Morgunblaðið - 16.04.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBJLAÐIÐ fBimnniiimiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiintitiiinr^ Útgef.: H.Í. Árvakur, Reykjavlk = Ritatjðrar: Jðn Kjartansaon. Valtyr Stefánsaon. Ritstjðrn og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 500. = Auglýsingastjðri: B. Hafberg. = Auglýsingaskrifstofa: Austurstrætl 17. — Simi 700. r= Heimaslmar: = J6n K jartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. | Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánu®i. = Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. = í lausasölu 10 aura eintakifi. 20 aura meS Lesbök = Imiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiim Hvað er að ðttast? Stiðrmrskrðrbrotii. Hefir ráðuneyti Islands brotið 18. gr. atjórnarskrárinnar ? Þannig spyr málgagn einræð- .isstjómarinnar, Tíminn. Hvað er að óttast? Stjórnin hefir fengið konungs valdið til að traðka á þingræð- inu og brjóta stjórnskipunarlög Llandsins. Þegar sýnt er, að meiri hluti Alþingis ekki lengur vill hafa þá stjórn, sem stýrt hefir landinu síðustu fjögur ár, ger- ir konungur ekki svo lítið, sem að spyrja formenn andstöðu- flokka stjórnarinnar, hvað þeir hugsi sjer með nýja stjórnar- :m,yndun. Hann leysir upp Al- þingi og minnihluta stjórnin tek ur sjer einræðisvald. Er unt að traðka öllu greini- legar á þingræðinu, en hjer er .gert? Og til þess að koma ó- hæfu þessari í framkvæmd, er .stjórnarskrá landsins brotin. Hvað er að óttast? Er ekki það að óttast, að mæsta skrefið verði, að einræðis stjórnin fái konungsvaldið til þess, að stefna ekki saman Al- þingi, þegar hún sjer, að hún verður áfram í minnihluta, eft- ir kosningarnar? En þó að Alþingi verði kvatt :saman eftir kosningarnar, er þá -ekki það að óttast, að einræðis- stjórnin fái aftur konungsvald- ið í lið með sjer, til að traðka *á þingræðinu og brjóta stjórn arskrá landsins? Getur ekki konungsvaldið alveg á sama hátt og nú átti sjer stað, rofið .þingið aftur strax eftir kosn- ingarnar, og þannig trygt ein- ræðisstjórninni völdin áfram? •Getur ekki þessi sami leikur •endurtekið sig þing eftir þing •og kosning eftir kosning? Hvar *ru takmörkin? Slys. Yestmannaeyjum, 15. apríl. Ólafur Sveinsson frá Norð- firði, seytján ára, fjell út aí vjelbátnum Sæbjörg og drukkn- aði. Sæbjörg fjekk á sig sjó, og var rjett farin. Allir bátar náðu höfn og höfðu aflað vel. — LFlestir bátar á sjó í dag. Friðrik ríkiserfingi veikur. K.höfn, 15. apríl. United Press. FB. Frederik krónprins hefir ver- ið fluttur á Bispebjergspítala, 'vegna alvarlegrar magaveiki. 18. gr. stjskr. hljóðar svo: Konungur stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveður, hvenær því skuli slitið. Þinginu má eigi slíta fynri en fjárlög eru samþykt (let- urbr. mín). Með þessu síðastnefnda ákvæði, banninu við þingslitum fyrri en fjárlög eru samþykt, er sett al- menn regla, sem allar aðrar grein- ar stjskr. verður að skýra í sam- ræmi við, þar sem efni verða til. Þetta almenna fyri'rmæli var því alveg óþarft að taka upp í aðrar greinar stjskr. í 20. gr. stjskr. segir, að kon- ungur geti rofið Alþingi. Þar með er konungi lieimilað að taka. um- boðið af þingmönnum, öðrum en hinum landkjörnu, sem eru und- anskildir þingrofi samkv. 27. grein stjskr. 20. gr. stjórnarskr. verður samkv. heilbrigðri skynsemi og venjulegum lögskýringareglum að skilja með fullri hliðsjón af áð- urnefndu fyrirmæli 18. gr. um þing slitin. Þingrof má því ekki verka fyrri en þingið hefir fengið færi á að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. Það er því stjórnarskrárbrot, brot á 18. gr. stjskr., að svifta þingmenn umboði þeirra fynri en fyrirmælum 18. gr. er fullnægt. Opna brjefið um þingrofið nfi er dagsett 13. apríl þ. á. og birt í sameinuðu þingi daginn eftir. í því segir það eitt, að Alþingi skuli rofið, en ekki mæ-lt sjerstaklega um það, írá hvaða tíma það skuli verka. En fyrst svo er, þá hlýtur að vera tilætlun ráðuneytisins, að verkanir þess skuli hefjast frá þeim degi, er það var birt. En þar af leiðir aftur, að það hlýtur að hafa verið tilætlun ráðuneytis- ins, að þingi skyldi þá einnig slitið þegar í stað, því að stjórnin get- ekki liafa ætlast til þess að þing með, frá hennar sjónarmiði, umboðslausum þingmönnum hjeldi áfram störfum. Að vísu hefir hr. Tryggvi Þórhallsson algerlega van rækt að afla sjer umboðs konungs til þess að slíta þinginu, eins og jafnan hefir verið venja. En þetta tiltölulega smávægilega brot á fastri venju skiftir vitanlega minna máli. Með því að slíta þannig þinginu, enda þótt meðferð fjárlagafrum- varpsins væri ekki lengra komið en svo, að fjárveitinganefnd neðori deildar hafði aðeins skilað nefnd- arálitum og breytingartillögum um fnimvarpið, hefir ráðuneytið ber- sýnilega brotið oftnefnt fyrirmæli 18. gr. s-tjskr. Ráðuneytið hefir svift reglulegt Alþingi stjórnar- skrárbundnum rjetti sínum til þess að setja landinu fjárlög fyrir næsta ár. Ákvæði 18. gr. um bannið við þingslitum er vitanlega sett til ör- vggis þingi og þingræði. Það á að fvrirgirða það, að gerræðisfull stjórn geti löglega svift þingið stjórnarskrárbundnum- rjetti til afgreiðslu fjárlaga. Hún á að tryggja það, að landinu þurfi aldrei að stjórna fjárlagalaust. liggur prentað síðan í júnímánuði í sumar og nefnist Rjettarsaga Alþingis. Þar segi jeg á bls. 533: ..Þess er að geta, að nú má ekki rjúfa þing (þ. e. senda þingið heim) fyrri en fullsjeð er um sam þykt f j árla ga f rum var psins, samkvæmt 18. gr. stjskr. 1920.“ Þetta er skráð áður en atburðir þeir gerðust, sem nú er nn deilt, og hitinn, sém níi er, gétur ekki hafa verkað á þann dóm. Um þá pólitísku óhæfu, sem hjer hefir farið fram af hálfu stjórnar- innar, skaf ekki að öðru leýti talað. Hún fær vafalaust lika sinn dóm. Einar Arnórsson. Hjer stoðar ekki að vitna til þess, að 23. gr. stjskr. geri ráð fyrir því, að nauðsyn geti verið á því að gefa lit bráðabirgðafjár- lög. Sú nauðsyn getur verið fyrir hendi, ef svo skyldi fara, að þing- ið gerði ekki skyldu sína um af- greiðslu fjárlaga eða ef þingi skyldi verða ómögulegt að af- greiða fjárlög nægilega fljótt, t. d. vegna ófriðarástands. Einliver hefir sagt, að úr því að bannið við þingslitum fyrri en fjárlög eru afgreidd sje ekki nefnt í 20. gr. stjskr., þá eigi það ekki við, ef þing er rofið. Þetta er hinn mesti misskilningur. — Ákvæðið í 18. gr. er alinent og al- gerlega óviðeigandi að taka það í aðrar greinir stjórnarskrárinnar, enda algerlega óþörf endurtekn- ing. Einstakar greinir stjórnar- skrárinnar má ekki, fremur en í öðrum lögum, slíta lit úr sam- bandi við aðrar greinir hennar. Hversu slíkt sje fráleitt, má sýna með mörgum dæmum. í 11. gr stjskr. segir t. d., að konungur skipi ráðherra og veiti þeim lausn. Sá, er skýra vildi þetta ákvæði án tillits til annara ákvæða stjskr., eins og lögfræðingar stjórnarinnar vilja gera um 20. gr., mundi kom- ast að þeirri niðurstöðu, að kon- ungur gæti gert þetta hvort tveggja á eindæmi sitt. En hann gætti þess ekki, að 11. gr. verður að skilja bæði með hliðsjón af 1. gr. stjskr., er segir, að stjórnskipu- lagið sje þingbundin konungs- stjórn, 10. gr., er segir, að ráð- herrar beri ábyrgð á stjórnfram- kvæmdum, og 15. gr., er segir að undirskrift ráðherra þurfi með konungi til þess að stjórnarráð- stafanir fái gildi. Annar, ónafngreindur, lögfræð- ingur stjómarinnar vitnar í rit þeirra Matzens og Lárusar Bjarna- sonar til stuðnings þeirri stað- hæfingu sinni, að ráðuneytið hafi kki brotið stjórnarskrána með atferli sínu. En sá er liængur á þessum tilvitnunum, að rit þess- ara manna eru bæði gefin út löngu fyrir 1920. Þau skýra grundvall- arlög Danmerkur og stjórnarskrá íslands 1874 og stjórnskipunar- lögin frá 1903. En í engin þessi stjómarlög var bannið gegn þing- slitum áður en fjárlög væri af- greidd komið. Það kom fyrst í núgildandi stjórnarskrá, sem sett var á þingunum 1919 og 1920. — Uftir hinum eldri stjórnskipunar- lögum var þinginu ekki tryggður bessi rjettur. Skoðanir þessara manna á lögum þeim, sem hjer viltu fyrir 1920 skiftir því alls engu máli um skýringu á þessu algerlega nýja. ákvæði gildandi stjórnarskrár. Einhver kynni nú, í þeim hita, sem oftnefnt tiltæki ráðuneytisins hefir skapað, að halda því fram, að jeg dæmdi ekki um þetta sem óvilhallur maður. En það vill svo vel til, að jeg hefi haldið ná- kvæmlega hinu sama fram, sem Frá störfum þingmeir hlutans í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á fundum mikinn hluta dagsins. Ásgeir ÁsgeSrsson, forseti Sameinaðs þings kallaður á fund. Farið fram á, að hann kalli saman þingfund. Hann neitar. Þingflokkarnir senda menn á fund Tryggva Þórhallssonar og fara þess á leit, að hann heiðist tafarlaust lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann æskir umhugsunarfrests til kl. 3 í dag. Dagurinn í gær (miðviku- dagur) fór allur í fundahöld þingmanna. Klukkan 10 árd. komu þing- menn Sjálfstæðisflokksins á fund í þinghúsinu. Var þá mjög ýtarlega rætt, hvernig bregðast skyldi við því tiltæki stjórnar- innar, að vísa þingmönnum á brott. Var það samróma álit allra, að stjórninni ætti ekki að haldast þetta uppi, ef nokk- ur lögleg ráð væri til þess að hindra það. Var það ákveðið, að fá for- seta sameinaðs þings, Ásgeir Ás geirsson á fund, til þess að kom ast eftir því, hvað farið hefði milli hans og konungs, áður en konungsbrjefið fræga var út gefið. Alþýðuflokksþingmennirnir voru á fundi á sama tíma. Klukkan 2 komu þingmenn beggja flokka saman á fund, og var þar mættur Ásg. Ásg. Voru lagðar þar fyrir hann ýmsar spurningar, og voru þessar helst ar: — Hvaða skilaboð fóru milli for seta og konungs og konungs- ritara í sambandi við þingrof- ið? Ásgeir svaraði því, að hann hefði fengið tvö skeyti á sunnu- daginn var. í öðru var spurt um, hvernig vantrauststillagan væri orðuð, i n hitt var um það, hverjir væri formenn þingflokk anna. Bæði þessi skeyti voru frá ltonungsritara, og svaraði for- seti þeim samdægurs. önnur skeyti eða boð höfðu ekki far- ið milli hans og konungs. Þá var forseta bent á, að meiri hluti þingmanna liti svo á, að þingi mætti ekki slíta, fyrr en fjárlög hefðu verið afgreidd, og að samkvæmt því vildu þeir skora á hann, að halda fundum þingsins áfram. Hann svaraði, að hann liti svo á, að með þingrofinu væri umboð þingmanna niður fallið, og honum væri því ekki kleift, að halda fundum áfram, nema konungur gerði á þessu aðra skipun. Þá var hann spurður, hýort hann hefði sem forseti haft nokkur afskifti af þessu tiltæki jeg nú geri, í riti mínu, sem fyrir' stjórnarinnar. Svaraði hann því, að sem for- seti hefði hann engin afskifti haft af því, en hvað hann hefði lagt til þessara mála að öðr.U’ leyti, væri þessu óviðkomandi. Var nokkuð frekar um þetta rætt, og vjek Ásgeir svo af fundi. Eftir nokkrar frekari umræð- ur gengu þingm. svo á flokks- fundi. Var þar ákveðið, að gera menn á fund forsætisráðherra, skýra honum frá því, að í á- stæðunum fyrir þingrofinu væri gefið í skyn, að hann hefði skýrt konungi svo frá, að þing- meirihluti sá, sem stóð að van- traustinu, gæti ekki myndaS stjórn. Þetta væri alrangt. Meiri hlutinn hefði verið og væri enn viðbúinn að benda konungr á leið til þinglegrar stjórnarmyffd unar. Þess vegna væri nú ein- dregið skorað á hann, að htýða þingviljanum og beiðast lausn- ar. Til þessarar farar voru vald- ir: Jón Þorláksson og Jón Bald vinsson. Áttu þeir að hitta rájð- herrann klukkan 81/2- Fundir um þessi mál stóðu til kl. rúmlega 7. Var þá gert rað fyrý*, að hittast aftur kl. 9 og heyra svör ráðherra. Þegar á fundinn kom, skýrði Jón Þorláksson frá því, að hann hefði borið fram fyrir forsætfe- ráðherra frá Sjálfstæðisflokkn- um: 1. Áskorun um að beiðaat lausnar fyrir ráðuneytið. 2. Tilmæli um að gera kon- ungi aðvart um þessa á- skorun. 3. Tilkynningu um, að flokk- urinn væri við því búinn, að benda konungi á le@ til stjórnarmyndunar þingræðisgrundvelli, éf ráðuneytið beiddist laus»- ar. — Jón Baldvinsson flutti for- sætisráðh. samtímis samskonar áskorun og greinir í 1. lið, og tilkynningu sem undir 3, líð- frá Alþýðuflokknum. Forsætisráðherra lofaði svar* við áskorunum þessum um lausnr arbeiðni kl. 2%—3 í dag. Hann lofaði og að skýra kon- ungi frá áskorun Sjálfstæðfe* flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.