáttunum í symfoni- um, klaversónötum og kammer- músik meistarans. Skýrði pró- fessorin alt þetta mál rækilega, þótt hjer verði ekki sagt frá því nánar. — Að lokum þakkaði hann góðar viðtökur. Kvað hann áhuga og eftirtekt til- heyrenda sinna hafa glatt sig mjög, og óskaði hann þess, að nokkurt gagn mætti hljótast af komu sinni hingað. Mintist hann í þessu sambandi á gamla íslenska sálmasönginn og þjóð lögin, er hann taldi mikilsvert og aðkallandi rannsóknarefn' fyrir ungan, íslenskan tónvís- indamann. Um fyrirlestra próf, Abra- hamsens hygg jeg að allir sjeu sammála, sem á þá hlýddu. Þeir voru fullir af margskonar fróðleik, skarplegum athugun um og afbrigða-skemtilegir, enda fluttir af mikilli mælsku Var honum þakkað „ex audia- torio“ og loks kvaddur með húrrahrópum. Sigf. E Eitthvað til að pala af! um hag bresku verkalýðsstjettar innar, með tilliti launa, vinnutíma og dýrtíðarinnar. Og það, sem at- hugunin leiddi í ljós, mun vekja undrun manna. Það er giskað á, að árleg vinnulaun ver’kainanna og starfsmanna sjeu £1.500.000.000 meiri en fyrir heimsstyrjöldina Með tilliti til dýrtíðarinnar er sjer hver verkamannafjölskylda betur stödd en í ársbyrjun 1914, þ. e hefir 20% meira til þess að láta af hendi rakna til nauðsynja og annars. Verkamaðurinn, sem 1913 fjekk tveggja sterlingspunda viku laun fær nú þrjú sterlingspund og tíu shillings. Ef þessum tveimur sterlingspundum er varið til al gengra nauðsynja -— og sömu kröfur gerðar um lifnaðarhætti eyðir verkamaðurinn £2.2.0 (dýr- tíðin hefir aukist um 55%) og Eggiadnft - Gerdnft og Krydd. Úmissandi I illan bakstar. Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleyöi og taugaveiklun. Fæst í öllum lyf jabúðum í glösum á 500 gr. Verð 2.50 glasið. Mjðlkurbú Flúamanna Týsgötu 1 og VesturBötu 17. Sími 1287. Sími S04. Daglega nýjar mjólkurafurðir. - Sent heim. Haup verkamanna i Englaidi. 1 London, FB. í mrárs. Eitt frjettablaðanna í London hefir fyrir nokkuru látið fara fram sjerstaka athugun í því skyni ^ . * < , • - verða þá eftir £20 a an til að verja að komast að hvernig nu er astatt ( . til aukinna þægmda. Enda er það augljóst, að af þessu hefir leitt, að breskir verkamenn hafa gert um- bætur á heimilum sínum ,o"g þeir nota sjer nú fyllilega aukin tæki- færi til heilsubætandi irtiskemtana. Hinar nýju iðngreinar, svo sem framleiðsla ódýrra bifreiða, bif- hjóla, grammófóna og við- tækja blómgast allar, en grund- völlurinn undir þessum iðngrein- um öllum er aukin kaupgeta mið- stjettanna og verkamannastjettar- innar frá því árið 1919. Hagur hreskra verkamanna er betri en nokkuru sinni fyrr, að kaupgetu til, en jafnframt launahækknn inni hefir vinnustundafjöldinn minkað um sex stundir. (Úr blaða- tilk. Bretlandsstjórnar).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.