Morgunblaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 5
Þriðjudag 13. okt. 1931. 5 Leigan á „Andra'*. Fyrsta tilraun sjómanna að gera út togara sjálfir. Það or merkilegur atburður í •sögu íslenskrar útgerðar, að skiíps- höfn á togara leigir skipið sem hún er á og gerir það út sjálf, í stað þess að láta skipig liggja að- gerðalaust og haía enga atvinnu. Er þessi sjálfsbjargarviðleitni sjó- mannanna mjög virðingarverð, og eins er það merkilegt atriði í þessu máli, að nú fæst nokkur reynsla urn það, hvort rekstrarkostnaður togara minkar ekki þegar sjó- mennJrnir ysjálfir bera- veg og vanda af útgerðinni. Þeim mun einkennilegra er það, að stjóra Sjómannafjelagsins skyldi berjast á móti því imieð hnúum og hnefum, að' þessi tilraun væri ger. Lýsir það vel ilnnræti liennar. Hún vildi heldur að sjómennirnir gengi at- vinnulausir, en að þeir revndi að bjarga sjer sjálfir. En á undir- tektum Sjómannafjelagsins í þessu máli sjest glögt hugur stjettar- innar, hinna starfandi sjómanna. Samtal við Magnús Bl. Jónsson. T.il þess að fá nánari upplýsing- ar um þetta mál hefir Morgunblað- iö snúið sjer til síra Magnúsar Bl. Jónssonar, umboðsmanns útgerðar- fjelagsiins, sem á „Andra' ‘. — Hver voru upptökin að þess- ari ráðabreytni? spurði blaðið. — Það var seint í ágústmánuði, að ekki var annað sýnna, en að „Andra“ mundi verða lagt upp fratm til vetrarvertíðar. Mjer kom ekkii til liugar að fara frarn á það við bankann að hann legði fje til þess að skipinu yrði haldið úti á ís- fiskveiðum, því að allur vetrarfi.sk- ur fjelagsins var óseldur og ósýnt hverniig fara nnmdi um sölu á honum. En jeg taldi allar ástæður og horfur svo, að ekki væri vit í því að gera út með sama tilkostn- aði og verið hefir. Það hafði komið til mála að senda skipilð út um land og kaupa bátafisk til þess að selja í Englandi, en sú ráðagerð fór öll út um þúfur á seinustu stundu. Mjer blöskraði það þó að verða að leggja upp skipinu og' svifta sjómennina atvinnu i 4—5 mánuði og þess vegna var það að jeg stakk upp á því vig skipstjórann að skipshöfnin leigði skipið og gerði það út sjálf. — Hvemig tóku sjómenniirnir í það? — Þeir tóku dauflega í það fyrst. í stað, en hörðnuðu þegar á leið, því að þeir sáu, að þeir höfðu engu ;rð tapa þótt þeir fengi ekki hátt kaup, — því að öðmm kosti urðu þeir að vera atvinnulausir i landi —- en höfðu alt að vinna. Og að lokum var það afráðið, að þeir tæki skipið á leigu. En þá var eftir að fá saimlþykki bankans og fj'e- lagsstjórnar og framkvæmda- stjóra eystra. Gekk það í talsverðu stappi og hafðil jeg mikið fyrir því að koma málinu fram, og dróst þannig í tímann þangað til nú um mánaðamótin, að samningar voru gerðir. Og nú er skipið farið í fyrstu veiðiför sína undir stjórn sjómannanna sjálfra. — Hvað gekk yður til að leggja svo mikið kapp á þetta? —■ Mjer gekk aðallega þrent til. í fyrsta lagi það, að jeg vildi ó- gjarna að skipshöfnin yrði atvinnu- íaus, úr því að jeg sá ráð til þess aö fyrirbyggja það, enda þótt fje- iagið sjálft gæti ekki gert út. Og skipshöínin var svo skynsöm, að hún sá, að hún rnundi hafa betra upp úr þvi að gera út skiipið og naía það í vinnulaun, sem dugn- aður hennar, guð og náttúran gefa, heldur en að vera iðjulaus í landi. í öðru lagi áleit jeg þag fremur til hins betia en verra, frá fjelags- ms hlið, að leigja skipið á þenna nátt, heldur en leggja því upp til vertíðar. Og þriðja og þýðingarmiesta at- riðið var það, að jeg vil stuðla að því, að framleiðsla til sjávarms geti haldið áfram með þessari að- ferð, ef eklti hinnil. Hitt tel jeg aukiaatiiði hver útgerðina rekur. Eins og ástatt er nú um verðfall afurða í hlutfalli við tilkostnað, tel jeg ólmgsandi að útgerðin geti borið sig á öðrum grundvelli en þeim, að mennirair, sem vinna að henni, beri það úr býtum, sem stiarf semin gefur af sjer að frádregn- um útgerðarkostnaði. Lnn á þessa braut tel jeg að öll útge-rð á Is- landi þurfi að komast, og þótti vænt um að geta stigið fyrsta spor- ið í þessa átt, og brjeta þar með skarð í vanans vegg, Og jeg er ekki í neinuin vafa um það, að þótt skaði verði á rekstri útgerðarfje- iags á togara, þá getur rekstur skipshafnar vel borið sig, því að þá verður sparað meira á flestum sviðum. — bamningur sjómanna. Auk þess að sjómennirnir á „Andra“ gerðu leigusamning uui skipið við eigendur þess, gerðu þeir annan samniing sin á milli. Kallá þeir þar útgerð sína „Pjelagsút- gerðina Laxíoss“. Kýs hún þriggja manna ráð úr sínum hópi, „skips- ráð“, er Ihefir reiknmgshald og allar framkvæmdir rekstrinum við- komandi á hendii, og ber ábyrgð á því að fylgt sje reglum fjelagsins í hvívetna. — Af verði afla úr hverri veiðiför skal fyrst greiðá allan rekstrarkostnað, en % af því, sem umfram er, skal skift á mjlli skipverja i hlutfalli við það kaup, sem liver þeirra á að hafa samkvæmt kauptaxta síns fjeiags, en Mi á að leggjast i viarasjóð. Ef rekstiarhalli verður, bera albr skip verjar ábyrgð þar á, í sama hlut- falli. En vonandi er, að sú á.byrgð komi hvergi niiður. Munu eflausjt allir velviljaðir inenn óska þess, að sjómönnunum gangi sem best, og ao þeir með ráðdeild hafi sein altia mest upp úr þessu. Háar bætur. Yfirrjetturinn í Rostock liefir nýlega dæmt ríkið Mecklenburg- Stielitz til þess að greiða Elísa- betu, fyrverandi stórhertogaynju, tvær miljónir marka í bætur fyrir „niðurlægingu og skapraun“. —- Öðrum af ætt. fyrverandi stórlier- toga. eru dæmdar 100.000—500.000 marka bætur á sama hátt. En mi er fjárhagsástandið í Meeklenburg-Strelitz ákaflega bág boriö og ef ríkið ætti að greiða þessar bætur mlundi það fara á höfuðið. Þess vegna er sennilegast að dómnum verði áfrýjað til rík- isrjettarins í Leipzig. Þegar þjer kaupið dósamjólk 0RATEÐ feneo steriuzed j þá munið að biðja um FROM EIGHT tð þvi þá fáið þjer það besta. Athngasemd. Herra ritstjóri. Út- af greininni „Reykjavík og bændur“ er birtist í Morg- unblaðinu 8. þ. m., vildi jeg leyfa mjer að biðja um rúm fyrir eftirfarandi athugasemd- ir. Það er fjarri mjer að van- iakka markað þann, sem sunn- enskir bændur hafa fyrir bús- afurðir sínar hjer í Reykjavík, iví af honum hafa þeir vitan- lega nokkurt hagræði, sem eðli- legt er, þar sem þeir einir hafa aðstöðu til að koma ýmsum af- urðum hingað al-nýjum, og sem í því ásigkomulagi eru vefðmætastar hjer, eins og al- staðar um hinn mentaða heim. - Hinsvegar vildi jeg gjarnan mega benda á eftirfarandi: Ekki er mjer kunnugt um, hvað mikið kjöt er selt hingað í bæinn, af svæði því er um getur í nefndri grein, — en hitt er mjer kunnugt um, að af því kjöti er til felst hjá Sláturfjel. Suðurlands, er mik- ið selt til annara staða en Reykjavíkur — meira að segja töluvert til útlanda, þegar miklu er slátrað, eins og t. d. í haust. Tel jeg því líklegt, að kjötmagn það, sem lagt er til grundvallar fyrir útreikning- um í nefndri grein, sje alt of mikið. Samanburður á kjötverði hjer í bænum og út um land, er ekki rjettur. Er þar vitnað í verð á vænsta dilkakjöti hjer, og það rjettilega taiið selt á 95 aura kíló í heilum kropp- um, en á Norðurlandi er það talið 80 aurar, og á Vesturlandi 70 aurar. Man jeg ekki betur en að í útvarpinu hafi verið sagt frá því, að hæsta verð á dilkakjöti á Akureyri væri 85 aurar, og í einhverju dagblað- inu var sagt frá því að á ísa- firði væri kjöt keypt inn á 60 —70 aura og selt út á 70—80. Er þá hæsta söluverð þar 80 aurar eftir því. Munar þetta all miklu fr.á þeim samanburði sem gerður er í greininni. Ekki er þess heldur getið í umræddri grein, að hvergi á landinu eru greidd jafn há vinnulaun við slátrun, sölu og afhendingu og heimflutning varanna,. eins og hjer. Hvergi munu heldur annars staðar á landinu, vera eins dýr hús og áhöld sern notuð eru við slátr- un eins og hjá Sláturfjelaginu í Reykjavík. Er þess varla að vænta, að sunnlenskir bændur starfræktu sauðfjárslátrun sína þar sem dýrust er aðstaðan, ef þeir hefðu ekki von um að fá kostnaðaraukann upp bor- inn einmitt á Reykjavíkurmark- aðinum, og kemur sú dýra að- staða þá eðlilega fram á kjöt- verðinu. ' Þar sem sennilega er, í á- minnstri grein, lagt til grund- vallar of mikið kjötmagn, verð munur hjer og út um land tal- inn of hár, og ekkert tillit tek- ið til þess, hvað starfræksla er hjer dýrari en þar, er hætt við að nokkuð stórt skarð kæmi í ,,t4 miljón“ króna gróðann, sem nefndur er í greininni, ef nákvæmt væri reiknað. Enda BAKARAR! FLÓRSYKUR HÁLFSIGTIM J ÖL HVEITI „GILT EDGE“ do. CREAM OF MANITOBA RÚGMJÖL SVÍNAFEITI er nú aftur fyrirliggjandi. Vasihækur, smáar og stórar, ýmislega strikað- »<! > Ji-jög margar tegundlr í Bókav. Sigfúsar Eymundssonar. „Það er gaman að líta i þvottinn" segir húsmóðirin. Jeg Þvæ skemdalaust og á helmingi styttri tíma með RINSO Lökin og koddaverin eru hvít eins og mjöll, hvergi stoppuð eða bætt, Iiað er Rinso að þakka. Rinso lieldur þvottinum drifhvítum, eng- inn núningur, engin bleikja, ekk ert sem slítur göt á þvottinn, að eins hreins sápulöður sem nær úr öllum óhreinindum. Jeg gæti ekki liugsað mjer að vera án Rinso. Er a'Seins selt i pökkum — aldrei umbú'Salaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki — 55 aura “fi Allt íneð íslenskiim skipuin! f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.