Morgunblaðið - 18.10.1931, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1931, Blaðsíða 8
3 MORGUNbLAÖIÐ Hellos- hraðskiitistranms-Iækuingalæki. Hvað ern hraðskiftistraumar ? Hraðskiftistraumar eru víxl- straumar, sem skifta stefnu á- kaflega oft á hverri sekúndu. 1 lok aldarinnar sem leið urðu straumar þessir kunnir og voru nefndir Teslastraumar eftir manni þeim — Tesla — sem uppgötvaði þá. Um líkt leyti gerði d’Arsonval tilraunir um áhrif slíkra strauma á mannleg- an líkama og náði stórmerki- legum árangri. Nú rak hver uppgötvunin aðra, eftir því sem árin liðu, og eru nú lækning- ar með hraðskiftistraum orðn- ar svo þýðingamiklar að lækna- vísindi nútímans væru óhugs- anid án þeirra. Þær eru orðnar læknum, lækningastofum, hressingarhæl- um o. s. frv. alveg ómissandi. Eftir lögmáli vísindamannsins Nernst hafa víxlstraumar, sem skifta um stefnu miljón sinnum eða oftar á sekúndu, als engin ertandi áhrif á frumuvefi lík- amans. öðru máli er að gegna um hægari skiftistrauma, sem í raf- magnslækningafræðinni eru nefndir ,,faradiskir“ straumar eftir enska eðlisfræðingnum Faraday. — Þessir straumar hafa í för með sjer þessa ó- þægilegu tilfinningu, sem þeir menn þekkja, sem notað hafa slík rafmagnsáhöld. Faradisk- ir straumar erta taugar og vöðva, svo að þeir verða ekki notaðir til lækninga nema í al- veg sjerstökum tilfellum. Aftur á móti hafa hraðskifti- straumar stöðugt rutt sjer meira til rúms meðal hinna eðlisfræðislegu lækningatækja, þar sem hin ertandi áhrif á líkamsvefina eru þar miklu minni. Auk þess hefir þessi lækningaaðferð annan kost sameiginlegan við margar eðl- isfræðilegar aðferðir, sem sje þann, að hana má nota svo oft sem vera skal; það er hvorki hætta á því, að hún verði að á- vana, á skaðlegri fyrirsöfnun áhrifanna eða á öðrum skemd- um, sjerstakrar eða almennr- ar tegundar. Helios hraðskiftistraumar lina verki, flýta batanum, þeg- ar um kvef, bólgu eða ígerðir er að ræða, hafa mildandi á- hrif við taugaofreynslu, bæta almenna líðan, fjörga hring- rás vessanna, örva efnaskifting una, gera andardráttinn dýpri og ljettari, verka á nýrun með því að auka þvagtæminguna, bæta blóðrásina og ljetta þann- ig óbeinlínis undir með starfi hjartans. Verkanir þeirra eru því mjög marghliða. — Hvemig skal nota Helios-hrað- skiftistraumtæki ? Það er nokkuð síðan Helios- hraðskiftistraumstæki komu á veraldarmarkaðinn og er þeim mjög hælt af tugum þúsunda, manna og kvenna, fyrir að þau geti læknað og linað veikindi eins og lendagigt og aðra gigt, lamanir, sem komnar eru fram við ofkælingu, og margt annað. Þegar menn nú heyra, að hjer sje um rafmagnstæki að ræða, þá fer hrollur um hvern þann, sem ekki þekkir til, því að manni verður ósjálfrátt að hugsa til rafmagnsvjelarinnar, sem er oft notuð sem leikfang af stórum og smáum og sem veldur einhverskonar fiðringi og kippum í líkamanum, þegar hún er notuð; maður óskar þá þess eins, að það væri sem fyrst um garð gengið. Um Helios- hraðskiftistraumtækin er ein- mitt það gagnstæða að segja. Það er algerlega útilokað, að þessir feikilega háspentu straumar, sem skifta um stefnu hjer um bil 300,000 sinhum á sekúndu, hafi nokkur ertandi á- hrif á líkamsvefina, það er ein- mitt mjög þægileg tilfinning, samfara því að halda í hendi sjer hleðsluglerinu (Auflade- Elektrode), sem fylgir Helios- tækjunum, þegar búið er að opna fyrir strauminn. Eftir að hafa viðhaft þessa aðferð (óbeina lækningaað- ferð) í 10 mínútur, eru menn og konur miklu hressari og styrkari en áður. En þetta er ekki eina aðferð- in til lækninga með Helios- hraðskiftistraums tækjum. Það er til fjöldi slíkra aðferða. En um það ætlum vjer ekkert að láta uppi að þessu sinni, því að innan skamms kvað vera í ráði að sýna þessar lækninga- aðferðir hjer í Reykjavík, og það er ástæða til að hvetja fólk til að sækja þessa sýningu í þágu sjálfra sín, til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma eða verjast þeim. Fólki til leiðbeiningar, skal þess getið, að hver sem þess óskar á kost á að sjá Helios- hraðskiftistraums áhöldin í notkun, annaðhvort heima hjá sjálfum sjer, eða hjá hr. nudd- lækni Sigursteini Engilberts, Njálsgötu 42. F61k getur hringt í síma 2042 og mun læknirinn þá fljótlega setja sig í samband við hlutaðeigendur. Ummæli lækna og vísinda- manna um lækningar með „ Hel ios“-hr aðskif tistraumi: Vísindamenn, læknar og heilsuhæli, sem árum saman hafa notað Helios-hraðskifti- straumslækningar við fjölda sjúklinga, votta það, að straum- ar þessir hafi mjög heppileg og ósjaldan undraverð áhrif til bóta á ýmsa sjúkdóma og kvilla. Um þetta eru til yfir- gripsmiklar læknabókmentir (í lækningahandbókum, sjer- fræðiritum o. s. frv.) og birt- ast hjer nokkrar örstuttar ausur, sem þaðan erú teknar. Próf. dr. Opitz, frá Freiburg, segir í handbók sinni í kvenn- sjúkdómalækningum: — „Há- I spentum hraðskiftistraumum er hrósað fyrir hin friðandi á- hrif á taugakerfið í heild sinni og eins á verki í sjerstökum taugum, lfkt og segja má um háspennustrauma þá, sem skiftingar-rafmagnsvjelar fram- leiða“. — Próf. Eberhard, nefnir í bók sinni ,,Hraðskiftistraumar“ meira en 500 sjúkdóma, sem straumar þessir hafa heppileg og bætandi áhrif á. — Próf. Ludvig Mann, frá Bres- lau álítur lækningar með hrað- skiftistraumi sjerstaklega bata- vænlegar við hinum margvís- legu sjúkdómum taugakerfis- ins. — Próf. dr. med. Hirsch, frá Berlín, skrifar í vasakveri sínu um rafmagns og geislalækning- ar, að lækningar með hrað- skiftistraumi sjeu algerlega hættulausar, og að þær virðist eiga mikla framtíð fyrr sjer og valdi sjúklingunum lítilla ó- þæginda. — Próf. Korwarsick, segir, að auðvelt sje að lækna tauga- verki með hraðskiftistraum og að þeir hafi í sjer fólgin sjer- stakan hæfileika til að lina verki. — Próf. dr. G. Peritz, hefir náð góðum árangri með því að nota hraðskiftistrauma við höfuð- verkjum. — Próf. dr. Cohn, viðurkennir bætandi áhrif þessara strauma á svefninn. — Dr. med. Burwinkel, sýnir fram á heppileg áhrif þeirra á æðakölkun og hjartveikiköst, bæði væg og áköf. — Dr. van Doren, hefir náð undraverðum árangri með notkun ozon-innöndunar í sam- bandi við hraðskiftistraum, við berklum og öðrum skyldum sjúkdómum. — Dr. Gibson, sjerfræðingur í lúngnasjúkdómum, viðurkennir einnig hin ágætu áhrif ozon- innöndunar í sambandi við hraðskiftistraum, þegar um lungnaberkla er að ræða. — Kvenlæknirinn dr. med Hart- er, kemst að þeirri niðurstöðu, að ógurlegar sjúkdómskviður, sem stöfuðu af gallsteinum, hafi horfið við notkun hraðskifti- strauma. — Dr. Monnel, lítur á notkun Helios-hraðskiftistrauma, sem ákjósanlega aðferð til þess að gera líkaman hraustan og heil- brigðan. Hann kveðst hafa sannreynt það á lúnum verka- mönnum og ofþreyttu fólki, að það var sem það hefði fengið nýjan þrótt eftir 3 mín. notk- un hraðskiftistraums. — Dr. C. Murray, skrifar: Hrað- skiftistraumar koma af stað starfsemi í líkamanum, sem hef ir í för með sjer jafnvægis og lífsþróttartilfinningu, og það er viðbúið og jafnframt æskilegt, að þessi aðferð nái sem mestri útbreiðslu meðal almennings. Enn mætti færa til mikinn fjölda slíkra ummæla. N.B. Verslunin BRISTOL, Bankastræti 6, Reykjavík, hef- ir einkaumboð fyrir Island á Heliostækjum, og verða þau af- greidd frá versluninni í sam- ráði við hr. nuddlæknir Sigur- stein Engilberts, Njálsgötu 42, Fið uera og að sýnast. Meðan Sjálfstæðismenn voru við völd síðast, var Ræktunar- sjóðurinn aukinn svo og end- urbættur, að hann hefir síðan verið bændum til hins mesta gagns. Úr honum hafa verið lánaðar miljónir króna síðan og öllum ber saman um, að hann sje sú lánsstofnunin fyrir landbúnaðinn, sem hafi komið honum að langmestu haldi. Sjóðurinn hefir gefið út jarð- ræktarbrjef og á stjórnartím- um Sjálfstæðismanna var alt af sjeð fyrir kaupendum að þeim, svo að sjóðurinn hafði þá nægi- legt fje. Til þess að sjá fyrir fje var tekið lán erlendis með ágætum kjörum. Það borgast jafnóðum og afborganir koma af Ræktunarsjóðslánum og þó að ríkissjóður sje að nafni til lántakandi, þá er auðvitað, að hann þarf aldrei að borga einn einasta eyri af þessu láni. Bænd- ur, sem hafa fengið fje úr Rækt unarsjóðnum, borga lánið, enda er það tekið fyrir þá. Svona lán vildi Hannes dýralæknir og aðrir fjármálastórgripir Aftur- haldsins telja hliðstæð lánum, sem ríkissjóður á sjálfur að annast greiðslur á að öllu leyti. Þegar Sjálfstæðismenn settu fæturna undir þann sjóð, reyndu þeir að spara sem mest allan kostnað við starfrækslu hans, til þess að sem minst fje færi í súginn og sem mest yrði til útlána til bænda. Þetta hepnaðist svo vel, að árið 1929 hefir rekstrarkostnaður sjóðs- ins, samkvæmt reikningi, sem birtur er í Stjórnartíðindunum ekki verið nema kr.: 16830.80 og þó skifta eignir sjóðsins miljónum og mikið var lánað á því ári. En þegar Afturhaldsstjórnin hafði setið nokkurn tíma að völdum, þá fann hún nýtt ráð til þess að slá ryki í augu bændastjettarinnar. Hún stofn- aði Búnaðarbankann og bænd- um var óspart talin trú um, að nú skyldi þeir fá lán eins og þeir þyrftu. Og til þess að gera þetta alt trúlegra, átti bankinn að vera í mörgum deildum og langur lagabálkur var gefinn út um það. Deildirnar áttu að vera 5 eða 6, en sumar þeirra hafa reyndar aldrei tekið til starfa. En þær deildirnar sem tóku til starfa eru nú þegar alveg máttlausar sökum fjár- leysis. Ekkert lán er hægt að fá úr veðdeild bankans, ekkert nýtt lán úr Byggingar- og land- námssjóði og víst sama og ekk- ert úr Sparisjóðs- og rekstrar- lánadeildinni. Úr Ræktunar- sjóðsdeildinni fæst helst eitt- hvað, og er það eingöngu að þakka viturlegu fyrirkomulagi Sjálfstæðismanna á sjóðnum. sími 2042, sem og einnig gef- ur allar nauðsynlegar upplýs- ingar um Helios-áhöld og notk- un þeirra. Virðingarfyllst. Verslunla BRISTOL. Bankastræti 6. Sími 1335. Reykjavík. En mjög er þó þetta af skornum skamti og nú lengi hafa engin lán fengist, því að stjórnin hef- ir algjörlega vikið sjer und- an þeirri ríku skyldu að útvega markað fyrir jarðræktarbrjef. Á þeirri vanrækslu á forsætis- ráðherra sjerstaklega sök, því að hann er yfirmaður Búnaðar- bankans. Því þarf ekki að lýsa, hvílík vonbrigði og hvílíkur skaði það hlýtur að verða fjölda bænda um land alt, að geta ekki feng- i>. lán úr bankanum einmitt nú, er vörur þeirra eru sumar ó- seljanlegar en aðrar stórfalln- ar. í árferði eins og nú, er ger- samlega óhugsandi, að bændur komist af án þess að safna skuldum. Það er víst, að með því verðlagi, sem nú er, hrökkva af- urðir meðalbús ekki nema til að borga kaupamanni og kaupa- konu um sumarið og þetta er vinnukraftur sem fæstir bænd- ur geta án verið. Hvar á svo' að taka greiðslur til alls ann- ars, þegar hvergi er hægt að fá lán? Einmitt í þessu árferði var brýn nauðsyn að geta veitt, lán, en fyrirhyggjuleysi lands- stjórnarinnar á undanförnum ágætisárum kemur hjer fram sem víðar. Af reikningi Búnaðarbank- ans fyrir 1930, sem birtur var í sumar, sjest, að kostnaður af rekstri bankans er um 92000 kr. og fráleitt verður hann minni á yfirstandandi ári eða framvegis, enda er við að búast að kostnaðurinn sje mikill, þar sem 3 eru bankastjórarnir og rándýrt húsnæði í skrifstofu- höllinni alkunnu. Ætli að það hefði ekki verið eins hentugt fyrir bændur, að íburðurinn hefði verið minni og dálítið meira til að lána? Kostnaður- inn hefir í höndum stjórnarinn- ar vaxið um 70000 kr. á ári og hefði sannarlega verið nær að nota þær til útlána handa þeim, sem helst hefðu þurft. Það stingur í augun í reikn- ingi bankans, að rekstrarkostn- aður Ræktunarsjóðsins er um 23000 kr., en Byggingar- og landnámssjóðs tæp 50000 kr. og þó er Ræktunarsjóðurinn margfalt stærri en hinn sjóð- urinn. Er þetta gott dæmi um hagsýni í fyrirkomulagi hjá Sjálfstæðismönnum og stjórnar- liðum. Yfir öllu fyrirkomulagi Byggingar- og landnámssjóðs eru fingraför deyðandi eyðslu- klóa dómsmálaráðherrans, en Sjálfstæðismenn rjeðu fyrir- komulagi Ræktunarsjóðs. Hjer kemur fram munurinn á því að sýnast og að vera. Það er dapurlegt að ríkis- stjórnin skuli hafa búið að bankanum svo sem hún hefir gert. Við Búnaðarbankann voru miklar vonir tengdar, en það er eins og landsstjórnin reyni á allar lundir að sjá um, að sem minst af þessum vonum rætist. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.