Morgunblaðið - 18.10.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAEIÐ Flóttinn fró gullinu. ciiiiiiiiiiiiiiniiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiii = | Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Rltstjðrar: Jðn Kjartansson. = = Valtýr Stefánsson. — n Rltstjðrn og afgreitSsla: = 1 Austurstrseti 8. — Stmi 500. = = Auglýsingastjðri: B. Hafberg. | £ Auglýsingaskrif stota: = Austurstrseti 17. — Slmi 700. = Heimastmar: = E Jðn Kjartansson nr. 742. ~ : Valtýr Stefánsson nr. 1220. = : B. Hafberg nr. 770. £ : Áskriftagjald: = [ Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. = Utanlands kr. 2.50 á mánuBl. = ■— í lausasölu 10 aura eintakiB. = 20 aura meB Lesbök. = i jllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHH Bílskúr brennur meö 7 bílum. Klukkan tæplega 12 í fyrra- kvöld var slökkviliðið kvatt suð- ur að Skildinganesi. Hafði kom- ið þar upp eldur í bifreiðaskúr sem bifreiðastöð Kristins og Gunnars átti. Voru þarna geymd ir 7 bílar. Slökkviliðið brá við þegar <og fór þangað suðureftir á tveimur bflum, en þá var skúr- inn orðinn alelda og engin leið að slökkva, því að ekkert vatn or þarna. Gat slökkviliðið því ekkert aðhafst, en hvarf frá von bráðar og brann skúrinn dil kaldra kola, með öllu, sem í var. Þetta var járnskúr á trje- grind, um 13.5 X 8.4 metrar að stærð. Auk bílanna var geymt í honum eitthvað af heyi og nokkuð af notuðu gúmmí af bílunum, en ekkert bensín, nema það, sem var í bílunum sjálfum. Rannsókn út af bruna þess- um hófst í gær, en ekki mun hafa vitnast neitt um það, hvernig eldurinn hefir komið «pp. Fjórir af bílunum, sem forunnu þarna, voru vátrygðir, en þrír munu hafa verið óvá- frygðir. Skúrinn var vátrygður fyrir S000 krónum. Eldhaf var þarna mikið og gusu upp háir logar hvað eftir annað' þegar bensíngeymar bíl- anna spfungu. Og gúmmíið er líka afar eldfimt. Var enn að brenna í rústunum kl. að ganga sjö í gærmorgun. Fylgismenn Briinings. Berlín 16. okt. United Press. FB. Þeir flokkar sem studdu Briining-stjórnina við atkvæða- greiðsluna um traustsyfirlýs- inguna, eru: Kaþólski flokk- urinn, jafnaðarmenn, stjórn- arskrárflokkurinn (constitu- tionalists), bayerski þjóðflokk- urinn, sambandsflokkur bænda, kristilegir jafnaðarmenn, í- baldsmenn og sparnaðarflokk- «rinn. Jafnaðarmenn og frjáls- ílyndir lustu upp fagnaðaróp- um yfir úrslitunum, en Hitlers- sinnar hrópuðu: Niður með stjórnina. Síðari fregn: Ríkisþinginu frestað til 23. febrúar. Bamkoma í Sjómannastofunni í <dag kl. 6. Síra Guðm. Einarsson #,alar. — Alfir velkomnir. „Gullið er einkénnilegur lilutur“, sagði danskur vísinda- og stjórn- málamaður, nýlega. „Fyrst gröf- um við það upp úr jörðinni, svo gröfum við það niður í banka- kjallarana og geymum það þar. Og þegar við svo loksins þurfum á gulUnu að halda þá læsum við gullkistunnm, svo ag enginn getur náð í gullið“. Gullið á fyrst og fremst að vera því til tryggingar, að seðlamir jafngildi gullli. En hvert landið á fætur öðru lokar nú gullhirslunum og afnemur gull- innlausnina, þegar á það reynir, hvort seðlamir sjeu gullgildir og menn geti fengig gull í stað papp- írspeninganna. Englendingar hafa leyst pundið úr hlekkjum gullsins. Pundið fór þá strax að falla. Á nokkurum dögum fjell það 30% niður úr gull- gildi, en hækkaði svo aftur og er sem stendur um 22%, neðan við gullgildið. Enn er framtíð punds- ins óviss. Og þessi óvissa hlýtur að«- valda traflun í viðskiftalífi þjóðanna. En eng.in ástæða er til þess að ætla, að pundið muni falla niður úr öllu valdi. Þrátt fyrir fjárhagsvandræðin eru Englend- ingar stöðugt efnahagslega þrótt- mikil þjóð, og geta vafalaust haft hemil á pundinu. Alment er búist við a<5 pundið muni verða verð- fest 15—20% neðan við liið gamla gullgildi. Hins vegar er óvíst, hve nær pundið verður verðfest. Yfirleitt hefir það valdð ánægju í Englandi, að Englendingar hafa snúið bakinu að gullinu. Flestir í Englandi og margir aðrir líta svo á. að þetta sje eina færa leiðin út úr kreppuvandræðunum. Afnám gull- innlausnarinnar í Englandi og lækkun pundsins er í fyrsta lagi vörn gegn hinum lamandi áhrjfum, sem gullskorturinn og gengishækk- un gullsins hefir ha.ft á atvinnu- lífið, í öðm lagi árás á hið vaxandi peningavald gullauðugu þjóðanna, Frakka og Bandaríkjamanna. — He.imskreppan er afleiðing peirrar stefnu, sem Frakkar og Banda- ríkjamenn liafa fylgt í peninga- og tollamálunum. Þeir hafa neytt þjóðimar tíl þess ag greiða hem- aðarskaðabætur og stríðsskuldir. Með verndartollunum hafa þeir þvingað þær tíl þess að borga í gulli, ekki í vörum. Þess vegna hefir gullið streymt tík Frakklands og Bandaríkja. Þessi tvö ríki ráða nú yfir næstum % alls gulls í heiminum. Og mikill hlutí þessa gulls liggur ónotaður í bankakjöll- urunum í Frakklandi og U. S. A. En í öðrum löndum hefir gullskort- urinn stöðugt aukist. Gullskortur- inn er aðalorök vöruverðfallsins, atvinnuleysisins, fjái-hagsvandræð- anna og allra þeirra erfiðleika, er þjóðirnar hafa átt váð að stríða síðan kreppan hófst. Það er því engin ástæða tfl þess að harma það, þótt Englendingar reyni að lmekkja valdi „gullþjóðanna" og skapa sjer betri lífsskilyrði. Hjer verða ekki taldir upp þeir kostir eða ókostir, sem lækkun pundsins hefir í för með sjer. Að eins skal það tekið fram, að bú- ast. má vig að lækkun pundsins örvi atvinnulífið í Englandi. Gagnvart erlendum vörum hefir lækkun pundsins sömu áhrif og vemdartollar. Eríendur gjaldeyrir, og um leið erlendar vömr, hækka í verði í Englandi. Lækkun punds- ins reisir þannig skorður við inn- flutningi ónauðsynlegra vara til Englands og vemdar um leið enska framleiðendur gegn erlendri samkeppni. JafnhUða þessu örvar lækkim pundsins utanríkisverslun Englendinga. >— Samkeppnisgeta Englendinga vex. Enskar vörur verða ódýrari erlendis, þar sem punclig hefir lækkað í verði. — Englendingar geta því aflað sjer nýrra markaða eriendis. Utflutn- ingsverslun Englendánga vex og atvinnuleysið í Englandi minkar. Atvinnulausum hefir þegar fækk- að um 11.000 síðan pundið fór að falla. Lækkun pundsins hlýtur að valda erfiðleikum í öllum þeim löndum, sem reyna að lialda gjald- eyri sínum áfram í gullgildi. — Vöruútflutningar þeirra til Eng- lands minka og Englendingar vinna eríenda markaði frá þeim. Þess vegna er hugsanlegt, að marg- ar þjóðir farí að fordæmi Englend- inga og lækki gjaldeyri sinn, til þesss að komast hjá vandræðun- um og geta staðið jafnféetis Eng- lendingum, hvað samkeppnisgetu snertir. Danir, Norðmenn og Svíar hafa þegar lækkað gjaldeyri! sinn. Bæði „Ecconomist" og hinn heims- fiægi hagfræðingur Keynes búast við að allar þjóðir nema Frakkar og Bandaríkjamenn geri að lokum hið sama. Sá hagnaður, sem Eng- lendingar hafa af lækkun punds- ins, hlýtur að minka, ef svo fer. En vandræðin í þeim löndum, sem halda gjaldeyri sírium í gullgildi, hljóta að aukast, eftír því sem fleiri þjóðir fylgja fordæmi Eng- lendinga. Keynes nefnir þann möguleika, að Bandaríkjamenn og Frakkar haldi að lokum einir fast við gull- gildið. Keynes spáir, að þá fari svo, að þessar þjóðir geti ekki komið út vömm sínum, því aðrar þjóðir sem lækkag hafa gjaldeyri sinn, undirbjóði þær bæði á heims- markaðnum og annars staðar. Þar að auki ber þess að gæta, að Frakkar eru aðallánardrottinn Englendinga. Mikið af þeim lán- um, sem Englendingar hafa feng- i? í Frakkíandi, eiga að endur- greiðast í enskum pundum. Frakk- ar verða því fyrir miklu tapi ef pundið kemst ekki aftur upp í hið gamla gullgildi. Og því lægra sem pundið stendur í hlutfalli við frankann, því meira verður tapið. En það væri þó engin endan- leg úriausnrá kreppuvandræðunum, þótt nokkuram þjóðum takist að örva atvinnulíf sitt og velta byrð- unum á aðrar þjóðir. En ef til vill getur það, sem nú hefir gerst í Englandi og á Norðuriöndum, neytt Frakka og Bandaríkjamenn til þess að slaka tíl í skulda- og tollamálunum og verja gullforða sínum til þess að auka kaupget- una og örva atvinnulífið í heim- inum. Annars er hugsanlegt, að „gullsnauðu“ þjóðirnar reyni að skapa sjer nýtt gjaldeyriskerfi (valutasystem), sem byggist ekki á gullinu, eins og Keynes hefir vakið máls á. Og þá minkar verð- mæti gulldyngjanna í Frakklandi og TJ. S. A. Khöfn, í sept. 1931. P. * ' Vetrarkápntan, skinnkanta og kraga Verslnniu Bjðrn Kristjánsson Jðni Björnssyni & Co Kosningarnar í Englandi. London 17. okt. United Press. FB. Frambjóðendur til þings eru 1286 talsins, þar af 61 kona. Frambjóðendur íhaldsmanna 517, jafnaðarmanna 514, frjáls lyndir frambjóðendur, sem fylgja þjóðstjórninni eða „Na- tional-liberals“ 123, frjálslynd- ir frambjóðendur 37, komm- únistar 24, nýi Mosley-flokkur- inn 23, jafnaðarmenn, sem fylgja þjóðstjórninni eða „Na- tionalsosialists“ 21, og 26 aðrhv Vextir lækka. Oslo 17. okt. United Press. FB. Forvextir hafa verið lækkað- ir um 1% í 7% frá og með mánudegi að telja. Stokkhólmi 17. okt. Forvextir hafa verið lækkað- ir um 1% í 6% frá og með mánudegi að telja. Dagbók. I. O. O. F. 3. == 11310198 = Veðrið (laugardagskv. kl. 5). Hæg V-átt um alt laud nema útí fyrir N-landi er allh.vast (veður- hæð 7 í Grímsey). Smáskúrir vest- anlands og í útsveitum nyrðra, en þurt og bjart á Austuriandi. Hití +—6 st. um alt land. Háþrýstí- svæði er yfir hafinu fyrir sunnan ísland en grunn lægð yfir Norð- ur-Grænlandi. Veðurútlit í Rvík í dag: V-gola. Smáskúrir en bjartviðri á milli. Síra Einar Thoriacius lieldur guðsþjónustu á Elliheimlinu Grund kl. 2 síðd. í dag. Stúkan Dröfn hefir flutt fundar t-íma sinn tfl ld. 4J4 síðd. á sunnu- dögum. Trúlofun sína hafa nýlega opin- berað, ungfrú Guðrún Daníels- dóttir frá fsafirði og Guðni Sveins son Laugaveg 99. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Nikoiína Bertelsen og Carl J. F. Larsen kyndari á „Botníu“. Hjúskapur. Gefin voru saman síðastliðinn föstudag af síra Fr. Hallgrímssyni ungfrá Jóhanna S. Jónsdóttír og Guðmundur Hall- dórsson trjesmiður. Heimili þeirra ei á Ásvallagötu 21. í gær voru gefin saman í hjóna- band, af síra Bjama Jónssyni, ungfrá Guðný Anna Gunnarsdótt- ir kenslukona. Lindargötu 18, og Brynjúlfur Bjarnason Melsteð vegaverkstjóri frá Framnesi. Heim il' þeirra verður að Stóra Hofi í Gnúpverjahreppi í Árnessýsln. Karlakór Tðnskólans, æfing í dag kl. 2 e. h. Nýir nemendur sem óska að ganga í flokkinn komi til viðtals og prófunar á sama tíma. Esperantósamband íslands held- ur námskeið í Esperanto í vetur og hefst það á föstudaginn. Kenn- arinn verður Þóibergur Þórðason. Var hann í sumar í Hollandi til þess að kynna sjer kensluaðferð Andreo Ce, sem er fiægur orðinn fyrir hana. Og til þess að gefa mönnum kost á að kynnast kenslu aðferðinni, verður annað kvöld haldin ókeypis kenslusýning í Iðnó kl. 9. Dansskóli. Systnrnar Hekla og Daisy Jósefsson auglýsa dansskóla hjer í blaðinu í dag. Skólinn hef- ir aðsetur í Austurstræti 10 (uppi) og byrjar á morgun. Hafa þær systur verið vestan hafs i sumar tíl þess að fullkomna sig í danslist, og kenna fullorðnum og bömum. Lýsmg íslands handa' bamaskól- um, eftír Aðalstein Sigmundsson er nýkomin á markaðinn. Er það stutt. bók, aðems tvær arkir, en * henni er fjöldi mynda, svo að lesmálið er ekki langt. HennS fylgir sjerstákt íslandskori eftír Samúel Eggértsson og eru hæðar- hlutföll sýnd þar með mismunandi Htum. Eldur kviknaði í gær í kjallara hússins í Þingholtstræti, þar sem er hljóðfæraverslun Helga Hall- grímssonar. Kom slökkviliðið á yettvang, en þá hafði tekist, að slökkva eldinn. Hækkun símskeyrtagjalda. Eins og auglýst er hjer í blaðnu í dag, hefir stjórn landssimans eigi sjeð sjer annað fært en að liækka skeytagjöld tíl útlanda all-veru- Óega, vegna þess hve krónan hefir lækkað. Mun þessi ráðstöfun eiga rót sína að rekja til þess, að skatt- ur landsímans til „Mikla norræna“ er reiknaður í dollumm. Hefir svo verið undanfarin ár. Hækkar því skatturinn tfl símafjelagsins í krónutali, með lækkun krónunnar. jYerður nú enn tflfinnanlegra en áð- ur, að eigi var sagt upp símasamn- ingnum í fvrra eins og til stóð. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag. Helgunarsamkoma kl. 10% árd. Sunnudagaskóli kl 2 síðd. Utisamkoma á Lækjartorgi kl. 4. ef veður leyfir. Hjálpræðissam- koma kl. 8 síðd. Ámi M. Jóhann- esson stabskapt. og frá stjórna. Lfiðraflokkurinn og strengjasveitín aðstoða. Allir vélkomnir! Heimfla- sambandið hefir fund á mánudag- inn kl. 4. Þar verður upplestur Svövu Gísladóttur kapt. Listsýning Magnfisar Ámasonar heldur áfiam þessa viku í sýning- arskálanum við Kirkjustræti og er opin kl. 10—-5 daglega. Sókn, heitir nýtt blað, er Stór- stúka íslands gefur út, og em í ritnefnd þess, Felix Guðmundsson (ábyrgðarmaður), Friðrik Á» Brekkan og Jakob Möller.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.