Morgunblaðið - 21.06.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1931, Blaðsíða 6
6 MORG UNBLAÐIÐ Frnmher jar. Eftir Bjarna M. Gíslason. (Flutt 17. júuí). I. Frá upphafi vega verk þeirra standa, sem voldugt tákn um framtak og dáð. Af efstu fjallsbrún til ytstu stranda, alls staðar finst þeirra saga skráð. Moldin sjálf þeirra minning varðar, við merki sólar hvert gróandi strá, og eldsteypt björgin úr iðrum jarðar afltökum þeirra segja frá. Sú þjóð, sem eldhugans athafnir vítti um aldir ber þeirra handa för. Mennimir þeir, sem múgurinn grýtti, mannkynið báru skör af skör. Fyrir sitt hlutverk af heilögum móði hugdjarfir lögðust á kross eða. bál; en hvar um storðu var stökt þeirra blóði, steinamir töluðu og jörðin fekk mál. Gátur og fjötrar sem frumherjinn leysti, fjársjóður óbomum kynslóðum varð. A gröf þeirra og manndómi mannkynið reisti þá menning, er gaf því hinn vaxandi arð. — Þeir, sem leysa af þjóðunum böndin við þröngsýnið oft mega' berjast í vök. En hvert sinn er hugsjónir herja um löndin heimurinn skelfur við þeirra tök. n. Er dagar við afskektar íslandsstrendur, og árblysin kyndir hin stígandi sól, landið stækkar. Starfsmannsins hendur strjúka það burtu, er fúnaði og kól. Loftið fyllist af farsældar gjöfum, hvert fótspor stefnir til aukins hags; er vegirnir liggja frá vetrarins gröfum til vöggu hins skínandi sólar-dags. Og sjá, hve nú er hún auðug og fögur ættjörðin — landið sem fekkstu í a-rf. 1 faðmi þess skýrast fmmherjans sögur, hvert frækom vitnar um dáð hans og starf. Ljósgjafinn fer um auðnimar eldi, blæk afli í duftið svo jörðin fær mál. H\ert strá og livert sandkorn í vorsins veldi verður sem brot af Drottins sál. í dag þeirri hetju við helgum ljóðin er hrepti framsýn í vöggugjöf, sem fann að köllunin fyrsta er þjóðin og flutti hennar nafn yfir óbrúuð höf. Honum sem vann okkur hróður og frelsi, honum sem græddi vor dýpstu sár, er alt var fjötrað í hörmunga helsi, 'hvert hjartaslag stuna, hver blóðdropi tár. ■ i Minning hans geislar sem glóey í heiði, gullstöfum rituð í tímanna safn. Alt það sem grær á íslenskum meiði, — hver einasta steinvala geymir hans nafn. Og nú í dag, með deginum bjarta til dáða hún knýr sjerhvern starfhæfan mann. Finnist í einhverju íslensku hjarta einn ósvikinn blóðdropi, vekur hún hanm í hx íslendingur! Sjá auðnina og hagann, enn sjest hve mjög vora þrengd hennar kjör. : Þinn er hróðurinn, þín er sagan, þú ef græðir hin stórskomu ör. Trúðu á afl þinna eigin handa. þó ógni norðursins gínandi vald. Landið, sem bíður til beggja handa ber þjer að síðustu fullkomið gjald. ( Hvort vinnur þú gull eða gætir hjarða gleymdu ekki hvað er þitt föðurland. Þess orðstír skal ná til allra jarða, þess Eden vaxa af hrauni og sand. — — Sú hugsjón, sem göfgar, það handtak sem græðir, og heróp sem vekur framsýn og þor, sje skjaldinerki þitt, — í skjólin þá næðir skal það sjást hvar liggja þín spor. Á þroskans stofni er sterkasta greinin, hin Starfandi hönd er á plóginn er lögð. ■ Kotbóndans saga, er klæðir steininn hvergi verður að fullu sögð. Sá spinnur bestan þjóðlífsþáttinn, er þjálfar aflið hvem skínandi dag, rís upp með sól og fer síðast í háttinn, og semur ei mest við eigin ha'g. Hætlnleg Iandtaelgisgætsla. Aðsend grein með þessari fyrirsögn var í Mbl. 19. þ. m. Sama dag símaði til blaðsins skrifstofustjórinn í dómsmála- ráðuneytinu, G. Sveinbjörnsson, og sagði hann greinina bygða á misskilningi, og vildi að leið- rétt yrði. * Skrifstofustjóranum fórust orð á þessa leið: 1 þessari Mbl.grein er því haldið fram, að skipherrarnir á varðskipunum geti yfirleitt sjálfir veitt brotlegum skip- stjórum á fiskiskipum þá á- minning, sem samkvæmt lög- um nr. 36 1926, má ljúka máli með þegar sjerstaklega stend- ur á, og að skipherrar eigi því ekki, eins og gert hafi verið, að tefja fiskiskipin með því að taka þau þegar svo stendur á til dómara. Þá er og varla hægt að skilja greinarhöfund öðru vísi en svo að hann telji sýknu- dóm yfir kærðum sönnun þess að hann hafi ranglega verið leiddur fyrir dómara. En þetta er alveg rangt. Það eru auð- vitað alls ekki skipherrarnir á varðskipunum, sem eiga að ljúka málum út af brotuin gegn fiskiveiðalöggjöfinni með á- minningu, heldur eru það að lögum dómararnir, sem slíkt geta gjört. Skipherrunum ber því yfirleitt ætíð að leiða skip- 'stjó'ra fyrir dómara, þá er telja verður þá seka að ein- hverju leyti, og alveg eins fyr- h' það þótt álíta megi að skip- stjóri kunni aðeins að verða lát- inn sæta áminningu dómarans, eða að hann kunni jafnvel að verða alveg sýknaður. Það er því langt frá því að rjett sje að telja fiskiskip ranglega tekið til dómara þótt dómar- inn leiði málið til lykta með á- minningu eða sýkni skipstjóra. Aðeins áminning dómara, eftir að mál er upplýst og brot játað, hefir það gildi, sem ætlast er til í lögunum, aðeins slík á- minning hefir þá þýðingu, að næsta brot verði talið ítrekun í laganna skilningi, og sýknu- dómur þarf ekki að vera ann- að en afleiðing af því að sönn- un fæst ekki næg gegn sekum manni sem ekki vill kannast við brot sitt. Heimsóknantími á Bamaheimilið Vorblómið er frá kl. 2—4 á sunnu- dögum. Tvíburar fæddúst nýlega hver í sinni borg í Englandi. Þótti það í frásögur færandi. En þá komu fleiri slíkar sögur upp úr kafinu. Til dæmist fæddust tvíburur fyr- ir nokkuram árum í járnbrautar- lest. í Ameríku — annar í Banda- ríkjunum, hinn í Kanada. í Lon- don fæddust tvíburar um áramótin 3915—16, fæddist annar árið 1915, hinn árið eftir. Olíustððin á Klöpp. Margur lítur Klapparstöðina illu auga sakir eldhættunnar sem af henni stafar fyrir nágrennið á landi og máske engu síður fyrir höfnina hjer innan garða. Lega stöðvarinnar og nálægð henna-r við eitt hið stærsta viðar- forðabúr bæjarins, er ærin ástæða til þess að óhug slái á menn, ef eldur skyldi koma þar upp, hvern- ig’ svo sem ráðum kann að vera hagað til að verjast íkveikju á stöðinni sjálfri. Eldur í olíu og öðrum eldfim- um vökvum er sjerstaklega erfiður viðureignar, og oftast óviðráðan- legur með venjulegum slökkvi- tækjum. Það er því mest um vert að gerðar sjeu hinar bestu ráðstafan- ir til vama-r íkveikju á slíkum stöðum. Og íkveikjan getur orðið með ýmsu móti, jafnt innan að, úr efninu sjálfu, sem utan að af eldi, rafmagni eða eldingu. Mikill munur ér þó gerður á því, hvers kyns efnið er, hvort það er eimd olía, eða lítt eimanlegir vökvar, svo sem steinolía og benz- ín. — „GQT-RITE" vaxbomi pappírinn er ómiss- andi á hverjú heimili. „CUT-RITE“ er loftþjettur og heldur öll- um matvælum sem nýjum um lengri tíma. Enginn pappír er eins góður og „CUT-RITE“, til innpökk- unar á smurðu brauði, í köku- formin, til innpökkunar á ost- stykkjum o. s. frv. o. s. frv. „G'UT-RITE‘ ‘ er í pökkum á 40 ensk fet og í hverjum pakka er tentur stálhnífur, er sker fyrir yður hvaða lengd sem þjer viljið. „CUT-RITE“ sparar yður tíma og peninga. Eykur hreinlæti. Flestallar verslanir borgar- innar selja „CUT-R1TE“ Þessir vökvar mynda sprengi- gufur, sem sólarhiti getur hæglega kveikt í. Og jafnvel eimdar olíur era sjaldnast alveg la-usar við eim- anleg efni, sem rjúka úr þeim af sólarhitanum. Það ber því fyrst og fremst að gera ráðstafanir gegn slíkri sjálf- kveikjuhættu, með því að útbúa geymana svo að gufur fái öragga útrás, og bægja sólarhita frá þeim. Á þetta sjerstaklega við bensín- géyma. Vegna sprengi og eldinga- hættu era þeir oft grafnir í jörðu að mestu leyti, og varðir rúmgóð- um sólskýlum. Ætti slíkur um- biinaður að verða tiltölulega kostn aðarlítill, þar sem gerðar eru upp- fyllingar fyrir geymana. En varnarráðstafanir eru auðvit að ekki einhlítar. Verða þær að haldast í hendur við þær ráðstaf- anir aðrar, sem gera þarf til þess að hindra útbreiðslu elds og kveða hann niður. Það er venjulegt að byggja garða umhverfis olíugeyma', sem mynda um þá lagarheldar kvosir svo stórar, að þær rúmi helmingi meira en geymarnir. Eru þær til þess að hindra útbreiðslu brenn- andi olíu, og er slíkt engu að síð- ur nauðsynlegt við sjó, þar sem skipum stafar hætta af olíubrana. Á þennan hátt eru geymarnir jafnframt vemdaðir fyrir kveikju- hættu frá afgreiðslusvæðinu, þar sem vjelar starfa og ljós era not- uð. ----- Það er sjerstökum erfiðleikum bundið að glíma við olíubruna. Vatn má ekki nota, því að ef olía er ljettari í sjer, flýtur hún ofan á og berst logandi burtu með vatninu. Það getur því beinlínis verið hættuaukandi að bera vatn á slík- an bruna. Ýmsar leiðir era til þess að kæfa eld, með efnum sem hindra aðstreymi lofts að eldinum, en flestar eru þær ófullnægjandi gagn vart bruna í olíugeymum. Menn aðhyllast nú hvarvettna að nota froðu slökkviefni, enda hafa þau reynst ákjósanlegust til Heildsölubirgðir: H.ÚIafsson&Bernhött Hiðursuðuuorur: Gaffalbitar, Fiskbollur, Bayjarabjúgu, Kjötkál, íj Kindakjöt, Nautakjöt, Kæfa. so £ rO U :0 > I CQ Áskuírður (á brauð): Svínslæri, reykt, Svínasíður, reyktar, Spegepylsur, Malaeoffpylsur, Mortadelpylsur, Skinkupylsur, Kjötpylsur, Cervelatpylsur, Lyonpylsur o. fl. Jú t/i Ph o O s t ar: •iH Bachsteiner, % bJO Edamer, bt) ^ Taffel, 0 V, Gouda, 1 Steppe. > Smjör í kvartelum og V2 kg. stykkum, Tólg, í V2 kg. stykkjum, Rúllupylsur, sauða, Hangikjöt, sauða, Dilkakjöt, saltað. Kaupið þessar vörar frem- ur en sams konar erlendar. — Það eykur atvinnu og vel- megun í landinu. Slálnrljðl. Snðnrlanás. Sími 249 (3 línur). Kaupið Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.