Morgunblaðið - 08.05.1931, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1931, Blaðsíða 4
♦ * O RGUNBjLAÐIÐ Íítúlka óskast til PatreksfjarB- ar. Upplýsingar í Uarðastræti 9, uppi. (Hátt kaup). Kvemeiðhjól í góðu standi, til sölu á Öldugötu 30. Vaaodaður, nýr bamavagn til sölu á Lokastíg 14. Sími 2176. Trjáplöntur og fjölærar blóm- jurtir. Sanngjarnt verð. Einar Helgason. Sími 72. Blómaversluin Gleym-mjer-ei. — Allskonar blóm ávalt fyrirliggj- andi. Sjómenn, verkameim. Doppur, buxur, allar stærðir, afar ódýrar, t. d. ágætar slitbuxur, 10 kr. parið. Afgr. Álafoss, Laugaveg 44. Trjáplönitur. Hefi fengið frá norskum og jótskum trjáræktar- slöðvum, plöntur af reyni, birki, etri, síbirisku ertutrje, rauðberj- um, sólberjum, fura, greni, læ- virkjatrje, rósum o. fl. Plöntumar verða seldar hjá Búnaðarfjelaginu í dag kl. 4 —8 og á morgun kl. L—8 síðd. Sími 2151. Ingimar Sig- urðsson . Vantar íbúð 14. maí 2 til 3 her- hergi og eldhús, helst sem næst öðinstorgi. Upplýsingar í síma 1119 eða Skóbúðinni við Óðinstorg. Nýkomáð stórt og fjölbreytt úr- val af blómstrandi blómum í pott- um. Blómaverslunin, Amtmanns- stíg 5. Svartfugl, rauðmagi og reyktur fískur, fæst nú daglega í Nýju fiskbúðinni og austast á fisksölú- tðrginu. Sími 1127. Kaupið Morgunblaðið. > G.s. Island ler þriðjudaginn 12. þ. m. kl. 6 sdðd. til ísafjarðar, Siglufjarðar Og Akureyrar. Þaðan sömu' leið fil baka. Þeir, sem tryggt hafa sjeir far- miða eru beðnir að sækja þá á morgun (laugardag) og ekki síð- ar en á hádegi á mánudag; ann- ars seldir öðrum. Pylgibrjef yfir vörur komi á mánudag. kemur við á Seyðisfirði í næatu ferð sinni til Leith. C. Zimsen. eftir kl. 6 í kvöld. f blaðinu verða margar kjarnyrtar greinar um stjórnmálaástandið í landinu og þingrofið. f. R. biður meðlimi sína að at- huga auglýsingu um tennis í blað- inu í dag. „Jeg vildi fylgjast sem aJlra best með“. Frjettaritari Alþýðublaðs- ins í Óðinsleiðangrinum lýsir því í blaðinu í gær, að þá er „merki- legasta augnablik fararinnar“ var að renna upp, hefði hann viljað „fylgjast sem alla best með“ og þess vegna farið að sofa. Verðlag í Reykjavík. Samkvæmt Hagtíðindum hefir orðið dálítil hækkun á einstaka vörum í mars- mánuði, en aðrar vörur hafa þá lækkað að sama skapi svo að verð- lagið hefir hjer um bil haldist ó- breytt þann mánuð. Útflutningurimi. Verðmæti út- flutningsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefir verið svipað og í fyrra, eða um 10% miljón króna. Munið að skila bókum á Lands- bókasafnið. Landsbókasafnið. Ritaukaskrá þess fyrir árið 1930 er komin út. Er það 8 arka bók þjettprentuð. Á árinu hefir safnið eignast 3555 bindi af prentuðum bókum, þar á meðal hið merka Grænlandssafn Einárs Benediktssonar (965 bindi), er Alþingi keypti handa safninu. 1213 bindi hefir safnið fpngið ó- keypis á árinu (auk skylduein- taka) og hefir stærsti gefandinn verið Ejnar Munksgaard í Kaup- mannahöfn. — Handritasafninu liefir á árinu aukist um 34 bindi, auk handritasafns Sighvats Gríms- sonar Borgfirðings (177 bindi), svo nú er að fullu skilað. — Auk þessa sem nú er talið fekk safnið til varðveitslu og afnota hið ágæta bókasafn (rúmlega 1000 bindi), er sænska ríkisþingið gaf Alþingi í sumar á 1000 ára hátíð þess. Hefir þetta sænska safn fengið sjerstakt herbergi og eru bækur úr því ljeð- ar á lestrarsal, en alls ekki út í bæ. — Danska stjórnin gaf og Landsbókasafninu ljósprentaða út- gáfu af Flateyjarbók, svo sem kunnugt er. — Ennfremur hefir Axel V. Tulinius forstjóri K.jóvá- tryggingarfjelagsins gefið safninu dýrmæta gjöf. Er það ljósprentað eintak af Jónsbókarhandriti, sem geymt er í Konungsbókhlöðunni í Ktokkhólmi, ritað af Tndriða Jóns- syni á Eymu í Selvogi 1610 og skrevtt merkilegum mvndum. Hjónaband. 1 gær voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni, Guðm. Gíslason kenn- a’ri við Laugarvatnsskóla og Hlíf Böðvarsdóttir frá Laugarvatni. Að af lokinni h.jónavígslu lögðu brúð- hjónin af stað austur að Laugar- vatni, þar sem heimili þeirra verð- ur. — Adólf Guðmtmdsson loftskeyta- maður hefir verið viðurkendur dómtúlkur og skjalþýðandi úr frönsku máli og á. Til að semja nm bætur fyrir skemdirnar á Grófargarðinum fóru þeir í gær áleiðis til Hafnar, Þór- arinn Kristjánsson hafnarstjóri og Valgeir Björnsson bæjarverk- fræðingur. Mælingamemn herforingjaráðsins eru væntanlegir hingað seint í þessum mánuði. í sumar verður gerður uppdráttur af Suður-Þing- eyjarsýslu. Trúlofun sína opinberuðn ný- Iega ungfrú Bertha Tang og Helgi H. Zoega fiskkaupmaður. Hjálpræðisherinn. Foringjabrúð- kaup í kvöld kl. 8. Kapteinn Laura Larsen og kapteinn Axel Olsen verða sameinuð undir fána Hjálp- ræðishersins af stabskaptein Árna M. Jóhannessyni. Foringjar Hjálp- ræðishersins frá öllum flökkum vorum og heimilum á íslandi og Færeyjum taka þátt í samkom- unni. Inngangur 50 aurar. Fundur í kvennadeild verslun- armannafjelagsins Merkúr verður kl. 9 í Iðnó, uppi, í kvöld. ísland fór frá Kaupmannahöfn í gær. Botnía fór frá Leith kl. 5 síðd. í gær. Morgunbleðið er 6 siður í dag. Tilkynningaír frá B. f. S. A. Þeir skátar, sem ætla sjer að taka þátt í sænska skátamótinu í sumar, verða að hafa tilkynt B. í. S. það skriflega eða með símskeyti fyrir 12. þ. m„ því áríðandi er, að geta sem fyrst hafið undirbiining ferð- arinnar, sem eflaust verður mjög skemtileg. — B. Fjöldi tilmæla hef ir stjórn B. í. S. borist frá erlend- um skátum um að koma á brjefa- skriftum, frímerkja- og skáta- myndaskiftum við íslenska skáta. Æskilegt væri, að íslenskir skátar, sem eitthvað kunna í ensku eða dönsku, vildu sinna þessu og það sem fyrst. Ritari B. f. S. gefur all- ar nánari upplýsingar. Utaná- skrift: Pósthólf 831, Reykjavík. (FB). Landsleikmót verður háð í Reykjavík 21. júní og hefst 17. júní n.k. Það eru Ármann, 1, R. og K. R„ sem halda mótið sam- eiginlega. (FB.). fslandsglíman verður háð í Rvík 21. júní n.k. Umsóknir skulu send- ar til Glímufjelagsins Ármann, R- vík. Handhafi glímubeltisins er Sigurður Thorarensen (Á.). Einnig verður kept um Stefnuhornið. — Handhafi Þorsteinn Kristjánsson Á). (FB.). Barniileiksýningar. Hliní Kóngsson. Æf- intýraleikur í 5 þátt- um eftir Óskar Kjart- ansson. ,,Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu og karl og kerling í koti sínu“. Þannig byrjar æfintýrið u.y Hlina kónsson, eins og svo mörg önnur skemtileg æfin- týri og þjóðsögur, sem börn og unglingar frá alda öðli hafa haft mesta yndi af að heyra. Nú gefst börnum hjer í bL tækifæri til að heyra, og sjú þetta uppáhalds æfintýri á leiksviði. Höfundur leikritsins er ung- ur maður, tæplega tvítugur, er hefir áður samið æfintýraleik- rit t. d. ,,Þyrnirós“, sem var sýnd hjer í fyrra vetur og „Undraglerin“ sem sýnd voru i vetur og öllum þóttu svo undra skemtileg. Þessi leikrit báru þess Ijósan vott að vænta mætti góðs frá þessum höfundi í fram- tíðinni, enda mun sú raunin á verða, að *,,Hlini Kóngsson“ þyki ekki standa hinum að baki, og sýnir meiri þroska höf- undarins. Þeir sem standa fyrir leik- sýningu þessari hafa lagt mikla vinnu og fyrirhöfn í að koma henni af stað, að sjálfsögðu fá þeir svo góða aðsókn að það verði bæði þeim og höfundinum til margfaldrar gleði eigi síður en áhorfendunum, sem verða munu fagnaðarhrifnir að horfa á æfintýrið. X. X. Litli skamturinn á hverjum morgni ríður baggamumnn*. Sögðu hinir gömlu og óhraustu. Hafið þjer reynt að nota Kruschen Salt? Noti maður Kruschen Salt, er maður altaf fullhraustur. Kruschen Salt leysir og hreinsar óhreinu efnin úr blóðinu. Það held- ur meltingunni í góðu lagi og fjarlægir slím og óhrein- indi úr nýrum, lifur og öðrum líffærum. Það stuðlar því að heilbrigðri efnaskiftingu sem er sama. og heilbrigði og vellíðan. Kruschen Salt er selt í þessum lyfjabúðum: Reykjavíkur Apóteki. Lyfjabúðinni Iðunn. Ingólfs Apóteki og Apótekinu í Hafnarfirði. Islendingar l Danmðrku fyr og síðar, heitir nýútkomin bók eftir dr. Jón Helgason biskup, gefiit út af íslandsdeild D. í. F. Fjelagsmenn fá bókina ókeypis og nýif' fjelagar, ef þeir snúa sjer til afgr. fjelagsins á Hverfisgötu 40 <tg greiða ársgjaldið. Bókin er 252 síður með 148 mannamyndum. —- Bók- in fæst í bókaverslunum og kostar kr. 10.00. Agenteir ledig for atttrre norsk Rep«l»gerl. Bill. mrk. »Fiskeliner« lil A. S. í. Fyrirligg jandi: Kjöt í 1/1 og 1/2 dósum. Kæfa í 1/1 og 1/2 dósum. Fiskíhollur í 1/1 og 1/2 dós. Sardínur. Ansjósur. Appetitsíld. Gaffalbitar. Eggert Kristjánssen Js Co«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.