Morgunblaðið - 01.11.1931, Page 10

Morgunblaðið - 01.11.1931, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ er bara liðlega 4 miljónir í vexti á ári. Auk þess koma svo afborganir, segjum 3 miljónir. það eru þá um 7 miljónir, sem þarna koma á þessum eina lið, án þess að þess sjái merki í verslunarskýrslum. Af siglingum þori jeg ekki að fullyrða, hvort við höfum hag eða halla að þessu leyti. Eim- skipafjelagið færir okkur all- verulegar ósýnilegar tekjur. En á móti kemur ýmislegt, svo sem farþegaflutningur með erlend- um skipum. Þá er og mjög hætt við all-verulegri ósýnilegri greiðslu, þar sem er munur á áætluðu verði útfluttrar vöru og raunverulegu verði. Þegar verð er lækkandi getur þetta numið talsverðu. Þá er enn ósýnileg greiðsla öll iðgjöld af vátryggingum — bæði beinar tryggingar og end- urtryggingar, fyrir lífsábyrgðir, brunatryggingar, bæði hús og innbú, sjóvátryggingar, bæði skip og farma. Yfir þetta eru því miður ekki til skýrslur nema að litlu leyti. Til er skýrsla um innlend vátryggingarfjelög til 3 929, Brunabótafjelag íslands, Sjóvátryggingarfjelag íslands, bæði brunadeild og sjóvátr., Samábyrgðina og Samtrygging ísl. botnvörpunga. Árið 1929 hafa þessi fjelög greitt í endur- tryggingar um 1,5 miljón. Af endurtryggjöndum hafa verið greiddar aftur fyrir skaða um 0,6 milj. Það eru því um 900.- 000 krónur, sem þarna koma sem ósýnileg gjöld. Reykjavík- urbær borgaði 1930 203800 kr. iðgjöld er fóru að frádregnum skrifstofukostnaði til útllends vátryggjanda, eða um 190 þús. — Innborgað var fyrir bruna 43.600, og er afgangurinn, um 150.000 kr., ósýnileg greiðsla. Eftir því sem jeg hefi getað komist næst, eru lífsábyrgðir manna hjer nú orðnar einar 18—20 miljónir. Þar af hefir Statsanstalten, sem hefir starf- «ð lengst, og má því telja full- an rekspöl kominn á, um 4 miljónir eða tæpan %. — Ið- gjöld hennar voru um 98 þús., en hún hefir borgað aftur um 81 þús., svo að munurinn er að eins 17 þús. — Ættu þá þess- ar ósýnilegu greiðslur að nema eitthvað um 100 þús. Svo eru allar brunatryggingar aðrar, sem jeg treysti mjer alls ekki til að áætla. En jeg vil laus- lega áætla, að gjöld okkar af tryggingum umfram það, sem við fáum aftur, þ. e. ósýnileg greiðsla, sje um 1,5 milj. Þá er enn ósýpileg greiðsla það, sem við eyðum í siglingar og yfirleitt dvalir erlendis. Það munu nú vera um 90 stúdentar við nám og ugglaust enn fleiri aðrir menn, eða um 200. Ef beir kosta 2500 á ári upp og of- an, og ekki er það minna, þá er þetta hálf miljón. Alt, sem fólk þannig kaupir, fer fram hjá verslunarskýrslum. Menn ferð- ast og afar-mikið í verslunarer- índum. Móti þessu koma svo ferða- lög og dvalir útlendinga hjer, en jeg hygg, að því fari fjarri, að það jafni hallan nema að mjög litlu leyti. Mjer þætti ekk ert undarlegt, þó að við hefð- um 1 miljón í ósýnilegar greiðsl ur af þessum sökum. Þarna eru þá komnar alls 7 + 1,5 + 1 = 9,5 miljónir. Jeg hefi varið svona löngum tíma í þetta vegna þess, að mönnum virðist yfirleitt alls ekki vera ljóst, hvað hjer er um mikið atriði að ræða, og hve veruleg áhrif það hefir á all- an okkar hag. Menn horfa á verslunarjöfnuðinn, og vita svo, að eitthvað er að auki, en hve mikið, um það vantar allar skýrslur, og því hefi jeg nú verið að reyna að ná þessu eft- ir því sem unt er á einni dags- stund. Skifting innflutningsins. Jeg þykist þá hafa sýnt fram á, að þegar er rætt um að bæta greiðslujöfnuðinn, sje ekki rjett að einblína á innflutninginn. — En, svara haftamennirnir, hann er einn liðurinn, og sje hann takmarkaður, lagfærist greiðslu jöfnuðurinn sem því svarar. — Það er því rjett að ræða þetta nánar. Ef við virðum fyrir okkur innflutninginn, má skifta hon- um í tvo megin flokka: Neyslu- vörur og framleiðsluvörur. — Lætur nokkuð nærri, að inn- flutningurinn skiftist jafnt milli þessara flokka. En þó hefir þetta breytst allra síðustu árin. Síðustu ár hefir þessi skifting verið þannig: ur varanna, sem ýtir undir inn- flutninginn á hinum partinum. En samt getur ekki náð neinni 1 átt, að hefta þann innflutning, því að það mundi beinlínis verka sem höft á útflutningi með því að vera höft á fram- leiðslunni. Þarna er strax mikil sjálfsmótsögn í haftapólitíkinni. Ney sluvörurnar. Ef vjer lítum svo á hinn part- inn af innflutningnum, neysluvör urnar svo nefndu og styðumst við nýjustu verslunarskýrslur, 1929, þá sjest, að matvörur eru fluttar inn fyrir 7% milj. kr., og er lang mest af því korn- vörur, sem ekki er borið við að banna. En bannvörurnar eru smáræði eitt, móts við það. — Einn lang stærsti liðurinn er kartöflur (um 400 þús.), en þær eru ekki bannaðar, eins og ekki væri heldur nokkurt vit í, ef tilætlunin er að spara. -— Myndi því bannið á matvörum nema nokkrum hundruðum þús- unda ef engar undanþágur væri veittar. Skil .jeg þó varla að það verði hægt til dæmis um nið ursoðna mjólk (yfir 300.000), sem heldur lífinu í mönnum víða við sjávarsíðuna. — Auð- vitað er það líka hið mesta neyðarúrræði að banna nýja á- vexti, þeir eru að vísu dýrir, en það sýnir, hve eftir þeim er sótst, að þeir eru keyptir fyrir yfir % miljón, og eru vafalaust Ár Neyzluvörur Framleiðsluvörur Alls Kr. 0/ 10 Kr. °/o Kr. °/o 1925 31.681 45.1 38.510 54.9 70.191 100 1926 26.710 46.3 31.057 53.7 57.767 100 1927 23.603 44.4 29.559 55.6 53.162 100 1928 27.323 42.5 37.071 57.5 64.394 100 1929 30.905 40.1 46.067 59.9 76.972 100 Síðasta árið, 1929, er hlutfallið milli neysluvara og fram- Ieiðsluvara h. u. b. eins og % móti %. Af þessu má sjá, að innflutn- ingurinn minkar mjög mikið á erfiðu árunum 1926 og 1927, en fer svo strax að hækka, þeg- ar batnar í ári. Og sjerstak- lega eru það vörurnar til fram- leiðslu, sem hækka. Þær ganga á undan með hækkunina, því að mikil framleiðsla er undanfari mikillar kaupgetu hjá almenn- ingi. Höftin ekki á framleiðslu- vörum. Nú er það yfirlýst, að höftin eigi ekki að beinast gegn þeim flokknum, sem getur kallast framleiðsluvörur, því ein að- al-ástæðan til haftanna á að vera sú, að sá gjaldeyrir, sem til er, gangi til þess að halda víð íramleiðslunni, en fari ekki í allskonar bannsettan óþarfa. Reyndar eru í bannvörunum vörur, sem eru beinlínis til framleiðslu, eins og t. d. skip og bátar og mestur hluti bif- reiða, sem inn eru fluttar. En bannið á þeim er þá meira í orði kveðnu en raunverulegt bann. En ]>að er ljóst, 1) að meðþessu er helmingur til % innflutnings ins undanþeginn hömlunum, 2) að það er þessi partur innflutn- ingsins, sem hefir mest aukist síðast, sem maður hefir skýrsl- ur, og 3) að það er þessi part- hollasta sælgæti, sem hægt er að fá. Svo er og um annað grænmeti. Þá koma munaðarvörumar svo nefndu, og eru tollarnir að- allega á þeim bygðir. Reglu- gerðin er því fremur væg á þeim. Kaffi og sykur eru leyfð- ar vörur að því er mjer virðist, og tóbak og vín verslar stjórn- in sjálf með og lifir á þeim vörutegundum. Þetta eru því ó- þarfavörur fyrir fólkið, en mjög þarfar vörur fyrir ríkissjóð, og jeg lít á það sem hreinan fí'fla- skap að ætla að banna þær nú, þegar fyrirsjáanlega er þröng í ríkissjóði. Þá koma vefnaðarvörur og skófatnaður. Árið 1929 var flutt inn af þessum vörum fyrir 121/4 milj., en venjulega er þessi inn- flutningur ekki svo mikill, og einmitt þessir vöruflokkar eru það, sem rísa mjög og falla með vaxandi eða minkandi kaup- getu. 1925 í góða árferðinu er þessi flokkur 11,6 milj. 1926 versnar í ári og þá er hann 9,1 milj. eða 2% milj. lægri. 1927 er meira harðnað í ári, og þá er þessi vöruflokkur 7,75 milj, eða nærri 4 miljónum lægri en árið 1925. 1928 glæðist til, og þessar vörur fara upp í 10,2 milj., og loks í góðærinu 1929 í 12,6 mil- jónir. Jeg býst nú við, að innflutn- Brlefsefnalasssr, mjðs mikið úrval 09 fallegt í Bókaverslun Sigfúsar iymundssonar. Álaborgar rágmjöl og hálfsflgtimjöl seljum við mjög ódýrt. H. Benediktsson & Go. Sími 8 (fjórar línur). ingsnefnd geti einna mest sýnt mannskap sinn á þessum flokki. En jafn víst er hitt, að einmitt þessi flokkur myndi lækka lang mest án allra hafta, eins og jeg hefi sýnt hjer með töl- um. Það er því alls ekki haft- anna verk, þó að hann lækki. Þá fal'la hjer undir ýmsir heim- ilismunir, þarfir og miður þárfir. 1929 eru þessi fl. um 5% milj. Enginn vafi er á ,að erfiðar kring- umstæður draga mjög úr og sum- part koma alveg í veg fyrir kaup á þessum vörum, og þá aðallega þeim þeirra, sem reglugerðin bannar. Og svo er loks það, sem liægt væri að banna alveg, og sem ein- nritt mundi líka taka að miklu leyti fyrir, en það eru skartgripir, leikföng og þess háttar. Skýrsla 1921. Á þingi 1921 ljet viðskiftanefnd rannsaka þetta mál. Var öllum iiuiflntníngi skift í 4 flokka. 1. fl. Ómissandi nauðsynjar t-il viðurværis og framleiðslu. Þe.ssi fl. var talsvert yfir helming alls inn- f.utnings. (1917 t. d. 28 milj. af 43 milj.). 2. fl. Nauðsynjar sem draga má úr, og sem vaxa því og minka með ,mismunandi árferði. Þær vovu ca. 16%. Þarf ekki að banna. 3. fl. Tollvörurnar. Illfært að banna vegna ríkissjóðs. 4. fl. Heppilegar vörur til banns. En þær nema afar litlu. TTndir 1%. Það sem raunverulega er hægt að hefta innflutning á, sje ekki miðað við það, að þjóðin sje aTveg í andarsUtrunum, er því mjög tak- markað. Það getur í hæsta lagi numið nokkrum miljónum, og það er aðallega þær vönir, sem erfitt, árferði áf sjálfu sjer dregur úr. Þarf^ ekkj annað en líta lauslega á verslunarskýrslur til þess að sjá, hve geysilega miklu munar á inn- flutningi eftir árferði 1922 52,0 milj. 1923 lakara ár 50.7 milj. 1924 ágætt ár 63.8 milj. 1925 ágætt ár 70.2 milj. 1926 rýrt ár ‘57.7 milj. 1927 rýrt ár 53.2 milj. 1928 gott ár 64.4 milj. 1929 ágætt ár 77.0 milj. Hjer gengur því á þessum geysi- legu sveiflum, sem nema hvorki meiru nje minnu en 24 milj. á inn- fl. 1927 og 1929. Jeg te'l sennilegt, að einhver svipuð sveifla yrði nú niðtir á við án allra hafta. En hafta postularnir þakka sjer það ugg- laust eins og skottulæknir.inn þakk ár sjer ef sjúklingj batnar af eðli- legum ástæðum. Raunveruleg orsök óhagstæðs jafn- aðar. Þessar tölur um innflutning eru ekkert annað en einkenni en eklii nein orsök. Þær eru, eins og jeg sagði áðan, loginn út um gluggann. loginn. sem er mjög raunverulegur, og eyðileggur, en sem sigra verður með því, að ráðast ekki á hanri sjálfan heldur orsök hans. Eins er ineð of mikinn innflutning. Óhagstæður Verslunarjöfnuður er einn bður óhagstæðs greiðslujafnað ar, og stafar alt þetta af því, að fólkið fær meiri peninga til ráð stöfunar en framleiðslan gefur af sjer. Það er of mikill tilkostnaður við framleiðsluna og of rnikið at- hafnalíf í landinu við það, sem ekki gefur af sjer, en er unnið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.