Morgunblaðið - 08.05.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1931, Blaðsíða 5
Pöstudaginn 8. maí 1931. J|lt®rgt»íttMa0it> óðins leiðangurlnn Hvers vegna mistókst iiann? Niðurl. í fyrri hluta greinar þessarar er frá því skýrt hvaða tildrög voru til þess, að Óðinn fór hinn um- rædda leiðangur með Vieiðibjöll- una vestur að Grænlandi, hvemig farið var af stað, að sumu leyti í óþökk kapt. Raynors, hvernig er- indið vestur reyndist alt annað er tií kom, en ætlað var í uppkafi — að flytja hundamat í stað þess að bjarga mannslífum, og hvemig móttökurnar vora hjá hinum ensku leiðangursmönnum, sem að vísu vildu þiggja aðstoðina við loft- flutninginn á hundamatnum, en sem tóku það skýrt fram, að for- stöðunefnd leiðangursins vissi ekk ert um þetta ferðalag Óðins og fyrirhugað flug Veiðibjöllunnar, og fyrirhugað flugferðalag færi dr. Alexander Jóhannesson full- komlega á eigin ábyrgð. í sporum Alexanders Jóhannes- sonar hefðu flestír menn að lík- indum verið snúnir við, áður en hann tók þá ákvörðun. Mótor flug vjelarinnar hefði ekki þurft að bila til þess að sú ákvörðun væri tekin, eða bensín það, sem tekið hafði verið f för þessa hefði ekki þurft að reynast óhentugt fyrir hreyfil Veiðibjöllunnar, eins og frá honum var gengið. En það er ekki fyr en flug- maður og vjelaverkstjóri skýra dr. A. J. frá því, að ómögulegt sje að fljúga, að hann tekur þá ákvörðun að snúa við. Astæðurnar fyrir aftursnúningn um urðu því tvöfaldar, og báðar jafnfullgildar, erindisleysan -og ó- lag hreyfilsins. Meðan menn vissu ekki hina fyrri ástæðu, hneigðust margir að þeirri, að draga gildi hinn- ar síðaftöldu ástæðu í efa. Hingað til bæjarins barst sú fregn frá Óðni, að þegar Veiði- bjallan var snúin við, þá hafi vjelamenn þeir sem voru með Oðni, boðist til þess að koma hreyflinum í lag, svo bensín það, sem tekið hafði verið í förina, yrði nothæft. Bn „Alexander neitaði“ — stóð í fregninni. Hann neitaði því að leggja út í meiri liættu — á eigin ábyrgð, neitaði að halda Óðni lengur í ísn- um -— meitaði að halda áfram ferð inni, vegna þess að flugmaður og vjelaverkstjóri töldu framhálds- flng vera óráð. í skýrslu Schweikowski vjela verstjóra segir m. a.: Bensín og flughreyflar. Það er að vissu rjett, að vjela- mennirnir íslensku buðust til að gera við olíudæluna og að þetta' þurfti ekki að. taka nema tvo t'ma; en aðalatriðið í þessu máli er bensínið. Það er að vísu hægt að stilla hreyfilinn fyrir þetta bensín, er við notuðum, þannig. áð Snúningshraði hreyfilsins verði hinn sami og venjulega, en aðal- atriðið er, hver áhrif slíks bensíns verða á hreyfilinn. Til þess að geta sýnt fram á áhrif bensínteg- undar á hreyfil er nauðsynlegt að rannsaka slíkt með því að láta hreyfilinn snúast 20—25 tíma á fullum gangi og rannsaka síðan hluta lireyfilsins nákvæmlega á eftir, en þar eð slíkt hvorki er hægt á ísjaka við Grænland eða í Reykjavík, verðum við að taka eingöngu tillit til þess, hvern snún ingshraða hreyfillinn sýnir og að snúningshraðinn var í þessu tilfelli 100 snúningum lægri á mínútu en venjulega og var sönnun þess, að bensíntegund þessi var ekki hæf fvrir hreyfilinn. Sem dæmi þess, hve viðkvæmir flughreyflar eru, má geta þess, að Ahrenb&rg' fyrir tveim árum fann gaila á flughireyfli sínum, er hann ætlaði að fljúga frá Reykjavík til Grænlands, en varð að hætta við flugið og skifti að lokum um hreyf ,il og sendi hinn til baka til Þýska- lands og var hann rannsakaður þar og kom þá í ljós, að ekkert var að honum, en þrátt fyrir þetta liafði hann hætt við flugið af .því að hreyfillinn snerist ekki á venju legan hátt, en ástæðan til þessa hlýtur að hafa verið sú, að bensín- itegundin hafi ekki verið rjett. I þetta sinn tókum við Shell-ben- sín með til Grænlands, en ekki 13. P.-bensín, af því að Shell- bensíniðver á smádunkum, en hitt í stórum tunnum og því miklu liandhægara að fara með smá- dunkana, en við höfðum ekki á- stæðu til að ætla að Shell-bensín- ið væri ekki jafnhentugt og B. P. bensínið. Áður en farið var til Grænlands, höfðum við notað þetta bensín, en aldrei hreint, held ur blandað með B. P., en slíkt var frekar tilviljun, því að úti á landi, á ísafirði og Akureyri, liöfum við eingöngu haft B. P. bensín og hef- ir því verið bætt á hitt, og þar af kiðandi aldrei verið flogið með tómu bensíni frá Shell hingað til, því að altaf hefir verið töluvert B. P. bensín í geymunum. Er jeg varð þess var, að snúningshraðinn var 100 snúningum færri á mínútu, skýrði jeg formanni flugfjelagsins frá, .að ekki væri tiltökumál að ætla sjer að hefja sig til flugs með íullhlaðna vjel á Lemonstöðinni og fljúga ])aðau upp á jökla.; auk þess var mjög vafasamt, að hreyf- illinn hefði yfinrleitt gengið, þegar svo var komið. Vatnagörðum við Reykjavík. 4. maí 1931. W. Schweikowski, verkstjóri Plugfjelagsins. Til þess að garíga úr skugga um við cfnagreiningu, að mismunur væri 'á bensíntegundunum, voru þe-ssar tvær tegundir efnagreindar, er hingað ltom. Voru tegundirnar yrst nákvæmlega efnagreindar, n síðar fór fram lokaathugun, og dtir henni gaf Tr. ólafsson eftir- úirandi skýrslu: l Reykjavík, 5. maí 1931. Plugfjelag íslands, Reykjavík. Efnarannsóknastofan hefir nú lokið við nánari athugun á flug- vjelabensíni því, sem þjer senduð til rannsóknar í gær. í Shellben- síninu reyndist vera ca. 49'% af þensóli, en í B. P.-bensíni ca. 55%. Tilgáta sú, sem kemur fram í fyrri skýrslu Rannsóknarstöfunn- ai', um það, að mismunandi ben- sóltegundir kynnu að hafa verið notaðar, virðist að fullu staðfest af efnagr'einingunni. Munurinn er sá, að mestur hlutinn af B. P.- Iiensíninu hefir haft suðumark undir 100°'C., en af Shellbensólinu liefir sennilega meiri hlutinn soðíð Tyrir ofan 100° C. Efnarannsóknastofa ríkisins. Trausti Ólafsson. SOludrenair óskast á morRun kl. 6 í Varð- árhúsið til að selja blaðið Heimdall. Nú líefðu inenn getað litið svo á, að Sliellbensínið væri í sjálfu sjer lakara fyrir flugvjelar en B. P. bensínið. En svo er ekki, eftir því sem sjerfræðingar Flugfje- lagsins segja. Til þess að taka af allan efa í því efni, hefir dr. A. J. gefið eftirfarandi yfirlýsingu I Yfirlýsing. Samkvæmt ósk H.f. „Shell“ á íslandi skal eftirfarandi tekið fram: „Shell“ flugbensínið er að áliti verkstjóra Flugfjelagsins hr. Sehweikowski í fylsta máta not- liæft fyrir flugvjelar flugfjelags- ins, en þó með annari stillingu á hreyflum vjelanna, hingað til hafa þeir verið stiltir fyrir aðra bensíntegund. En til þess að nota „Shell“ flugbensín, þarf aðrar bensínnálar, og hefir Plugfjelagið gert ráðstafanir til að fá nálar þessar hið fyrsta. Enda er það nauðsynlegt fyrir ýmsar bensín- tegundir að nota mismunandi ben- sínnálar í hreyflana. Plugfjelagið hefir fyrir nokkuru fest kaup á ca. 20000 lítrum af ,,Shell“ flugbensíni, og mun halda áfram að nota það á vjelar sínar ;í sumar. , Reykjavík, 6. maí 1931. Alexander Jóhannesson, formaður Plugfjelagsins. Niðurstaðan er því þessi. Bensín ið sem tekið var í förina er í sjálfu sjer gott. En starfsmenn Plugfje- lagsins höfðu ekki tekið það með í reikninginn,. að það var öðru vísi en bcnsínteg. eða bensínblanSa sú. sem áður hafði verið notuð í Veiði- bjölluna. Þetta flaug þeim ekki í hug fyrri ten í þeirri andrá, er þeir, svífándi yfir Grænlandsísnum, sáu það og fundu, að bensínið átti ekki við hreyfilinn eins .og frá honum var gengið. Það er fljótfærni, gáleysi, eða hvað menn vilja kalla það, að gæta þess ekki fyrri, áþreifanleg sönn- un enn um það, að farið hafði \ erið af stað í flaustri. Loftskeytatækin í Veiðibjöllunni. En út af vaðli þeim, sem Al- þýðublaðið birtir um þetta mál, og okki koma aðalatriðum málsins lifandi vitund við, skal þetta tek- ið fram nú. Tíðindamaður Alþýðublaðsins hefir spúnnið upp allmikla dálka fyllu um það, að ágreiningur hafi átt að eiga sjer stað milli leiðang- ursmanna, hvort loftskeýtatæki ættu að vera í flugvjelinni, er hún færi inn yfir Grænlandsjökul- inn, með farangur þann, sem þang- að átti að flytja. Eftirfarandi greinargerð hefir 'Mgbl. fengið frá Sig. Jóns- syni flugmanni um það nlál: Burðarmagn Veiðibjöllunar, þeg ar tekinn er með þungi flugvjelar- innar sjálfrar, er samkv. flugskír- tcini Junkersverksmiðjanna 2300 kg. alls. Þungi vjelarinnar sjálfrar, eins og hún var í þessari ferð, með járnböndum og auka-bensíngeymi 1750 kg. Það sem trygt var, samkv. vott- orði flugvjelaverksmiðjunnar að Veiðibjallan gæti flutt, mátti því samtals vera 550 kg. Ef nú loftskeytatæki hefðu átt að vera í flugvjelinni, og loft- skeytamaður, þá varð farmur Veiðibjöllunnar upp á jökulinn að vera þessi: Bensín til 5 t-íma flugs 400 kg. Flugmaður, vjelamaður ,loftskeyta maður ca. 240 kg. ]joftskeyt,,t.ækið 75 kg. Samtals ca. 715 kg. Og þá er enginn flutningur rtiknaður, en þunginn orðinn 165 kg. meiri en trygð er, að vjelin gæti borið. Éf éitthvað átti yfirleitt að flytja upp í jökulinn, gat það því ekki komið til mála, að í þeirri ferð yrði loftskeytamaður og loft- skeytatæki. Með greinargerð þessari liefir Sig. Jónsson flugmaður sannað, að .ummæli Alþýðublaðsins um flutn- ing lóftskeytatækjanna, eru alveg út í liött. Var það því fyrirsjáanlegt, sam kv. ofangreindri skýrslu flug- manns, að loftskeytatækin gátu ekki komið að notum. V. St. Stðlba óskast í ljetta vist til Akureyrar. Upplýsingar í síma 1220. Þegar þið kaupið blautsápu munið þá að biðja Um Hreins krystalsápu Hún fæst altaf ný tilbúin, úr bestu efnum, or' hennar góðu þvottaeigin- leikar eru löngu viðurkendir. tslensk sápa fyrir íslendinga. ftttræðisafmæli Rauðkðl, þnrkað. Pakkinn 75 anra. o//W/yP<3<3^ Dívanar og Dýnur af öllum gerðum. Enn fremur Divanteppi. Veggteppi. Alt með lægsta verði. Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Fyririiggjandi: 1. fl. spaðsaltað dilka- og sauða- kjöt í heilum og hálfum tunnug. Fryst nautakjöt. Rúllupylsur. Heimilasmjör. Enn fremur Smjör og ostar fíá Mjólkursamlaginu á Akureyri. Samband Islenskra samvinnnfielaga. Guðrúnar Jónsdóttur á Laugu- ■C’cg 13 er á morgun (laugar- dag). Hún er móðir hinna þjóð- ’:unnu manna Þorsteins skip- tjóra Eyfirðings, eins hins happasælasta fiskimanns, Jó- hanns Eyfirð ngs kaupmanna og þeirra systkina. — Gamla konan er enn ern í skapi og íjett í lund, og má hún það vel, þar sém hún hefir yfir svo fagr- an hóp afkomenda að líta. Vinur. HUÖÐFÆRI, grammofón ar, jazzáhöid til sölu — ENST REINH. V0IGT, i■*.nstil,IiCTien 906 (t»ýsk lani.) Ó ,pls n>y davcrðli ti ei nig yfii oryel 09 pi 110 5 msnna drossia til sölu. Verð 1500 kr. Upplýsingar í síma 1754.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.