Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 5
\ Um berklavarnir. Eftir Helga Ingvarsson lækni. Niðurlag. Það virðist nú ekki úr vegi að athuga lítillega útbreiðslu berkla- veikinnar hjer á landi og í ná- grannalöndum hin síðari1 árin. Ætt um við þá að sjá ihver árangur er aí' ágætu berklavarnarstarfi er- lendis og þá jafnframt geta gert okkur grein fyrir hvort ekki sje þörf fyrir okkur að hefjast handa til umbóta í þessu efni. Biúustu ábyggilegar skýrslur um berklaveikina eru dánarskýrsl- umar. Dánartölumar standa í beinu hlutfalli við vitbreiðslu veik- innar. Geri maður ráð fyrir, að vtíikin hagi sjer alls staðar líkt og sjúklingum alls staðar veitt svipuð lækninga-skilyrði, þá nægir að bera saman tölu dáinna úr berklaveiki í hinum ýmsu löndum til þess að fá hugmynd um útbreiðslu veikinnar í hverju landi. Fer hjer á eftir tafla yfir tölu dáinma úr berkla- veiki á Norðurlöndum og í Þýska- landi. Tölurnar era miðaðar við hverja 100 þús. íbiia. Ár 1921—25 1926 1927 1928 Danmörk. . 102 78 75 75 Þýskaland . 131 98 93 88 Svíþjóð. . . 147 135 132 Noregur . . 203 169 170 156 ísland.... 191 181 197 200 Tafla þessi þarf ekki imikillar skýringar við hún sýnir, að tala dáiinna úr berklaveiki fer alls stað ar lækkandi nema hjá okkur. Hún sýnir enn fremur, að á árunum 1921—1925 er berkladauði minni á íslandi en í Noregi, en árið 1928 er hann stórum meiri hjer. Ekki er óeðlilegt að setja það í samband við, að í Noregi liefir hin síðustu árin verið unnið af 'lilinu mesta kappi og áhuga að berklavörnum. Þess hefir verið getið til, að sennilega sje tala berklaveikra tí- falt hærrii, en tala þeirra sem .deyja árlega úr berklaveiki. Þar sem við missum árlega yfir 100 manns fleira af hverjum 100 þús. en Danir, þá ættu að vera hjer á landi yfir 1000 berklasjúklingum fléiira að tiltölu en í Danmörku. Fer þá að verða skiljanlegt hvern- ig stendur á því, að altaf em sömu þrengslin í hælum og spítölum, þó að þeim fjölgi árlega. Með sömu vinnubrögðum í berklamálum okkar get jeg ekki látið mjer detta í hug, að berklar rjeni hjer á landi. Fróðlegt hefði verið að vita um ástandið seinuistu 2 árin ,en heilbrigðisskýrslur vantar þau árin. Guðmundur Bann esson var búinn með frábærum á- huga og dugnaði að koma því á, að heilbrigðisskýrslur kæmu út árlega, en nú hefir hann ekki fengið því ráðið. Að ríki sem eyðir miljónum króna árlega í 'heilbrigð- ismál, skuli ekki semja yfirlit yfir þau árlega, minnir mig á kaup- sýslumanninn, sem hefir mikið í veltunni, en ekkert yfirlit yfir hag sinn; allir vita að hann velt- ist. á hausinn og endar í steinin- um. Hvernig ráðin verði bót á berkla vamarmálum okkar er ekki hægt að rekja til hlítar í stuttri blaða- grein, en drepa skal jeg á hverja stefnu þau eiga að taka. Er þá fyrst að mínu áliti, að á engan hát-t verður hægt að koma fram umbótum í þeim málum nema því aðeins, að yfirstjóm þeirra verði fengin í hendur sjerstökum manni, sem þekkingu hefir á því sviði. Engum manni dettur í hug, að hægt sje að hafa skipulags- bundnar framkvæmdir í vegamál- um, án þess að þeim sje stjórnað af sjerstökum vegamálastjóra, ,sama er að segja um vitamál og fjökla annara þjóðmála. Berklamál in em ekki síður menningarmál en t. d. vegamálin. Þar sem menning og velmegun er mest, þar er minst um berklaveiki, sumpart af því, að þar sem þekking og líkamsrækt er á háu stigi, þar er minst hætta á smitun, og sýkingu þó engar sjerstakar vamir sjeu og sumpart af því, að því 'hærra menningar- stigi sem þjóðimar era á, því bet- ur sjá þær berklabölið eins og það er og því skipulagsbundnari eru berklavamir þeirra. Hvert menn- ingarmál hjer er um að ræða sjest best við samanburð á berklaveiki 1 hinum ýmsu löndum og lands- hlutum >ef ólíkir eru. T. d. er í Noregi langsamlega mest berkla- veiki í Finnmörku og Lapplandi og í Svíþjóð miklu mest í hinum nyrstu hjeruðum. — Yeldur þar mestu fátækt, þekkingarskortur og erfiðleikar á viðeigandi berkla- vömum vegna staðhátta; er það lítill vegsauki fyrir land okkar, að því sje skipað á bekk með slík- um landshlutum. Berklamálin erú ekki síður eitt stórfeldasta velferðarmál þjóðar- innar. Yirðist það, að við skulum missa að tiltölu yfir 100 manns árlega um fram Dani og Þjóðverja, sltýra það nægilega og krefur okk- ur þess að láta einskis ófreistað til að bæta úr þessu ástandi. Til samanburðar get jeg ekki stilt 'mig um að benda á, að árið 1930 fórust 70 manns við strendur íslands, eða nærri helmingi færri en við mistum úr berklaveiki, um- fram Dani árið 1928, * og liefir þó Ægir löngum þótt þunghöggur. Fjárhagslega era berklamálin eitt stærsta málið. — Opinberan kostnað vegna veikinnar er hægt að meta. Hitt verður ekki vegið eða metið hvert þjóðar tjón er að stórfeldu heilsu- og mann- tjóni vegna veikinnar. Jeg get því ekki skilið, að stjórn og framkvæmd berklamála sje höfð sem aukastörf landlæknis. scm hlaðinn er ýmsum öðrum eftir lits og heilbrigðisstörfum. Þó að nú skipi landlæknisem- bættið stórmerkur læknir, sem á sínum tíma hratt af stað viðreisn í berklamáluin landsins, þá er með öllu óvíst, að í það veljist síðar maður, sem hefir fullnægj- andi þekkingu á berklavamarmál- um. Auk þess, sem mjer virðist nauð syn á skipun berklamálastjóra, þarf að hefja sjálfstæða berkla- vamarstarfsemi í hverju einstöku hjeraði landsins, sem grundvallist á erlendri hjálparstöðvastarfsemi, en breytt og sniðin eftir lands- háttunum ög fólksfjölda hvers hjeraðs. Yæri það starf væntan- legs berklamálastjóra í samráðí við hjeraðslækna og heilbrigðis- nefndir hjeraðanna að finna lausn þeirra mála; en þungamiðjan í því efni er að hafa sem fyrst upp á sjúklingunum bæði vegna bata- horfanna og sóttvamanna. í þessu sambandi er eftirfarandi dæmi ekki ófróðlegt. Nýlega kom maður um sjötugt til Reykjavíkur til lækninga, var þá skoðaður hráki hans í fyrsta sinni og reynd ist vera með miklu berklasmiti. Læknir sjúklingsins sagði mjer, að maður þessi hefði verið brjóstveill í ca. 20 ár og skemdir lungnanna bentu til, að hann hafi verið smit- andi allan þann tíma. Hann hafði verið það hress, að hann hafði .lítið eéa, ekki vitjað lækna og vissi ekkert um veiki sína. Maður þessi verður sendur heim aftur og honum og fjölskyldu hans kendar þær heilbrigðisreglur sem nægja. Hvergi á Norðurlöndum nema Is- landi hefði verið beðið eftir því að þessi sjúldingur gæfi sig fram, því að alls staðar annars hefði hann fyrir löngu verið grun- aður, skoðaður og læknaður. Til- felli þetta er íslensku þjóðinni og heilbrigðismálum hennar liin mesta hneiisa og mundi eitt nægja til, að hún yrði að víkja sæti„ meðal fremstu menningarþjóð- anna. En hver vill .segja hvað margir slíkir smitberar eru í land- inu, a. m. k. læt jeg þeirri spurn- ingu ósvarað. Ekki mun ólíklegt, að hjer fáist skýring á hvers vegna við þurfum að byggja spít- ala á spítala ofan og eyða miljón á miljón ofan í sjúkrastyrk. Það stoðar til að deila um hver eigi að borga þessa krónuna eða hma í sjúkrastyrknum. Það er löður- mannlegt að leggja höfuðin í hleyti til að finna ráð til að svíkj- ast undan byrði sjúkra meðbræðra. Eitthvað mætti nurla af ríkissjóðs styrk til berklaveiki með því móti, ,en sjiíkdómurinn og þjóðartjónið ,er það sama. Það einasta, sem dug ir er að stemma á að ósi. Jeg hefi í viðræðum oftar en einu sinn.i verið spurður hvaða gagn sje að þvi að hafa upp á eða finna. fleiri sjiiklinga, en liú er vitanlegt um, þar sem ekkerti sjúkra-hússpláss sje fyrir þá. Því ’ er til áð svara, að ef þeir sitjafyrir plássum, sem bráðastrar aðgerðar þurfa, þá verður biðin eftir plássi í fæstum tilfellum tilfinnanleg, þar að auki minkar veikin að mínu áliti mjög 'hratt ef rjett er á hald- ið. En það, sem er aðalatriðið er að engin smithætta stafar af berklasjúkling, ef hann veit um sjúkdóm sinn og hefir ytri skil- yrði, vit og vilja til að fylgja settum heilbrigðisreglum. Að hjer sje ekki of mælt sannar margra ára reynsla í berklaþorpinu Pap- warth, í Englandi. 1 því þorpi búa leingöngu berklasjiiklingar og að- standendur þeirra. Hver sjúkling- ur býr þar með fjölskyldu sinni og böm og unglingar, sem þar alast upp verða. ekki einu sinni fyrir svo miklu smiti, að það finnist við bólusetningu, en um fermingar- aldur er sú bólusetning jákvæð hjá helming allra unglinga í Reykjavík. Svo mikill er munur- inn á smithættu í Reykjavík og í nefndu berklaþorpi þar sem smit andi sjiiklingur er í hverju ein- asta húsi. Litli skamtnrinn á hverjnm morgni ríðnr baggamnninn Verðið hress og kát. Flestir eru þreyttir og illa fyrir kallaðir þegar þeir vakna á morgnana. Þetta stafar af slæmri efnaskiptingu í líkamanum. íhugið hvað Kruschen saltið hefir til síns ágætis: Reglulega og góða meltingu. Holla efnaskiftingu. Hreint blóð. Fallegan og bjartan hörundslit. Hvorki þreytu nje svefnleysi. Krnschen saltið er selt í þessum lyfjabúðum: Reykjavíkur Apóteki. Laugavegs Apóteki. Lyfjabúðinni Iðunn. Ingólfs Apóteki og Apótekinu í Hafnarfirði. Kanpmenn. Hðfnm fengið allar tegundir af niðursoðnum ávöxtum frá H. G. Prins Kaliforniu. Verðið er ótrúlega lágt, og þjer munuð sann- færast ef þjer hringið í síma 8 og spyrjið um verð. H. Benedlktsson & Co. Sími 8 (fjórar línur). &cmhk fatahtctttstm 09 (itttti £au5awcj34 <$mt: 1300 Hreinsnm ná gólfteppi af öllnm starðnm og gerðnm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.