Morgunblaðið - 30.08.1931, Side 3

Morgunblaðið - 30.08.1931, Side 3
3 fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiig JítorgtmUafctð = CtK«f.: M.t. Árvakur. Ueytiit,rSk = S JUtatjörar: Jön Kj»irta.nNioa. Valtjr Stsf&nuon. H Slt»tJCrn or afKrslöaln: ▲uataratraetl t. — BIkI 500. = S Auelýelneaatjörl: M. Kafbarc. = f= AuclýalnKaakrlfatofa: Auaturatrati 17. — Hlml 700. = S Halmaalaear: Jön Kjartanaaon nr. 741. Valtýr StefAnaaon nr. 1110. = a Hafber* nr. 770. = ÁakriftaKJald: Innanlanda kr. 2.00 á mánuðl. = = Utanlanda kr. 2.E0 á aeánuöl. = = f lauaaaölu 10 aura elntaklO. 10 aura aaeö Leabök = I Ulllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllln? Alt fyrlr alþýðnna. „Hvag gerir maður ekki fyrir J)jóðina?“ sagði þingmaður einn, -er honum var liallmælt fyrir það, ;að hann hefði lagt of mikið í söl- urnar, til þess að verða ráðherra. ’Hann þóttist svo sem ekki hafa ;gert þetta fyrir sjálfan sig, hann var bara að ltugsa um fólkið, að jþað fengi góðan ráðherra. Þeir þingmenn Alþýðuflokksins «eru altaf að fórna sjer fyrir fólkið. IÞeir versla með sjálfa sig, selja .atkvæði sín og eiða, sem þeir ^,virða eins og páskamessu.“ Öllu •er fórnað fyrir velferð fólksins. En menn geta verið óheppnir 5 verslun, þó þeir sjeu sjálfir dýrseldir. Hvað segja kjósendur þeirra sósanna um innkaup þeirra :núna á þinginu? Hvort mundu þeir nú íheldur hafa kosið: tóbaks- •einokunina eða Sogsvirkjunina ? Tóbakseinokunin er náttúrlega ■ágæt. fyrir Tóbaksverslun Islands og eigendur hennar. Nú getur verslunin „smurt upp á“ ríkið öllum tóbaksruddanum, sem safn- •ast, hefir fyrir og óseljanlegur ■er orðinn. Og einhverjir af eig- •endunum komast í hálaunaðar stöður hjá einokuninni. Þetta er ■sjálfsagt mikils virði fyrir þá, •sem happsins verða aðnjótandi, því happið verður þeim hið sama, þó tóbakið, sem alþýðan neytir, verði dálítið dýrara og lakara. En ætli það ljetti nokkuð lífsbar- áttuna hjá alþýðunni? Ætli það veiti þeim aukna vinnu eða ódýr- ;ari Ijós og hit? Það mundi þó ‘Sogsvirkjunin hafa gert. Hvort mundi nú hafa orðið alþýðunni notadrýgra atvinnubóta- f jeð samkvæmt tillögu Einars Am- >órssonar og Jóhanns Jósefssonar, •eða landlæknisembæt.tið lianda Viimundi Jónssyni? Hvort mundi hafa orðið alþýð- Tunni meiri rjettarbót, stjórnar- :skrárfrumvarp Sjálfstæðismanna •eða leyfið fyrir starfsmenn tó- bakseinkasölunnar til að taka um- boðslaun af tóbaki því, sem versl- unin kaupir inn? Það getur svo ■sem orðið drjúgur skildingur þessi umboðslaun. En ætli þau komi •ekki seint á matborð þeirra fá- tæku og svöngu? Þeir eru áræðnir ver.slunarmenn þingmenn Alþýðuflokksins og mögla ekki, þegar alþýðan á í íhlut. En vegir þeirra eru annað hvort órannsakanlegir, eða mega •eklíi rannsakast. Úrslitakappleikur í Reykjavíkur- ‘keppninni verður ttiáður í dag kl. ‘6 síðd. á íþróttavellinum. Keppa þá K. R. og Valur. Ef til vill er þetta mest ,,spennandi“ kappleik- ur ársins og verður sjálfsagt fjöl- menni á vellinum í dag. DigkA Veðrið (láugardagskvöld kl. 5) : I dag liefir verið log'n og bjart- viðri um alt land með 14—16 stiga hita víðast hvar. Háþrýstisvæðið er nú að færast austur fyrir land- ið, en grunn lægð fylgir eftir suð- vestan lir hafi. Er því útlit fyrir að áttin verði suðlæg og dragi til dálítillar rigningar vestan lands á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: S-gola eða kaldi. Skýjað loft og ef til vill rigning síðdegis. Messur í dag,- I dómkirkjunni ltl. 10 árd„ síra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni í Rvík kl. 2 síðd., síra Arni Sigurðsson. Sundgarpar. Kl. Í)i4 árd. í dag fer sundflokkur frá K. R. upp að Alafossi og þreytir sund þar í lauginni. — Ef veður leyfir fer einnig sundflokkur frá glímufjel. Armann upp á Akranes um hádegi í dag og sýnir þar alls konar sund. Forseti í. S. f. verður með í förinni og mun flytja erindi þar efra, um sund og íþróttir. Sundafrek. f gærmorgun synti Haukur Einarsson (K. R.), fer- þrautarmeistari, úr Viðey til Rvík- ur á 1 klst. 53 mín. 40 sek. Hann hóf sundig frá svokölluðum sund- helli í Viðey, og lenti hjer við steinbrjTggju bæjarins. Sjór var Haukur Einarsson. . \ sljettur, og sjávarhiti 12y2 stig. Haukur svain bringusund mestan hluta leiðarinnar, en hvíldi sig með því að synda skriðsund, við og við. Haukur er fimmti maðurinn sem syndir frá Viðey til Rvíkur. Bennó synti það 9, sept. 1914. Er- lingur Pálsson 1919. Asta Jóliann- .esdóttir 1923 og Magnús Magnús- son, frá Kirkjubóli, 1930. Allir landsmenn þakka sundgörpum vor um fyrir afrekin; og margir vilja láta launa þeim fyrir það. En nú mega áhugamenn engin laun taka fyrir afrek sín, samkv. lögum og fyrirmælum í. S. í. En hvað á þá að gera, munu menn segja? Koma upp sundliöllinni, sem allra fyrst, og sundskyldu í höfuðstaðnum. Það mundi gleðja mest. sundgarp- ana, og alla aðra, sem sundlistinni unna. 80 ára verður 1. september Mar- grjet, Hinriksdóttir, Elliheimilinu. Útvarpið í dag: Kl. 14 Guðs- þjónusta í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). Kl. 19.30 Veðurfregn- ir. KI. 20 Grammófónhljómleikar. Kl. 20.30 Erindi: Um Snæfellsjökul og alþjóðaveðurrannsóknir (Jón Eyþórsson). Kl. 20.50 Óákveðið. Kl. 21 Veðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Danslög. Útvarpið á morgun,- KI. 19.30 Veðurfregnir. K1 20.30 Graonmó- fónn: Gluntarnir. Kl. 20.45 Hljóin- leikar (Þór. Guðmundsson, Karl Matthíasson, Þórh. Árnason og MORGUNBLAÐIÐ Emil Thoroddsen): Kl. 21 Veður- spá og frjettir. Kl. 21.25 Grammó- fónn (píanósóló). Söngskemtun hjelt ungfrú Jó- hanna Jóhannsdóttir frá Akureyri á Siglufirði í fyrrakvöld; Guð- mundur Matthíasson, prests í Grímsey, aðstoðaði. Húsið var fullskipað og fjekk ungfrúin á- gætar viðtökur. Hún kefir einkar fagra. rödd og góða mentun; hefir stundað nám hjá frú Dóm Sigurðs- son. Ungfrú Jóhanna er væntanleg hingað með Goðafoss næst og mun hafa í hyggju að syngja hjer opin- berlega. Knattspyrnumót 2. flokks hefst í dag á Iþróttavellinum. Keppt er um knattspyrnumannsstyttuna og hafa K. R. og Valur unnið hana tvisvar hvort. Ef ánnað hvort þeirra vinnur hana í þriðja sinn, er hún til eignar. Kl. 1—2 í dag keppa K. R. og Víkingur og kl. 2—3 Fram og Valur. Mót þetta verður mjög „spennandi“. Norski söngvarinn Erling Krogli er væntanlegur hingað í dag með íslandi .Hann ætlar að syngja h.jer á. þriðjudagskvöld. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Dánarfregn. Á föstudag andaðist á heimili sínu á Blönduósi, Zophon ías Hjálmsson, Pjeturssonar, fyrrum alþingismanns Mýramanna. Var það tilætlunin? Norskt blað segir, að ef þingið hefði samþykt tillögu forsætisráðherra. um heim- ild handa stjórninni að draga 25% af útgjöldum ríkisins, þá mundi þetta m. a. hafa bitnað á þing- mönnum, þannig að orðið hefði að draga 25% af þingfararkaupi þeirra. Var það tilætlunin? Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. — Auglýsingar kvik- myndahúsanna em á 4. síðu. Dánarfregn. Sú símfregn bai'st hingað, að Þórarinn Flygenring hafi látist í Kaupmannahöfn, eftir uppskurð. Hann var elsti son- ur hjónanna Þórunnar og Ágústs Flygenring í Hafnarfirði. Þórarinn var snemma hneigður til sjó- mensku og hefir um mörg ár verið I siglingiun, lengst af sem skip- stjóri á stórum gufuskipum Hann var hvers manns hugljúfi og hinn ágætasti maður í hvívettna og sómi sinnar stjettar. Norcross-Bartlett leiðangurinn. Einkaskeyti barst hingað í gær frá Bartlett kapteini, sem nú er staddur í Angmagsalik. Er le’ið- angurinn þannig kominn þetta suð ur á bóginn aftur, enda var til- ætlunin að komáht heim til New York fyrir septemberlok. Annars er símskeytið ekki annað en kveðj- ur til ýmissa manna hjer, en seinna vænt.ir Morgunblaðið að geta sagt nokkuru nánar frá leið- angri þessum Taugaveikin eystra. Tveir sjúk- lingar hafa dáið iir taugaveikinni í Skipholti í Hi'unamannahreppi. En eftir því, sem landlæknir skýr- ir frá, eru hinir að hressast; einn- ig virðist sjúklingurinn í Hvammi á batavegi. Engin ný tilfelli hafa komið út frá veikinui í Skipliolti. í skólahúsinu á Borg í Grímsnesi fanst einn sjúklingur með tauga- veiki nýlega, hann va-r fluttur til Rvíkur og skólahúsið einangr- að. Landlæknir álítur, að þessi sjúklingur hafi ekki smitast frá Skipholti; hjer sje því uni að ræða nýja sóttkveikju, af öðrum upp- runa. Engin ný tilfelli hafa komið í Grímsnesi. Sjúklingur þessi and- aðist á Farsóttarhúsinu í gær. Uppþotið á bæjarstjórnarfund- inum. Dómur var nýlega upp kveð inn í máli kominunistanna*. sem sakaðir voru um forgöngu í upp- ▼ðrnrnar^ ern farnar að” koma, og meira bætist við meðj nastn skipnm. Verð lagra en þekkst Verslunín Björn Hristjánsson Iðn BjSrnssnn SBo. Píanókensla. Byrja aftur að kenna 1. sept. Alfa Pjetursdóttir, Bræðraborgarstíg 16. Sími 869. þotinu á bæjai'stjórnarfundi í vet- ur. Þessir fengu skilorðsbundinn dóm: Þorsteinn Pjetursson 60 daga einfalt fangelsi, Guðjón Benedikts son 30 daga og Jónas Guðmunds- son 15 daga. Magnús Þorvarðsson hlaut 60 daga fangelsi og Georg Knudsen 30 daga; báðir dæmdir áður. Haukur Björnsson hlaut 100 kr. sekt. Prófessorsembættið. Tíminn, mál gagn stjórnarinnar og Afturhalds- ins 'harmar það mjög, að Árna Pálssyni skyldi hafa verið veitt prófessorsembættið í sögu við Há- skólann. Telur blaðið þessa em- bættisveitingu gefa fult tdefni til ’að íhuga, hvort ekkj beri að taka þann rjett af Háskólanum, að ráða mannavali í kennarastöður. Sjeð frá siðferðismoral Afturhalds- ins, er þetta rjett athugáð hjá stjórnarblaðinu, því að samkeppnis próf um slíkar stöður mun að jafn- aði verða þess valdandi, að fær- ustu og best mentu mennirnir fái stöðurnar; þar kemur stjórmnála- skoðun keppenda ekki til greina. Stjórnin er því óvön, að veita í embætti og stöður eftir hæfileikum og verðleikum; hún hefir annan mælikvairða — spyr að eins um hið pólitíska hugarfar umsækj- anda. En hvor mælikvarðinn er lieppilegri, sá, sem Háskólinn not- ar eða stjórnin, um það geta ekki orðið skiftar skoðanir meðal óvil- hallra manna. ,,Álftin“ flaug i gær til Akur- eyrar með póst. og farþega.; við- komustaðir voru þessir: Staðar- fell, fsafjörður og Siglufjörður. Austfirðingur, blað Sjálfstæðis- manna á Seyðisfirði, i'æst á afgr. Morgunblaðsins; nokkur ný blöð komin. Bretar taka lán. New York City, 29. ágúst. United Press. FB. Morgan Company tilkynnir, að það hafi, ásamt ýmsum öðr- um amerískum bönkum, ákveð- ið að lána bresku ríkisstjórn- inni 200 miljónir dollara til eins árs. London: Fjármálaráðuneytið tilkynnir, að samið hafi verið til fullnustu um lántökur við 'rakkland og Bandaríkin, 40 milj. sterlingspunda frá hvoiu landi, til þess að treysta gengi sterlingspundsins. — Lántökur þessar hafa gengið mjög greið- lega og samningar farið mjög vinsamlega fram. Snowden ætlar að draga sig í hlje. London 29. ágúst. United Press. FB. Snowden fjármálaráðherra tilkynti í gær, að hann mundi draga sig í hlje frá stjórnmála- störfum, þegar núverandi fjár- hagsörðugleikar eru um garð gengnir. Hefir hann tekið þessa ákvörðun vegna aldurs og heilsubrests.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.