Morgunblaðið - 21.06.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1931, Blaðsíða 7
MOKGUNBLADIÐ 7 þess að drepa eld í vökvuin eða kalda lionum í skef jum. Proðan er framleidd úr efna- samblöndu og hefir þá eiginleika að þenjast mjög út, þannig að rúmtak hennar verður tífalt á við framleiðsluefnin. Hún leggst eins og híalínshjúpur að yfirborði olí- unnar og hindrar að loft komist að eldinum. Brunamálastjómir stórþjóðanna- mæla eindregið með þessum slökkviútbúnaði fyrir olíugeyma, og væri nú ráð að athuga hvcxrt ekki væri heppilegt að slíkur út- búnaður yrði, notaður til varnar gegn eldsvoða á Klapparstöðinni. Á. Þ. Úivarpið. Það er nú um 4% mánuður síð- an nýja stöðin tók til fullra starfa, og nú linnir ekki á hrópunum eft- ir árgjaldinu frá okkur not ndum kr. 30 00, af hverju viðtæki. — Finst mjer og mörgum fleiri að rjettara hefði verið að draga köll- ina eftir þessu gjaldi fram undir árslok starfsársins en ekki heimta þennan skatt sem fyrir-fram- greiðslu, því fleira þarf nú að greiða í tilefni af notkun við- tækja, en þennan skatt, þó hár sje, en þess ganga menn alment duldir þangað til þeir hafa rekið sig á það við notkunina og verð- nr sá kostnaður eftir minni reynslu þessi, sem árleg útgjöld: 1. Skattur í ríkissj. .. kr. 30.00 2. Hleðsla á rafgeymum — 18.00 3. Kaup á batteríum 4 23 kr. hvert .......— 92.00 Samtals kr. 140.00 V Þetta er þá sú sjálfsagða árs- greiðsla, þar við bætist svo auð- vitað kostnaður af bilunum og úrtök í notkuninni því sennilega verður að senda alt til ReykjaviK- nr sem viðgerðar þarf, því engin fyrirhyggja er höfð með það að fá menn til að læra að gera við smærri 'hvað þá stærri bilanir. Það virðist lögð öll áhersla á það að útvarpið hafi sitt og kaupfjelágs- stjóramir sitt og vel það, því færi nú svo að eitt eða fleiri við- tæki biluðu rjett eftir' að búið er. að greiða árgjaldið og sæti suður í Reykjavík nokkra mánuði, kannske það sem eftir er af árinu og í sambandi við slíkt eða slík tæki væru svo 2—3 gjallarhorn við hvert og greiddar 30 krónur af hverju þá kemur berlega í ljós hver munur er þama á að- stöðu þeirra sem nota tækin, og hinna sem skattinn taka af þeim. Nei, aðstaða notenda er enn sem komið er óþægileg. Tækjunum fyrst lialdið í okurklóm einokunar, skatturinn gífurlega hár og heimt- aður svo að segja fyrir fram og árs reksturinn gífurlegur vegna þess, hve alt er dýrt sem þessu tilheyrir. Jeg get trúað, eins og nú er málum komið, með fjárhag manna í þessu landi, þar sem hvert manns barn, eldri og yngri, hrumir og heilir, skjögra níi undir 400 kr. ríkisskuldum, eða hvert meðal heimili undir 2000 krónum fyrir utan sínar eigin byrðar, þá veigri margir sjer við að auka sínar árs- greiðslur um þá upphæð sem að ofan er nemd og óhjákvæmilega verður að greiðast af notkun þess- ara hluta, eins og þessu öllu er fyrir komið. Útsöluna hefði átt að bjóða út á hverjum stað og setja það skilyrði þeim, er fengi, að hann yrði að læra að gera við bil- anir svo notendur hefðu getað fengið bilanir lagfærðar á hverj- um útsölustað. En að menn fari að læra þetta eða annað sem svo litlar tekjur gefur, er ekki von, ef þeir eiga ekki von á því að hafa viðtækjaverslunina- sem sagt er að gefi góða þeninga þeim, sem njóta. Dagskrá útvarpsins er að því leyti óþolandi, hve mikið þar er af leiðinlegri músík. Annars er þar margt gott og má þar fyrst telja messurnar, sem heyranlega er vel til vandað. Prestarnir allir hver öðrum snjallari og kirkju- söngurinn hrífandi góður. Sömuleiðis má segja, að margir ágætir og fróðlegir fyrirlestrar hafi verið fluttir og eiga þeir flestir þakkir skildar sem flutt hafa. Frjettirnar ættu endilega að koma einni stundu fyr á kvöldin, því eins og er, verður sveitafólk oft að vaka eftir þeim, en öllum ætti að vera meinalaust þó þær kæmu það fyr í útvarpstíma kvöldsins. Annars eru þær eitt af því, sem allir vilja heyra, en gallinn sá, að það er af þeim nýjabragðið sumum, svo sem miss- irisgömlum veðurfregnum og hey- skaparfrjettum. Útlendu frjettirn- ar mættu nú missa sig. Flestar lítilsvirði, enda allar litaðar hugs- anagraut jafnaðarmenskunnar, er falla illa í smekk okkar sveita- karlanna, þó hátt sje kallað og trillað á errinu. Æskilegt væri að veðurfregnum að deginum væri varpað út frá útvarpsstöðinni því fjölmörg smærri tæki ná þeim ekki frá loftskeytastöðinni og fá þær þess- vegna ekki nema einu sinni á dag. 10. maí 1931. Sig. Á. Björnsson. Þegar þið kaupið blautsápu munið þá að biðja um Hreins krystalsápu Hún fæst altaf ný tilbúin, úr bestu efnum, hennar góðu þvottaeigin- leikar eru löngu viðurkendir. fslensk sápa fyrir Islendinga. MiólkurbQ Flóamanna selur nýmjolk, rjóma, skyr. (smjör, lækkað verð). Týsgötu 1. Sími 1287. Vesturgötu 17. Sími 864. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Reikningur Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1930. Inn- og útborganir áriö 1930. Innborganir: Peningar i sjöði f. £. á.......... . Kr. 14759.25 Borgað af lánum: a. fasteignaveðslán .... Kr. 15619.27 b. sjálfskul'iarábyrgðarlán c. gegn ábyrgð sveitafjelaga d. — haudveði og annari tryggingu.................................. — 15619.27 Innleystir víxlar............................. — 9l277ú.04 Sparisjóðsinnlög ..... — 646661.67 Vextir: a. Vextir af lánnm . . . . kr. 22429.36 b. Forvextir af vixlnm . . — 28771.74 c. Vextir af innstæðn í bönk- um og af verðbrjefum . . — 9155.12 --------------------— 60356.22 Innheimt fje ............................... — 10014.47 Bankar og aðrir sknldunautar — 486501.35 Seld verðbrjef.............. Lán tekin................... Ymsar átborganir .... — 2060.32 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. Kr. 2148748.59 Útborganir: Lán veitt: a. gegn fasteignaveði . Kr. 49400.00 b. — sjálfskuldarábyrgð c. — ábyrgð sveitarfjel. d. — handveði og ann- ari tryggingu .... Keyptir vixlar .... Útb. sparisjóðsinnstæðnfje Kostnaður við rekstur sparisjóðsins: . . ... . a Lann...................Kr. 8300.00 b. Annar kostnaður . . — 2836.99 Keypt áhöld............... Greitt af skuldum sjóðsins a afborganir.............. b. vextir................. kr. 49400.00 — 1030955.99 — 637366.62 — 11136.99 — 930.00 Útborgað innheimt fje. . — 10014.47 Bankar og aðrir sknldn- nantar.................................... — 378618.02 Keypt verðbrjef .... — 13562.50 Ýmsar ntborganir ... — 2004.85 Peningar i sjóði 81. desbr. — 14759.15 Kr. 2148748 69 Ábati og halli áriö 1930. Tek jnr: 1. Vextir af lánnm............................kr. 22879 89 2. Forvextir af vlxlnm..........................— 27234.21 3. Vextir af innstæðu i bönknm og af verð- brjefnm......................................— 9155.12 4. Aðrar tekjur.................................— 55.47 Kr. 59324 69 Gjöld: * 1. Reksturskoitnaður: a. Þóknun til stjárnar og starfsmanna................kr. 7700.00 b. Endnrskoðnn.................— 600 00 c. önnnr útgjöld .... — 2836.99 ------------- kr. 11136.99 2. Vextir af sknldnm sjóðsias................ 3. Vextir af innstæðu i sparisjóðnnm (rentn- fótur 47,°/,).................................— 81876.15 4. Tap á lánnm, gengistap o. þ. h............ # 5. önnur útgjöld (t. d. kostnaðnr við fasteignir) 6. Arður af sparisjóðsrekstrinum.................— 16311.55 Kr. 59324.69 Jafnaöarreikningur 31. desember 1930. A k t i v a: 1. Skuldabrjef fyrir lánum: a. Fasteignarveðskuldabrjef . kr.329021.24 b. Sjálfskuldarábyrgðarskulda- brjef...................... c. Skuldabrjef fyrir lánum gegn ábyrgð sveitafjelaga d. Sknldabrjef fyrir lánnm gegn handveði og annari tryggingn.................—;------------ kr. 329021.24 2. Óinnleystir vixlar.........................— 366731.07 3. Rikissknldabrjef, bankavaxtabrjef og önnnr slik verðbrjef.................................— 17622.50 4. Inneign í bönknm...............................— 7891048 5. Aðrar eignir (áhöld)...........................— 1447.00 6. Ýmsir skuldunantar (ógreiddir vextir) . . — 3730.74 7. Peningar i sjóði ..............................— 14739 15 Kr. 812262.18 P a s s i v a: 1. Innstæðnfje 1277 samlagsmanna . . . . kr. 676636.57 2. Innheimt fje, óntborgað ....... 3. Skuldir við banka 4. Ýmsir sknldheimtnmenn.................... 5. Fyrirfram greiddir vextir................— 13862.21 6. Varasjóður ..............................— 121763.40 Kr. 812262 18 Hafnarfirði, 16. apríl 1931. Þ, Edilonsson. Ólafur Ðöövarsson. Sigurgeir Gíslason. % Framanskrifaða reikninga, bækur, verðbrjef og önnur skjöl, ásamt peninga- forða Sparisjóðs Hafnarfjarðar höfum við undirritaðir yfirfarið og ekkert athuga- vert fundið. Hafnarfiröi, 19. maí 1931. Ogmunöur Sigurösson. Ðöövar Böövarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.