Morgunblaðið - 30.08.1931, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.08.1931, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Enskar húlur. Stórt og fallegt úrval, nýkomið. » Geyslr“ Skerjaf|firðnr. Meðal æskulýðs höfuðstaðarins virðast t-vær ólíkar stefnur vera ríkjandi. Sumt af unga fólkinu aðhyliist útiveruna, hreina loftið, íþróttir og líkamsmenning, sund, fjallaferðir og þess hátta.r. En aftur eru aðrir, sem kæra sig lítið eða ekkert um þetta alt saman, en gefa götunni mestan gaum, lifa og hrærast í bæjarloftinu, eða iðka innisetur í frístundum sínum, livernig sem viðrar. Þessu fólki fer fækkandi. Og verði nokkurt vit í uppeldismálum bæjarins, á unga innisetu-fólkinu enn að fækka. Því mikið vantar á, að iíkamsmenning Reykvíkinga sje svo góð sem skyldi. • Þurfa menn ekki lengi að ganga eftir einhverri fjölfarinni götu bæjarins einn góðviðrisdag, til þess að mæta t. d. æði mörgu ungu fólki, sem af skeytingarleysi um heilsu og útlit ihefir vanið sig á að ganga bakbogiS og læpulega, og ger- sneytt öllum einkennum eðlilegs æskuþrótts. Allir íþróttafrömuðir lúka. upp einum munni um það, að sjóböð og sund sjeu mjög til þess að auka líkamsþrótt og atgerfi. Vart er við því að búast, að hjer sje að staðaldri synt í sjó nema eina þrjá mánuði á ári. Á þeim til- tölulega stutta tíma eiga menn hjer að fá þá heilsubót sem af sjó- böðum er fáanleg. Er því mjög áríðandi, að gera almenningi sem þægilegast að nota þenna tíma vel. En fjarri fer því að svo hafi verið gert. Sundskálinn í Örfirisey hefir aldrei haft verulegt aðdrátt- arafl fyrir bæjarbúa. Er óþarfi að rekja orsakir þess hjer. Reykvíkingai- eiga ekki í fram- tíðinni að iðka sund og sólböð við grýtta strönd Örfiriseyjar. — Hjer nærlendis er mun betri stað- ur og hentugri, Nauthólsvíkin við Sker.jafjörð. Þar er sandfjara. Þar er sjór mjög hlýr í sólskinsveðri. Þar er skjól ágætt í sandfjönmni undir klettum. Þar á að reisa sundhöll með sólbyrgjum, og setja upp bryggju fyrir sundfólk til að ganga eftir í sjó fram. Til þess að bæjarbúar geti al- ment sótt sjóböð suður í Naut- hólsvík, þarf að gera akfæran veg þangað suður eftir, yfir vegleysur ]>ær, sem enn eru á þessari leið. Bæjarstjórn, sem samþykkir að reisa sundhöll fyrir hundruð þús- unda, ætti ekki að horfa mjög í j.ann kostnað sem leggja þarf fram til þess að gera Nauthólsvík að sjóbaðstag Reykvíkinga. F.lds varð vart lítils háttar í gær kvöldi á Þórsgötu 21 Var slökkvi- liðið kvatt á vettvang, en aðstoðar ]>ess Jnirfti ekki. því að þegar það kom, hafði tekist að slökkva. Úr Hónaþiugi 29. ágúst. FB. Tíðarfar. Fyrri hluta júlímán- aðar var norðlæg átt og oft kalt. Grasspretta ill, nema á flæði- cngjum og heiðalöndum. Hey- skapur byrjaði víðast um miðj- an júlí. Töður nýttust vel, en urðu um einum fjórða minni en í fyrra., sums staðar var munurinn enn meiri. — Seinni hluta júlí snerist áttin til suðurs. Hefir grassprettu síðan farið mikið fram. Fiskafli. Á Húnaflóa hefir verið allgóður afli, en oft hefir orðið að sækja fiskinn langt norður og vestur í flóann. - Laxveiði í ám með allra minsta móti. 50 ára minningarhátíð. Þ. 26. júlí héldu Vatnsdælir hálfrar aldar minning Búnaðarfjelags Vatnsdæla. Samkoman var hald in á Kornsá. Búnaðarfjelag Vatnsdæla var stofnað vorið 1881. Björn hreppstjóri Sigfús- son var einn af stofnendum þess og meðlimur þess alla tíð og for- seti þess í fjórtán ár. Frá Bún- aðarfjelaginu var honum afhent ur hægindastóll að gjöf, en konu hans, frú Ingunni Jónsdóttur, bókagjöf, frá sveitungum henn- ar. Áletrun á stólnum var á silf- urskildi. v. Gronau kominn vestur yfir haf. Montreal, 29. ágúst. United Press. FB. Fregnin frá Resolution Is- land, Hudson Straits, hermir, að von Gronau hafi flogið þar yfir og í áttina til Paynbay, sem er vestan megin í Ungava- bay (Labrador). K.höfn, FB. 29. ágúst. Von Gronau flaug frá God- havn í Grænlandi í gær og lenti í Eskimóaþorpi á austur- strönd Hudsonflóa í dag. Innbrot á Siglnfirði. Peningum stolið. §TSALAN*«NS heldur áfram enn. Ýmsu nýju hefir verið bætt við, má því gera sjerlega góð kaup á t. d.: Matrosafötum, Kjól- um, Kápum, allri Metravöru, Telpukápum, Manchett- skyrtum, Regnfrökkum o. m. fl. Útsalan stendur að eins yfir í fáa daga — afsláttur af öllu — notið tækifærið! . Útsalan ( útibúi okkar í helst i fyrramálið kl. 9. Siglufirði. FB. 29. ágúst. Innbrot var framið í fyrrinótt hjá Friðbirni Níelssyni kaup- manni og stolið 1400—1500 krónum í peningum. Sölubúð, skrifstofa og vörugeymsla er á neðri hæð, en íbúð Friðbjarn- ar á efri hæð. Þjófurinn hefir farið inn um bakdyrn-ar, gegn- um vörugeymslu og sölubúð og inn á skrifstofuna og stolið pen- ingunum þar úr járnskáp. Skáp urinn var opinn þegar komið var að og óbrotinn, en peninga- kassar og skúffur uppbrótið. I húsinu varð enginn neins var. Enginn sjerstaklega grunaður. „Eins og kaffi eða te". Spánarvínin eru ekki lítil tekju- bnd orðin fyrir lliinn íslenska rík- issjóð. Samkvæmt landsreikningn- um fyrir árið 1929 var nettó hagn- a.ður Áfengisverslunarinnar kr. 1.025.795. Sama ár nam áfengis- tollurinn kr. 589.158. Alls nemirr gróði ríkissjóðs af áfenginu því nálægt 1.600.000 krónum. Á þessu sama ára keypti Áfeng- isverslunin vínföng fyrir 456 þús. krónur. Vörubirgðir verslunarinn- ar minkuðu á árinu um rúmlega 100 þús. kr., svo áfengið sem selt var fyrir talsvert á þriðju mdjón króna, virðist hafa kostað hing- að komið til landsins eitthvað ánlægt 25% af útsöluverði áfeng- isverslimarinnar. En á það leggjast sölulaun útsölumanna. Það mun láta nærri, að menn sem kaupa vín í Áfengisversluninni greiði 75— 80% af kaupverðinu í ríkissjóðinn. Þegar á það er litið, hve nythá og lausmjólka Áfengisverslun rík- isins hefir reynst fyrir hina eyðslu- sömu landsstjórn, er ekki að undra þó landsstjórnin hafi lialdið þeirrí lífsreglu að fólki, að drekka Spán- arvín, með líkum hætti eins og siður er að drekka hjer kaffi eða te. ...» Bankaráu. Farsóttir og m?.nndauði í Reykja vík. Vikan 16.—22. ágúst. (í svig- um tölur næstu viku á undan). Hálsbólga 51 (46). Kvefsótt 44 (87). Kveflungnabólga 6 (4). Gíkt-Í . . sótt 0 (1). Iðrakvef 39 (52). Tak-J höfðu l)eir sle^lð vopnið m' hendl sótt 3 (7). Hlaupabóla 1 (0). _] hans. Aðstoðargjaldkermn kom þá Mannslát 8 (5). Landlæknisskrif- ] hiaupandi, en hann fekk skot í stofan. | kviðinn og hneig nieðvitundarlaus Nýlega var framið dirfskufult bankarán í Tnnsbrnekerstras.se í Schoneberg hjá Berlín. í bankanum voru að eins fiinm eða sex viðskiftamenn, er ráns- mennirnir þustu inn. Þeir voru tveir. Höfðu báðir grímur fyrir andlitum og marghleypur í hönd- um. Annar þeirra hljóp þangað, sem gjaldkerinn sat og skaut, eins og óður maður út í loftið. Gjald- kerinn, Kranse að nefni, ljet sjer ekki bylt við verða. Hann þreif marghleypu, sem lá á hillu skamt frá sæti hans, en áður en hann gæti unnið bófunum nokkurn geig, niður. Ræningjarnir stukku yfir borðið og þrifu þar 24.000 niarka í seðluin, sem voru aftaldir í bunka. Hlupu þeir síðan út og komust á reiðhjól sín, sem eng- inn hafði haft rænu á að taka áður. Þeystu þeir svo af stað og skutu látlaust til beggja handa. Kranse gjaldkeri náði í bíl og elti þá, en varð brátt að hætta elt- ingaleiknum, því að honum varð það slys á í óðagotinu, sem á honum var, að skjóta bílstjórann í liend- ina. Fólk reyndi að stöðva ræn- ingjana með því að fleygja öllu, sem ihönd á festi í veg fyrir hjól þeirra, en það bar engan árangur. Ræningjarnir sluppu, en höfðu þó mist. einn pakka af seðlum með 3000 mörkum í, meðan eltingaleik- urinn stóð sem hæst. Ríkisbankinn hefir heitið 3000 marka verðlaunum hverjum þeim, sem getur lcomið upp um ræningj- ana. Elsta kona á Norðurlandi látin. Hún var 102 ára gömul. Riómabússmjör. Klein, Baldursgötu 14. Súni 73. Akureyri FB. 29. ágúst. Nýlátin er að Kífsá í Krækl- ingahlíð ekkjan Þorgerður Guð- mundsdóttir, eitt . hundrað og tveggja ára og misseris gömul. Hefir hún sennilega verið elsta konan á Norðurlandi. Eitt hundr að og átta afkomendur hennar eru á lífi. Eflison veiknr. 1 lok júlímánaðar gengu mildar lntabylgjur yfir Bandaríkin. — Margir fengu sólsting og meðal annara veiktist hinn heimskunni uppfinningamaður, Edison, við vinnu sína. í West Orange. Upp frá því hefir clregið úr ' kröftum hans og hafa læknar látið uppi þá skoðun, að hann muni elcki eiga langt ólifað. Edison lifir þó við góða von sjálfur, en segist þó gera ráð fyrir að hann muni ekki reynast hæfur fyrir hina erfiðu vinnu sína, þegar hann komi á fætur. RugKtlngafiagbik Ef leið ykkar liggur um Hafn- trfjörð, þá munið að kaffi og mat- Aofan „Drífandi“ Strandgötu 4 ælur bestan og ódýrastan mat og irykk. Heitur matur alla daga. íljót afgreiðsla. Virðingarfylst. /ón Guðmundsson frá Stykkis- lólmi. Ódýr matarkaup. Fyrsta flokks t'rosið dilkakjöt á 60 aura pr. V'z kg. Pantið í síma 259. H.f. fsbjörninn. BLÓM & ÁVEXTIR j lafnarstræti 5. SÍMI 2017. i Kransar og blómvendir úr lif- andi blómum og gerviblómum |bundnir meg stuttum fyrirvara eft- . ir pöntun. Verkið vinnur smekk- vís og starfsvön kona, sem hefir i lokið námi í þessari iðm Gisting og algengar veitingar eru í hinu nýja skólahúsi í Reykholti í sumar. Þar kvað vera ódýrt og gott að vera. Bílferðir um Kalda- dal til Reykholts, eru á þriðjudög- um og föstudögum frá Aðalstöð- inni. Matreiðslunámskeið. í september held jeg eins mánaðar matreiðslu- námskeið. Kristín Thoroddsen, Frí- kirkjuveg 3. Sími 227.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.