Morgunblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1931, Blaðsíða 2
2 V1 IIRIM’N H l Af)Ifi mnaHmT THE ORIGINAL CANDY COAIED CHEWING GOM SStSEN /CNLYMPIC M peppermint dJ Nýtt grænmeti: Hvítkál Rauðkál Blómkál Gulrætur Gulrófur Rauðrófur Selleri Purrur Rauðrófur Græskar Asíur Agurkur Lauk — Charlotten, smár Kartöflur, lægst verð Radísur Persille Alt albragðs ý gðð vara. ý muusuu, Stórt og ódýrt úrval. HTanubergsbræðnr Kaupið Morgunblaðið. Sextugsðfmæii. Jón Halldórsson trjesmíðameistari á sextugsafmæli í dag. Hann er fæddur 15. sept. 1871 að Vöðl- um í Önundarfirði í Vestur- ísafjarðarsýslu. Dvaldist hann í föðurhúsum til 23 ára aldurs og gekk þar að allri algengri sveitavinnu, en um nám mun hafa verið minna, eins og títt var á þeim dögum. í októbermánuði 1894 rjeð- ist Jón í það að fara til Nor- egs til þess að nema þar trje- smíðar og dvaldist þar vetrar- langt. Um vorið fór hann til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í 1J/2 ár við trjesmíðanám og gerði þar prófsmið sína 1896. Hvarf hann þá heim til íslands aftur. Vorið 1897 kom hann hing- að til Reykjavíkur og vann að smíði Holdsveikraspítalans í Laugarnesi og síðan við innan- hússsmíðar í Landsbankahúsinu. En haustið 1899 fór hann aft- ur til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í 9 mánuði. Vann hann að trjesmíði á daginn, en sótti teikniskóla á kvöldin. Síðan fór hann til Berlínar og settist þar að, þótt hann kynni ekki orð í þýsku til að byrja með. Dvaldist hann þar í 3 ár, stundaði húsgagnasmíðar á sumrum, en var í teikniskóla á vetrum. Enn fremur fór hann Dresden og Vínarborgar til þess að kynna sjer iðnsöfnin þar. Hinn 1. júlí 1905 kom hann aftur heim til íslands og hefir dvalið hjer í Reykjavík síðan, eða í sámfleyt't 26 ár. Hann gerði hjer þegar fjelagsskap við tvo aðra smiði, Sigurjón Ólafsson og Jón Ólafsson og komu þeir þá upp húsgagna- verksmiðju þeirri, sem Jón Halldórsson stjórnar enn í dag. Var hún fyrst rekin undir nafn inu Sigurjón Ólafsson & Co., en breytti brátt nafni og hefir síðan heitið Jón Halldórsson & Co. Hefir hún alla jafna verið rekin með mesta dugnaði og forsjá og átt góðu gengi að fagna, sjerstaklegra vegna á- reiðanlegra viðskifta og sjer- stakrar vinnuvöndunar og vöru- vöndunar. Það sjer ekki á Jóni að um-1 svifamikið starf og eflaust á- hyggjublandið stundum, hafi mætt á hann, því að hann er í ltaf samur og jafn, síglaður og hress í huga. Honum hefir heldur ekki verið fisjað saman, hvorki til sálar nje líkama, og að kjarkurinn hefir verið óbilandi, sjest best á því, er hann, sveita- pilturinn, mállaus og ókunnug- ur borgalífi og annara manna háttum, ræðst í það, að fara einn síns liðs til framandi landa og vera þar við nám, sem eng- ir íslendmgar voru. Jón hefir jafnan verið fram- arlega í flokki iðnaðarmanna og einn af helstu mönnum Iðn- aðarmannafjelagsins síðan það var stofnað. Hann var og aðal- hvatamaður og driffjöðrin í því að íslenska iðnsýningin var hald in árið 1911 og má það honum þakka, fremst allra manna, hve vel hún tókst. Fjelagsmaður er Jón ágætur og gengur að fje- lagsmálum með sama áhuga og að öllu öðru, sem hann tek- ur sjer fyrir hendur. Hann er mjög vinsæll maður, eins og best mun sjást á sextugsafmæli hans í dag. Konsert. Einar Markan söng í Iðnó síðastliðið sunnu- dagskvöld. Efnisskráin var ó- venjuleg að því leyti, að söngv- arnir voru allir, tólf að tölu, eftir íslenska höfunda, nýir eða að minsta kosti óþektir. — Jeg man nú ekki betur en Schu- mann taki mönnum einhvers- staðar vara fyrir því að dæma um tónsmíðar, er þeir hafa ekki heyrt nema einu sinni. Mun hann að vísu eiga við meiri háttar tónsmíðar, fyrst og fremst, en jeg ætla þó að fylgja hans ráðum og fara laus- lega og fljótt yfir sögu. Þrjú fyrstu lögin voru eftir Sigurð Þórðarson og leist mjer einna best á „Ave Maria“, jafn- vel þótt það minti lítið eitt á samnefnt og alkunnugt lag. Mjer virtist það vera heil- steyptast og svipmest. — Næst komu þrjú lög eftir Pál ísólfs- son og þótti mjer „Riddarinn og meyjan“ bera af hinum. Höfundi hefir tekist að setja á það söguljóðablæ, hrynjand- in er snjöll, og sönglínurnar viðfeldnari en í þeim öðrum lög um sama höfundar (Heimir og Söknuður), sem á efnisskránni voru. En ætti ekki að fara að, eins og Löwe og fleiri miklir menn hafa gert — „gegnum- komponera“ kvæðið, svo að úr þessu yrði myndarleg „bal- lade“? Því miður Jjekki eg kvæðið ekki nógu vel, til þess að jeg geti sagt um það með vissu. — Þá er að nefna söngva eftir Þórhall Árnason. „Kvöldvísan“ var geðfeldust, einföld en snot- ur í blettum. í hinum lögunum mun höfundurinn hafa reist sjer hurðarás um öxl að ýmsu leyti. Ekki er t. d. heiglum hent að bæta um söngva Schuberts við kvæði eftir Goethe („Schá- fers Klagelied“). — „Vid Himlesport“, eftir Einar Mark- an, mun tæplega vera frumleg- ur eða mikill skáldskapur, en sönglegt er lagið. — Síðast voru tvö lög eftir Emil Thoroddsen Wiegenlied og Nacht í ný-róm- antiskum stíl. Þau hafa ekki til að bera það, er nefna mætti íslenskan blæ eða svip, enda eru þau samin við þýska texta, og þau virðast heldur ekki vera með skýrum, persónulegum ein- kennum. En jeg held nú samt sem áður, að engum hinna fyr- greindu, háttvirtu höfunda sje órjettur ger, þótt sagt væri, að þessi lög Emils bæru vott um mesta skáldskapargáfu. Einar Markan hefir þótt all mistækur, eins og fleiri söng- menn vorir. En þegar hann er vel fyrir kallaður, eins og hann var í fyrrakvöld, þá er röddin ekki aðeins mikil með afbrigð- um, heldur og falleg, þegar henni er hóflega beitt. En mik- ii og falleg rödd að upplagi, er að vísu hvergi nærri einhlít, og er vafalaust kominn tími til þess að gera sjer þetta full- komlega ljóst. Það er til lítils að fá manni í hendur góða fiðlu, nema því aðeins að hann kunni að fara með hana. Og fyrir hljóðfæraleikara hrekkur ekki kunnátta til. Tæknin er ekki tak- mark, heldur leið að markinu. En söngvarar eru vitanlega sömu lögum háðir eins og aðrir tónlistamenn. Þeir verða að kunna að fara með sitt „hljóð- eri“. Sú kunnátta er skilyrði þess, að um list geti verið að ræða frá þeirra hendi, en hún er hvorki annað nje meira. — Því miður er Einar Markan ekki svo langt kominn, að hann hafi náð þeim tökum á rödd sinni, sem honum eru nauðsyn- leg. Röddin er ekki jafn prýði- leg alstaðar (lægri tónarnir eru lakari) og veikan söng á hann bágt með, þó að hann nái oft fallega einstökum veikum tón- um. — Um framsögu verkefn- anna er ekki tækifæri að ræða, enda er jeg orðinn langorðari en til stóð. Það var auðheyrt að söngvarinn hafði búið sig undir eftir bestu getu, og er það lofsvert. Óþarflega eyðslusam- ur var hann á afar sterka tóna, eins og stundum fyrri, og ætti hvorki hann nje aðrir að láta blekkjast af því, þótt hjer hafi margir gaman af slíku. — Hug- arfar áheyrenda lýsti sjer nokk- ð greinilega í því, að söngvar- inn varð að endurtaka 8 lög (af 12) og syngja tvö aukalög Húsfylli var eða því sem næst. Sigf. E. TakmÖrkun olíuframleiðslu. Fyrir nokkuru hafa verið samþykt lög í Bandaríkjunum, um takmörkun olíuframleiðslu. En svo er að sjá, sem stjórnin hafi búist við því, að ekki myndi allir olíufra'mleiðendur hlýða þeim með glöðu geði, því að þess er getið í skeytum frá New York, að ríkisstjórnin í Texas og Oklahoma hafi gefið út fyrirskipanir um það, að herlið skuli vera til taks að skerast í leikinn, þegar lögin ganga í gildi, en það var núna um mán- aðamótin (ágúst — september. — A herliðið þá að sjá um að olíu- vinslan í Austur-Texas verði stöðvuð. Samkvæmt lögunum á að ,minka olíuframleiðsluna um , 400 þús. tunnur á dag. Altaf ný erlend blöð með hverri ferð frá útlöndum. f gær komu meðal annars: DÖNSK BLÖÐ: F amilie-Journal Dansk Familieblad Hjemmet Köbenhavnerinden Radio-Magasinet Populœr Radio Vore Damer Verden og Vi Tidens Kvinder Vikingen O. fl. ÞÝSK BLÖÐ: Hamburger Fremdenblatt Hamburger Illustrierte Der Bazar FUmivelt Die Woche Reclams Universum Sport im Bild Scherls Magazin Gartenlaube Deutsche Rundfunk Die Koralle Vélhagen & Klasings Mon~ atshefte Deutsche Rundschau Die neue Rundschau Weltbiihne Simplicissimus Das schöne Heim Die Kunst og ýmis fleiri. SÆNSK BLÖÐ: Göteborgs Handels-och Sjöfartstidning Husmodern V ecko-joumalen Svensk Damtklning Idun Hvar 8. Dag Várt Hem o. fl. ENSK BLÖÐ: Strand Magazine World To-day Display Good Housekeeping West Ideal Home Woman’s Journal Popular Wireless The Scout (skátablað) Manchester Guardian Punch New Statesman & Nation Times Literary Supplem Times Educational Supplem Times Weekly og fjölda mörg önnur ensk blöð og tímarit. Sum þessara tímarita hafa gengið mjög fljótt upp, og ættu því þeir, sem hafa hug á að eign- ast þau, að koma fljótlega. E. P. BRIEM AUSTURSTRÆTI 1. SlMI 906. Tomatar, ranðir og grænir. Alt af lægsta verð. Gefið barui yðar líftryggingu í ANDVÖKU. Sími: 1250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.