Morgunblaðið - 08.05.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1931, Blaðsíða 3
s ÍnmmuuniitHniimiiuniiuniiiimiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiim == JUorgtmkUHi EE Útget.: H.í. Arvakur, Keykjavlk §j íiltsUðrar: Jðn KJartanaaon. ValtJ'r Stefknason. Kltatjörn og afgreiðala: Austurstrœti 8. — Slml 600. = Auglýaingastjðri: B. Hafberg. = Auglýaingaskrifatofa. Austurstrœti 17. — SUni 700. = Haimasimar: Jðn kjartanason nr. 74*. Valtýr Stefánsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. Áskrlfta gjald: lnnanlands kr. 2.00 a mánuði = Utanlands kr. 2.60 á mánufti. = t Inusasölu 10 aura elntaklls || 20 aura meft l^eshðk = uiHBnrninnmmmmmmimimmmmimiminmumiiiiÍ flbrenbergsflugið. Khöfn, 7. maí. United Press. PB. Pregn frá Angmagsalik hermir að Ahrenberg hafi flogið á mið- vikudag til bækístöðvar Watkins. Með honum flaug Cozens flugmað- ur. Prá bækistöð Watkins fljúga })eir og gera tilraun til að finna vernstað Courtaulds. f’rægur flugmaður ferst. Capetown, 6. maí. United Press. PB. Glen Kidston flugforingi, breski kuðmaðurinn og flugmaðurinn, er •setti met í fluti frá Englandi til Suður-Afríku, heið bana fyrir sköramu. Flugvjel hans hrapaði til jarðar nálægt Natal. Annað flugslys. London, 6. maí. United Press. PB. Fregn frá Parmborough Hamp- shiie hermir, að Waghorn fluglaut- inant, vinnandi ,Schneider Trophy' fyrir 1929, hafi hlotið alvarleg meiðsl, er flugvjel lians hrapaði til jarðar. Bannið í Finnlandi og áskoran kvenþ j óðarinnar um afnám þess. Helsingfors, 6. maí. United Press. PB. Áskorun um afnám bannlag- anna, sem eitt hundrað fimtíu og átta þúsund konur hafa skrifað undir, hefir verið afhent Svinhuf- vud forseta, sem kvað svo að orði, að það væri ekki hægt annað en taka tillit til ávarps þessa, þeg- ar til þess kæmi að ráðið yrði ■fram úr banndeilunni til fulinustú. Frá Spáni. Madrid, 5. maí. IJnited Press. FB. Talið er víst, að Zamora verði ú kjöri í þingkosningunum, í borg- inni Jaca, sem fræg er orðin á síðari tímum. Aukakosning í Englandi. London, 7. maí. United Press. PB. Aukakosning hefir fram farið í Scarborough, vegna þess að Her- fcert kapteinn (íhaldsþingm.) sagði af sjer þingmensku vegna heilsu- Iirests. H. P. Latham (íhaldsmað- úr) bar sigur úr býtum. Hlaut haun 21.618 atkvæði, en frambjóð- andi frjálsljmdra lú.429 atkvæði. ' Aðrir voru ekki í kjöri. Aðal- deilumálin í kosningunni voru skattmálin og innflutningur mat- vffilategunda. ' MORtílíNBLAÐIÐ Þingroflð irá ýmsnm taiiðnm. Eftir Jón Þorláksson. 4. Þingræðisbrotm. Það má fara nærri um það, að stjórnarathöfn, sem brýtur svo frekl ega þau ákvæði stjórnar- skrárinnar, sem sett eru sjerstak- lega til verndar sjálfri tilveru Alþingis og starfsfriöi þess, sem sýnt var í næsta kafla á undan, hún fcr ekki aðeins í bága við allar þingræðisreglnr, heldur er liún algerð afneitun þingræðisins. Rökin fyrir þessu hafa áður verið tilgreind. Samt eru einstakar hlið- ar á þessu, sem gagnlegt er að athuga nánar. Lögmál þingræðisins er óskráð og að mestu leyti bygt á venjum, sem eru nokkuð mismunandi. Ein venja hefir myndast á Norðurlönd- um, Önnur nokkuð frábrugðin á Englandi, og enn önnur á Frakk- landi. Mismunurinn í þessum venj- um er aðallega um það, hversu stranglega þess skuli gætt, að ráðuneytið sje í samræmi við meiri hluta hinnar þjöðkjömu löggjaf- arsamkundu. f Prakklandi heimt- ar þingræðisvenjan stjórnarskifti ef stjórnin verður í minni hluta við hina lítilfjörlegustu atkvæða- greiðslu í þinginu, t. d. um breyt- ingart-illögu við lagafrv., eða um það, hvenær mál skuli tekið á dag- skrá. Þess vegna eru stjórnárskifti þar svo afar tíð. Á Englandi eru kröfurnar að minsta kösti nú orð- ið, talsvert vægari. Stjórnin má ekki verða undir í atkvæðagreiðslu um neitt svo mikilvægt atriði í löggjöfinni, að hún sjálf telji rjett að skoða það sem stefnumál, eða að gera það að kapþsmáli. Á Norð- úrlöndúm eru krÖfurnar enn einu stigi lægri, en þar er þó lágimarks- krafa þmgræðisvénjunnar nm þetta atriði sú, að ráðuneyiáð hafi ekki meifri hluta þingsins beinlínis andstæðan sjer, og til stjórnar- myndunar er ávalt krafist fylgis og hlutleysis frá meiri hluta þjóð- þingsins. Með þessu er ákveðin afstaða ráðuneytisins gagnvart þinginu.. í annan stað heimtar þingræðis- venjan það, að konungur fari í öllu eftir tillögum þess ráðuneytis, sem stendur á þingræðisgrund- velli, þ. ie. hefir traust meiri lilut- ans í þinginu. Ekki svo að skilja, að konungurinn þurfi að vera skoðanalaus og viíjalaus afgreiðslu vjel fyrir þetta ráðuneyti. Hann hefir rjett til að ráðgast við ráð- herra sína, rjett til þess að halda fram sínum skoðunum, láta þær í Ijós í ríkisráðinu eða utan þess. En úrslit hvers máls eru á valdi hlutaðeigandi ráðherra, sem á- byrgðina ber. Með þessu er í aðal- atriðunum mörkuð afstaða ráðu- neytisins gagnvart konungi. Á þessari afstöðu verður nú þreyting, þegar svo ber við, að ráðuneytið missir þingræðisgrund- völl sinn, kemst í minni hluta við kosningar eða missir stuðning eða hlutleysi að meiri hlnta í þinginu. Þá kemur til kasta konungs sjálfs að framkvæma ákvæði 11. greinar stjórnarskrárinnar ,sem segir: „Konungur skipar ráðherra og veitir þeim lausn.“ Auðvitað framkvæmir konungur ekki stjómarskifti á sína ábyrgð, heldur á ábýrgð fráfarandi eða viðtakandi ráðuneytis, eða beggja. Þingræðisreglan leggur þá skyldu á konung sjálfan, að sjá um að ráðuneyti hans sje jafnan í samræmi við þingræðisreglur. Og venjan gefur konungi rjett til þess að ráðgast við forystumenn þing- flokkanna eða fyrirsvarsmenn þingsins (forsetana) hvenær sem hann hefir gilda ástæðu til að ætla að brostinn sje þingræðis- grundvöllurinn undan ráðuneyti hans. Alveg sömu skyldu og rjett hafa í þessu efni forsetamir í lýð- veldinu, er búa við þingræðistil- högun. Skylda ráðuneytis, sem misst befir þingræðisgrundvöllinn, er hins vegar sú, að gera konungi grein fyrir því, að svo sje komið. Nú byrjaði forsætisráðherrann tilkynningar sínar til konungs með því, að ráðuneytið væri komið í minni hluta í þinginu, og að van- trauststillaga væri fram komin og yrði fyrirsjáanlega samþ., með öðr um orðum, að þingræðisgrundvöll- ur ráðuneýtisins væri brostinn og burtnuminn. Slík tilkynning nægði til þess að konungi eða forseta í þingræðislandi var skylt að grennslast eftir J>ví hjá forsetum JJngsins eða forystumönnum and- stöðuflokkanna, hverjar leiðir þeir teldu vera til þess að koma þing- ræðistilhögun á stjóm landsins. En það verðnr ekki s^feð að nein slík eftirgrenslan hafi verið gerð af konungs hálfu að þessu sinni. Að vísu sendi konungsritari fyrir- spurn til forseta sameinaðs þings þegar vantrauststillagan var fram komin, um það, hverjir væru for- menn þingflokkanna, og svaraði forsetinn þeirri fyrirspurn. Önnur eftirgrenslan vita m'enn eigi að fram hafi farið. Hvernig stendur nú á því að þessi skylda konungs var ekki rækt? Ástæðan er alveg augljós, og jeg hefi beinlínis fengið vitneskju um hana. Hún er sú, að konungs- ritari skildi símfrjettir frá Tryggva Þórhallssyni nm þetta þannig, að andstöðuflokkamir gætu ekki á neinn hátt myndað stjórn. Hinsvegar skal jeg að svo stöddu ekki beinlínis staðhæfa að Tr. Þ. hafi símað þetta. alveg þann- ig. Hafi hann gert það, þá er það glæpsamlegt- athæfi út af fyrir sig, að gefa konungi ranga skýrslu. Þetta upplýsist auðvitað síðar. En hitt átti Tronungsritari að vita, án þess nokkur segði hon- um það, að forystumenn andstöðu- flokkanna höfðu ekki sierstaklega valið sjer Tr.yggva Þórhallsson að trúnaðarmanni um fvrirætlanir sínar eftir að vantrauststillaga yrði samþykt, og var því í meira lagi bamalegt af lionum að byggja á frásögn Tr. Þórh. um þetta svo mjög, að óþarft væri að spyrja rjetta hlutaðeigendur. í þessu sambandi er rjett að skýra frá því, að samkomulag var fyrir frarn fengið meðal and- stöðuflokkanna. um það, hvernig benda skyldi konungi á leið til myndunar þingræðisstjórnar, þeg- ar vantrauststillaga væri samþykt. En þær ráðagerðir voru Tryggva Þórhallssyni ókunnar, og ekki var honum heldur kunnugt um at- kvæðamagn það, sem standa myndi í þinginu að myndun nýrrar stjórnar með beinum stuðningi eða hlutleysi. Þegar Island fekk fullveldisvið- urkenninguna 1918, og þar með nýja skipun á æðstu stjórn lands- ins að forminu til, var mönnum það ljóst, að fjarlægð og ókunnug- leiki konungs gat valdið vand- kvæðum, sem önnur ríki hafa ekkert af að segja. Til þess að reyna að sneiða hjá þessum vand- kvæðum var það ráð tekið, að konungi var fengiun sjerstakur einkaritari fyrir íslensk mál, sem jafnframt átti þá að vera túlknr, að því leyti sem íslenskukunnáttu konungs kynni að vera áfátt. Var yalinn til þessa íslenskur lögfræð- ingur, vel mienntaður að öllu leyti. Hafi menn gert sjer von um að þessi tilhögun mundi reynast full- næ^andi, þá hefir þingrofið skor- ið iir til fullnustu, að svo er ekki. Konungsritari er í sömu fjarlægð og konungur, ókunnugleiki hans á málefnaviðhorfi í Reykjavík get- ur orðið alveg eins mikill og ó- kunnugleiki konungs. Hann lifir í dönsku andrúmslofti, ósjálfrátt innrætist honnm smám saman danskur hngsunarháttnr, og þeg- ar árekstur verður milli danskra og íslenskra skoðana, þá frjettir liann máske ekkert um hinar ís- lensku skoðanir fyr >en eftir dúk og disk. Þar að auki er það auð- vitað stjómarfarslega ófullnægj- andi að þurfa að hafa ábyrgðar- lausan hirðmann sem millilið milli stjórnmálalífsins á íslandi og kon- ungs landsins. Danskur og íslenskur hugsunar- liáttur er að mörgu mjög ólíkur. Ef til vill er munurinn óvíða meiri en um afstöðu konungsvaldsins til }>ingvalds. Danir sættu sig við það tiltölulega möglunarlítið í nokkra áratugi um og íyrir alda- mótin, að konungur stjómaði land- inu alveg eftir geðþótta ráðuneyt- is, sem hafði aðeins síminlcandi minni hlut.a þjóðþingsins að baki, gaf út bráðabirgðafjárlög ár eftir ár og virti þingið á fjölda margau hátt að vettugi. Og nú á dögum ber þar mikið á lítilsvirðingu fyrir þinginu meðal almennings. Aftur er konungur mjög þjóðlegur og hann og ætt hans nýtur hinna mestu vinsælda og virðingar meðal almennings. Mönnum finst það alveg eðlilegt í Danmörku að kon- ungur hafi í fullu trje við þing- valdið, ef svo ber undir, menn eru svo alvanir því, og ættu Danir endilega annað hvort að missa, konung og konungsætt eða þingið og þingmennina, þá er mjer nær að halda að konungur yrði hlut- skarpari. Á íslandi er hugsunarhátturinn allur annar. Hjer er konungsvaldið erlent, fjarlægt, ókunnugt og saga landsins full af frásögnurn um baráttu milli þjóðarinnar og þessa valds. Aftur á móti er Alþingi sá helgidómur sjálfsforræðis þjóðar- innar, sem með tilveru sinni tengir saman fornöld og nútíð. Ávallt var Alþingi fyrst og fremst í fyrirsvari fyrir þjóðina gegn er- lendu konungsvaldi. Oft hafði hið erlenda vald látið Alþingi sypj- andi fara með málaleitanir m arinnar. En aldrei hafði það r*fið starfsfrið Alþingis, aldrei héitt valdinu til að liindra málfrelsi pg atkvæðagreiðslur á Alþingi Isiend- inga fyr en nú. Eins og íslenskur hugsunarháftt- ui á þessu sviði er ólíkur dönak- um, svo hefir og íslensk lögfraeði gengið sínar eigin götur alt jfrá fornöld, og átt um margt ekfci samleið mteð danskri lögfræði. ■— Ollum er kunnugt hve skoðanirn- ar um ríkisrjettindi íslands hafci orðið ólíkar lijá þeim samtíma kennurum í stjórnlagafræði yjí Háskóla íslands og Háskóía Da»- merkur, Einari Arnórssyni og Knud Berlin. Engan þarf að und*íi þótt skýringar þeirra og skilnrng- ur um rjettartakmörkin milli feon- ungsvalds og þingValds verði líka nokkuð mismunandi, þótt ákvæði stjórnlaganna sjeu svipuð. — Is- londingar munu aðhyllast þær Big- skýringar, sem eru í samræmi við íslenskan hugsunarhátt, þegar skilur milli þeirra og danskra lög- skýringa. Og þeir munu standh vörð um rjet.t hins 1000 ára ganála Alþingis. Einn íslendingur hefir þó gewd viðskila við þjóð sína um þetla. I nýlegum útvarpsumræðum jó* Jónas Jónsson skammaryrðum yfir Einar Arnórsson fyrir það, að hann flytur íslenskar skoðanir úm þetta, en eklti danskar, fyrir nem- endur sína við Háskólann. Jónas Jónsson sagði meðal annars að þetta væri til skammar fyrir 3á- skóla íslands. Með þessum um- mælum bakaði J. J. sjer enn á ný fyrirlitningu allra þeirra íslenð- inga af öllum flokkum, sem vita það, að öll sjálfstæðisbarátta vor hefir verið háð fyrst og frem&t undir merkjum íslenskrar lögfræði og íslenskra lögskýringa, í beinúi andstöðu við danska lögfræði og danskar lögskýringar, og að í þesB- ari baráttu stendur Einar Arnów- son prófessor enn þá í fylkingar- brjósti Islendinga. DaybOfl. I. 0. 0. F. — H3588V2. Veðirið (fimtudagskvöld kl. 5J: Hægviðri um alt land nema v® S-ströndina er A-strekkingur. -— Bjartviðri á N og V-landi en þjfei loft A-lands og þó yfirleitt úr- komulaust. Hitinn er aðeins 1—U st. á NA-landi og A-fjörðum, en 5—8 st. í öðrum landshlutum. Loft þrýsting er stöðugt há fyrir norð an land en lág fyrir sunnan. Lítur ekki út fyrir neinar breytingar ’á veðurlagi næsta sólarhring. Veðurutliit í Rvík í dag: Breyti- leg átt og bjartviðri. Ljettskýjað. Guðspekif jelagdð. — Reykjavik- urstókan, sameiginlegur fundqr með Septímn kl. 8y2 síðd., 8. þ. w. Efni: Lótusdagur. Lyra fór hjeðan í gærkvöldi. Meðal farþega var Vilhjálmwr Finsen ritstjóri. Jónas Sveinsson læknir. I frá- sögninni í gær um heimilisfang hans slæddist prentvilla. Wien XXTTI í staðinn fvrir Wien XVHI. Þetta era vinir hans og kunningjj- ar, sem vilja skrifa honum beðrtir að athuga. ,,TTeimdaUur“, hlað ungra Sjálf- stæðismanna, kemnr út í dag. Vetð ur það sent til kanpenda með pósti, og selt á götum bæjarnis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.