Morgunblaðið - 18.10.1931, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
iluglttlngariag&ik
Kaffihúsið Drífandi, Hafnarfirði,
Dansmúsík, þriggja manna 'bljóm-
sveit í kvöld.
Fjölritun. Daníel Halldórsson.
Hafnarstræti 15, sími 2280.
Verðið hefir lækkað á peysu-
fatasilki í versl. Dyngja, Ingólfs-
stræti 5.
Niðnrsuðudósir með smeltu loki
fást smíðaðar í blikksmiðju Guðm.
J. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Sími
492.
Barnabuxur ódýrastar í versl.
Dyngja, Ingólfsstræti 5.
Geymsla. Reiðhjól tekin til
geymslu. Örnin, Laugavegi 20 A.
Sími 1161,
Kvenbolir, kvenbuxur, kvensokk-
ar, óvenjulega ódýrt í versluninni
Dyngja. _________________________
BLÓM & ÁVEXTIR,
Hafnarstræti 5. Sími 2017.
Blómlauka.r. Melónur og græn-
meti frá Reykjum. Ýmislegt. til
tækifærisgjafa.
Kvenkjólar fallegir á kr. 14.00 í
versl. Dyngja.
Slifsi, ódýr og góð. Crepe de
Grammófónviðgerðir. Aage Möll-
er, Ingólfshvoli, 1. hæð. Sími 2300.
'Chine og silki í upphlutsskyrtur ó-
'dýrt og fallegt í versl. Dyngja,
Ingólfsstræti 5.
Lampaskermaverslunin, Ingólfs-
hvoli, 1. hæð. Stöðugt nýjungar.
Svart spegilflauel á kr. 10.00 í
versl. Dyngja, Ingólfsstræti 5.
Nokkrir rafmagnslampar til sölu
í rakarastofunni í Eimskipafjelags-
húsinu, vegna breytingar. Að eins
e>nn þriðji verðs.
Gott fæði á Skólavörðustíg 19
(hornið á KLapparstíg). Sann-
gjarnt verð. Upplýsingar í síma
422. Sigríður Björnsson frá Sval-
barðseyri.
Úrvals iæði
sel jeg undirrituð í Miðstræti 3 A.
Efnavali og meðferð haga jeg að
mestu leyti samkvæmt kenningum
idr. Bjargar C. Þorlákson í bók
hennar, „Mataræði og þjóðþrif".
Helga Marteinsdóttir.
Heiðruðu
húsmæður!
Munið að kaupa bestu og
þektustu kryddvörurnar í
haustmatinn, en þær eru frá
H.f. Efnagerð
Reykjavíkur,
Listsýning
Ma,gnúsar Árnasonar,
í sýningarskálanum' við Kirkju-
stræti heldur áfram næstu viku.
Opin daglega 10—5.
ímyndunarveikin verður leikin í
kvöld klukkan 8.
Skráning atvinnulausra í Hafn-
arfirði fór nýlega fram, og gáfu
sig fram 260 atvinnulausir menn,
sem samtals hafa fyrir 469 ómög-
um að sjá. Höfðu þeir haft atvinnu
í 32y2 dag að meðaltali þrjá síð-
ustu mánuði. 18 höfðu enga vinnu
haft þann tíma.
Útvarpð í dag: Kl. 10.15 Veður-
fregnir. Kl. 11.00 Messa í dóm-
kirkjunni (sr. Fr. Hallgrímsson).
Kl. 18,40 Bamatími (sr. Friðrik
Hallgr. og Ásta Jósefsdóttir). Kl.
19,15 Hljómleikar (Grammófónn).
kl. 19,30 Veðurfregnir. Kl. 19,35
Erindi: Magnús Jónsson próf. Saga
,Nýja testamentisins, I. Kl. 20,00
Klukkusláttur. Ópera: Rigoletto
(Verdi). Kl. 20,30 Frjettir. Kl.
21,00 Ópera: Rigoletto (framh.)
Danslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun: Kl. 10.15
Veðurfregnir. Kl. 16,10 Veður-
fregnir. Kl. 19,05 Þýska, I. flokkur.
Kl. 19,30 Veðurfregnir. Kl. 19,3-5
Enska, 1. fl. Kl. 20.00 Bókmenta-
fyrirlestur: Eggert Ólafsson, II.
(Vilhj. Þ. Gíslason). Kl. 20,30
Frjettir. Kl. 21.00 Hljómleikar
(Útvarpskvartettínn): Alþýðulög.
Kl. 21.20 Erindi: Heimskreppan,
I. (Ásgeir Ásgeirsson, fjármála-
ráðherra). Einsöngur, E. Markan.
Tungumálanámskeið ætlar Versl-
unarmannafjel. Merkúr að halda
ef nægileg þátttaka fæst. Hefir fje-
Iagið trygt -sjer ágætis kennara í
þýskn, enskn og frönsku, og er
ætlunin að kenna bæði byrjendum
og þeim, sem lengra em komnir.
Ættu þeir sem vildu taka þátt í
námskeiðinu að snúa sjer hið allra
fyrsta tíl skrifstofu fjelagsms,
sími 1292, sem gefur allar ttpplýs-
ingar, sbr. augilýsingu. — Hefír
Merkúr nú starfandi kvöldskóla,
-yrir sendisveina, sem yfir 60 nem-
endjir hefir og þar að auki nám-
skeið í bókfærslu, reiknmgi og
vjelrifun, sem starfar í tveim
deildum.
Þögn um „fordæmið“. Hálfur
mánuður er liðinn síðan skorað var
á ritstjóra Tímana hjer í blaðinu,
að skýra frá því í hverju það væri
fólgið „fordæmið", sem dómsmála-
ráðherrann hefði gefið i sambandi
við laun úr ríkissjóði. Tíminn
skýrði frá því, að ráðlierrann hefði
afsalað sjer hluta af Iaunum sín-
um. Hann var spurður, hve miklu
þetta mundi nema. Ekkert svar.
Hann var einnig spnrður um varð-
skipa- og bítanotkun ráðherrans.
Ekkert svar. Þá var hann spurður
um fríu-íbúðina, sólarmegin í Sam-
bandshúsinu. Ekkert. svar. Loks
var hann spurður um skólastjóra-
stöðuna við Samvinnuskólann. —
Sömuleiðis ekkert svar. Nú er dóms
málaráðherrann kominn heim,
hress og „sterkur“ frá Danskinum.
Vonandi leysir bann nú frá skjóð-
unni og skýrir alþjóð frá þeim
miklu tíðindum. sem ritstjóri Tím-
ans var að ympra á.
Möllersskólinn. Vegna breytinga
á húsnæði skólans hefir engin
kensla farið þar fram í fjóra daga.
En nú er breytingnnni lokið og
hefst kensla aftur á morgun.
Knattspyrnufjelagið ,Víkingur‘
heldur hlutaveltu sína í K. R. hús-
inu í dag kl. 4 - síðdegis. Margir
eigulegir munir eru á hlutavclt-
unni.
Skýringi’n fengin. Minnisstæð er
mönnum óhróðursagan u-m stú-
dentana nýbökuðu, sem útvarpið
flutti í vor. Enginn hefir orðið til
að mæla bót því framferði ,nema
höfundarnir sjálfir. En nú er skýr-
ingin fengin á því, Iiversvegna sú
saga fór í útvarpið. Dómsmálaráð-
berrann gefur þá skýringu í Tím-
anum síðasta. Hann segir, að nokk-
Hárgreiðslustofa G. Norðfjörð. Vesturgötu 12.
Andlitsböð sem eyða hrukk-
um og bólum, tek burt vört-
ur og hár af andliti og hönd-
um, enn fremur lagaðar negl-
ur (manecure).
Hefi dömu, sem er útlærð frá
frú Reiler, Kaupmannahöfn.
Vönduð vinna!
Fljótt afgreítt!
Höfuðböð (Radiolox), eyðir;"
flösu og hárroti. Vatnsbylgj-
ur (fingraondulation) Klipp-
ing og krulling. Litaðar og
lagaðar augabrýr.
Alt við allra hæfi.
Vinn úr rothári, sel lengstu og bestu fljettur í bænum. Alt unnið hjer á staðnum. —
Sendi gegn póstkrófu hvert á land sem óskað er.
urir nýbakaðir stúdentar „úr íhalds
heimilum í Reykjavík“ hafí ráðist
á Þingvallakirkju og framið þar
ýmiss konar „siðleysisathafnir“. —
Með þessu er fengín játning dóms-
irálaráðherrans fyrir því, að óhróð-
urssögunni umstúdentana hafi verið
útvarpað í þeim tilgangi, að sverta
pólitíska andstæðinga. Hitt þarf
ekki að taka fram, að stúdentar
þeir, sem útskrifuðust í vor og
hjeldu gleðskap á Þingvöllum voru
ekki áhangendur neins sjerstaks
stjórnmálaflokks, heldur voru þar
menn úr öllum flokkum. En það
passar best í kramið í samhandi
við söguna frægu. að segja að
þeir hefðu verið frá „íhaldsheim-
ilum ur Reykjavík“. En vel á
minst. Hvernig var það með mann-
inn, sem var í sumar að staupa
sig af flösku undir kirkjuveggn-
um á Þingvöllum? Skyldi hann
hafa verið frá „Framsóknarheim-
ili“, fyrst sagan kom ekki í út-
varpinu 1
Rússlands-sendinefndin. Sendi-
nefndin, sem fyrir skömmu fór
hjeðan áleiðis tíl Rússlands, er nú
komin tíl Moskva' og harst eftirfar-
andi skeyti frá henni í gær (16.
okt.), dagsett 15. okt. að kvöldi.
Vellíðan. Kveðjur. Sendinefndin.
Jónas „sterki“ hefir orðið. Dóms-
málaráðherrann er nýkominn heim
úr mánaðar skemtiferð erlendis, á
ríkissjóðs kostnað-.' Hann er líka
hyrjaður að skrifa i Tímann. —
„Baráttan við áfengið á íslandi“,
lieitir fy-rsta hugvekjan. Hann seg-
ii- m. a.: „Jeg stytti nokkuð sölu-
tímann (á Hótel Borg) með hreyt-
ingu þeirri, sem gerð var í sept.
síðastl., en gerði tímann meira sam
feldan að kvöldi til. í því skyni
að freista, að þessi vínnotkun yrði
meir í samræmi við það, sem þekk-
ist hjá sómasamlegu fólki“I!
Trúlofnn sína hafa opinberað
ungfni Beatrice Stokke og Guðm.
Kristjánsson myndskurðarmeistari.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í
dag á AusturvelH kl. 3y2, unilir
stjóm Páls Isólfssonar, ef veður
leyfir.
Fjelagar Ferðafje'lags Islands, íi
Reykjavík og Hafnarfirði, sem!
fengið hafa farjefspjöld tíl þess að j
safna meðHmum, eru beðnir að;
leggja þau í póstinn í dag.
,,Farsæll maður við öll störf“,
er forstjóri ríkisútgerðarinnar, að,
sögn fjármálaráðherrans. Þessi
maður stóð fyrir kaupum á Súð-
inni — strandferðaskipinu „nýja“,
sem þó reyndist 35 ára gamalt, er
hingað kom. Hann stóð einnig fyr-
ir Þórs-kaupunum frægu. Þessi
skipakaup reyndust ekki farsæl
fyrir ríkissjóðinn, en forstjórinn
getur vafalaust engu að síður ver-
ið „farsæll maður“ í augum stjórn-
ariiinar, því að ‘eins og kunnugt
er, miðar: hún smn dóm, í-þessu
sem öðru, fyrst og fremst við það,
hvað „farsælast“ er fyrir flokk-
inn. Þá var það einnig þessi sami
forstjóri, sem ljet það viðgangast,
að sigHng;tbann var lagt á
Hvammstanga í sambandi við
kaupdeiluna þar. Þetta siglinga-
bann kúgaði bændur tíl að ganga
I.S. J. Jnnget, Herning
býr tíl trjesmíðavjelar af öllum
tegundum.
Fyrsta flokks vinna.
Leitíð tilboða og nánari upp-
lýsinga.
Einkaumboð fyrir ísland.
Lndvig Storr,
Laugaveg 15.
SterllRgsDUfldlð og krðnan.
„Einn af okkar mestu erfiðleikum
nú er vegna þess hve pundið hefir
fallið, og vil jeg beina þeim orð-
um til húsmæðra í Breska veldinu,
að þær geta flýtt fyrir því, að á-
standið hatrii, með því, að lcaupa
frekar innlenda en útlenda fram-
leiðslu.“
Úr ræðu
Sir Robert Hamilton, M. P. 19. sept., s.l.
Það hefir komið á daginn,
að gengi á sterlingspundi og^
íslensku krónunni fylgist að,
íslenskar húsmæður, eldri og“
yngri, það er ekki síður nauð
synlegt að þjer farið eftir
því, sem að ofan er sagt, og-
kaupið jafnan INNLENDA
framleiðslu frekar en út-
lenda. Gerið yður það að
fastri reglu að kaupa G. S-
KAFFIBÆTINN, sem er
100% innlend framleiðsla og
eins góður, og auk þess ódýr-
ari en útlendur. G. S. fæst í
næstu búð — látið hann
ALDREI VANTA.
Háttvirtu!
Prófið Fálkakaffibæt-
inn, því að það er besti
kaffibætirinn, sem fáan-
legur er.
Kostar aðeins 55 aura
stöngin.
- Fæst í flestum mat-
# vörubúðum bæjarins.
| : i\ .. .
að Öllum kröfum verklýðsfjelags- J vara. Hann er „farsæll maður við-
ins og mega þeir ekki lengur sjálf- öll störf“, forstjóri ríkisútgerð-
ir vinna að út- og uppskipnn sinna arinnar.