Morgunblaðið - 29.09.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ*
aiiiiimiiHiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiimiiiiiiiHi
= Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. =
= Ritstjórar: Jón Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
= .Ritstjórn og afgreiiSsla:
;S Austurstræti 8. — Slmi 500. =
= Auglýsingastjóri: E. Hafberg. s,
S Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slml 700. =
S iHeimasímar:
Jón Kjartansson nr. 742.
= Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
E. Hafberg nr. 770.
S Áskriftagjald:
Innaniands kr. 2.00 á mánuCi. =
= Utanlands kr. 2.50 á mánutii. =
= í lausasölu 10 aura eintakiB.
20 aura metS Lesbók. =
l'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiimimiiii
Hlt í óvissu enn.
Bankarnir hjer skráðu ekkert
gengi í gær, og eru menn því engu
nær um gengi hinnar íslensku
krónu, þegar þetta er ritað, en
menn voru fyrlr helgina. Það er
eðlilegt að menn spyrji hve lengi
sje hægt að halda þessari óvissu.
Margir spyrja hvort gengisnefnd-
in haldi ekki fund um málið.
Gengisnefnd hefir engan fund
haldið þessa dagana; þarf mönn-
um ekki að koma það neitt á óvart.
Gengisnefndin var stofnuð áður en
núverandi Landsbankalög gengu í
gildi. Nú er það Landsbankinn eða
stjórn hans, sem ákveður gengið.
Gengisnefndin er aðeins ráðgefandi
1 því máli.
f gengisnefnd eru þeir Ásgeir
Ásgeirsson (form.), Olafur Thors,
Tryggvi Þórhallsson og fulltrúar
bankanna, Georg Óafsson og Helgi
Briem.
Þrír menn úr bankaráði Lands-
hankans hittust á laugardaginn i
'bankanum. Tveir úr bankaráðinu
eru fjarverandi, þeir Jón Árnason
formaður bankaráðsins og Hjeðinn
Valdimarsson. í bænum erú þeir
Jóh. Jóhannesson, Magnús Jóns-
son alþm. óg Metúsalem Stefáns-
«on. Varafornlaður bankaráðsins er
Hermann Jónasson lögreglustj. Er
•sennilegt að hann verði kvaddur
ii] að taka þar sæti í stað for-
manns. <
Bankaráð Landsbankans hefir
ækki haldið fund síðan Jón Árna-
son sigldi. Síðasti fundur þess var
nm miðjan september.
Gullinnlausn
á seðlum hætt í Svíþjóð og Noregi.
Laval og Briand komnír til Þýskalands.
Eins og niinst var á lijer í síð-
asta blaði, er að mestu leyti girt
fyrir verslun við útlönd, meðan
gengi íslenskrar krónu er svo að
•segja á huldu. Það kann að vera,
-að einhverjir líti svo á, að svo sje
í íaun og veru ekki, að gengið
sje hið sama og það var, á meðan
«kki er annað augljóst.
En gengið var miðað við það, að
sterlingspundið kostaði kr. 22.15.
Nú, þegar sterlingspundið hefir
fallið, spyrja menn enn. Fylgir ísl.
krónan því ? Ellegar er hún sem
fyrri í 82% af gullgildi?
Erfiðleikarnir á versluninni við
utlönd eru að verða ákaflega til-
finnanlegir. Verslunin með aðal-
framleiðsluvöruna, saltfiskinn, er
sem stendur mjög erfið. .Nú bjóða
‘t. d. Færeyingar sinn saltfisk fyrir
sömu shillinga-tölu og áður. Svo
■er að sjá, sem þeir búist við að
fá sömu krónutölu fyrir pundin,
•sem fyr, að þeirra króna fylgi
pundinu — ellegar þá að þeir
Tiugsa sjer að taka verðfallinu
heima fyrir, ef krónan helst í sama
gildi og áður.
íslendingar enga um tvent að
London 27. sept.
United Press. FB.
Stokkhólmi: Kauphallarstjórnin
,hefir ákveðið að loka kauphöllinni
óákveðinn tíma.
»*. ‘ , i
Berlín: Ákveðið hefír verið að
kauphöllin verði ekki opin á mánu-
dag. Alveg óákveðið hvenær hún
verður opnuð að nýju.
Stokkhólmi 28. sept.
TJnited Press. FB.
Svíar hafa horfið frá gullinn-
.lausn, fyrst, um sinn, td 30. nóv.
Síðar: Forvextir hafa verið
liækkaðir um 2% í 8%.
Samkvæmt skeyti frá frjettá-
ritara FB í Kaupmannahöfn, hefir
gullforði ríkisbanka Sviþjóðar
minkað um 100 miljónir króna síð-
aijthðna viku.
Osló, 28. sept.
United Press. FB.
.V ráðuneytisfundi var ákveðið
að hverfa um stundarsalrir frá
gullinnlausn, ennfremur að banna
útflutning á gulli. Forvextir
hækkaðir um 2% í 8%.
K.liöfn 28. sept.
TTnited Press. FB.
Ríkisstjórnin kemur saman á
fund í dag kl. 9 árd. til þess að
íhuga og ræða horfurnar í sam-
bandi við það, að Norðmenn og
Svíar liat'a borfíð frá gullinnlausn.
Frönsku ráðherraimir í Þýskala
Berlín 28. sept.
TTnited Press. FB.
Laval forsætisráðherra Frakk-
lands og Briand utanríkismálaráð-
herra Frakklands eru komnir til
Berlín. Hefír þeim til þessa hver-
vetna verið vel tekið í Þýskalandi.
K.höfn 28. sept.
(Frá frjettaritara FB.)
Dollargengi í Stokkhólmi í dag
4.80, en í Osló 4.88 krónur. Sænsk
ar og norskar krónur þannig fall-
ið svipað og sterlingspund.
London 28. sépt.
ITnited Press. FB.
Opinberlega tilkynt frá skrif-
stofu Mac-Donalds, að engin á-
kvörðun hafi verið tekin um alls-
herjarkosningar enn sem komið
er, en forsætisráðherrann sje við
því bviinn að ganga til kosninga,
ef til komi. — Samkvæmt áreiðan-
legum heimildum er Iiaft eftir
Mac-Donald, að þjóðstjómin sje
hafín yfír flokkana, ]iótt Jieirra
verði þörf eftir sem áður. Ef til
kosninga kemur bráðlega 0"
komulag allra flokka næst ekki
um eihingu í þjóðmálunum mun
Maé-Donald ef til vill skora á
þjóðina að flykkja sjer um þá
flokka og flokkabrot sem vilja
vinna að því í sameiningu að leysa
úr þeim vandamálpm þjóðarinnar
í samræmi við stefnusrá þjóðstjórn
arinnar, sem bráðrar úrlausnar
bíða.
Forvextir hækka.
London 28. sept.
Dublin: Forvextir hafa hækkað
um 1% í 6V£%.
Amsterdam: Forvextir hækkaðir
í 3%.
New York: Þegar viðskiftum
dagsins lauk, var gengi sterlings-
punds $ 3.90.
Stokkhómli: Sterlingspund er
kr. 17,85.
Berlín: Opinberlega tilkynt, að
kauphöllum Þýskalands verði lok-
að um óákveðin tíma.
Danir halda krónunni í gullgildi.
(Tilk. frá sendiherra Dana).
Rosenkranz, forstjóri Þjóðbank-
ans hefir sagt blöðunum, að Þjóð-
bankinn ætli sjer að halda dönsku
krónunni í gullgengi. Þetta er í
samræmi við fyrirætlanir dönsku
ríkisstjómarinnar.
Gengi sterlingspunds var skráð
í Kaupmannahöfn á laugardaginn
á kr. 16.00.
Vöruverð og gengið
í Danmörku.
í gær var spurst fyrir um vöni-
verðskráningu í Kaupmannahöfn,
en fekst ekki annað svar en þetta:
„Forholdene kaotteke“, eða alt á
ringulreið.
Ljóst dæmi upp á ringulreiðina
í gengisskáningu er það, að gengi
sterlingspunds í Höfn í gær var
kr. 15.90. En í London var gengi
dönsku krónunnar þannig, að þar
fengust danskar kr. 17.50 fyrir
sterlingspundið. M. ö. o. heima fyr-
ir reyna Danir að lxalda krón-
unni í sama gengi og áður, en í
London liefir danska krónan fallið
nálægt því eins og pundið.
velja, að afsala sjer sölumögu-
leikum, eins og sakir standa, eða
taka á sig þá áhættu og selja fyrir
sömu upphæð í shdlingum og áður,
og mega búast við því, að krón-
urnar sem þeir fá fyrir pundin
verði þeim mun færri en áður, sem
pur.dið hefir fallið, og fá þá í
svipinn verðfall á fískinn í ís-
lenskri mynt ofan á fyrra verð-
hrun, sem svarar gengisfalli
pundsins.
Með innflutningsverslunina er
sama sagan. Þar eru allar aðgerðir
stórlega lamaðar. Heildverslanir
bæjarins tóku ]iað ráð í gær að
loka. Sú lokun var ekki ákveðin
nema daginn í gær — og alls ekki
lengur en þangað til gengi yrði
skráð.
Hvernig stendur nú á því, að
heildverslanirnar sáu sjer ekki
annað fært en að stöðva alla sölu?
Það má,l er ofur einfalt.
Mikill hluti af vörubirgðunum
í hlöðum heildverslana eru enn
ekki greiddar til erl. seljenda. Sölu-
verð þeirra er miðað við erl. mynt.
Meðan ekki er vitað um gengi þess
gjaldeyris, sem fyrir vöruna fæst,
er ekki hægt að vita hvert sann-
virði hennar er í ísl, krónum. Þeir
sem vöruna hafa með höndum og
hafa keypt hana „uppákrít“, vita
bókstaflega ekki fyrir hvað þeir
geta selt liana, meðan þeir ekki
geta keypt hinn erl. gjaldeyri með
ákveðnu gengi.
I
ísl. krónunnar, og svo óendanlega
mai'gt annað er miðað við, hefír
raskast, sterlingspundið fallið. —
Hvar stöðvast gengisbreytingar
pundsins ? Og hve nær stöðvast
þær? Það er spurningin, sem eng-
inn fær leyst lU’. En ekkei't er
eðlilegra, en þeir sem gengið á-
kveða hjer, reyni í lengstu lög
að sjá hverju fram vindur, reyna
að ákveða ekkert fyrri en mesta
ringulreiðin og óvissan um ster-
lingspundið er liðin hjá.
í ofanritaðri grein hefir verið
drepið á erfiðleikana á þvi, að bíða
átekta til lengdar.
Skipi hlekkist á.
Enskur togari, með ísfiskflutning'
strandar á Þistilfirði.
Ægir nær togaranum á flot aftur.
Verðgrundyöllur sá, sem gengi
Aðfaranótt sunnudags var enski
togarinn „Volesus“ fí'á Grimsby á
leið út Þistilfjörð fíá Þórshöfn.
Var togarinn að”leggja af stað til
Englands, með 80 tonn ísfisks,
sem keyptur hefir verið norðan-
lands.
Þokusúld var í firðinum. Rakst
togarinn á Grenjanesboða. — Var
hann á fullri ferð, en áreksturinn
vildi til. Stýrimaður var á þilfari.
Fjell hann, er áreksturinn varð og
rifbrotnaði.
Lágsjávað var, er togarinn rakst
á boðann. Var Ægir fenginn til
þess að ná togaranum út, og tókst
það á mánudagsmorgun.
Var búist við því að Ægir mundi
fara með togarann til Akureyrar.
Leiðrjetting.
Frá Þórði Eyjólfssyni lögfr.
liefir Mbl. borist eftirfarandi leið-
rjetting, út af smágrein, er blaðið
prentaði upp úr „Austfirðingi“ og
bb't var hjer í blaðinu 27. þ. m.
„1 dagbókardálk Morgunblaðs-
ins í gær er greinarkorn, sem sagt
er prentað upp úr „Austfirðingi“
fíá 19. þ. m. Er því haldið fram í
grein þessari, að jeg, sem skifta-
ráðandi þrotabús Þórðar Flygen-
ryng hafí selt „vitistandandi skuld-
ir búsins, um 24 þíisund krónur,
fjelaga. Stefáns Jóhanns fyrir 15
hundruð krónur“, og „að þessi fje-
lagi Stefáns Jóhanns innheimti
samstundis eina kröfu með 18
hundruð krónum“.
Hjer er farið með rangt mál í
öllum atriðum. Útistandandi
skuldir þrotabús Þórðar Flygen-
ryng voru seldar málaflutnings-
finná Gunnars E. Benediktssonar
og Þoi'leifs Jónssonar í Hafnarfirði
fyrir 3200 krónur, samkvæmt á-
kvörðun skiftafundar í biiinu og
skilanefndar búsins (þeirra Egg-
erts Claessen hrm., Júlíusar Guð-
mundssonar stórkaupm. og Ás-
geirs Guðmundssonar lögfíæðings).
Útistandandi skuldir h.f. Drangs-
ness, sem kynni að vera átt við í
greininni, voru seldar á opinberu
uppboði af bæjarfógetanum í
Hafnarfírði, samkv. beiðni minni
og varð Garðar Þorsteinsson hrm.
kaupandi að þeim fyrir 1830 krón-
ur. Áður hafði þrotabúið innheimt
af þeim skuldum 500 krónur
(ekki 1800 krónur) með aðstoð
Ásgeirs Guðmundssonar lögfr.,
sem skrifaði skuldunautum búsins
8 '
fyrir þess hönd og krafði þá tim
greiðslu samkvæmt innþeimtuum-
boði.
Þá er enn fremur sagt í sömu
grein:
„Barði Guðmundsson fjekk 15
þúsund króna innbú Þórðar Flyg-
enring fyrir 2800 krónur.“ Hjer
er saBnleikanum umhverft á sama
hátt og um skuldirnar. Innbúið
var virt af virðingarmönnum í
skiftarjetti á 3500 krónur (ekki
15 þúsund krónur). Var samþykt
með samhljóða atkvæðum á skifta-
fundi í búinu, að selja það fyrir
uppskriftarverð utan uppboðs,
enda var það gert. Þess má geta,
að Þórður Flygenring eða vanda-
menn hans áttu#vikum saman kost
á að kaupa innbúið fyrir þetta
verð, en að lokum hættu þeir við
að kaupa það, nema sem svaraði
1/5 hluta þess eftir virðingar-
verði.
Eina tilboðið, sem í húsgögnin
kom á skiftafundi. var frá Lárnsi
Jóhannessyni hrm. kr. 2500.“
Leiðrjettingunni ljet Þórður Eyj-
ólfsson fylgja útskrift úr gjörða-
bók skilanefndar í jvrotabúi Þórð-
ar Flygenrings, vóttorð fíá bæj-
arfógetanum í Hafnarfirði svo og
útskrift ixr skiftabók þrotabúsins,
og staðfesta gögn þessi, að rjett
er með farið hjá skiftaráðanda.
Fiskveiðar hjð Orænlandi.
Eitt af norskn sltipunum, sem
stunduðu veiðar hjá Grænlandi í
sumar, fekk 141 smál. af lúðu og
30 smálestir af þorski. Er það
talin góð veiði og voru sjómenn-
irnir ánægðir með hana.
Þeir segja að fjöldi skipa hafi
verið á Grænlandsmiðunum í snm-
ar. Franskir og spanskir togarar
hafi veitt vel og eins enskir línu-
veiðarar. Óvenju mikið var af
hval á þeim slóðum. þar sem skipin
voru.
Dagbik.
Veðrið í gær; Lægð yfír Græn-’
landshafi veldur S-átt um alt land
með 10-—11 st. hita suðvestan lands
en 13—16 st. hita á Norður og
Austurlandi.
Talsverg rigning á S og V-landi.
Mest hefír rign í dag á Hólum í
Hornafírði 16 mm. og þar næst í
Kirkjubæjarklaustri 11 mm. — 1
Reykjavík rigndi 2 mm. fíá kl.
6 í morgun til kl. 5 í kvöld.
Veðúrútlit í Rvík í dag: Stinn-
ingskaldi á V. Skúrir.
Farú Ingibjörg Guðmundsson er
nýkomin fíá Kaliforníu eftir 30
ára dvöl þar. Hún er dóttir Jóns
Hannessonar, Klapparstíg 40.
Konur þær, sem styrkja ætla
basar byggingarsjóðs templara,
komi gjöfum sínum í fundarsal
templai'a við Bröttugötu. fimutdag-
inn 1. okt. kl. 4—7.
St. Verðandi nr. 9. Skemtifund
heldur stúkan í kvöld. Góð skemti-
atriði, m. a. nýjar gamanvísur um
Borgarfarganið.
Kvenrjettindafjelagsfundur er í
kvöld kl. 814 hjá Theódóru Sveins-
dóttur á Kirkjutorgi 4.
Veiði- og loðdýraræktarfjelagi®
heldur fund á morgun kl. 81/ í
Baðstofu Iðnaðarmanna. Formaður,
Gunnar Sigurðsson frá Selalæk,
flytur erindi.