Morgunblaðið - 16.08.1931, Blaðsíða 8
f
MORGUNBLAÐIÐ
Kaffi er þjóðdrykkur íslendinga,
þess vegna á RICH’S KAFFI-
BÆTIR erindi inn á hvert
einasta heimili.
Heildsölubirgðir hjá
I. Brynjólfsson & Kvaran.
lagareglan landinu Laugarnes-
sjúkrahúsið, með því skilyrði, að
þegar liússins þyrfti ekki lengur
meg fyrir holdsveikrahæli, þá yrði
það samt framvegis notað til líkn-
ar eða mannúðarstarfsemi. Hefi
jeg ástæðu til að ætla að ekki
yrði fyrirstaða hjá gefendunum,
og samkomulag fengist um þá
breytingu, sem hjer er bent á, með
því móti vitanlega, að ríkið ljeti
reisa hæli handa holdsveika fólk-
inu, svo sem og sjálfsagt er.
Það virðist liggja svo í augum
uppi að ódýrara sje að reisa hæli
handa 20—30 manns, heldur en 60
—70, að eigi þarf um það orðum
að eyða.
Eðlilega má búst við því, að
sjúklingunum á Laugarnesi yrði
það mjög óljúft, ef þeir ættu að
fiytja langt burt þaðan, sem þeir
eru nú. Og það má alls ekki verða.
Flestir hafa þeir dvalið þar lengi,
sumir mestan hluta æfi sinnar. —
Staðurinn er þeim því kær. Þar
eignuðust þeir skjól í köldum gusti
mótlætís síns, og síst af öllu vildi
jeg verða til þess, með tillögum
mínum, að hrella þá, bæta við
byrði þeirra sem vissulega er nægi-
lega þung og sár. En mjer virðist
að það ætti ekki að þurfa að leita
langt eftfr góðu og fögru hússtæði
handa þeim, það er næsta nóg rúm
í Laugamesi í grend við spítalinn
og enginn vandi að fá þar þann
stað, sem sjúklingarnir sættu sig
við. Þá lægi og hitaleiðsla frá
laugunum mjög vel við, til þess að
hita upp bæði hælin.
Um þessar mundir er talað mikið
um atvinnuleysi og atvinnubætur.
Fjöldi manna horfir með kvíða
fram í tímann, og það er ekki ó-
eðlilegt eins og horfur eru nú.
Hjer er um verkefni — atvinnu-
bætur að ræða fyrir allmargar
hendur, en — hjer er þó fyrst
og fremst um aðkallandi mannúð-
armál að ræða.
Jeg treysti því fastlega að liátt-
virt Alþingi og háttvirt stjóm sýni
það með undirtektum sínnm og
aðgerðum í þessu máli, að lítil-
magnar þjóðarinnar eigi þar góða
talsmenn og framkvæmdasama
styrktarmenn.
Svarti bletturinn.
Á síðasta þingi var borið fram
frumvarp um dragnótaveiði, er
lengdi tímann, er veiða mætti með
dragnótum, um 4 mánuði.
Frumvarpið var felt frá 2. um-
ræðu með 17 atkvæðum gegn 7.
Á sumarþinginu nú hafa komið
tímann, er veiða. má með dragnót-
veiði. Bæði fara í þá átt að lengja
tímann, er þeiða má með dragnót-
um. 1 fyrradag va.r svo samþykt
til 3. umræðu heimild fyrir ríkis-
stjórnina til að framlengja um tvo
mánuði til eins árs í senn tíma
þann, er eftir gildandi lögum má
veiða með dragnótum, ef óskir
koma fram um þetta frá hjeruð-
unum.
Á Alþingi virðist því vera orðin
algerð stefnubreyting í málinu.
En er þá orðin stefnubreyting
hjá þjóðinni?
Jeg jsegi nei!
Höfðingsskapur sá, er Dönum er
sýndur í þessu máli, er óvenju
mikill.
Dönum eru gefnar margar milj-
ónir með því að opna landhelgina
fyrir þeim, svo þeir geti hagnýtt
sjer kolann, sem er verðmætasti
fiskurinn á miðum vorum.
Ef komið hefði fram tillaga á
fjárlögum um að gefa. Dönum t. d.
10 miljónir, þá mundi það hafa
þótt hin mesta fjarstæða. Ekki
eitt einasta atkvæði í þinginu hefði
orðið með þeirri fjárveitingu. En
nú virðist mikill hluti liv. Nd. vilja
gefa gjöf, sem er enn þá höfðing-
legri, með sjerstökum lögum.
Vetrarþingið sagði nei.
Ætlar sumarþingið að segja já?
Jeg endurtek spurninguna: Ætl-
ar sumarþingið að segja já?
Sennilega verður þetta „já“ dýr
asta jáið, sem Alþingi íslendinga
hefir sagt um langt skeið.
Ekki er aðeins verið að gefa
sambandsþjóðinni miljónagjöf, en
það sem verra er, þessi miljóna-
gjöf getur orðið sjálfstæði landsins
hættuleg.
Með því að opna landhelgina
fyrir Dönum og bjóða. þeim upp á
kolann okkar, er verið að ginna
þá til að reka hjer fiskiveiðar í
stórnm stýl.
Þegar floti þeirra er búinn að
ná hjer föstum tökum á landhelg-
inni, þá verður ekki látið staðar
nema við kolann. Danir eru menn
duglegir og myndi því að sjálf-
sögðu færa hjer út kvíarnar. En
þegar svo væri komið, myndi þeir
að sjálfsögðu halda sem fastast í
rjettindi þau, er þeir nú hafa
samkvæmt samba.ndslögunum. Með
öðrum orðum, miljónagjöfin getur
orðið Þrándur í Götu fyrir upp-
sögn sambandslaganna.
Aðrar þjóðir gefa miljónir til
að ná í sjálfstæði sitt og vemda
sjálfstæði sitt, en -vjer bjóðum
fram miljónir til þess að stofna
sjálfstæði vorú í voða.
Ilvert stefnir þetta alt?
Hverjir eru þeir, sem þora að
taka á sig ábyrgðina af ráðstöf-
unum eins og. þessum ? Hverju
ætla löggjafarnir að svara þjóð-
inni er hún krefur þá reiknings-
skapar um þetta mál?
Því miður er búið að telja. of
mörgum hjá þjóð vorri trú um,
að hollast sje fyrir þjóðina að
minnast ekki á sjálfstæðismál sín.
En ætli, að það verði nú ekki
ljóst, hve hollir þeir menn eru
þjóðinni, sem vilja stinga henni
svefnkorn í þessum málum, sem
hana varðar mest.
Væri þjóðin vakandi, þyrði
enginn loggja.fi hennar að greiða
atkvæði með öðru eins máli og
því, er hjer um ræðir.
Það er eðlilegt, að Danir berj-
ist fyrir því, að landhelgin sje
opnuð fyrir þá.
Það er eðlilegt, að Danir gleðj-
ist yfir því, að þögn sje um sjálf-
stæðismálin hjá henni.
Það er fyrirgefanlegt, þó að
Danir kalli þá íslendinga „a.rga
Danafjendur“, sem vilja gera
Dani máttlausa hjer í landinu.
En það er óeðliegt, að vjer
göngum í lið með Dönum til þess
að styrkja aðstöðu þeirra. hjer
heima á íslandi.
Það er óeðlilegt, að vjer gefum
þeim miljónagjafir, svo þeir geti
trygt áMðarrjett sinn á íslandi.
Það er óeðlilegt, er vjer minn-
umst hinnar sögulegu reynslu af
viðskiftum vorum við Dani, að
vjer látum ginnast til að bjóða
þeim inn í íslensku landlielgina.
Hættulegasti liðurinn í sam-
bandslögunum er 6. gr.
Er Alþingi íslendinga að tryggja
það með sjerstakri löggjöf, að vjer
getum aldrei losnað við ábúðar-
rjett Dana á íslandi?
Hverjum augúm myndu hinar
gömlu sjálfstæðishetjur Vorar líta
á Ajþingj Islendinga, er þeir væru
risnir upp úr gröfum sínum?
Ef hin málmþunga rödd þeirra
heyrðist í þingsölum þjóðarinnar,
þá mundi samviska þingsins vakna
og óhamingjunni verða. afstýrt.
En rödd þjóðarinnar?
Ef þingið vill láta frumburðar-
rjett þjóðarinnar fyrir einn bauna-
skerf — ætlar þá þjóðin ekki að
láta til sín heyra?
Danir hafa komið á fót lijá sjeí
fiskiveiðabanka. Hugur þeirra
stendur nú fast í norðurátt. Blöð
þeirra tala um, hve fengur sje í
dragnótaveiðum við ísland.
Fiskifjelag fslands berst fyrir
því að opna landhelgina.
Förmaður Fiskifjelags íslands,
sem er launaður úr ríkissjóði, er
höfuð-hvatamaður að því, að land-
helgin sje opnuð.
En ef ofan á það bætist svo, að
Alþingi fslendinga ætlar að verða
leiðsögumaður danska fiskiflotans
inn í íslensltu landhelgina, þá mun
mörgum þykja skörin færast upp
í bekkinn.
Það er í minnum haft, er einn
erlendur konungur vildi fá Gríms-
ey að gjöf, að þá stóð upp ís-
lenskur bóndi og varaði við þeirri
óhæfu.
Sagan geymir nafn þessa bónda.
Þeir sem með atkvæði sínu vilja
opna landhelgina fyrir Dönum,
gefa þeim gjöf, sem er margfalt
dýrari en Grímsey.
Er Alþingi íslendinga búið að
gleyma sögu sinnar eigin þjóðar?
Opnun landhelginnar er svartur
blettur í sögu þjóðarinnar.
Með opnun landhelginnar er
verið að vígja danska ábúðar-
rjettinn á íslandi.
íslehdingunum er órótt um
hjartaræturnar um þessar mundir.
Sig. Eggerz.
ðllum fjandanum
finna mann upp á.
Eins og kunnugt er, þykir það
kjöt best ef fitan er ekki eingöngu
rífleg, heldur jafndreifð innan um
vöðvana. Þykir það galli á ís-
lensku kjöti, hversu bráðfeitt sum-
arspikið liggur í lögum fyrir sig.
Hjá þessu verður naumast komist,
ef skepnan lifir við skort að
vetrinum en allsnægtir á sumrin.
Nýlega hafa Frakkar fundið
ráð til þess að gera magurit kjöt
feitt, og það svo að fitan sje dreifð
út um alla vöðva. Þetta er gert
með því að dæla feiti, olíu, smjöri
eða öðrum fitublöndum, inn í æð-
ar dýrsins, þegar því er blætt út.
Æðarnar, sem hvíslast um allan
líkamann, fyllast þá af fitu, og
er sagt að kjötið fái alt annað
bragð, verði sem gott feitt kjöt.
En þeir góðu menn þykjast
geta gert enn betur! Með því að
blanda salti og allskonar kryddi
í feitina segjast þeir geta gefið
kjötinu alls konar breytilegt og
gómsætt bragð, hálfu betra en af
eðlilegu kjöti. Er svo að skilja
sem versta horkjöt verði að lierra-
mannsmat við þessa meðferð.
Það skyldi nú verða niðurstaðan,
að bændur fari að slátra á út-
mánuðum, þegar heylaust er orðið,
fiti síðan sitt framsóknar-horkjöt
og selji það Reykvíkingum fyrir
okurverð. Þetta væri eftir þeim
-— Framsóknardelunum!
En hvað segði blessuð stjómin
um það að senda einhvern at-
kvæðasmalann, með nesti og nýja
skó, til Frakklands, til þess að
læra þessa göfugu list?Það yrði
styrkur fyrir sveitamenn, ef vet-
urinn yrði slæmur, smalinn fengi
ferðina ríflega borgaða og Tím-
inn efni í langa grein um nýtt
afrek stjórna.rinnar.
Hatfar
liuir eg harðir.
Smekklegt nrval.
Til Hkureyrar
og Húsavikur
nm Knidadai
ier biireið þriðjndagl8.þ.m.
Sæti laus.
Bifreiðastiið Sfeindárs.
NýKomið:
Reimar, Reimalásar
Reiæavas.
Versi.
Vald. Poulsen.
Elapparstíg 23.
Fyiirspurn
til stjómar verkamannafjelagsins
„Dagsbrún“.
Var þag ekki meiningin meö-
sameiningu vörubílastöðvanna að
almennur flutningstaxti skyldi
haldast? Sje svo, þá vil jeg benda
á, að eftirlitið með stjórn Vöru-
bílastöðvarinnar í Reykjavík af
hálfu Dagsbrúnarstjórnarinnar er
óþolandi. Því að jeg get bent á að
bílar af ofan nefndri stöð hafa
komið og bolað öðrum frá vinnu
með niðurboðum. Þeir liafa boðið
akstur fyrir 4 kr. á tíma.nn með
„sturtun“ og 3.75 á tímann
„sturtu“-laust. Jeg læt þetta
nægja þar til jeg hefi fengið svar
uppá þessa spurningu mína, sem
jeg vonast eftir að verði bráðlega.
Virðingarfylst,
Gísli H. Guðmundsson,
Nýlendugötu 22.
Hagstofa þýska ríkisins hefir
gefið út skýrslu, sem sýnir, að
barnsfæðingum þar í • landi hafi
fækkað iir 17.9 af 1000 árið 1929,
niður í 17,5 árið 1930. Er þetta í
fyrsta sinn í langa-n tíma að barns-
fæðingatalan sje lægri í Þýska-
landi en í Frakklandi, en þar
fæddust árið 1930, 18,1 af hverj-
um þúsund íbúum. f Þýskalandi
fæddust árið 1930 1.126.829 börn.,
en árið 1929 1.147.458 börn.