Morgunblaðið - 23.08.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1931, Blaðsíða 7
MOKGljNfíLAÐIÐ Framlensini Insfurstræfis. Frá umræðum á b æjarstjórnarfundi. Meirihluti bæjarstjórnar eindregið fylgjandi málinu. V erðhækkunarskattur ? I íhálfa þriðju klukkustund srœddu bæjarfulltráarnir um fram- leuging Austurstrætis, á síðasta bæjarstjórnarfundi. Eru vitaskuld engin tök á að rekja þær umræður allar. En hjer skal skýrt frá hvern ig málið horfir við, eftir þenna foæ j arst j órnarfund. Hugmyndin um framlenging göt- unnar. Eins og kunnugt er, komst mál þetta á dagskrá meðal bæjarbúa eftir að Sig. Guðmundsson bygg- ingameistari ritaði grein hjer í blaðinu um málið. Tilefni greinar- innar var það, að hann liafði veitt því eftirtekt, að byrjað var að byggja hús við G-arðastræti, sem stendur að nokkru leyti á lóða- ræmu þeirri sem taka þyrfti undir Austurstræti, ef það' yrði fram- lengt í beina stefnu vestur í Garðastræti. Sigurður benti á það í grein sinni, að nauðsynlegt væri, að taka málið upp nú, áður en hús þetta væri bygt. Því það myndi tefja málið, ef kaupa þyrfti hús þetta fullbygt til niðurrifs undir götuna. Síðan hefir vaknað mikill áhugi fyrir þessu máli, meðal almenn- íngs, meðal eigenda þeirra lóða sem þarna liggja milli Aðalstrætis og Garðastrætis, og að því er kom fram á bæjarstjórnarfundinum, eru margir bæjarfulltrúar mjög áfram um, að þetta megi takast. Þó það hafi verið Sig. Guð- mundsson, sem vakti mál þettá úr dvala, að þessu sinni, fer fjarri þjví, eftir því sem borgarstjóri skýrði frá, að hjer væri um nýja hugmynd að ræða. Margir liafa haft augastað á þessari skipulags- breytingu, eftir því sem borgar- stjóri sagði. Skipulagsnefnd hafði mál þetta til rækilegrar íhugun- ar, en komst að þeirri niðurstöðu, að þessi skipulagsbreyting myndi ^verða bænum of kostnaðarsöm- Hefir ósk þessi ekki lengi verið vakandi í hugum manna? Ráðhúsið? Pjetur Halldórsson lagði mjög eindregið með því, að horfið væri uú að því ráði, að framlengja Aust urstræti vestur í Garðastræti. — Hann sagði, að hann hefði altaf litið svo á, sem þessi breyting væri æskileg og tregða sú sem hefði verið á því, að fullgilda skipulags- uppdráttinn mundi ekki síst hafa stafað af því, að menn væru óá- nægðir með núverandi götuskipun á þessu svæði. Hann tók það fram, að það væri vitanlega mjög leiðinlegt, að bæj- arfulltrúar, sem lilyntir væru þessu máli, hefðu samþykkt leyfi byggingarnefndar? er hún veitti Geir Pálssyni leyfi til að byggja fyrir þessa væntanlegu götu. En það tjóaði eigi að sakast um orð- inn hlut. Hann lýsti kostum þessara breyt inga, og sagði, að fyrir sjer vekti, að þarna við vesturenda Austur- strætis ætti að rísa ráðhús bæjar- ins. — Byggingaraefndin hafði hugsað sjer leið fram hjá hinu nýja húsi. Bárugatan og Austurstræti. Borgarstjóri skýrði frá því, að byggingarnefndin hefði vel vitað hvað hún var að gera, er hún leyfði Geir Pálssyni að byggja hús sitt. Því að meirihluti bygg- inganefndar liti svo á, að þó Aust- urstræti yrði framlengt vestur úr Aðalstræti; þá yrði sú framlenging aldrei liöfð í beina stefnu við nú- verandi Austurstræti. Götuskipun- in vestan við Garðasræti titilokaði það. Bein framlenging Austurstræt is vestur í Garðastræti stefndi á hornið milli Garðastrætis og Báru- götu, svo að útilokað væri, að reisa stórhýsi fyrir endanum á Austurstræti þarna. Því hefði meiri hluti bygginganefndar talið hag- kvæmara — ef til kæmi — að leggja viðbótina við Austurstræti skáhalt upp brekkuna til norðurs, svo a.ð endi hinnar nýju ðötu kæmi í Garðastræti á því opna svæði sem myndaðist á gatnamótum Garða- strætis, Bárugötu og Grófarinnar. Tvær leiðir. Borgarstjóri skýrði frá því, að enda þótt skipulagsnefndin liefði komist að þeirri niðurstöðu, að liafa götuskipunina svona þarna, að framlengja Austurstræti ekki, þá væri ekki þar með sagt, að nefndarmenn litu svo á, að til- lögur nefndarinnar væru endilega þær bestu. En nefndin hefði litið svo á, að breyting sú, sem lijer væri farið fram á yrði bænum of dýr. Tvær leiðir væru hugsanlegar, að bærinn keypti lóðaræmurnar undir götuna, ásamt mannvirkjum sem rífa þyrfti. Það kostaði geysi- fje. Bærinn fengi ekkert af þeim kostnaði beint endurgreitt. Hin leiðin væri sú ,að allir þeir, sem þarna ættu lóðir að, mynduðu með sjer fjelagsskap, til þess að koma málinu fram. Þeir nytu verð- liækkunar lóðanna, og gætu því lagt í kostnaðinn við breytingu þessa. Þriðja leiðin. En nefnd var þriðja leiðin á fundinum, og var það Hermann Jónasson, sem fyrstur hóf máls á lienni þar — að, bæjarstjórn geng- ist fyrir því, að komið yrði á lög- gjöf um verðhækkunarskatt lóða. Hefir það mál alllengi legið kyrt, en hætt við, ag víða verði erfitt um að koma fram ýmsum breytingum og umbótum á skipulagi bæjarins, og haganlegri gatnaskipun, ef bæj- arsjóður á að bera allan kostnað- inn, en lóðaeigendur að ta-ka all- an hagnað af. Einar Arnórsson tók því vel, að flytja frumvarp á þingi um slíkan verðhækkunarskatt. En hann sagði, að mál þetta væri flókið og vanda- samt, og þyrfti vel að vanda frum- varp að lögum þessurn, til þess að það yrði frambærilegt, og taldi undirbúningstíma til næsta þings svo stuttan, að rjett væri að taka málið upp sem fyrst. Bæjarprýði. Guðm. Ásbjörnsson benti á, að þeir sem fylgdu þessu máli fram, hefðu fyrir augum, að prýða bæ- inn. Til þess að bæjarprýði yrði að þessari nýju götu, yrðu menn að gera sjer það ljóst í upphafi, að leggja þyrfti byggingar við götu þessa í nokkuð fastar skorður. Því ef hver fengi þarna að byggja eftir sínu höfði, og hver eldvarnarvegg- urinn gnæfði þama upp yfir ann- an, yrði bæjarprýðin eigi sú sem til væri ætlast. En ef þetta væri athugag í upphafi, væri hægt að leysa þenna vanda. iicmtskfataíitcittsun og íituti 34 1500 Jitjitiðvtlt. Hremsnm ná góliteppi ai Sllnm stærðnm og gerðnm. Skrtfstofnr til leigu á ágætum stað í bænum. Væntanlegir leigjendur snúi sjer til Magnúsar Guðmundssonar hæstarjettarmála- i fiutningsmanns, Austurstræti 14. Tillögur. Tvær tdlögur komu fram á fund inum, önnur frá Pjetri Halldórs- syni, hin frá Stefáni Jóh. Tillaga Pjeturs var svohljóðandi: Tillaga Pjeturs Halldórssonar: Bæjarstjórnin læt-ur það í ljósi, að hún kýs að lengja Austurstræti vestur á Garðastræti, ef þess þyk- ir kostur að lokinni rannsókn, og felur borgarstjóra og fa.steigna- nefnd að leita samnina við alla fasteignaeigendur, sem málið skiftir, um eignaka.up eða maka- skifti í þessu skyni og að koma því til vegar nú þegar, að hætt verði við byggingu húss þess, sem byrjað er á í götustæðinu við Garðastræti. Tillaga Stef. Jóh'. var samþ. með 7 atkv. gegn 6, og var hin tillagan því eigi borin upp. Tillaga Stefáns Jóhanns: Bæjarstjórnin felur borgarstjóra. og fasteignanefnd að athuga hið allra bráðasta framkvæmd á fram- lengingu Austurstrætis upp í Garðastræti og leggja fyrir bæjar- stjórnina tillögur sínar þar um. Jafnframt felur bæjarstjórnin borgarstjóra að leita samkomulags við eiganda liúsei^nar þeirrar, er nú er byrjað á að byggja við Garðastræti, um frestun á bygg- ingunni, þar til ákveðið er um framlenginguna. Uppdráttur af fyrirhugaðri framlengingu Austurstrætis. sveigja framlengingu Austur- strætis — ef tii kæmi — til norðurs, á móts við Bárugötu. Þetta væri neyðarúrræði. Banka- stræti er Ijóst dæmi þess og ekki til eftirbreytni........... . .Þegar litið er á skipulagskort ' æjarins, virðist fjarlægðin milli Austurstrætislínunnar og Báru- götu hverfandi lítil, en við nán- ari athugun sýnir það sig, að hún er hjerum bil 14 metrar frá Bárugötu til miðju AustUrstræt- is. Auk þess mætti sennilega fá örlitla, viðb.ót ú/ Bárugötu yeðst, ef æskUegt þætti að rjetta horn- ið. liillH' limonaðipúlver gefur besta og ódýrasta drykkinn. Hentugt í ferðalög. H f. Efnagerð Reykjsvíkur. Nýtt dilbaljöt. Lækkað verð. KLEIN. Baldursgötu 14. Sími 73. cþc* Lj ér co é> L. Uppdrátturinn sýnir afstöðu Austurstrætis og framlengingar þess til Garðarstrætis og gatn- anna þar fyrir vestan. Hús það, sem nú er í smíðum við Garða- stræti og gengur fram í hina fyrirhuguðu götu, eY sýnt með skástrikum og punktalínumar fram hjá því sýna áður fyrir- hugaða Smiðgötu, framhald af „Grófinni“. Byggingamefndin hefir tcdið vandkvæði á því, að koma fyrir húsi á hinni óbyggðu lóð vestan við Garðastræti, þannig að það geti notið sín sem bæjarprýði fyrir enda Amturstrætis, sök- um þess hve skamt sje til Báru- götu, og ekki sjeð annan kost en Án .nokkurrar .breytingar .á Bámgötu fæst þarna 28 metra löng húshlið, er gæti verið | „symmetrisk“ (eins tU beggja handa) við miðlínu Austurstræt- ■is. Þetta nægir fyllilega tU þess að loka göturmi, hvernig sem 'húsið er gert. Annars getur framhlið hvss- ins orðið 44,9 metrar alls og það er ekkert skUyrði — þótt i það kynni að vera æskUegt — j að miðja hússins standist á við j miðju götunnar, því að „óreglu- i legt“ hús getur líka orðið gott. | Hjer er aðal atriðið, að gatan fái gott sjónarmið. Útvarpið. Sunnudag: Kl. 10 j Messa í Dómkirkjunni (Síra Bj. Jónsoon). Kl. 19,30 Veðurfregnir. Kl. 20,15 Grammófónhljómleikar. Kl. 20,30 Erindi: Um elliheimili (Sigurbj. Á. Gíslason, cand. theol.) Kl. 20,50 Óákveðið. Kl. 21 Veðurspá og frjettir. Kl. 21,25 Dansmúsík. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.