Morgunblaðið - 23.08.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.08.1931, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 23. ágúst 1931. 5 Nýja stjðrnin. Viðtöbnrnar i Alþingi. Neðri deild. Þegar í stað er Tr. Þ. hafði tilkynt stjórnina í Efri deild fór hann inn 1 Neðri deild og las upp tilkynninguna. Kvaddi þá Ól. Thors sjer hljóðs. Stóðu þannig umræður um stjórnar- myndunina í báðum deildum í senn. Var Jónas til varnar í Efri deild en Tr. Þ. og Ásgeir í Nd. Fer hjer á eftir stuttur útdrátt- ur úr umræðunum: Ólafur Thors. Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði stjórn í ágúst 1927 mun flestum hafa komið á ó- vart að Jónas Jónsson var gerð- ur að dómsmálaráðherra. Þessi maður var kunnastur fyrir það að vera ófyrirleitnasti, óráðvand asti og grimmasti blaðamaður landsins, og menn höfðu satt að segja ekki gert sjer ljóst, að það væru þessir eiginleikar, sem sjerstaklega mættu prýða þann mann er verða ætti æðsti vörð- ur laga, rjettar og siðgæðis í landinu. Þegar á þetta v,ar minst við þá, sem á þeim tíma stóðu að stjórnarmynduninni, játuðu flestir hinar „sögulegu stað- reyndir“ um fortíð þessa manns, en þeir færðu fram þá afsökun, að þessi maður væri gæddur margvíslegum kostum, sem myndu gersamlega yfirgnæfa ókosti hans, þegar ábyrgð ráð- herradómsins færðist yfir hann. Jónas Jónsson hefir nú á fjög urra ára valdaferli sínum gefið þessum einföldu dýrkendum sín um ágætt tækifæri til að kynn- ast hlutfallinu milli kosta hans og ókosta. Þeir hafa fengið dóm reynslunnar fyrir því, hvort kostir þessa manns hafa fyrir áhrif ráðherraábyrgðar- innar yfirgnæft ókostina eða hvort það eru ókostirnir sem þrátt fyrir ráðherraábyrgðina hafa gersamlega skyggt á kostina. Eg ætla engan dóm að kveða upp um þetta, enda þarf eg þess ekki, því Framsóknarfl. hefir sjálfur kveðið upp þann dóm, þegar Jónasi Jónssyni var vikið úr ríkisstjórninni í apríl- mánuði síðastl. Framsóknarflokkurinn mun hafa skilið, að með þingrofinu var bikar synda hans svo barma fullur að ekki varð hjá því kom ist að sýna vott iðrunar og yfir- bóta. Flokkurinn mun hafa tal- ið rjett að láta koma í ljós' að vart hefði orðið fyrirbrigðis, sem nú annars hafði borið lítið á hjá flokknum: Sómatilfinn- ingar. Og það í svo ríkum mæli, að meiri hluti flokksins hefði fengið aðkenning! sem þá strax leiddi til þess að flokk- urinn þóttist ekki lengur geta lotið valdi þessa grimdarfulla ofstopamanns. En þessi sóma- tilfinning Framsóknarmanna átti ekki að verða ellidauð. Nú þegar, eftir eina fjóra mánuði er hún borin út, og satt að segja er það svo, eftir því sem nú er fram komið, — eftir að hans hátign, konungurinn, eftir til- mælum hæstvirts forsætisráð- herra hefir reist sómatilfinn- ing Framsóknar legstein í líki Jónasar frá Hriflu í dómsmála- ráðherrasæti, þá eru margir farnir að efast um að hún hafi nokkurntíma verið til. Menn eru farnir að efast um að það hafi verið blygðunin, vegna samá- byrgðar á ódæðum Jónasar Jónssonar, sem rjeði því, að þess um manni var vikið úr stjórn- inni. Menn eru farnir að hallast að því, að það hafi verið hræðsl an við afleiðingarnar af þessari meðábyrgð sem olli því', að þeir sem á hærri stöðum hafa verið nefndir „bændalyddur“ fyltust þeirri dirfsku að reka harðstjórann af höndum sjer. Þegar nú J. J„ eftir að Fram- sókn hafði „tekið hann af“ í aprílmánuði, birtist hjer að nýju í ráðherragerfi, mætti þykja rjett, eftir þessa upprisu holds- ins, að halda yfir honum dóms- dag og bregða upp mynd af fyrra ráðherralíferni hans. Jeg mun þó ekki gera þetta að þessu sinni, meðfram vegna þess, að allrr deildarmenn þekkja synda- registur þessa manns og flest- ir vita, að þar er hver stafur sannur. En um hitt vil eg fara fám orðum, hvert viðhorfið er nú í þjóðlífinu. Brá ræðum. nú upp mynd af því ástandi, er ríkir hjer á landi og sýndi fram á, að aldrei í manna minnum hefðu afkomu- horfur verið verri, aldrei svart- ari blika í lofti. Þegar svo stæði á væri það skylda allra stjórn- málaflokka, að láta einkis ó- frestað til þess að fleyta yfir örðugleikana. Þegar svo sjer- staklega stóð á, mundi víðast annarstaðar sóttst til sem bests samstarfs. Ekki kvaðst ræðum. þó hafa gert ráð fyrir að Fram- sókn leitaði víðtækrar samvinnu utan síns eigin flokks, en hins mátt vænta, að flokkurinn gerði það tvent, að tefla fram þeim sinna manna er líklegast- ur væri til góðs samstarfs og að forðast alt það, sem beinlínis tægði öðrum stjórnmálaflokk- um frá samvinnu um úrlausn erfiðustu viðfangsefnanna. Hvort tveggja þetta hefir Frs. þverbrotið. Útnefning J. J. væri hnefahögg á helming þjóðarinn- ar. Um líkurnar fyrir samstarfi ráðherranna gætu menn gert sjer hugmynd með því að kynna s.ier sögu stjúrnarmyndunarinn- ar. Það er alkunna, að þeg- ar í stað er niðurstaða kosning- anna varð kunn krafðist J. J. þess, að Tr. Þ. afhenti honum forsetaráðherradóminn. Tr. Þ. svaraði með því að reyna að bægja J. J. úr stjórninni. Þessi togstreita hefir staðið alt þing- ið. Ásgeir Ásg. hefir haft for- ystu þeirra, sem þverneituðu að styðja stjórnina ef J. J. væri í henni. Voru þeir alls 7, þeir Jón í Stóradal, Bjarni Ásg„ Bern- hard Stef., Lárus í Klaustri, Páll Fermannsson, Halldór Stefáns- son og Ásgeir. Andstaðan gegn •iónasi væri þessum mönnum til sóma. Hitt væri minni heiður að hafa heykst á öllu saman og vera nú ekki að eins orðinn stuðn- ingsmaður J. J„ heldur líka sam verkamaður. Það væri þó í al- mæli að Á. Á. hefði haft litlar mætur á J. J„ og staðið fyrir því’ að J. J. var rekinn úr stjórn inni eftir þingrofið í vor, og ekki farið dult með, að það væri beinlínis gert í því skyni að girða alveg fyrir að J. J. yrði oftar ráðherra., jafnvel þótt svo færi að Framsókn kæm ist í meiri hluta. Það væri auð- velt að hindra það, að J. J. yrði ráðh. aftur. Hitt gæti reynst erfiðara að reka hann úr stjórn- inni ef kosningar ynnust. Þetta voru orð Framsóknarmanna eft- ir þingrofið. — Og þá er sagt, að J. J. beri ekki mikla virð- ingu fyrir Á. Á. Gat J. J. jafn- vel ekki stilt sig um að reyna að spilla kosningu Á. Á. í vor, eins og kunnugt er orðið úr rógsbrjefi því, er hann sendi í kjördæmi Ásgeirs. Hvernig halda menn nú, að samvinnan verði hjá þessum mönnum? Er nokkur sá, að hann geti vænst þess, að slík stjórn reynist fær um að leysa óvenjulega örðugleika? Þá vjek ræðumaður máli sínu að Á. Á. Sýndi fram á að Ásg. hefði flekkað skjöld sinn með því að gerast meðverkam. J. J: Hefði Ásg. með þessu lagst lægra en nokkur hefði ætiað honum. Þó er sá einn, sem hefir +ók á því, að gera enn minna úr Ásg. en hann hefir sjálfur gert úr sjer með því að taka nú við þessu embætti, og sá maður er Jónas frá Hriflu. Hann veit, að með hverju nýju ódæði sem hann fremur, þá fellur nýr blettur á lítt flekkaðan skjöl 1 Ásg. Jónas Jónsson vinnur sjer ljett í óþrifaverkunum, en auk þess veit Ásg. vel að J. J. mundi ekki spara neitt ómak til þess, að gjöra veg Ásg. sem minstan. Ásg. veit það, að andúð hans, og andúð flestra sæmilegra manna innan Framsóknarflokks ins gegn Jónasi Jónssyni stafar ekki af þeirri löggjöf, sem hann hefir barist fyrir, hans afrek í þeim efnum eru heldur lítil, og fæst þess eðlis, að hægt sje að leggja fæð á menn af þeim sökum, en hitt veldur, að athæfi hans í ráð- herrastóli hefir verið með þeim hætti, að það er óverjandi, og hvert hans athæfi í ráðherra- stól verður í framtíðinni það getur Ásg. ekki haft minstu á- hrif á. Hann getur einungis tek ið það ráð að fara frá völdum, ef hann unir ekki ódæðunum sem þar verða framin. En hann verður að afsaka þótt hinir kunnugri menn efist um þrek hans til þess að gjöra það á móti sínum flokki að láta af völdum, hversu hátt, sem alda andúðarinnar gegn framferði með-verkamanns hans kann að rísa í brjósti hans, þar sem han nú brast þrek til þess, að neita að verða ráðherra. Jeg skal svo ekki fara miklu fleiri orðum um það, hvernig viðhorf og aðstaða öll er nú í TIRE & RUBBER EXPORT CO., Akran, Ohio, U. S. A. Gegn stað greiðslu selst GOODYEAR gúmmí — besta bílagúmmí- ið, sem til lan'dsins flytst — fyrst um sinn við þessu verði: DEKK: SLÖNGUR: 32 X 6 S.S. AWT HD Extra Extra Kr. 138.601 10.50 32 X 6 S.S. PF HD 10 strigal. — 100.65j 30 X 5 S.S. AWT HD 10 — — 95.00] 8.10 30 X 5 S.S. PF HD 10 — — 72.8oj 30 X 3»/* BE AWT HD 6 — — 37.30] 4.00 30 X 3>/2 BE PF HD 4 — — 17.35j 30 x 6.00 — 18 AWT HD 6 strigal. Kr. 57.45 6.55 29 x 5.00 — 19 AWT HD 6 — — 42.10 5.60 29 x 5.50 — 19 AWT HD 6 — — 53.601 c cc 29 x 5.50 — 19 PF HD 6 — — 44.90J D.OD' 28 x 4.75 — 19 AWT HD 6 — — 39.80 5.60 32 x 6.00 — 20 AWT HD 6 — — 72.15 6.80 30 x 5.00 — 20 AWT HD 6 — — 43.55 5.75 29 x 4.75 — 20 AWT HD 6 — — 41.00 29 x 4.50 — 20 AWT HD 6 — — 35.55 5.60 30 x 4.50 — 21 AWT HD 6 — — 36.70 Allar aðrar gúmmístærðir en þær, sem hjer em upptaldar, má panta, og geta þær fengist með nokkurra daga fyrirvara. Með því að nota GOODYEAR getið þjer ekið hraðara en á nokkuru öðru gúmmíi. Það hitnar aldrei og gefur mýkstan akstur. SUPERTWIST-uppistaðan er leyndardómur GOODYEAR-fje- lagsins, sú sterkasta, sem hingað til hefir verið fundin. GOOD.YEAR er sterkast, ódýrast og best fallið til notkunar á misjöfnum vegum. , Reykjavík, 18. ágúst 1931. P. STEFÁNSSON, aðalumboðsmaður Goodyear á íslandx. Verðbrejdingar áskildar án fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.