Morgunblaðið - 16.04.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1931, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Trampe greifi og Tryggvi Þórhallssoni 1851 1931 Trampe. Tryggvi. Tryggvi Þórhallsson hefir nú tryggt sjer ævarandi sess í sögu íslands. Og sá sess er við hlið Trampe greifa. Trampe greiíi' var maðurinn, se-m konungsvaldið tefldi fram til ■þess að kúga íslendinga á þjóð- fundinum 1851, en það er frægt orðið sem mest.a fólskuverk í þing- sögunni. Dr. Páll Eggert Ólason lýsir þessum örlagaríka viðburði þann- ig, í æfisögu Jóns Sigurðssonar (II b. bl. 494—5): „A tilsettum tíma kom Trampe og las upp ræðu sína af blöðum,1) eins og vandi hans var; voru það mxíst snuprur til þingmanna fyrir meðferð málanna. Veittist hann einkum að stjórnskipunamefnd. Kvaðst hann því, til að forða land- únu frá þarflausuíh útgjöldum, myndi slíta þinginu þá þegar. — Jdpykkti möanpm allmjög við, dHkft' VÓrtf^fmff’rúár fúsir að halda áfram störfum og láta niður falla dagpeninga. Urðu nú snöggir at- burðir og alvarleg stund í þing- sögunni. Og er Trampe var kom- inn í miðja setninguna, að lýsa fundinum slitið í nafni konungs, greip Jón Sigurðsson fram í og mælti:: „Má jeg biðja mjer hljóðs, til að forsvara gerðir nefndarinnar «g þingsins?“ En forseti kvað nei við. Mæiti Jón þegar aftur: ,,„Þá mótmæli jeg þessari aðferð“. En konungsfulltmi svaraði, er hann og forseti gengu úr sætum sínum: „Jeg vona, að þingmenn hafi heyrt, að jeg hefi slitið fundinum í nafni konungs“. Jón varð þá enn þegar til andsvara: „Og jeg mótmæli í nafni konungs og þjóð- arinnar þessari aðferð, og jeg á- skil þinginu rjett til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hjer er höfð í frammi“. Tóku flestir þingmenn undir það og Alveg eins og Tryggvi! sögðu í einu hljóði: „Vjer mótmæl- um allir“. Dr. Páll segir, að „þennan at- burð þekkjum vjer svipmestan í allri alþingissögu og stjórnmála- sögu íslendinga“. Og á öðrum stað: „Það fór svo, að þing þetta skyldi valda þáttaskiftum í stjórn- málasögu landsins, þó.tt á annan veg væri en menn höfðu vænst, með þeim atburðum, sem kunnir eru hverju barni“. Nafn Trampe greifa verður ávalt skráð í hjörtu allra Islendinga, kráð þar til varnaðar og viðbjóðs. Og þó er þess að gæta, að hjer má nefna afsakanir. Tiampe var er- lendur aðalsmaður, sem aldrei skildi íslendinga eða fann til með þeim' eins og vænta má af inn- lenduin manni. Og 1851 var engin stjómarskrá fengin um málefni tslands, og alt þetta því háð geð- þótta valdhafanna að mestu. En nú — nú er öðru til að dreifa. Nú hleypur íslenskur ráð- herra í konungsvaldið til þess aþ tvístra fulltrúum þjóðarinnar, þeg ar fyrir þeim liggur að vinna þjóð þrifaverk. Og nú er þetta gert í berhöggi við sjálfa stjórnarskrána, sem mælir svo fyrir skýlaust og undantekningarlaust, að þingi megi ekki slíta fyr en fjárlög hafa verið samþykt. 1851 sameinuðust íslendingarnir allir til mótmæla gegn gerræðinu. 1931 er íslendingurinn Tryggvi Þórhallsson í sporum litlenda greif ans. Báðir, Trampe og Tryggvi kjósa þann kostinn að svíkjast að þing- inu með leynd. 21. júlí 1851 er í minnum hafður 'vrir kúgunina, sem þá var beitt. 14. apríl 1931 verður enn sorg- legri dagur í þingsögunni, því að bá framdi íslendingur þetta sama 'bótaverk á sinni eigin þjóð. M. Enn eitt hreystiverk Eioars Einarssonar. 1 gærmorgun kom ,Ægir‘ hing- um mun hafa neitað að greiða að með þrjá enska togara, er hann málskostnaðinn. fiafði fyrir hitt suður í Sandvík. Mun mörgum forvitni á að sjá Er mælt að togarar þessir hafi hvernig Framsóknarblöðin róma legið fyrir akkerum. þetta síðasta „hreystiverk“ Ein- Mál þeirra var tekið fyrir í ars Einarssonar, skipherra á varð- -gær. Voru skipstjórar þessir eigi skipinu „Ægi.“ <læmdir til þess ao greioa sekt. En 10 kr. átti hver þeirra að Tólf smámál hefir Alþingi af- greiða. í málskostnað. greitt að þessu sinni. Kostnaður- Einn af togurum þessum er eign inn við þinghaldið er nokkuð á Hellyers. Skipstjóri á togara þess- 2 hundrað þúsund króna. ------ m Dúmur bióðarínnar. \’íða á landinu hafa menn brugð- ið við og haldið fundi, jafnskjótt og um þingrofið frjettist. I gær bárust fregnir hingað til bæjarins víðsvegar að af landinu um undirtektir manna, undir þing- rof, stjórnarskrárbrot, gerræði — einræðisstjórnarinnar íslensku. Á fjölmörgum stöðum varð því eigi komið við að halda fundi fyr en í gærkvöldi, og náðu fregnir af fundum þeim ekki hingað til bæj- arins í gær. Áskorun frá ungum Sjálf- stæðismönnum á Akranesi. Svohljóðandi tillaga var samþykt ;' fundi fjelags ungra Sjálfstæðis- manna á Akranesi : Fjelag ungra Sjálfstæðismaima á Akranesi vítir harðlega þá ó- skammfeilni ríkisstjómarinnar í skjóli konungsvaldsins, að gefa meiri hluta Alþingis ekki kost á því að mynda nýja stjórn, og þver- brjóta þannig allar þingræðis- reglur. Fundurinn skorar á alla góða íslendinga, konur og karla, að stíga við næstu kosningar stórt spor í þá átt, að hrinda af þjóðinni þeim ófögnuði sem núverandi land stjórn hefir leitt yfir land vort og skapað hefir þjóð vorai stórfelt fjártjón og smán. Fjelagsstjórnin. Sjálfstæðis- og framfarafje- lag Ólafsvíkur og Fróðár- hrepps telur nýja stjórnar- myndun óhjákvæmilega. Sjálfstæðis- og framfarafjelag Ólafsvíkur og Fróðárhrepps hefir haldið fund, og lýst megnri óá- nægju sinni yfir þingrofinu. Telur fjelagið að óhjákvæmilegt sje, að mynda nýja stjórn. Alþingiskjósendur í Flatey á Breiðafirði mótmæla ger- ræðinu. Vjer undirritaðir alþingiskjós- endur í Flatey, lýsum megnustu indúð vorri á þingrofi stjórnarinn- ar og mótmælum allir. Viljum vjer gera alt sem í voru valdi stendur til að styrkja þann flokk íslands jona og dætra, sem vill stíga á háls því gerræðisvaldi, sem virðir að vettugi þingræðishelgi þjóðarinn- ar, í því skyni að hylja sínar eigin ávirðingar. Undirskrift 46 kjósenda, marg- ir Sjarverandi. Undirskriftirnar staðfesta Snæ- b.jörn Kristjánsson. Guðm. Berg- steinsson. Guðm. Jóhannesson. I Mótmælafundur á Siglufirði. Fjórir fylgismenn Framsókn arstjórnarinnar fundnir! (Siglufirði, miðvikudag). Frá Siglufirði er símað: Fregnirnar um þingrofið vöktu hjer mikla athygli og æsingar í bænum. Almennur kjósendafundur var hjer haldinn, með stuttum fyr- irvara í gærkvöldi í kvikmynda- húsinu hjer. Var því sem næst hús- fvllir. Fundurinn mótmælti harð- lega þingrofinu, og taldi stjómina hafa framið stjómarskrárbrot. — Væri hún því sek gagnvart lands- dómi. Tillaga þess efnis var samþ. með meginþorra fundarmanna, neina Framsóknarmanna, er greiddu flestir ekki atkvæði. — Fjórir þeinra greiddu atkvæði móti vantraustd á stjórnina. Enginn tók til máls, er mælti landsstjórninni bót, nema einn aðkomumaður, er staddur var á fundinum. Ræðumenn aðrir deildu þung- lega á stjórnina fyrir brot á stjórn arskránni, stjórnarfarsleg afglöp og fjármálaafglöp fyr eða síðar o. fl. Skoruðu fundarmenn á þá Framsóknai'menn sem búsettir eru í bænum, og þarna voru á fund- inum, að verja landsstjórnina. En það kom fyrir eltki. ♦ Svohlj. till. samþ.: „Almennur fundur alþingiskjós- enda á Siglufirði lýsir yfir því, að hann telur konungsbrjef það um þingrof og nýjar kosningar, sem forsætisráðherra las upp í samein- uðu þingi í dag brot á 18. grein stjórnarskrárinnar, sem skýrum orðum mælir svo iý’rir, að þingi megi ekki slíta fyrri en fjárlög 'nafa verið afgreidd. Auk þess tel- ur fundurinn að forsætisráðherra þafi fengið konungsbrjefið með ó- sönnum forsendum, sem því að full vrða að myndun nýrrar stjórnar væri ókleif. Valdarán það, sem ítjórnin með þessu hefir framið telur fundurinn beina árás á þing- ræði og sjálfstæði þjóðarinnar. — Fundurinn neitar ]>ess vegna að viðurkenna núverandi ríkisstjórn •;em löglega stjorn landsins og krefst ]iess, að hún leggi niður völd þegar í stað og verði látin sæta ábyrgð gerða sinna fyrir !andsdómi.“ Framsóknarmenn hjer um slóð- ir láta lítið á sjer bera, og vilja rJxki um þingrofið-tala. Almennur borgarafundur á Akureyri lýsir fullu van- trausti á landsstjórninni. Akureyri, FB 15. apríl. Almennur borgarafundur í gær- kvöldi boðaður í tilefni af þing- rofinu samþykti svo hljóðandi til- lögu: Fundurinn telur þingrofið í dag sem gefa verður ráðherranum ein- nm, en ekki konungi vorum sök á, alvarlega vítavert og ganga í berhögg við allar þingræðisreglur. Fyrir þetta athæfi og öll önnur afglöp stjórnarinnar, sem hjer yrði of langt mál upp að telja, lýsir fundurinn yfir fylsta vantrausti á henni, og skorar á hana að leggja niður völdin þegar. Austfirðingar mótmæla. Seyðisfirði, 15. mars. Fjölmennur fundur Sjálfstæðis- fjelaganna var haklinn hjer í gær- kviildi. Samþykt voru þar ákveð- in mótmæli gegri gerræði forsætis- ráðherra, þar sem hann, í skjóli konungsvaldsins stofnar til þing- )-ofs áður en fjárlög eru afgreidd. Samþykt var ennfremur, að boða til almenns borgarafundar í kvöld. Samskonar mótmælafund- ir verða haldnir víðsvegar á Aust- fjörðum. Sjálfstæðismenn á Eskifirði heimta framhald þingstarfa Eskifirði, 15. mars. Fjölmennur sjálfstæðisfundur á Eskifirði 14. þ. m. samþ. tillögu þess efnis: «• Fundurinn mótmæíir þeirrí ó- hæfu, að landsstjórnin noti koá- ungsValdið, til þess að taka lög- kgt umboð af fulltrúum þjóðar- innar, sem sæti eiga. á Alþingi á meðan fjárlög og svo að segja ')!1 nýinæli sem fram hafa komiö á ]>inginu eru óafgreidd. Sjálfstæðismenn á Eyrar- bakka heimta stjórnarskifti. Eyrarbakka 15. mars. Fjölmennur fundur yngri og eldri Sjálfstæðismanna hófst kl. 6 í dag, samþykt í einu hljóði eftir- farandi tillaga: Fundur Sjálfstæðismanna á Eyr arbakka lýsir megnu vantrausti á landsstjórninni og mótmælir harð- ’ega því endemis gerræði hennar, að láta konung rjúfa þing, undir núverandi kringumstæðum. Jafn < framt skorar fundurinn á meiri hluta hins rofna þings, að lmna ekki sókninni, fyr en núverandi stjórn er velt úr völdum. LýðvelðiA á Spáni. Lýðveldið á Spáni. Madrid, 15. apríl. United Press. FB. Lýðveldisstjórnin hefir skip- að svo fyrir, að handtaka skuli Berenguerbræðurna, Damasco og Federico. Alfonso lagði af stað í gær til Cartagena í bifreið. Fer hann þaðan á herskipi. Romanones hefir tilkynt, að Alfonso hafi skilið eftir kveðju til þjóðarinnar og verði hún birt á morgun. Federico Berenguer, hershöfð ingi í Madridhjeraði, hefir’neit að að láta yfirherstjórina þar í hendur annara. — Sanjurojo hershöfðingi hefir verið falið að reyna að koma því til leiðar án blóðsúthellinga, að Beren- guer láti af völdunum. Síðar: Mikil fagnaðarlseti voru hvarvetna í borgum Spán- ar, þegar kunnugt varð um valdaafsal konungs og stofnun lýðveldisins. Mælt er, að Al- fonso hafi látið þau orð um mælt, að hann vildi ekki taka á sig ábyrgðina af því, að þver- skallast við þjóðarviljanum. Þess vegna geti að eins gott af því leitt, að hann fari úr landi. — Konungur mun hafa afsalað völdum fyrir sig og afkomend- ur sína. Hinsvegar kvað stjórn- in hafa ábyrgst líf og eignir Al- fonso og fjölskyldu hans. Alfonso lagði af stað á her- skipi kl. 4.45 f. h. á hraðskreiðu beitiskipi. Drotningin og börn hennar fara í dag, miðvikudag. á járnbrautarlest til Frakklands en þaðan til Englands, þar sem fjölskyldan sest að. Barcelona, 15. apríl- United Press. FB- Skæriur hafa orðið í Barce- iona, en herliðið bar sigur úr býtum. 1 Malaga kveiktu lý®' veldissinnar í byggingu, sen* blaðið La Union Mercantine ir aðsetur í. Einnig í nokkrum verslunarhúsum. Alt með kyrr- um kjörum í landinu, nem» Malaga og Lissabon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.