Morgunblaðið - 22.09.1931, Side 3

Morgunblaðið - 22.09.1931, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Iskyggilegar fjármálahorfur í Norðurálfu. Englansbanki stöðvar gullinnlausn seðla. Flest öllum kauphöllum lokað. Fellur gengi sterlingspundsins? fll!I(I!ll(IISII!liiil!Íil!(!!llllllllllllimillillllll!l!II!UHIIII!tllll 0? g U.t. Árv&kor, Kerkjavlk 'S3 g a!t«tjfcrar: Jðn Kj*rt*n*«o*t. Valtýr fcií.íifáaescn. S Sltstjírn o* &f|[rclO*l*: Auct ur.trsetl 1, — Biatl 100. g A-Ut-í’.íneK.tJðrl: BL H&íticrK. 5 AtiKlýcIneackrlfatofa: Auaturatrstl 17. — Slntl 700, S Haliaaaliaar: Jðn Kjartanason nr. Ttl. Valtýr Btefánaaon nr. 1110. B. Hafberg nr. 770. q ÁckrlftaeJald: -5 Innanlanda kr. 2.00 4 m&nuBl. E Utanlanda kr. 1.50 4 aainnTU. 5 t lanaaaðlu 10 aura clntaklð. 10 aura Laabök. ilUIIIIIIIIIIIIIIIllllilllllllllllllillllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIHIIIIB flugviBl Gramers fundin. Kbh. 21. sept. (Frá frjettaritara FB.) Botnvörpungurinn Lord Trent, sem fann flugvjel Cram- «rs í Norðursjónum, er kom- inn til Hammerfest í Noxegi með leifarnar af flugvjelinni. Mótorinn og vængina vantar. tírið í flugvjelinni hefir stöðv- ast kl. 1 y%. Cramer hefir því líklegast farist þremur klst. eft- ir að hann lagði af stað frá Lervick. Afvopnunarmálin. Genf 21. sept. United Press. FB. Stjórnin í Bandaríkjunum hefir sent Þjóðabandalaginu til kynningu þess efnis, að Banda- ríkin þiggi boðið um þátttöku í nmræðum um frestun vígbún- aðar á meðan samkomulagstil- raunir um afvopnunarmálin íara fram. Neyðarráðstafanir Þjóðverja Berlin, 20. sept. United Press. FB. Hindenburg forseti hefir skrifað xtndir þrenn lög, sem sett hafa Trerig sem neyðarráðstafanir af rík- ísstjórninni, samkvæmt ákvæðum 48. greinar stjórnarskrárinnar. Lög þessi ern um eftirlit með bönkum, foreytingar á hlutafjelagalögum á tímafresti til að gefa upp eign «ína í erlendri mynt. Fyrri iögin tvö ganga í gildi 1- okt., en hin -síðast nefndu þ. 15. okt. Zeppelin kominn til Pernam buco. London, 21. sept. United Press. FB. jFrá Pernambuco er símað, að ,,Graf Zeppelin“ hafi lent þar kl. 6.50 síðd. í gær. Nautilus kominn til Bergen. Bergen, 21. sept. IJnited Press. FB. Nautilus kom hingað í gær. Knattspyrnupiltarnir frá Vest- mannaeyjum ljeku á sunnudaginn við II. flokk K. R.. Leikur þeirra var mjög röskur, en hinir voru leiknari og fór leikurinn svo að *K. R. vann með 3:1. Að líkindum keppa þeir vig Fram í dag og halda síða-n heimleiðis í kvöld. Eru ■þeir mjög ánægðir yfir ferðalaginu ibg hafa skemt sjer vel. Englandsbanki hækkar for- vexti. London, 20. sept. Mótt. 21. United Press. FB. Englandsbanki hefir hækkað for- vexiti um IÝ2% upp í 6% frá 0g með mánudegi að telja. Horfið frá gullinnlausn seðla. London, 21. sept. United Press. FB. Ákveðið hefir verið að hverfa um stundarsakir frá innlausn seðla 0g í því skyni að leita samþykkis þingsins á fruimvarpi um það efni, sem borið verður fram á mánu- dag (þ. e. í dag). Einnig hefir verið ákveðið að loka kauphöllinni á mánudag. Opinber tilkynning segir, að ákvörðunin um afnám gullinnlausnarskyldunnar sje fram komin vegna þess, að síðan í mdðj- um júlí hafj meir en 200 miljónir sterlingspunda horfið úr umferð á peningamarkaðinum í London. — Ákvörðun þessi tekur ekki til skuldbindinga stjómarinnar e®a Englandsbanka, sem greiddar verða í erlendri mynt. Gengi sterlingspunds fer eft- ir því hvernig Frakkar og Bandaríkjamenn líta á málið. London, 21. sept. United Press. FB. Hagfræðingurinn frægi, Sir Ge- orge Paisli hefir í einkaviðtali við Uiiited Press látið í ljós skoðun sína á afleiðingunum af því, að hórfið hefir verig frá gullinnlausn. Telur hann, að afleiðingarnar geti orðið mjög alvarlegar, en hverjar afleiðingarna-r verði, sje fyrst og fremst undir því komið, hver áhrif þetta hefir í Bandaríkjunum og Frakklandi. Komi eigj fram ótti við afleiðingamar í þessum lönd- um, eru eigi miklar líkur til að sterlingspund falli mjög í verði. Hins vegar, ef Bandaríkin og Frakkland leggja áherslu á sölu sterlingspunda, vegna þverrandi trausts á Bretlandi, gæti sterlings- pund fallið mjög í verði, en tel- ur þetta þó ótrúlegt, vegna þess að Bretland standi á öruggum fjárhagslegum grundvelli. Sir Josiah Stamp forstj. Eng- landsbanka hefir sagt í einkavið- tali við United Press, að afleið- ingarnar af aðgerðum stjórnarinn- ar sje að miklu leyti undir því komnar, hvert -traust aðrar þjóðir berj til Bretlan'ds framvegis. Bret- land, sagði Sir Josiah, var neytt til þess að hverfa frá gullinnlausn yegna aðstreymis fólks í bankann, til þess að taka út fje, en að- streymi þetta varð a-ð stöðva, af þeirri einföldu ástæðu, að meira gull er ekki fyrir hendi. Ótti viö veröhrun. KauphöUum lokað. London, 21. sept. United Press. FB. Kaupmannahöf n: — Kaup- höllin hjer er lokuð í dag> einnig kauphallirnar í Osló og Stokkhólmi. Berlín: — Kauphallarskrá- setningum frestað óákveðinn tíma. Engin viðskifti milli bankanna eins og stendur. Hamborg: — Kauphöllinni lokað óákveðinn tíma. Berlin: Öllum kauphöllum Þýskalands hefir verið lokað. Amsterdam: — Kauphöll- inni lokað í dag. Helsingf ors: — Finnlands- banki frestar skrásetningu á gengi erlendrar myntar. Verðhrun í París. París: Mikið vérðhrun varð á kauphöllinni í morgun, fáum mínútum eftir að opnað var. Ýmis helstu verðbrjef fjellu í verði um 10%. Danzig hverfur frá sterlings- pundi. Danzig: Senatið hefir sam- þykt að afnema það fyrirkomu- lag að leggja sterlingspund til grundvallar myntinni og miða hjeðan í frá við gullgildi. Sterlingspund lækkar í Sví- þjóð. Kbh. 21. sept. (Frá frjettaritara FB.) Ríkisbanki Svía hefir hækk að forvexti úr 4 í 5%. Ster- lingspund er skrásett í Stokk- hólmi í dag á kr. 17.25. London 21. sept. United Press. FB. Kauphöllinni í London verð- ur lokað á morgun (þriðjudag). K.höfn: Gengisskrásetning á erlendri mynt hefir verið frest- að. Ákvörðun þessi var tekin á fundi bankastjórnar Þjóðbank- ans. Stóð fundurinn yfir í tvær stundir. MacDonald talar við þjóð sína gegnum út- varpið. I gærkvöldi hjelt Mac-Donald forsætisráðherra Breta ræðu í breska útvarpið, þar sem hann lýsti fjármálaástandinu, og ráð stöfunum þeim, sem gerðar hafa verið, til þess að stöðva verðhrun og gengisfall. Sagði hann enga hættu á því að gengi sterlingspunds gæti fallið, nema lítið eitt og yrði þess eigi langt að bíða, að það næði fullu gengi aftur. Ef erlendir bankar ætluðu að nota sjer þau vandræði, sem Bretar hefðu ratað í, nú í bili, þá mundi stjórn Breta grípa til sinna ráða, sem myndu hrífa, þegar þar að kæmi. Frakkar og Bandaríkjamenn tregir til að lána Bretum. „Engin hætta ef stjórnað er með hyggindum og gætni“, segir Snowden. London, 21. sept. United Press. FB. Snowden fjármálaráðherra lagði í da.g fyrir neðrimálstofuna frum- varp til laga viðvíkjandi gullinn- ilausn seðla (sbr. fyrra skeyti). i'Kvað hann ríkisstjóminni hafa borist brjef frá Englandsbanka á laugardag þess efnis, að lán það sem fengist liefði frá Frakklandi og Bandaríkjunum væri á þrotum. Englandsbanki lagði því fast að stjórninni að sjá svo um, að bank- inn vær^ leystur frá gullinnlausn- arskyldunni, þar sem svo brýna. nauðsyn bæri til. Stjórnin skýrði ríkisstjórunutn í Bandaríkjunum og Frakklandi í trúnaði frá því hvernig ástatt væri á föstudag og íeitaði álits þeirra. Svar beggja ríkisstjórna var vinsamlegt, en engar horfur taldar á frekari lán- nm. Horfurnar á laugardag voru svo alvarlegar, að eina úrræðið var að hverfa frá gullinnlausn um stundarsakir. „Jeg sje enga ástæðu til, að sterlingspund falli í verði að nokkru ráði til nokkurs telj- andi tíma, ef fjármálum Bret- lands verður stjórnað af hyggind- um og gætni“. Saltti s kmarkaðurinn ð Spáni. Norska blaðið „Aftenposten“ hefir nýlega birt samta.l, sem blað- ið átt-i við norska konsúlinn í Sevilla. Auðvitað barst tahð að saltfiskmarkaðinum, og sumt af því, sem konsúllinn segir þar um, gæti verig oss íslendingum til leið- beiningar. Blaðið spyr hvort nokkur von sje til þess að Norðmenn geti aukið saltfisksölu sína á Spáni á næstu árum. — Já, eí vjer viljum, svaraði konsúllinn. Yjer verðum bara að skilja viðskiftamennina, minnast þess, að Spánverjar eru eins og Arabar í því, að þeir vilja fá að sjá þá menn, sem þeir versla við. — Norsku pappírsverksmiðjurnar hafa t. d. fengig ágætan markað fyrir blaðapappír á Spáni, vegna þess, að Hroar Olsen, forstjóri Norsk Avispapir Kompani, ferðast iðulega til Spánar og nær í ný sambönd í hverri ferð. Og svo verðum vjer að minnast þess, að framleiða vöruna eins og Spánverjar vilja hafa hana. Það er enginn efi á því, að Spánverjum þykir vor fiskur betri en sá ís- lenski. Innflytjendur í Sevilla borða. sjálfir norska fiskinn, en selja þann íslenska, sem er út- gengilegri vegna þess, hvað hann er drifhvítur. Það gerðj ekki svo mikið til um litinn á fiskinum, meðan liann var seldur í skran- búðum, en nú er fiskurinn hafður tiT sýnis á marmaraplötum, í búð- argluggum, og það or ckki svo. undarlegt, að kaupendur veljí þarin fisk, sem er fallegastur á að sjá. Innflutningurinn til Sevilla er um 9000 smálestir á ári, eða tæpuí fimti hluti af öllum saltfiskinn- flutningnum, en þar af liefir verið tiltölulega lítið af norskum fiski. Nú er þetta að lagast. Nýlega kom sýnishörnasending af sjer- verkuðum fiski frá Noregi, og fjell hann Spánverjum ágætlega í geð. Er í ráði að önnur stærri sending komi bráðlega, og er von- andi að það stuðli til þess að vjer náum þeim markaði, sem vjer höfðum fyrir 30 árum. Norsk yf- irvöld liafa hjálpað lijer mikið til, bæði nieð því að sjá um sendingar á þessrim reynslufiski og láta menií fylg.ja lionum til Spána.r. Innflytj- endur hafa sagt við mig, að þeir væri fúsir til að kaupa heila skips- farma, ef fiskurinn væri jafngóð- ur og sýnishornin. og verðið ekki liærra en almenningur gæti borgað.. Það verður líka að auglýsa vör- una vel — senda Spánverjum. prentaða bæklinga um fiskirin, ekki á ensku, heldur á spánsku. Þið ættuð að sjá hvað Svíar gera til þess að ná markaði í Spárd fyrir sínar vörur. Þeir hafa ðll spjót úti, og þeir ná sa.mbandi við Spánverjann. Það sjest best á því, að fjöldi spánskra kaupsýslu- manna fer á kverju ári í sumar- Jeyíi sínu til Svíþjóðar, og þar heimsækja þeir viðskiftavini sína, sem þeir eru málkunnugir. En ti! Noregs koma þeir ekki. Hann gat þess, að á næsta ári' stæði þó til, að gerður væri iit leiðangur spánskra blaðamanna til Xoregs með skipinu Stella Polaris.- — Jeg vil líka ráða norskum ferðamönnum að fara. til Spánar. Þar er ódýrt að lifa og landið er guðdómlegt. Dafbék. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): Loftþrýsting er há yfir austan- verðu Atlantshafi og Bretlandseyj- nm, norður um ísland og austur yfir Norðurlönd. Mest er loftþrýst ing vestur af Skotlandi Um 779 mm. Yfir Grænlandi er hins vegar lægð, sem nær austur um Jan Mayen. Veldur hún SV- og V-átt norðan lands, veðurliæð 4—6, en annars er hæg S-átt hjer á landi. Vestan lands er þykt loft og sums staðar dálítil rigning, en bjart- viðri víðast á N- og A-landi. Þar 'er og mjög hlýtt, 13—20 st. víða, en annars er hiti 11—13 st. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Skúrir. Knattspymumót II. aldursflokks s.l. sunnudag lauk svo, að „Valur“ vann mótið, með 6 stigum, og fjekk knattspyrnustyttuna til eign ar. — Knattspymumót III. alduxs- flokks. A sunnudaginn var kepptu K. R. og Valur, og sigraði Valur með 2:1. Úrslitaleikurinn verður seinna í vikunni á milli K. R. og Víkings, sem hafa jafnmarga vinn- inga á mótinu. Sálarrannsóknarfjelag fslands heldur fund annað kvöld kl. 8V2 í Iðnó. Frú Guðrún Guðmundsdóttir flytur erindi um dulræna reynslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.