Morgunblaðið - 18.10.1931, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1931, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ pest, og sú orsök sje ein nægileg tii þess að fjeð fái pestina. Eitt haust setti jeg á 3 lamb- hrúta. Tók jeg þá inn um vet- urnætur og hafði þá í stíu í einu húsinu. Þar voru þeir frain á þorra. Þá ljet jeg gelda tvo af þeim en ekki þann þriðja. Sá sem gelti þá fyrir mig sagði, að jeg yrði að gefa þeim vel, og líka gott hey meðan þeir væru að gróa. Jeg breytti til með hey- ið, og gaf þeim töðugresi, og frekaði einnig gjöfina svo þeir heldur leifðu. — Svo liðu þrír sólarhringar. Að morgni fjórða dagsins þegar jeg kom í húsin, lágu tveir af þeim dauðir í stí- unni, en sá þriðji fárveikur að sjá, því hann stundi við og var uppþembdur, eins og pestveikar kindur venjulega. Jeg gaf hon- um strax inn tvær matskeiðar af steinolíu, og ljet hann heim í fjós. — Jeg hafði hann í auð- um bás. — Hann stundi við stöðugt fyrst, svo hætti hann því eftir nokkra stund. Hann snerti ekki hey þenna dag, en daginn eftir fór hann að eta. Honum batnaði að fullu tiltölu- lega fljótt. Hann lifði til þess haustið eftir að jeg slátraði lionum. Það var nú nokkurnveg- inn Ijóst, að ekkert annað en hin snögga fóðurbreyting var or- sök þess, að hrútar þessir dráp- ust. í þessu sambandi vil jeg skýra frá því, að smátt og smátt á fleiri árum hafði jeg upp ca. 14 kindur sem veikar urðu af pest, ef jeg gat náð þeim áður þær urðu mjög veikar, og áður er> drepið byrjaði í vinstrinni. Einu sinni var jeg búinn að leggja kind niður við trogið, sem jeg hjelt að ekki ætlaði að rakna við, — jeg var búinn fyr- ir nál. klukkustund að gefa henni inn steinolíu; — mjer sýndist að hún ekki vera aðfram komin. Jeg sleppti henni því og lofaði henni að standa upp. Hún rölti til fjárhúsanna. Jeg spilaði hana af svo hún væri ekki með fjenu, c-g svo að jeg gæti ráðið því hvaða hey hún æti, og hve mikið. Hún át lítið sem ekkert þenna dag, en daginn eftir fór hún að eta. Jeg hafði hana í stíu í 3 daga, og ljet hana síðan saman við fjeð. Batnaði henni að fullu að því er sjeð varð. En um vor- ið fór hún úr bráðapest í maí, áður en gróður kom. Jeg at- hugaði hvort eigi mætti sjá neitt á vinstrinni sem benti á að hún hefði fengið pestina áð- ur, og var það líka svo. Á ein- um stað vottaði fyrir þykkildi eða hersíi. Og þóttist jeg af því sjá, að það hefði verið á síð- ustu stundu sem jeg náði henni til að gefa henni inn um vetur- inn. Steinolían losar stýflurnar úr lakanum, og þá, þegar þær eru farnar, geta meltingarfærin farið að starfa aftur. Meltingarfæri sauðkindarinn- ar, eins og annara jórturdýra, eru fíngerð og margskift. Þau geta því eigi þolað hvað sem þeim er misboðið, Þau sýkjast og hætta að starfa. Jeg varð sjaldan fyrir miklum skaða af völdum bráðapestarinnar, nema haustið 1925. Þá byrjaði hún alment síðast í sept. meðan auð var jörð og góð tíð. Eftir að far- ið var að hýsa fjeð og gefa því, Ef þjer ðrekfcið te, þá notið melrose’s. hætti pestin síðast að drepa. að falla og trjena, er öðru máli Að minsta kosti drap hún miklu færra eftir en áður. Eftir þá reynslu, sem jeg smám saman hefi fengið á öll- um þeim árum sem jeg hirti fje, var jeg ekkert orðinn hræddur við bráðapestina, að hún gæti gert mjer verulegan skaða. Ef jeg misti kind, eina eða fleiri, kendi jeg klaufaskap og óvar- kárni um. Sama álít jeg auðvit- að um alla aðra fjármenn. Og í þessu sambandi vil jeg segja það hiklaust og afdráttarlaust, að jeg þyrði nú að taka að mjer að hirða fje, hvar sem vera skyldi, þó eigi væri bólusett, — og taka það í ábyrgð mína að verja það fullkomlega fyrir bráðapest, eftir að farið væri að hýsa, en þó með þeim skil- yrðum, að jeg mætti að öllu leyti ráða meðferð fjárins og aðferð við hirðinguna, og að eigi hefði drepist úr bráðapest áður farið var að hýsa og skrokk- arnir legið í haganum lengri eða skemri tíma, því að jeg álít að hugsanlegt sje að hætta geti stafað af þessu, þó jeg geti ekki fært fullgild rök fyrir því. En hvernig á að fara að, ef bráðapestin byrjar að drepa strax eftir réttir með- an auð er jörð og góð tíð og enginn er farinn að hýsa fje? Nú orðið er það bólusetningin sem ætti að koma að liði; til þess þarf að hafa bóluefnið til í tíma. Annars er það í mörgu tilliti betra að taka fje snemma til hýsingar, og byrja snemma að gefa því með beitinni, jafn- vel þó að auð sje jörð. Þar sem beit er Ijett, og eigi völ á sæmi- lega góðu landi til beitar, kem- ur maður í veg fyrir, að fjeð leggi af, og í öðru lagi kemur maður í veg fyrir þá hættu, sem stafað getur af snöggum og hættulegum hríðaráhlaupum. í þriðja lagi getur maður ráðið því, að fjeð sje í besta beitar- landinu sem kostur er á. Eftir að farið er að gefa stöðugt með beitinni, er auðvitað alveg ágætt að hafa vel verkað vothey, — af há eða snemm sleginni töðu. Það hefir sennilega miklu meiri þýðingu að hafa vothey vel verkað með beit, en menn alment gera sjer grein fyrir eða þekkja enn sem komið e'r. Hjá mörgum mun vakna sú spurning: Hvernig stendur á því, að fjeð drepst úr bráðapest strax úr rjettum síðast í sept- ember og svo áfram ef ekkert er að gert? Þeir sem geta trúað því, að trjenað og tormelt fóð- ur, og snöggar breytingar til hins lakara, sje aðal undirrót bráðapestarinnar, munu ekkert furða sig á þessu. — Að sumr- inu þegar fjeð hefir nóg af safa- miklu og auðmeltu grasi, eru eigi skilyrði til þess að f jeð veik- ist af bráðapest. En þegar haust ið er komið, og grasið farið mjög að gegna (og þessi breyting Verð- ur oft á tiltölulega stuttum tíma), þá eru skilyrðin fyrir hendi, og afleiðingarnar koma þá líka í ljós. Flestum virðist að bráðapestin drepi heldur vænar og feitar kindur en hin- ar rírari. Þetta hefir, eins og alt annað, sínar orsakir, og þá fara aíyeiðingarnar eftir því. Feiti, kindurnar eru öllu fremur lystar- góðar og gráðugri en hinar sem matvandari eru. — Þær offylla sig á þessu óholla fóðri, og verð- ur þess vegna hættara. Jeg þótt- ist taka eftir þessu oft og mörg- um sinnum. Þar sem nokkuð langt er í beitarlandið, þarf að reka fjeð hægt, og allra síst hundbeita það, enda forðast allir góðir fjár- menn það. Að hirða vel sauðfje að öllu leyti, er sannarlega ekki vanda- lítið verk. Það gera eigi nema góðir fjármenn. En er þeim ekki að fækka? Að þessu sinni fjölyrði jeg ekki meira um þetta mál. Fæ ef til vill tækifæri til þess síðar. Helguhvammi í sept. 1931. Baldvin Eggertsson. Prestafjelagsritið 1931. ‘ Þessi þrettándi árg. ritsins er nýútkominn undir stjórn sama rit- stjóra og áður, prófessor Sigurðar P. Sivertsen núverandi vígslu- biskups í hinu forna Skálholts- biskupsdæmi. Og ekki v,erður ann- að sagt ,en ritið sje, sem fyr, ágætt að öllum frágangi, og efnisvahð gott, fræðandi og skemtilegt. í þetta sinn er innihaíd þess fjöl- breyttara en verið hefir, og mun það fyrir þá skuld öllum almenn- ingi kærkomnara og ljúfara, og auðgast [jar af leiðandi að góðum lesendum og styrktarvinum, mun slíkt líka einlæg ósk þeirra, sem að ritinu standa. Birtast þar ritgerðir og erindi um ýmis kristileg mál og kristilega starfsemi, æfiágrip og minningar- orð nokkurra merkismanna með myndum, fallegir sálmiar og söng- iög eftir góðkunna höfunda, og margt fleira er þar að sjá merki- legt og athyglisvert. — Skal jeg nú með örfáum orðum minnast á nokkuð iaf þessu hvað fyrir sig. Fyrst í ritinu er erindi eftir rit- st.jórann, sem hann nefnir „Eining kirkjunnar'‘. Fjallar það um eitt lnð mesta áhugamál kristinna manna nú á tímum. Minnist liöf- undurinn á samvinnu (hinna ýmsu kirkjudeilda inn á við. Og einnig hitt, hvað löngunin og þörfin er orðin mikil til samstarfs út á við, milli kirkjudeildanna sjálfra. — Hregur hann það fram skýrt og greinilega, að tilfinning kirkjunnar \ er vöknuð fyr.ir sundmngarvan-j mætti sínum, og þar af leiðandi Væntanleat: Epli þurkuð extra choiche. Apricots þurk. extra choiche. Ferskjur extra choiche. Kúrennur. Bl. ávextir extra choiche. Eggert Kristjánsson & Co. Símar: 1317, 1400 og 1413. Kork parket og kork á gólf, undir dúka, útvega jeg beint frá Suberit Fabrik A.S. Verðið lægra en áður hefir þekkst. Einkaumboð fyrir fsland LUDVIG STORR. Frt Itndsslittn Frá og með 20. október 1931, hækka símskeytagjölcl til útlanda, og verða til þessara landa sem hjer segir: Til Færeyja alm. skeyti — Danmerkur og Engl. alm. skeyti — ------ blaðaskeyti — Noregs og Svíþjóðar, alm. skeyti — ----— blaðaskeyti — Frakklandls og Hollands, alm. skeyti — Austurríkis og Grænlands --------- — Ítalíu ----- -r- Irlands ---- — Póllands ---- — Spánar ---- — Finnlands ---- — Portúgals ---- — Þýskalands ---- 31 aur. orðið 51 ----- 15 ----- 60 ------- 20 ------- 67 ----- 79 ----- 78 — 57 ----- 80 ----- 75-------- 84 ----- 83 ----- 73 —— Landssímastióri. Hftiski fatnlii eru nú komin í mjög miklu úrvali. --- Lítið í gluggana á - LAUGAYEGI 3 Andrjes Andrjesson. ■'lllr O ■'íir O '’fc' 9 <llí» C ► • -1(4* • •-'Mi-* Hi- • • -%» DREKKIÐ EBiLS - ÖL -ii4- • 0 -111-0 ••M4- • -11.- • -ii..' • m..' o -%- o -%•• • o -%.• • •• > -«#4.'O-lli.'• -%-•-%-•..%-• -%-•••%-• -<%.•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.