Morgunblaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ S EUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIý: :■= Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. ;= Ritstjðrar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Slmi 600. = Auglýsingastjóri: B. Hafberg. '■11 Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 700. = Heimasímar: = Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. S Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSi. Utanlands kr. 2.50 á mánuCi. = 1 lausasölu 10 aura eintakiS. 20 aura meC Lesbók. l'lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll? Gengiö London, 30. sept. Mótt. 1. okt. United Press. PB. New York: Gengi sterlingspunds 3.88, er kauphöllinni var lokað. Verðlag var þá breytilegt. Kanadiski dollarinn hefir fallið í 86 cents. Sá orðrómur leikur á í Wall.street, að í ráði sje að fresta öllum greiðslum í gulli til Kanada. Samkvæmt tilkynningu frá sendiherra Dana í gær, var sterlingspund skráð í Kaup- mannahöfn á 17.85 danskar krónur á þriðjudaginn og sama verð miðvikudaginn. Dollar var skráður á kr. 4.70 á þriðjudag- inn, en kr. 4.65 á miðvikudag- inn. 1 gær var skráning á er- lendri mynt í Kaupmannahöfn þessi: Sterlingspund 17.90 Dollar 4.57 Mörk 107.25 Franskir frankar 18.25 Belga 63.75 Svissneskir frankar 90.50 Pesetar 41.00 Gyllini 186.50 Sænsk króna 105.50 Norsk króna 100.50 Tjekknesk króna 13.75 Lira 23.50 Eftir þessu hefir sterlings- pundið hækkað í gær um 5 aura, dollar lækkað um 13 aura síðan á þriðjudag, þýsk mörk lækkað úr 110.50, Gyll- ini lækkað um krónu hundrað- ið, pesetar lækkað um 50 aura, í'anskir frankar lækkað um 25 aura hundraðið og eins tjekknesk króna, sænskar krón- ur hækkað um krónu hundr- 'ðið. norskar krónur hækkað um 1.50 hundraðið, svissneskir fiankar Iækkað um krónu hundraðið, ítölsk mynt staðið í stað og belgisk mynt fallið um 25 aura hundraðið. Gagn- vart dönsku krónunni hafa því ekki aðrar myntir hækkað í gær en sterlingspund, norsk og sænsk króna. New York City 1. okt. United Press. FB. Gengi sterlingspunds 3.9914. London 1. okt. United Press. FB. Gengi sterlingspunda 3.941/2 "dollar. Norskar og danskar krónur 18, sænskar 17. Kristján Andrjesson, Framnes- veg 15, hefir sótt um leyfi bæjar- stjómar til að mega hafa veitingar. Fjárhagsnefnd hefír lagt til, að því verði neitað. Listamaður látinn. London, 30. sept. United Press. FB. Sir William Orpen, listamaður- |inn frægi er látinn í London, 52 ára gamall. Hann hafði verið veik- ur síðan í maímánuði. Sir William Orpen var írskur að ætt. Hann var fæddur í Dublin 1878, og gerðist málari, þegar hann hafði þroska til þess. Yarð hann frægur fyrir myndir sínar, er liann málaði á stríðstímunum, hernaðarmyndir frá vesturvíg- stöðvunum. Nafnkunnastar þeirra eru „Bombing Niglit“ og „Poilu and Tommy“ (franskur hermaður og enskur). Hann málaði líka mynd af friðarfundinum. Árið 1918 ,kom út bók með myndum hans úr stríðinu. Hann varð meðlimur Royal academi árið 1910. Fyrirlestrar. Prófessor A. Jolivet hjelt 2. fyr- irlestur sinn í Allianee Francaise síðast Uðinn föstudag um skáldið Emile Zola. „Verk listarinnar er þáttur úr náttúrunni sem eru sjeð gegnum skapferli hvers eins‘ ‘. Fyr irlesarinn dvaldist við hugarfar Zola og þann kafla úr náttúrunni, sem Zola lýstí sjerstaklega í verk- um sínum. Eftír þessum tveim hugsjónum lýsti hann aðaleigin- leikum skáldskapar Zola. Undir- staða hugarfars Zola var kraftur. Alt líf hans var barátta gegn mót- stöðumönnum hans í andlegum efnum og, síðari hluta ævi hans. gegn stjórnmálaandstæðingum. f þessari baráttu virðist hann ávalt hafa verið innblásinn miklum á- huga o g bjartri von um framtíð. Yrkisefni sitt valdi hann úr hinum ýmsu stjettum þjóðfjelagsins. — Kannj athugaði þær mjög nákvæm- lega hið ytra, en honum yfirsást innri maður þeiri’a. í staðinn fyrir sálrænar athuganir kemur hann með villandi kenningar um erfða- lögmálið. Niðurstaðan af því verð- ur, að aðalinnihald rita Zola eru lýsingar af heiminum hið ytra, eins og hann kemur fyrir sjónir hverjum einstökum. En skap hans va.r svo öflugt., að þessar lýsingar samsvöruðu ekki veruleikanum. — Þær voru öfgafullar, sjeðar með augum örgeðja ljóðskálds. En aft- ur á móti tókst Zola vel upp með lýsingar á fjöldanum á hraðri hreyfíngu, t. d. í verkföllum, bylt- ingum eða stríði. Fyrirlesaranum sagðist prýðilega, og lýsti sjer glöggt hinn skarpi skilningur hans á andanum í verkum Zola. Þriðja fyrirlestur sinn hjelt próf. Jolivet s.l. miðvikudag. Fyrirles- arinn bvrjaði á því, að gefa. yfírlit nútíma leikrita Frakka. Nefndi ymissar lýsingar af lífi ríkra imanna og iðjuleysingja, og af ýmissum stjettum þjóðfjelagsins. Hann benti sjerstaklega á leikrit er fært hafa nýja strauma inn í bókmentir nútímans, t. d. leikrit Lenormand sem hefír notfært sjer hugsjónir Freuds. Hann talaði því næst um Jules Romains og sýndi fram á áhr.if hans á hið andlega líf nú á dögum.Hann gaf skýringar á leikriti J. R. sem heitir „Knock ou la triomphe de la médecine“, er fjallar um læknir, sem vill láta alla. íbúa sveitarinnar leggjast í rúmið. Hann sýndi hvernig leikrit þetta var skemtilega skrifað og í anda Moliéres. Síðan á tímum MoHéres hefir það verið venja, að „satyri- sera“ lækna, náttúrlega án allrar beiskju, en aðeins til skemtunar. I dag, föstudag, heldur próf. Jolivet fyrirlestur um „Le Parle- ment et les partis politiques en France“. Verður þetta síðasti fyr- irlestur prófessorsins, fyrir AIH- ance frangaise, en í okt. mun hann halda fjóra fyrirlestra við Há- skóla íslands. Sömuleiðis halda kensluæfingar hans áfram fram yfir miðjan okt. á sama stað og tíma. Fyrirlestramir voru prýði- lega sóttir, hvert sæti skipað i salnum. Smitandi lungnabðlga f fie. Svo heitir ritgerð eftir Níels P. Dungal, sem komið hefir út í ensku vísinda-tímariti (Journal of Com- parative Pathology and Thera- peutics). Er þetta nákvæm grein- argerð fyrir rannsókn N. D. á drep sótt þeirri, sem gekk í Borgarfirði 1929 og drap fjölda fjár. Mestur hluti ritgerðarinnar er lýsing á sýklinum, einkennum veikinnar, hverjum breytingum hún valdi í líkamanum, um tilbúning bóluefnis og álirif þess. Má nú telja það víst, að hjer sje um nýjan sýltil að ræða og öll líkindi eru til þess að bólu- efni hafi fundist, sem sje hin mesta vörn gegn veikinni. Er það sjald- gæft, að svo greiðlega gangi að finna, orsakir sjúkdóma og vörn gegn þeim. N. D. liefir áður sagt frá þeim atriðum, sem mestu varða fyrir al- menning. Þau eru í fám orðum þessi: 1. Sýkillinn drepst fljótlega utan líkamans og lifir því ekki í fóðri, en berst frá kind til kindar, er þær koma saman, hvorf sem er í húsi eða haga. Hann virðist ekki berast með öðrum húsdýrum en kindum og ekki milli húsa með fjármönn- um. — 2. Kindur frá sýktum bæjum geta borið sýkilinn, þó þær virðist, með öllu heilbrigðar. Það hefir ekki tekist að ákveða, hve lenefi smitunarhætta getur stafað af slík- um sýklaberum. Þó veikinnar verði lítt, eða ekki vart að sumrinu, bendir sumt til þess að fje, sem gengur saman- í sumarhögum geti smitað hvað annað. 3. Bólusetning með hæfilegum skamti af dauðum sýklum hefir reynst mikil vörn gegn veikinni og Tiættulítil. ------------------ DafbíL I. O. O. F. — 1121028V2. Karlakór Reykjavíkur óskar eft- ir einum til tveim góðum mönnum í 1. tenór. Menn snúi sjer til söng- stjórans, Sig. Þórðarsonar, síimar 2177 og 1299. Vestri kom í fyrradag til Lissa- bon. Verslunarmenn í Hafnarfirði eru beðnir að taka eftir auglýsingu frá fjelag’i þeirra um að aðalfundur fjelagsins verður haldinn í kvöld í kaffíhúsinu Drífandi, og ihefst kl. S’/o. Ennfremur auglýsir fje- lagið námsskeið fyrir verslunar- fólk, og ættu þeir, sem vilja taka þátt í námsskeiðinu að tala sem fyrst vig Stefán Sigurðsson í Versl. Jóns Matthiesen. Innflutningur á hjerum. Ríltis- stjórnin hefir gefið Veiði- og loð- dýrafjelagi Islands leyfi til jiess að flytja inn lifandi hjera frá Grænlandi. Kom brjef um það til fundar fjelagsins, sem haldinn var í fyrrakvöld, og hefir fjelagið þeg- ar pantað nokkur hjerahjón, og koma þau ltingað bráðum, en ekki er enn ráðið hvar þeim verður slept, vegna þess að menn eru hræddir um að tófan kunni að granda þeim. Fundurinn var liinn fjörugasti og gengu margir menn í fjelagið. Bókasala Mentaskólans selur allar þær bækur, sem nota þarf undir gagnfræðapróf. Opin 2—3 og 3V2-—7, næstu daga. Knattspyrnufjelag Reykjavíkur. KVetrarstarfsemi fjelagsins í K. R. húsinu, hefst í næstu viku. Verða æfðir fimleikar karla, kvenna og barna, glíma, knattleikur, róður, hlaup og frjálsai' íþróttir. K. R,- fjelagar undirbúið ykkur nú þegar til að geta tekið þátt í íþróttaiðk- unum í vetur. Þeir sem ætla í náms tíma á kvöldin í vetur, ættu að athuga æfingatöflu K. R. áður en þeir ákveða livaða kvöld þeir á- kveða til þess. Æfingatafla K. R. verður birt í blöðunum næstu daga. Verslunarmannafjelag Rvíkur heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti í kvöld kl. 8y2 í Kajipþings- salnum. Stjórnin gefur skýrslu. Veðurstofan er flutt frá Skóla- vörðustíg 3 í hið nýja hiis Lands- símans við Thorvaldsensstræti. íþróttaæfíngar glímufjelagsins Ármann, fimleikar, glímur o. fl. hefjast á þriðjudegi í næstu viku. Allar nánari upplýsingar viðvíkj- andi vetrarstarfsemi fjelagsins fá fjelagar í Mullersskólanum hjá kennurunum (sími 738) daglega frá 10—12 árd. og 3—6 síðd. Fje- lagar, þið sem ættið að æfa í vetur, gefið yltkur sem fyrst fram. Uppboðiö á vöruleifum Bóka- verslunar ísafoldar heldur áfram 1 dag og hefst kl. 10 árd. Á upp- boðinu í gær var byrjað að selja ýmissan annan varning, og þegar uppboðinu lauk, var mestur hluti af vörum Bókaverslunarinnar eft.ir. Kvöldskóli sendisv.eina verður settur á sunnudaginn 4. okt. kl. 2 síðd. í Kaupþingssalnum. Eru þeir sendisveinar ámintir að mæta sem sótt hafa um inntöku þareð aðsókn að skólanum er afarmikil og færri komast ag en vilja. Nám- skeið fjelagsins mun verða. sett kl. 3 sama dag og á sama stað. Eru þeir beðnir að mæta sem sótt hafa um inntöku. Vinnuskólinn í Grænuborg. Nokk- urar umræður urðu á bæjarstjórn- arfundi í gær um hinn fyrirhug- aða vinnuskóla í Grænuborg, sem Steingrímur Arason lýsti lijer í blaðinu í gær. Að lokum samþykti bæjarstjóm m.eð 9 :2 atkv. að gera tilraun með slíkan skóla í vetur með því fyrirkomulagi sem Stein- grímur hefír lagt til. Atvinnubótavinnan. Á bæjar- stjórnarfundi í gær, var nokkuð rætt um atvinnubótavinnu þá, sem fyrirhuguð hefír verið. En eins og salrir standa, þá vantar bæinn enn fje til þessa. Var í ráði, að taka lán og var lánstilboð fengið rjett áður en sterlingspundiig fjell á dögunum, en alt fór út um þúfur við fa.ll pundsins. Borgarstjóri bjóst þó við, að eitthvað mundi greiðast úr þessu máli innan skams Síðustu forvöð til að ná sjer í aðgönguntiða að Ungmennafjelags- hófinu í kvöld, eru um hádegi í dag. Enn em nokkrir miðar óseld- ir og fást þeir hjá Ársæli, í Acta og á Hótel Borg. Sjómannakveðja. FB 1. okt. — Farnir til Englands. VelHðan allra. Kærar kveðjur til ættingja og vina. Skipshöfnin á Ara. „Selfoss" fer til vestur og norðurlands- ins í kvöld, og kemur hingað aftur. Fer hjeðan um miðjan mánuð til Noregs. Aðalfnndnr Glímufjelagsins Ármann, verður haldinn í Varðarhús- inu mánudlag'inn 5. október 1931 kl. 8 síðdegis. Dagskrá samkvæmt fje- lagslögum. Stjórnin. DOmunski Nýjasta tíska. Leðurvfirudeild Hljóðfærahússins, (Brannsverslnn) Embættaverslunin. Embættaveit- ingar stjórnarinnar verða með degil hverjum lireinni pólitísk verslun. — t sumar, þegar stjórnin keypti þá sósíalista þingmenniua, varð opinbert, að einn greiðslutiðurinn var landlæknisembættið til Vil- mundar. Samt leikur stjórnin þann ski'ípaleik að auglýsa embættið, eins og ekkert hefði i skorist, og setur umsóknarfrest. til 30. sept. Á þenna hátt tókst henni áð' naiTia ýmsa ágæta menn læknastjettar- innar til að sækja um þetta em- bætti, meðan maðilr þessi, sem að öllu leyti stendur þehn að baki, er að ráðstafa húsi sínu í tsa- firði og taka saman föggur sinar. Kemur hann með alt sitt nú á sunnudáginn með „Drotningunni“. En veitingarbrjefið var auðvitað ekki liægt að dagsetja fyr en í gær. Það sjerkennilegasta við þessa verslun er þó það, að stjórniu ljeti innrjetta íbúð fvrir Vilmuud heima hjá sjer í Lanfási, rjett eins og þetta væru búpeningskaup. Charmaine heldur dansleik í Iðnó annað kvöld, fáeinir .aðgöngumiðar ern eftir og verða þeir seldir í Tðnó í dag kl. 4—7 síðd. f. R. -sýning verður í kvöld kl. 9 í Iðnó. Sýnir þar I. flokkur kvenna. undir stjórn Björns Jak- ohssonar. Yerður þar meðal ann- ars sýnd leikfimi sú, sem hann hefir samið eftir fallandánum í ís- lenska þjóðsöngnum, og áður hef- ir verið sýnd hjer við góðan orð- stír. Sýningin er haldin í tilefni af því. að Björn Jakohsson er nú að flytjast alfarinn austur að Laugarvatni og verður fimleika- kennari við skólann þar í vetur. Verður þetta ef til vill semasta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.