Morgunblaðið - 20.12.1931, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
J n 1 i n s
— Raftækjaverslun. —
Gólf-lampar
HN OT-TRJE, — EIK,
MAHOGNI — MESSING.
Með trje-borði, mahogniborði, glerborði eða
borðlausir.
Með stóram eða litlum skermum úr silki, eða
pergamentpappír. Einnig skermlausir.
Mikið úrval af sjerstökum gólflampaskermum
rnsson
Austurstræti 12. Símí 837. ' 1
Borðlampar, stórir og smáir.
Hljóðfæralampar, margar gerðir.
Saumavjelalampar, — ódýr Jólagjöf.
Ilmvatnslampar í hundraðatali.
Skálar — alabast og postulín.
Krónur, nýjustu gerðir, dýrar og ódýrar.
fyrir 1Z krónur
getið þjer keypt hjá okkur ágætar jólagjafir,
sem henta öllum. Til dæmis má nefna ,Therma‘-
straujárn, ljómandi fallegan ilmvatnslampa,
vandaðan borðlampa og margt annað.
Odýrar
iólavörur:
Hattar, harðir og linir.
Silkihálsbindi.
Treflar, ísgarns og ullar.
Sokkar, margar teg.
Manchettskyrtur, hvítar
og mislitar.
Flibbar. Sokkabönd.
Axlabönd, Ermabönd.
BindisKfsi. Vasaklútar.
Handklæði. Kakiskyrtur.
Vinnuföt. Dömusokkar
og fl. vandaðar vörur
með lægsta verði.
Hatlmannahattabúðin
Hafnarstræti 18.
Ath. Einnig gamlir hatt-
ar gerðir sem nýir.
af sjálfsdáðum fara rjett með
frjettir af stjórnarfari þessa
lands; oftast virðast þeir hafa
trúað þem, er í það og það skift-
ið „snakkaði“ kjassmál við þá,
Jþekkingar- og skilningslitlir á
öllu því, er hjer gerðist í stjórn-
málaefnum. f»að er sjálforðað,
að náið stjórnmálasamband við
slíka þjóð er óhugsandi vitleysa,
það verður æ berara, enda styð
ur nú margt að því, að sam-
bandssamningnum við þá ber
oss að segja upp að fullu svo
íljótt sem auðið er, — og meö
því að stjóma oss sjálfir (með
lýðveldis-fyrirkomulagi) verð-
um vjer að standa eða falla,
lifa eða deyja sem þjóð.--------
Þá standa hinar Norðurlanda-
þjóðirnar oss nær og hafa ávált
verið skilningsbetri á mál vor
(jeg miða ekki við, þótt þær
fyrir kurteisis sakir leyfi blaða-
snáp að níðhrósa einhverjum
ferðalang hjeðan), og gætum
vjer margt lært af stjórnmála-
og viðskíftaframkvæmdum
þeirra. Og sje litið til annara
nábúa vorra, eru Englendingar
áfram í fjölmörgu til fyrirmynd
ar, en gæta verðum vjer fullr-
ar varúðar, að verða þeim eigi
um of háðir í skuldamálum, og
eru því hinar miklu lántökur
hjá þeim geigvænlegar, er —
eins og síðast var — höft eru
lögð á tekjur og eignir þjóðar-
innar.
Nú verða íslendingar, ef þeir
vilja standa upprjettir og gæta
„fullveldisins", að horfast í
augu við sannleikann. En hann
er þessi:
1. Landið er stórskuldugt,
sem algert er að kenna ó-
stjórn þeirri, sem ríkt hef-
ir undanfarið, þar eð vitað
er nú, að nýliðin góðæri
gáfu tekjuafgang miljón-
um saman, er nam því nær
sömu upphæð og hinar
nýju lántökur, sem þannig
hefði mátt komast hjá. Er
nú svo komið, að í mis-
jöfnum árum verður harla
erfitt að standa í skilum
með afborganir og vexti
af skuldum landsins til er-
lendra lánardrottna.
2. En öllum þessum tekjuaf-
gangi góðæranna hefir
landsstjórnin og flokkur
hennar (með aðstoð sósíal-
ista) sóað og eytt, svo að
ekkert er nú fyrir hendi,
er kreppa og óáran dynur
yfir, og atvinnuvegir leggj
ast í kaldakol.
1 hvað alt þetta hefir farið, er
ekki enn þá fyllilega upplýst,
en um heila runu af forsjálaus-
: um eyðslugreinum vita menn,
| og má um það sjá í landsreikn-
j ingunum, svo og í umræðum um
; málin innan þings og utan. Það
er sjerstaklega einn ráðherrann,
sem kunnugt þykir um, að sje
| hreinn óviti í fjármálum, en
i þess er ekki að dyljast, að hann
j hefir verið þeirra áhrifamest-
, ur og hinir dansað mjög eftir
| hans pípu, svo að jeg geri ekki
! mikið upp á milli þeirra. — Fje
hefir verið sóað til flokksmanna
og stuðningsmanna af öllu tægi,
fyrir svokölluð „nefndarstörf“
og fleiri óþarfa, til þess að ber-
ast mikið á í ferðalögum á sjó
og landi, til þess að reisa bygg-
ingar og stofnanir, sem kostað
hafa miljónir, sumpart ótíma-
bærar eftir f járhagsástæðum,
sumpart al-óþarfar. Og svo
kosta þessar stofnanir of-fjár í
rekstri (auk þess sem almenn-
ingi verður að blæða, ef hann
notar þær, sbr. skólana), eða
fyrirtækin falla um koll með
ókleifum halla, sem dembt er
á ríkið, — því að vanhugsaðar
stofnanir hafa verið faldar lítt
hæfum mönnum til umráða. En
þeir hafa haft tökin á löggjöf-
inni, sem ekki sjást fyrir; ein-
okanir, bönn og höft hafa ver-
ið aðal-þjóðþrifamál þingmeiri-
hlutans og stjórnar hans. Fram-
sókn og sósíalistar hafa ráðið
og matast á víxl, þar til upp
ausið var. Yfir skollaleikinn,
sem þessir ílokkar þóttust vera
að leika í vor um kosningarnar,
er nú aftur dregin samvinnu-
dulan. En nú standa þeir í
hruninu, sem þeir sjálfir að
mestu leyti hafa stofnað til, og
skjaldborgin er rofin — ef ís-
lendingar vilja.
Ef þeir vilja! — Mikill hluti
íslensku þjóðarinnar sýndi það
á síðastliðnu sumri (við Al-
þingiskosningarnar) — væntan-
lega þó nokkuð „í blindni“ —,
að þeir vilja halda við þessum
flokki og stjórn, með öllu fjár-
sukkinu, sem flotið hefir í kjöl-
far þeirrar siglingar, með sið-
spillingunni og hlutdrægninni
gagnvart stöðum og störfum
þjóðfjelagsins, sem alt var orð-
ið kunnugt almneningi fyrir og
um kosningaleytið. Því að þótt
segja megi, að meiri hluti kjós-
enda að höfðatölu, hafi greitt
atkvæði á móti þessari stjórn
(og gerðu nú sósíalistar það?),
þá er hún þó samkvæmt þeim
lögum, sem gilda og gilt hafa
um undangengnar kosningar,
kosin með nægu magni, til þess
að ráða fyrir landinu. En halda
menn nú í alvöru, áð slíkar að-
farir sjeu til þess vænlegar að
efla sjálfstæði þjóðarinnar og
styrkja fullveldi landsins? Eða
hvað eru menn að hugsa?
Öðru vísi mjer áður brá. Áð-
ur fylgdu bændur landsins í
hópum þeim, er beittu sjer fyrir
sjálfstæðismálum þjóðarinnar;
nú hefir mikill hluti þeirra ver-
ið gintur til afturhalds og „þjóð
málastefnu“, sem — blönduð
niðurrifskenningum — leiðir til
tortímingar öllu sönnu þjóðfje-
lagssjálfstæði. Hvernig 'stendur
á þessum ósköpum? — Galdur-
inn er rammur, en hann er ein-
faldur. Allur þorrinn af þess-
um lýð, sem greiðir ,,framsókn“
atkvæði í sveitunum, er fyrst og
fremst bundinn á skuldaklafa í
kaupfjelögunum, en þau fjelög
þykist sá flokkur ,,eiga“ víðast
hvar (fer nú að verða lítil eign
sums staðar, nema sálirnar),
eða er í annan stað svo flæktur
inn í þessi mál, með veruleg-
um eða ímynduðum hagsmun-
um, að til vorkunnar má virða,
þótt þeir sjeu ekki sterkir á
kosningasvellinu, þegar þeim
er talin trú um (svo sem gert
var óspart í sumar, ásamt öðru)
að ef sjálfstæðismenn kæmust
í meiri hluta eða til valda,
myndi Sambandið (S.Í.S.) verða
jafnað við jörðu, gengið að
kaupfjelögunum (því að ein-
hverjar skuldir eru víst þar á
milli) og tekið alt af búendum
(sem hafa verið látnir veðsetja
alt laust og fast fyrir verslun-
arskuldum til fjelaganna) ! —
Þetta, sem eitt væri ærið nóg,
er tekið af fleiri dæmum þess,
sem aðhafst er. — Og til við-
bótar má geta þess, að ’ þegar
bitlinga- og flokksaðhlynningar-
fár fer um landið, samhliða of-
sóknum á hendur andstæðing-
um, verður ýmsum að trúa, að
þeir geti líka orðið „hins góða“
aðnjótandi, ef þeir sjeu „rjetta
megin“, o. s. frv.
En öllu þessu getur lint, þótt
örðugt muni reynast að komast
á rjettan kjöl aftur. Og því
verður að linna, því að annars
Rukaatriði
og þó —
Ending vjelarinnar er að
mestu leyti komin undir
smurningsolíunni.
Kaupið þess vegna
Gargoyle Mobiloil;
hún veitir hagfelda smurn
ingu. Hafnið eftirlíkingum
sem eru boðnar yður, sem
„alveg eins góðar“ — því
það eru þær ekki.
// / £■
wifiipe
Miíiilloil
X/
HJ.I
YACUIIM OIU COMPANYA/s
Umboðsmenn
H. Benediktsson & Go.
Mjólkurbú Flóamanna
selur nýmjolk, rjóma, skyr.
Týsgötn 1. Sími 1287.
Vestnrgötn 17. Slmi 864.
/