Morgunblaðið - 24.05.1931, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.05.1931, Qupperneq 3
« MORGUNBLAÐIS ' JHIBHMIÍUHIlHimHUHmillllUIHHIIIIIIIIIlllllllllMlllllllftS^ Útgeí.: H.f. Árvakur, Heykjavlk g RUstjðrar: Jön KJartaneeon. Valtýr Stef&nuon. Rttctjörn og afgreitSsla: Austurstrætl 8. — SIsil B00. = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. = Aucrlýsingraskrlf stof a: Austurstrætl 17. — Slml 700. = Heimaslmar: Jön Kjartansson nr. 742. Valtýr Stef&nsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. • Áakrif tagjald: iBaanlands kr. 2.00 á mánuBl. = Utanlands kr. 2.50 á mánuBi. = f lausasðlu 10 aura elntakiB. 20 aura meB Lesbök. = uniHwnnmnmHuttimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiif Anna Borg keunir heim. Anua Borg kemur lieim í dag. Anna Borg? Fyrir ári síðan lítt ;J>ekt íslensk stúlka, í dag ung listakona á hraðri leið til frægðar. Fyrir ári vissú tiltölulega fá- ar urn fágætar listagáfur hennar Anna Borg sem Halla. •og. brennandi álmga fyrir leiklist- inni, en allir sem þektu hana voru •sannfærðir um þetta tvent, í dag ik.enmr hún heim sem sigurvegari, sem hlotið hefir viðurkenningu þúsmidanna fyrir glæsilegt afrek á sviðl leiklistarinnar. Unga stúlk : an íslenska hefir borið hróður Is- lands langt út fyrir landsteinana. Anna Borg kom heim í fyrra- • sumar um svipað leyti og þetta . að loknu reynsluári símx við kon- xraglega leilthúsið í Kaupmanna- höfn. Hafði hún þá um veturinn og veturinn áður leikið nokkur 'hlutverk hjá leikhúsinu og vakið á .sjer eftirtekt glöggsýnna list- ■ dómenda fyrir þau leikafrek. — Meðal þessara hlutverka var María ,í liinska einþáttungnum „Galge- manden". Páll Renuœert, hinn ifrægi danski leikari, ljek þar á mót'i hermi, og sýndu þau þáttinn víða um Norðurlönd, m. a. hjer 5 Reykjavík hjá Leikfjelaginu vorið 1929. Gafst þá tækifæri fyrir okkur Reykvíkinga og samborgara Onnu Borg að dæma um tækni þá og kunnáttu, sem hin unga leik kona hafði tileinkað sjer á náms árum sínum, undirstöðu þessa leik afreks vlssum við um eða gat að minsta kosti rent grun í hverjar væru: ríkulegir hæfileikar, óve- fengjanlega teknir í móðurarf. Hjerlendis rennir víst fæsta grun í, hvílík upphefð það er, þegar gamalt og viðurkent leikhús trúir ungri leikkonu fyrir aðal- hlutverki í stórkostlegu leikriti. 3*að jafngildir viðurkenningu sjer- fræðinga, og þegar leikkonan bregst ekki traustinu, þá jafngild- ir það einróma úrskurði um lista- mannsgildi svo sem frekast er jiægt að krefjast þar sem menn dæma um menn. Hvorttveggja varð þegar Anna Borg Ijek hlut- verk Margrjetar í hinu ódauðlega leikriti Goethes Faust. Jeg hefi sjeð marga dóma uin upprennandi listamenn, leikara og leikkonur, norræna og þýska, fáar undan- tekningar kann jeg að nefna þar sem dómarnir hafa verið skýlaus- ,ari í aðdáun sinni. Anna Borg bar ,uppi sorgarleikinn um Faust, og það er einna líklegast, að fyrsta stjórnarárs Adams Poulsens við konunglega leikhiisið muni lengst minst fyrir framkomu hinnar ís- lensku stúlku á þessu gamla og viðurkenda leiksviði. Jeg hefi orðið langorðari en til var ætlast í upphafi — en Anna Borg kemur mi ekki Iieim á liverj- um degi. Jeg vil bjóða hana vel- komna með línum þessum og færa henni þakklæt.i mitt, og vildi allra landsmanna, fyrir þá sæmd, sem hún hefir gert þjóð sinni. Anna Borg kemur heim — — hvenær getum við boðið lienni heim fyrir fult og alt, hvenær get- um við boðið henni fast starf á íslensku leiksviði? Láxus Sigurbjörnsson. Hannes Thorstelnson fyrv. bankastjóri. (F. 2, okt. 1863, d. 17. maí 1931), Sunnudaginn 17. þ .m. andaðist á heimili sínu hj'er í bænum fyrv. bankastjóri Hannes Thorsteinson, og skorti hann rúma fjcra mán- uði á 68 ára aldur, því að luran var fæddur 2. okt. 1863 í sarna liúsinu sem hann dvaldist í alla Hannes Thorsteinson. æfi sína, nema námsárin, sem hann var erlendis. Hefi jeg fyrir satt, að hann hafi aldrei á æfi sinni dvalist eina nótt undir öðru þaki hjer í bæ, enda leit hann til hinstu stundar á þetta æskuheim- ili sitt sem helgidóm, er sem minst mætti hagga við, og skylt væri að varðveita ósnortinn af óðagoti tímans og byltingagirni. Hann hafði að eðlisfari óbeit á allri o- þarfri tilbreytni. Og þannig varð þá líka allur æfiferill hans ærið tilbreytingalaus. Að afloknu námi (1892) gerðist hann aðstoðarmaður föður síns á landfógeta-skrifstofunni, en jafn- framt því starfi hafði hann (frá 1894) á hendi málaflutningsstörf við yfirdóminn, alt, þangað til Is- landsbanki var settur á stofn 1904. Þá gerðist hann bankaritari þar, og eftir lát Páls amtm. Briem, lögfræðilegur ráðunautur banka- stjórnarinnar. Frá áramótum 1920 varð hann einn af meðstjórmendum bankans, en hvarí frá því starfi eftir fjögur ár ,þegar það var gert að lögum, að ríkisstjórnin skipaði tvo af bankastjórunum. Upp frá því helgaði hann sig einka hagslífinu, en átti síðustu árin við heilsuleysi að' stríða, sem oft batt liann við rúmið vikum og mánuð- úm saman. Hann kvæntist aldrei. Hannes Thorsteinson var maður vel gefinn í mörgu tilliti. Hann var að vísu enginn námsmaðnr í uppvextinum og er mér nær að halda, að laganámið hafi aldrei tekið huga hans fanginn. En hann var engu að síður hygginn maður og athugull, og gæddur riæmri um- sýslunarmannsgáfu. Mikil sam- viskusemi og ákveðin rjettlætis- kend einkendi allan æfiferil hans. Þetta lýsti sjer ekki síst í mála- flutningi hans við yfirdóminn. Hann kastaði aldrei höndunum til iess starfs. Hann skoðaði gaum- gæfilega hvert mál, sem hann liafði til meðferðar, áður en hann tók jákvæða afstöðu til 'þess, og jeg hygg, að honum hafi alla tíð verið ógeðfelt að taka að sjer nokkurt mál, sem va.fi gat leikið á, hvort væri á rjettum rökum bygt. Með þessu ávann hann sjer fylsta traust þeirra, sem leituðu til hans. Hanu varð suemma kunn- ur að því að vera bæði heilráður og hollráður, enda hefir slíkt löngum verið vísasti vegurinn til mannhylli. Og hennar varð hann þá líka aðnjótandi af öllum, sem við hann áttn að skifta. Vin- margur maður varð hann aldrei og sóttist lítt eftir því, svo vina- vandnr sem hann var að eðlisfari, en trygð hans við þá, sem hann einu sinni hafði bundið vináttu við, brást aldrei. í margménni hafði hann sig lítt í frammi og mannfundi sótt hann sjaldan, en í fámennum vinahóp var liann bæði skemtinn og viðræðisgóður. Hann var alla æfi reglumaður í sjer- hverri grein og einstakt prúð- m.enni í framgöngu, hinn grand varasti til orða og verka og al úðlegasti í viðmóti við hvern, sem í hlut átti. I fám orðum: hann vildi ekki í neinu vamm sitt vita. Hann var frá æsku mjög söngv- inn, hafði mætur á sönglist og hljóðfæraslætti og ljek sjálfur á hljóðfæri á yngri árum. Einnig hafði hann næma listbejid og opið auga fyrir öllu fögru, 'hvort sem það heldur hirtist honum í verk- um mannanna eða úti í náttúr- unni. Hann liafði mikinn áhnga á garðyrkju og blómrækt., enda hafði jhann frá æsku alist upp við lif- andi áhuga á slíku lijá foreldrum sínum. „Landfógeta-garðinum' * yar lengi viðbrugðið hjer í bæ fyrir góða rækt og liirðingu, og varð þá líka fram eftir öllu feg- ursti bletturinn lijer í bæ, Hannes sál. ljet sjer þá og mjög ant um, ,að garðurinn gengi ekki úr sjer og var gaman að ganga með Iion- um um garðinn og fróðlegt. að heyra hann skýra frá reynslu sinni varðandi garðyrkjuna og blóm- ræktina. Hvem þátt liann átti í endumeisn „Garðyrkjufjelags ís- lands“, veit jeg ekki, en hann var forseti þess frá 1918 og bar hag þess og þrif einlæglega fyrir brjósti. Hestamannafjelagið Fáknr. Kappreiðar. Fyrstu kappreiðar fjelagsins á þessu ári verða háðar á skeiðvellinum við Elliðaárnar annan hvítasunnudag og hefjast klukkan 3 stundvíslega. Um 30 hestar keppa og meðal þeirra margir nýir gæðingar. Danspallur og veitingar á staðnum. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^ Therma straulðrn sem á stríðsárunum kostuðu 26 krónur, kosta nú 12 krónur. Sjaldgæft er, að það besta sje jafnframt ódýrast, en það ætlar þó að verða um Therma- jámin. Þau hafa altaf ómótmælanlega verið best, en jafnframt nokkuð dýrari en aðrar samhæri- legar gerðir. Nú eru þau, sakir óhemju mikillar framleiðslu orðin eins ódýr og miðlungs tegundir. Jnlíns Bjðrnsson, Austurstr. 12. Sími 837. ►oooooooooooooooooooooooooooooooooooo oooooooooooooooooooooooooooooooooooo En lengst mun geymast í með- vitund vandamanna og vina Hann- esar sál. Thorsteinson minningin um hinn yfirlætislausa og vandaða drengskaparmann, sem öllum, er honum kyntust., hlaut að verða lilýtt til. Mætti sú minning lifa lengi með oss hreín og björt, eftir að hann mi er frá oss horfinn að sýnilegum návistum. Dr. J. H. Dagb&k. oooooooooooooooooo JACOBS blandaðar kremkökur Veðrið (laugardagskvöld kl. 17). Hægviðri um alt land, víðast N eða A-átt. Því nær heiðskírt á öllú N- og V-landi, en uokkuð skýjað SA-lands. Hitinn er 5—7 st. á N- og A-landi, en 11—13 st. syðra. Loftþrýsting er stöðugt há yfir Islandi og norðurundan, en lág fyrir sunnau Bretlandseyjár. — Veðrabreytingar eru engar fyrir- sjáanlegar næstn dægur. Veðurútlit í Rvík á snnnudag: N-gola. Ljettskýjað. Knattspyrnukappleikur verður háður annað kvöld kl. 8y2 milli sjóliðanna á enska herskipinu „Harebell“ og knattspyrnufjelags- ins Víkingur. — Söludrengir að- göngumiða ei*u beðnir að koma til Agnars Kl. Jónssonar í Tjarn- argötu 22, kl. 1 á morgun. Kappreiðarnar við Elliðaár. — Hestamannafjelagið Fákur ætlar að lieyja kappreiðar á skeiðvell- inum annan hvítasunnudag. Ern ,þetta fyrstu kappreiðar fjelagsins, á árinn og er nú fult af snjöllum og góðum hestum. er keppa, og mun vart mega í milli sjá, hverjir sigrast myni. Teikningar Gagnfræðaskóla Reykvíkinga eru til sýnis í Iðn- W* fi- JACOB & C? U.° DUBUN. IRELAND eru h er sem annars stað- ar uppáhald allra hús- mæðra, sem vilja hafa verulega góðar kökur með kaffinu handa gestum sín- um og heimafólki. Jakobs kex og kökur fást i flestum búðum. oooooooooooooooooo skólanum (stofu D), yfir hátíðina. Knattspyrnumót 2. aldurflokks hefst á morgun kl. 2 á íþrótta- vellmum. Eru það drengir 15—18 ára. Kh 2—3 keppa K. R. og Vík- ingur og kl. 3—4 Fram og Valur. K. R. sigraði á þessu móti í fyrra. Mun verða mikið kapp í hinum keppinautunum að sigra á þessu móti og hafa fjelögin yfirleitt á- gæt-a menn í þessum flokki. Und- I anfarin ár hefir leikur þessara »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.