Morgunblaðið - 16.12.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1931, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÖIÐ í lólabaksturinn er nmissandi: GILT EDGE hveitið góðkunna. Dr. Oetkers heimsfræga gerduft MÖNDLUDROPAR SlTRÓNDROPAR KÚRENNUR VANILLÍUSYKUR MATARLÍM ENGIFER KANELL steyttur. .,Góða frú Sigríður, hvernig fer þú að búa til svona góðar kökur?" „Jeg skal kenna þjer galdurinn, Ólöf mín. Not- aðu aðeins Lillu-gerið og Lillu-eggjaduftið og hina makalaust góðu bökunardropa, alt frá Efnagerð Reykjavíkw. En gæta verður þú þess, að telpan Lilla sje á öllum umbúðum. Þessar ágætu vörur fást hjá öllum helstu kaupmönnum og kaupfjelögum á lancHnfí, en taktu það ákveðið fram, Olöf mín, að þetta- sje frá Efnagerð Eeykjavíkur". „Þakka, góða frú Sigríður greiðann, þó galdur sje ei, því gott er að muna hana Lillu mey". FHREINN Oft er pörf en nú er nauðsyn að nota Pað sem innlent er. FRAMLEIÐIR: KRISTALSÁPU, KERTI, FÆGILÖG, STANGASÁPU, SKÓÁBURÐ, BAÐLYP, HANDSÁPUR, OÓLFÁBURÐ, VAGNÁBURÐ. HREINS vörur eru jafngóðar erlendum og ekki dýr- ari og er því sjálfsögð skylda landsmanna að nota þœr. Munið að taka það fram þegar þið kaupið of angreind- ar vörutegundir, að það eigi að vera HREINS vörur. íslendingar! Hafið þér athugað með sjálfum yður, hvað það er, að vera sannur Is- lendingur, og hvað er að vera það ekki? Hafið þér veitt því eftirtekt, að t. d. Norðmenn hér á landi kaupa eingöngu norskar, Danir einungis danskar, Englendingar einvörð- ungu enskar tóbaksvör- ur? — Pví ættuð þér þá að kaupa annað en íslenzkan kaffibæti, sem er fyllilega jafn-góður erlendum tegund- um. — Fálkakaffibætirinn (í bláu umbúðunum) kostar að eins 55 aura stöngin. Heildsölubirgðir hjá HJALTA BJÖRNSSYNI & CO. Símar 720—295. Bjöm Línöal ísá Svalbarði. Hann andaðist í Landakotssjúkra híisi í fyrrad., og kom sú frjett flest um mönnum nijög á óvart. Reynd- ar var í fyrra á honum gerður lífsháskaskurður við krabbameini í maga. En sú viðgerð hepnaðist vel og ætluðu vinir hans, alt að þessu augnabliki, að hans mundi enn við njóta lengi. Hann sigldi til útianda á s.l. hausti í þeim vændum að liðka til sildarmark- aðinn, svo hraustur var hann og ódeigur. Þegar Bjöm kom hjer til landsins fyrir þrem . vikum, kendi hann krankleika og hefir logið hjer rúmfastur, þar til í fyrra dag að umskifti urðu. Björn Líndal Jóhannesson var fæddur 5. júní 1876 á Sporði í Húnavatnssýslu. Hann varð stú- dent 1901. lauk laganámi við Hafnarháskóla 1907 og fluttist þá áð Akureyri. Þar tókst hann ;'i hendur ritstjóm „Norðra" 1909. í blaðamensku var hann geðríkur 0£ úrskurðar-maður um mál, svo sem tit.t er um unga menn og óbl.júga. Björn var að kmgfeðga tali kominn af stórmenni, þó að sú ætt sje hjer ekki rakin. Og í uppeldi fekk hann þá brýningu í sambýli við norðlenska náttúru, sem hann bjó að, þannig, að hann var karlmenni að burðum, og gild- ur fyrir sjer í skapi og æðrnlaus, úrræðamaður mikill og ættjarð- arvinur í verki, stórhuga jafnan og gleðimaður mikiill. Björn Líndal settist að á Akur- eyri að afloknu laganámi og tókst á hendur innheimtu skulda og málaflutningsstörf. Sá kapítuli í lífi hans ,eða rjettara sagt: æfi- sögu, mun vera lítið í frásögur færandi. Jeg spurði hann eitt sinn að, hvort honum fjelli vel að fást við innheimtu slíka. Hann svaraði tví- ræðum orðum og virtist mjer sem hann yndi þeim athöfnum miðl- ungi vel. En málafylgjumaður var hann að eðlisfari. Þeir sem þreyta lög, eiga í nokkurs konar glímu eða bardaga. Og Björn var bar- dagamaður, í orðsins fornu merk- ingu, gunnreifur, þ. e. s. s. orrustu- glaður og fús til að viðra sig. Sú gleði var víðtæk. Það er ein tegund orrustu að ber.jast við íslenska náttúru, svo harðdræg .sem hún er og dutlungarík í breytni sinni. Björn haslaði henni völl úti i Þorgeirsfirði, þar sem norðanátt og snjókyngi ráða ríkj- um. Þar hafði hann bú meðan hann sat á Akureyri — útibú sannkallað. Sú jörð er hann hafði ])ar undir, heitir Kaðalsstaðir. — Hana bætti Björn að engjum og húsum og lagði í þær umbætur elju og stórfje. Sá búskapur fór svo, að snjóflóð fjell á fjárhúsin og eyddi öl'lu saman, svo að segja. B.jörn tók skaða sínum þannig, að hann varð vel við. Hann mælti og brosti við: „Þeir verða að missa, sem eiga". Þó að þessi búskapur yrði í svona iöguðum fjörbrotum, var það fjarri Birni að leggja árar í bát. Honum óx ásmegin, eins og Þór forðum daga, þegar hann komst í kast við hrímþursana eða tröil- skessur. Níi fekk Björn eignarliald r, Svalbarði á Svalbarðsströnd — gömlu höfðingjasetri, er nú — þ.e.a.s. ])fl — yar niðunrítt á all- an hátt. Þar á Sva>barð; hefír Bjöi-n gert þær umbætur, á túni og húsum, sem lengi n .:;.•; iofa manninn, Og hakki nafni hans á lofti. Jafnframt því, sem iíjörn bió á jiirðinni, fekst liann við síidar- umsýslu, og mun af henni liafa lilotið mcii'i ógleði en ánægju. — Hann talaði ]>ó I'átt um þ&H. En hann sagði mjer að þá umsýslu xæki íiann til ]>ess að ofla sjer fjár, sem nota mætti ti) að bæta híbýli og rækta landið. Hann mat miki's grasrot, sem gefur ilmandi, gullgrænt hey, og hann elskaði fjenaðintí, lífið, sem iii'ði á lieyinu. Hann átti 200 ær ;'; Svalbarði, og |)ekti þfer ;r|lar. með nöfnumj og að aldri. Svo fjárglöggur var hann sem svo er kallað i ^veit. Nær- Björn LíndaJ. færni hans við lambærnar má marka á ]>ví, að hai.n fór út í fjárhúsin um niið.jar nætur. á vorin, nicðan ;i sauðhurði stóð, til að sjá um að ærnar fengju hjálp, ef út af bæri við fæðingu. Æx komast hart niður við burðinn, ef þssr eru feitar og einlembdar. Og Björa hafði þá Hnkind eða valmensku til að bera, að hann gat ekki hugsað til þess, að ærn- ar kæmust hart niður. Jeg gat ]jess, að Björn Líndai hefði verið bardagamaður að eðlis- fari. Hann var það af því, að hann var áliugamaður um öll þjóðþrifamál. Jeg spurði hann eitt sinn um það, hvernig hann hjeldi að fara myndi um Svalbarð, þeg- ar hans misti við. Hann brosti og bljes löngum reyk rit í stofuna, svaraði síðan á þessa Oeið, með ánægju-yfirbragði: Einhver nýtur þess. Þess verður þó getið, sem gert er. Þau orð eru áður höfð eftir Gretti Asnmndarsyni. Ekki má gleyma því, að Björn var góður húsbóndi fólki sínu og alla vega greiðvikinn ferðamönn- um, sem komu úr sveitum á Sval- barðseyri í verslunarerindum, mót- stiiðumönnum í landsmálum jafnt sem hinum. Björn var höfðingi heim að sækja og gestrisinn við alþýðu í besta lagi. Kona hans var hægri hönd bóndans í því sem öðru. Þó að him værj dönsk að ætterni varð hiín samgróin íslenskum sveitavenjum, þeim bestu, lærði tungu vora vel. Hún er ágæt kona og var manni sínum samhent og unnandi. Björn sat á Alþingi nokkurt tímabil, en mun hafa notið «ín þar ekki eins vel sem hann hafði andlega burði til. Hngur hans var heima á Svalbarði, meira en hálfur. Jeg mætti honum eitt sinn í Austurstræti í vorveðri, ]ió á einmánuði væri, sólin skein og JólavHrnr. Jólaverð. Silki í kjóla í mörgum fal- legnm litum. Telpukjólaefni, frá 1.75 pr. mtr. Silkiundirföt, margar teg. SiJkináttkjólar. Skyrtubolir- Corselette. Sokkar. Vasa- klútakassar. Skinnhanskar, fóðraðir. 10 % afsláttur af öllum vör- um til jóla. Versl. K. Benidikts. Njálsgötu 1. Sími 408- jörðin var að grænka, þá var þing- ið orðið nálega 99 sólarhringa langt. Björn var í öngum sínum, niælti á ])á Jeið, að betra væri að vera heinia og anda að sjer ilmi úr grasi, en sitja hjer yfir enda- lausu ])ingstagli, sem gengi hvorki nje ræki. Manndómsinaðurinn í honum ],i'áði launverulegt starf. Björn Líndal ólst upp á Útí- blígsstöðum á Vatnsnesi og bjó á Svalbarði við Eyjafjörð. Bæði bæjarnöfnin hafa í sjer tákn eða líkingu. Þaii gefa til kynna, að hann lifði áveðra, þ. e. a. s. á stöðum, þar sem hvassviðra er von. Oft var hvasst um Björn á málefnasviðinu. Hann var ósjer- hlífinn í æsku, stóð yfir fje á vetrum, og reri á sjó, vann að heyskap, mikill áihugamaður um þjóðmál. Jafnan þegar hann kom á mannfundi hvessti úr ýmsum áttum. Björn var málsnjall og þó einkanlega orðfær og orðfimur, í- ])róttamaður á þeim hólmi. Hann gat tekíð á lofti örvar sem að honum var skotið og gert úr þeim spjót í hendmgskasti og sent það á snöggan blett mótstöðumanns; gat þannig kosið sjer höggstaS. Hann var maður vænn á velli og vel á sig kominn í andliti. Þess má enn fremur geta, að Björn Líndal var bókmentahneigður mað ur. Hann var ágætlega lesinn í ís- lenskum fræðum, stálsleginn í foni sögum vorum og skáld gott undir niðri. í erfil.ióðabók þeirri, sem geymii' lofkva^ði um Matthías skáld, á Rjörn Líndal eitt kvæði, nafnlaust, stjörnumerkt, ágæta gott kvæði. Þar stendur að baki vísnanna spurull trúhneigðarmað- ur, sem velkir fyrir sjer ráðgátum lífs og dauða. Jeg komst að því eftir krókaleiðum, að Svalbarðs- bóndinn var höfundur kvæðisms. En lítið vildi hann úr því gera, er við ræddum um það. En gott þótti Birni að tala um líkurnar fyrir öðru lífi. En að vísu var hann fyrst og fremst þessa heims maður, svo sem nærri má geta um athafna- mann. Björn Tjíndal átti harðsnúna mót stöðumenn og hann var bilbugs- laus, ]^egar hann átti í höggi við ])á. En það ætla jeg, að andstæðing- ai- hans taki nú undir það í ein- rúmi, ef ekki upphátt, að viS frá,- fall hans sje orðínn mikill mann- skaði og í sveit hans hjeraðsbrest- ur — en i heimilinu autt rúm, sem aldret verður fylt. Ouðmundur Friðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.