Morgunblaðið - 21.06.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1931, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kennara- þingið lieldur áfram í dag (sunnudag) í ISnó, uppi, kl. 5 síðdegis. iWkonii: Peysufatasilkið margeftirspurða', Möttlasilki og skinnkantur, Regn- Íkápur, Regnhlífar í miklu úrvali. V E R S L U N fiuðbi. Bergþðrsdðftur, Laugaveg 11. Freistið qæfnnnar! Kanpið þessa happdrættismlða! Fást hjá fjelagsmðnnnm og ýmsnm verslnnnm hæjarins. Úivarpið og jithöfundarnir. Ný „Molbúasaga“ frá Óstjórninni. Þegar útvarpið neit- ,aði Einari H. Kvaran um 50 krónur, en vísaði honum á að heimta peningana af Leikfjelaginu. f. S. I. Íslandsglíman verður háð á íþróttavellinum í dag (sunnudaginn 21. júní) klukkan 8V2 síðdegis. —» Keppt verður um Glímubelti í. S. I., handhafi Sigurður Thorarensen úr Ármann. —» Einnig verður keppt um Stefnuhornið, handhafi þess er Þorsteinn Kristjánsson úip Ármann. — Keppendur eru: ÁGÚST KRISTJÁNSSON (Á.), MARINO NORÐKVIST (K. R.), GEORG ÞORSTEINSSON (Á.), SIGURÐUR THORARENSEN (Á.), LÁRUS SALÓMONSSON (Á.), TÓMAS GUÐMUNDSSON (K.R.). Hver verður glímukóngur Islands næst?-Hver hlýtur sæmdarheitið glímu- snillingur Islands næst? ALLIR ÚT Á VÖLL! ■<--------->» ALLIR ÚT Á VÖLL! F. í. L F. 1. L. Aðalfundnr verður haldinn að Hótel Borg sunnudaginn 28. kl. 14. Fjelagar fjölmennið! Mætið Rjettstundis! STJÓRNIN. Samkv. dagskrá útvatpsins átti í dag að útvarpa leikriti E. H. Kvaran, Hallsteinn og Dóra. Til þess að hægt væri að utvarpa leikritinu varð að gera á því nokkrar breytingar. Leik endurnir þurftu að halda nokkr .ar æfingar til undirbúnings. Samið var við Leikfélagið um útvörpun þessa. Útvarpið .átti að greiða leikf'ólkinu sama kaup og það fær fyrir eitt ieikkvöld. Auk þess átti það að fá kaup fyrir eina æfingu. Æf- ingar voru byrjaðar. En þá fjekk leikstjóri að •vita, að ekkert gæti orðið úr •átvörpun þessari. Hvers vegna? Um það spurðist Mbl. fyrir á skrifstofu útvarpsins í gær. Símtal. Sá sem þetta ritar náði tali af Sig. Þórðarsyni, sem mun vera skrifstofustjóri útvarps- ins, og spurði hann hvernig á Því stæði að leikritinu yrði ekki útvarpað. Sig. Þórðarson: ,,Það náð- ist eícki samkomulag milli leik- •endanna og útvarpsins. — Hvernig liggur í því máli? — Þér verðið að spyrja for- mann útvarpsráðsins að því. — Er hann við? — Hann er austur á Lauga- ■vatni. — Er ekki hægt að hafa ±al af útvarpsstjóranum? — Hann er farinn norður í iand. — Hvenær er hann væntan- legur? — Um mánaðamótin. — Og hvar er hægt að ná tali af honum? Hvert fór hann. — Það er einkamál. Sá sem þetta ritar, bað þenn- an starfsmann útvarpsins að •endurtaka það, hvort hann teldi rjett að neita mönnum að fá að vita hvar útvarpsstjór- ánn væri, og gerði hann það með óstjórnarrembingi og hringdi símabjöllunni. Menn sem starfa undir stjórn JJndir-Jónasar kunna vitanlega ekki mannasiði. Morgunblaðið hringir til Laugavatns. En þá er Helgi Hjörvar farinn þaðan. Til hans náðist á Þingvöllum. En hann kvaðst vera málinu ókunnugur. Skrifstofustjórinn skrökvar. Næsta atriði í málínu var það að hringja til Haraldar Björnssonar leikstjóra, og spyrja hann hvaða ósamkomu- lag hefði verið milli leikend- anna og útvarpsins um útvörp- un leikritsins. — Ósamkomulag milli leik- endanna og útvarpsins, segir H. B. um það er mjer alls ekki kunnugt, því það hefir alls ekki átt sjer stað. Ákveðinn samningur var gerður milli leik endanna og útvarpsins. En starfsmenn útvarpsin sögðu mér, að útvarpsstjóri hefði ekki samið við höfund leikrits- ins, E. H. Kvaran. En okkur var sagt að það væri óhætt að byrja æfingar, því útvarps- stjórinn mundi kippa því í lag. Svo kom alt í einu afturkippur- inn og okkur var sagt að hætta við alt saman. Frásögn E. H. Kvaran. Síðan sneri Mgbl. sjer til Ein ars H. Kvaran. Okkur leikur forvitni á að i vita hvernig á því stendur, að ekkert varð úr útvörpun leik- rits yðar. — Úr því gat ekki orðið að þessu sinni, segir E. H. K. út- varpsstjórinn hefir aldrei átt tal um þetta við mig, aðeins tveir menn úr útvarpsráðinu. Og svo frétti jeg að faiúð væri að æfa leikritið fyrir útvörpun- ina. Síðar frjetti jeg frá útvarps- stjóra, að hann ætlaði útvarp- inu að greiða mjer 50 krónur fyrir leikritið. Með þeirri orð- sendingu fylgdu þau skilaboð, að ef mjer þætti borgunin of lítil, þá yrði jeg að fá viðbót- ina hjá leikendunum. Þetta er í fyrsta sinn sem útvarpa átti íslenzku leikriti. Hér var því að skapast fordæmi. Mér þótti 50 kr. fyrir leikritið of lítil borgun, þegar þess er gætt, að hér er lagt til efni fyrir heilt kvöld, en borgunin lítið meiri, en það sem menn fá fyrir að tala í 20 mínútur. 100 kr. fyrir leikrit fannst mjer lágmark fyrir íslenska höfunda. En eins og gefur að skilja átti jeg engan aðgang að leik- endunum. Ávísun útvarpsstjóra á þá, um leið og hann kastaði í mig þessum 50 krónum var því út í loftið, Um álit E. H. Kvaran á stjórn og tiltektum útvarpsins að öðru leyti, er ekki ástæða til að fjölyrða að þessu sinni. fslandsgllman verður háð í dag. Merkasti íþróttaviðburður- inn á hverju ári er Islandsglím- an. Ber það til, að hjer er um þjóðaríþrótt vora að ræða, í- þrótt, sem vjer með rjettu meg- um vera stoltir af. Það er ein- hver hin glæsilegasta og göfg- asta jþrótt sem til er. íþróttamenn vorir hafa líka opín augun fyrir þessu og hafa lagt fulla alúð við glímuæfing- ar. Fyrir svo • sem mannsaldr-i var að því komið að glíman væri að glatast, en nú eru ár- lega háðar margar opinberar kappglímur víðsvegar um land, og vekja þær að vonum óskifta hylli og aðdáun allra sem á þær horfa. Er það vel farið að þjóð- in skuli hafa vaknað svo vel til meðvitundar um það, hvílík- an dýrgrip hún á þar sem glíman er, og vel sje öllum þeim íþróttamönnum sem að því íafa stutt. Nú fer íslandsglíman fram í kvöld á íþróttavellinum hjer í Reykjavík. Keppendur eru ekki margir, aðeins sex, eh það er líka úrvalslið. Ber þar fyrst- an að nefna glímukóng Islands Sigurð Thorarensen úr glímu- fjelaginu Ármann, Georg Þor- steinsson (Á.) og Ágúst Kristj- ánsson (Á), sem eru tví- mælalaust einhverjir glæsileg- ustu glímumennirnir, sem geta gert glímukónginum sigurinn óvissan. Þá er Tómas Guð- mundsson (K. R.) ágætur glímu maður og eins Marino Norð- kvist (K. R.). Sá sjötti er Lárus Salomonsson, glímu- kóngur Borgfirðinga. Því miður gátu þeir Jörgen Þorbergsson og Þorsteinn Kristj ánsson ekki teklð þátt í þess- ari Íslandsglímu vegna þess að þeir þóttust ekki vera nógu vel undir það búnir. Hefir starf þeirra hamlað því að þeir gæti æft sig eins vel og þeir hefði kosið. En þrátt fyrir það mun glíman merkileg verða, og er ósýnt hver sigur ber af hólmi, Biörn 0. Björnsson les upp í Gamla Bíó í dag kl. 214 síðd. úr tímaritinu „JÖRГ, tii þess að kynna ]>að. Upplesnar verða ritgerðirnar: Ástir og Fræðslukerfi íslands, enn fremur saga. Áðgöngumiðar á 50 aura -(- ska-tti (5 aura) verða seldir frá kl. 1. því að glímukóngurinn, |Sig- urður Thorarensen, hefir ekkí getað æft sig neitt í vetur, en gengur fram til þess að verja heiðurstitil sinn, og vill held- ur falla með sæmd, en lifa við þá skömm að þora ekki að berjast um íslandsbeltið. Þetta er ekki þannig sagt, að honum sé vantreyst að halda því heið- urssæti, er hann nú hefir, held- ur til þess að benda á, að „æf- ingin skapar meistarann", og þess vegna geta úrslitin orðið óviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.