Morgunblaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBL A'EIÐ
«uinuiiiiiiiiiimnimiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii!iiininimii|
JHorgttttbyi^
= Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
S Ritstjðrar: Jðn Kjartansson.
3 Valtýr Stefánsson.
1! Ritstjðrn og afgreiBsla: 3
Austurstrseti 8. — Slmi 500. j=
| Auglýsingastjðri: B. Hafberg.
= Auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 17. — Slmi 700. rr:
3 Heimaslmar: =
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
S E. Hafberg nr. 770.
3 Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. ^
Utanlands kr. 2.50 á mánuBi. ^
5 1 lausasölu 10 aura eintakiB.
20 aura meB liesbðk. s
a'jiiiiinimmiimmiimimmiimmimmimmmimmmniH
5parnaður.
Stjórnarblöðin eru nú tekin að
prjedika sjálfsafneitun og sparnað
vegna kreppunnar, sem yfir stend-
nr. Blöð bennar skora á alla að
spara. Landsmenn e.iga að láta
sjer nægja, ef þeir hafa sæmilegt
úil matar.
Það er sjálfstagt að taka þessu
vel. Það er skylda hvers góðs borg-
. ara að gera þetta. Það er skylt að
forðast óþörf kaup. Og borgarar
landsins hafa sjeð þetta löngu á
undan stjórninni og blöðum henn-
. ar. Um það ber hin géýsilega mink-
un innfluttrar vöni greinil.egast
vitni.
En illa situr það á eyðslustjórn-
inni alkunnu að áminna aðra um
sparsemi. Hana klæðir það svipað
og drykkjurútinn, sem prjedikar
bindindi meðan hann ráfar blind-
fullur um götur og stræti. Þessi
•stjórn, sem hefir notað í ríkisbii-
skapinn 60 miljónir kr. á 3 árum,
getur ekki kinnroðalaust prjedikað
sparnað. Þessi stjórn, sem liefir
tekið í hinum bestu árum lán á
lán ofan, fleygt fje svo liundruðum
þúsunda skiftir í bitlinga til flokks
raanna, ætti að fyrirverða sig fyrir
að nefna spamað.
Af þessu sparnaðartali kynnu
•einhverjir að álíta, að stjórnin
Áæri nú, er í harðbakka er slegið,
fekin að spara, en það er nú eitt-
hvað annað. — Svipað ráðlag
■og áður heldur áfram enn um
fjármeðferðina.
Enn er verið að stofna ný enl-
foæt.ti og enn er bitlingum úthlutað.
Fyrir skömmu hafa tvejr bænd-
ur í Þingvallasve.it verið keyptir
'fil þess að liætta Sauðfjárrækt, fyr-
ir 15—20 þúauntd kr.
Enn er haldinn maður á háum
Íaunuiú til þess að hirða ónotað
stórhýsi á Þingvöllum.
Enn heldur stjórnin áfram hesta-
'kaupum. Skamt er síðan fjórir
menn fóru í bifreið austur í Fljóts-
'fhlið til þess að kaupa gæðing fyrir
•stjórnina.
Enn liefir .Tónas „sterki“ stjórn-
:arbíl fyrir sig og fjölskyldu. Bíl-
stjórinn náttúrlega á ríkissjóðs
'kostnað.
Enn er haldið áfram snatti varð-
•skipanna. Bergur sýslumaður var
fluttur á varðskipi hjeðan eftir
þing beint til Patreksfjarðar, þótt
Súðin færi vestur sama dag.
Enn er haldið áfram ýmsum
Tbyggingum, sem vel gætu beðið.
Enn er eitt varðskipanna látið
stunda fiskiveiðar með stórhalla
fyrir ríkissjóðinn.
Þannig mætti lengi halda áfram.
En meðan við svo búið stendur,
hlýtur það að vekja hlátur um
þvert og endilangt fsland, að þeir,
•sem þanni;
sjer að tala um sparnað.
Þáð er rjett, að landsins börn
verða nú að spara, en það er liart
að m.ikið af því sem sparast, skuli
stjórnin eyða í margvíslega vit-
leysu og lijegóma.
Flugleiðin
um íslanð.
Khöfn 12. okt.
United Press. FB.
Danska ríkisstjómin hefir veitt
Transamerican Airlines Corpora-
tion sjerrjettindi til flugferða yfir
Grænland, en fjelag þetta áformar
sem kunnugt er, að koma á reglu-
bundnum póstflugferðum milli
Ameríku og Evrópu um Grænland
og fsland. Danir hafa leyft fje-
laginu að nota tvær hafnir í Græn-
landi fyrir lendingarstaði um óá-
kveðinn tíma. Ennfremur hafa þeir
leyft þeim að nota höfn í Fær-
eyjum í sama skyni.
Frð 5iglufirði.
Siglufirði, FB 11. ökt.
Á fjölmennum fundi iitgerðar-
manna og sjómanna sem haldinn
var hjer í fyrrakvöld var samþykt
eftirfarandi tillaga: „Fjölmennur
fundur sjömanna og titgerðar-
manna á Siglufirði skorar fastlega
á stjórn Síldareinkasölu íslands
að greiða nú þegar viðbótargreiðslu
út á síld, sem ekki nemi minna en
kr. 3.00 á tunnu. Að öðrum kosti
lítur fundurinn svo á að Síldar-
einkasala íslands eigi engan til-
verurjett.“
Tillagan var afhent stjórn einka-
sölunnar daginn eftir. Svar ókomið
Á sama fundi var stofnað fisk-
sölusamlag, til þess aðallega fyrst
um sinn að annast sölu ísfisks.
Stjórn þess skipa : Sigurður Kristj-
ánsson konsúll. Jön Gíslason út-
gerðarmaður og Eyþór Hallssson
skipstjóri.
,Jan Mayen‘, leiguskip stjórn-
arinnar, kom hingað í gærkvöldi
frá Húsavílc og leggur hjer upp
kassa og ís til að ísa í fisk, sem
það tekur síðar.
Gæftir stopular upp á síðkast-
ið, en afli allgóður, þegar gef-
ur á sjó. Tíð er góð, snjólaust og
varla komið frostnótt enn.
ííex ára drengur varð fj'i'ir bif-
reið í gær og meiddist talsvert á
höfði. Var hann strax fluttur á
sjúkrahúsið og er nú hressari.
Frú Soffía Jónsdóttir fsfjörð
ljest af barnsförum í vikunni. —
Var hún ung kona og nýlega gift.
Þjóðverjum
veittur gjaldfrestur.
Basel 12. okt.
Alþjóðabanldnn hefir fallist á
framlengingu til 3 mánaða á sín-
um hluta af 100 dollaramiljóna
láninu, sem Þýskaland fekk í júní
mánuði s.l. Talið er, að samninga-
umleitanir um framlengingu við
aöra þátttakendur í linViting-
unni sjeu um það bil að hefjast.
Hjálpræðisherinn. Kærleiks-
Rólegt embcetti.
Það er kunnugt, að þegar lands-
stjórnin liafði þrælað prestinum
burtu frá ÞingvöllUm, þá ljet hún
byggja þar rnjög veglegt íbúðar-
hús úr steini og mun það hafa
kostað 60—70 þús. kr. Hitt er
kannske ekld eins kunnugt, að
vegna þessarar húsabyggingar hef-
ir verið stofnað nýtt embætti. Mað-
ur er sem sje keyptur til þess að
bfia í húsinu árið um kring. Þessi
maður sýnist hafa heldur rólegt
líf. Að eins nm há sumarið (júní
—sept.) er umferð á Þingvöllum
og hægt að finna sjer ejtthvað til
að látast fást við umsjón, en hina
8 mánuði ársins hefir þessi em-
bættismaður ekkert að gera nema
hirða húsið.
Árslaunin við þetta eru sögð um
5000 kr. og er það smáræði í sam-
anburði við það, sem stjórnin borg-
ar ýmsum öðrum gæðingum sínum,
en þetta. embætti er óneitanlega ró-
legt, rólegra en flest önnnr, lík-
lega rólegasta embætti landsins.
Mansjúríu-deilan.
Tókíó, 12. okt.
United Press. FB.
Aukaráðuneytisfundur var hald-
inn í gær og ákveðið að beita sjer
öfluglega gegn tilraunum amer-
ísku stjórnarinnar og Þjóða-
bandalagsins til afskifta af Man-
sjúríu-deilunni. Telur stjórnin
i Japan, að deila þessi sje ein-
göngu milli Japan og Kína.
Genf 11. okt.
Unit d Press. FB.
Skrifari Þjóðabandalagsins, Sir
Eric Drummond, hefir að beiðni
kínversku stjórnarinnar tilkynt
Þjóðabandalaginu, að sendiherra
Kína í Tókíó liafi tilkynt japönsku
stjóminni þá kröfu kínversku
stjórnarinnar, að þegar á mánu-
dag verði að gera ráðstafanir til
þess að kalla á brott japanska
hermenn i Mansjúríu svo yfirráðin
yfir Mansjúríu komist aftur að
fullu í hendur Kínverja.
Afvopnunarmálin.
Rómaborg 11. okt.
United Press. FB.
Frjettst hefir, eftir áreiðanlegum
heimildum, að Grandi ráðherra ætli
til Washington í nóvember snemma
til þess að ræða afvopnunarmálin
v.ið Hoover.
Fjármál Finna.
Kliöfn 12. okt.
United Press. FB.
Helsingfors: Finnlandsbanki hef-
ir horfið frá gullinnlausn. Síðar:
Forvextir hafa verið hækkaðir um
iy2% í 9%.
(Frá frjettaritara FB).
Erlendur gjaldeyrir hækkaði í
dag í Finnlandi um 25%, þá er
tilkynt hafði verið, að horfið hefði
verið frá gullinnlausn og forvext-
ir hækkaðir.
Amerískt flugfjelag
hefir ráðið nokkrar ungar stúlkur
til þess að vera flugfarþegum til
skemtunar á flugleiðunum, spila
við þá, tefla við þá, skrafa við þá
o. s. frV. Sagt er að þessar ein-
kennilegu stöður sjeu mjög eftir-
sóttar.
Lífsskilyrði
á Austur Grænlandi.
Lauge Koch lætur ekki' mikið af
þeim.
Norskur blaðamaður hefir átt
tal vig Lauge Koch um Austur-
Grænland. Ljet Lauge Koch svo
um mælt, að hann byggist ekki við
því að þar væri lífsskilyrði fyrir
hvíta menn. Veiðin sje af of skorn-
um skamti til þess. Þar sje engin
fuglabjörg og þess vegna ekki
mjög núkið um refi. Hvíti refur-
inn sje þó aðalveiðidýrið og um
helmingur eftirtekju veiðimanna
liggi í hvítum refabelgjum. Hvorki
norskir nje danskir veiðimnn
leggi neina sjerstaka stund á
bjarndýraveiðar, enda sje það
varla von, þvi að ekki fáist hærra
verð fyrir bjarnarfeld íheldur en
skinn af hvítum ref.
Dýralífið sje þar svo fáskrúðugt,
að ekki geti komið til mála, að
bæði Eskimóar Og hvítir menn
geti lifað á því, nema því að eins
að veiðidýrin gangi stórkostlega
til þurðar. Hann kvaðst álíta, að
þegar Grænlandsdeilan væri á enda
kljáð, mundu hvítir menn líka
hætta veiðiskap þar í landi, enda
sje það varla fyrir aðra en Eski-
móa að lifa. þar, því að þeir stundi
veiði bæði á sjó og landi.
— Þar eru nú, sagði hann, 16
norskir vetursetumenn og 6 dansk-
ir. Og fleiri veiðimenn getur landið
tæplega borið. Hámarkskaup þses-
ara manna er 3000 krónur. Að vísu
gétur komið fyrir að einn maður
veiði 100 refi á ári, en það verður
líka að gera ráð fyrir vondum ár-
um, stórhríðavetmm, þegar ekkert
veiðist. Og það er mikið efamál
hvort í Noregi og Danmörku eru
til 25 menn, sem vilja setjast þar
að og vera ]»ar árum saman fyrir
óviss laun, en eiga að stríða við
mikla erfiðleika.
Hann mintist á sauðnautin og
að menn hefði enga hugmynd um
hve niiltið væri af þeim á Græn-
landi. En fjölda. mörg skip, hefði
komið þangað seinustu árin —
amerískum ferðamönnum fjölgaði
þar árlega — og altir dræpi sauð-
naut og þess vegna væri ekki gott
að segja hvernig fara mun um
þau. En hann áleit þó, að ekki
væri ástæða. til þess að friða þau
aígerlega, heldur að eins að nokkru
leyti.
Gengið.
Reykjavík í gær.
Sterling.................. 22.15
Dollar.................. 5.751Á
Mörk..................... 135.92
Frankar................... 22.84
Belga..................... 80.23
Sv. frankar...............114.53
Líra...................... 29.89
Peseta.................... 52.23
Gyltini................... 235.03
Tjekk.sl. kr........... 17.30
,Sænskar kr.............133.09
Norskar kr.............126.48
Danskar kr.............125.85
New York. 11. okt.
Gengi stertingspunds í gær, er
viðskiftum lauk $ 3.90.
bandið kl. 6%; þar sem öll börn
fara að, skuli levfa gru velkomin. Hjálpræðissamkoma
I kl. 8 síðd. Altir velkomnir!
* ”
Hver vor
De Roszke?
Hann var heimsfrægur
söngvari, þótt hann
reykti manna mest,
því hann reykti aðeins
cigarettur, sem voru
gerðar úr svo fínu tó-
baki, að þær særðu ekki
hálsinn, skemdu ekki
röddina og límdust ekki
við varirnar. Þær bera
síðan nafn hans og mynd
af honum er á hverjum
pakka.
,Do Reszke'
eru reyktar enn í dag
víða um heim, af þeim,
sem vilja það besta.
Virginia? hv. 20 stk. 1 kr.
Turks gulir — 20— 1.25
Fást alls staðar.
Umboðsmaður:
Magnús Hjaran
Sími 1643.
Ulatkins
kominn fram.
J tilkynuingu frá sendihéíi'a
Dana segir að grænlonska stjórn-
in hafi tilkynt það á laugardag-
inn að Watkins og þeir fjelagar
hafi kom.ist. til Nánortatik af eigin
ramleik.
Knud Rasmussen kom til Nan-
artalik hinn 9. ]->essa mánaðar.