Morgunblaðið - 20.12.1931, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.12.1931, Qupperneq 8
8 MORGTTNBLAÐIÐ \jJrLU m Heiðrutiu húsaiæður og húsfeður! Nú nálgast Jólin óðum. — Þá þarf hvert heimili að gera innkaup á einhverri af neðan- greindum tegundum: ÞÓRS-JÓLA-ÖL. ÞÓRS-J ÓLA-PILSN ER. ÞÓRS-JÓLA-BJÓR. ÞÓRS-JÓLA-MALTÖL. ÞÓRS-JÓLA-HVÍTÖL. ÞÓRS-J ÓLA-GOSDRYKKIR. ÞÓRS-J ÓLA-SÓD A V ATN. Það verður tómlegt Jólaborðið, ef einhver ofangreindra tegunda ekki prýðir það. Börnin ykkar njóta Jólagleðinnar í enn ríkari mæli, ef þau fá að svala sjer á ÞÓRS-GOSDRYKKJUM — öðru hvoru. — ÖLIÐ okkar getur sannarlega alt kallast JÓLA-ÖL — því Jólin verða margfalt ánægjulegri, þar sem það er um hönd haft. — Takið fram við kaupmann yðar að það eigi að vera ÞÓRS- ÖL, og ÞÓRS-GOSDRYKKIR, þá fáið þjer það besta í þessari grein. — H.F. OLGERÐIN ÞOR, SlM i 2287 Hllir tll L0D00D. Vindlar. Danskir — þýskir — hoUenskir og Havana stórir og smáir ---- Cigarettur. Borgarinnar mesta úrval. Reyktóbak. Heimsins þektustu merki. Allskonar reykingaáhöld. Konfektkassar. Sælgæti- Mikið úrval í jólapokana. Ávextir. Epli — Appelsínur — Bananar. AUir, sem vilja gefa kunningjum eða gestum sínum það besta, eiga erindi í Tóbaksversi. lOHDOll. # V/ Austurstræti 1. Sími 1818. falla „fullveldisdagarnir“ sjálf- krafa úr sögunni. Og það, sem menn verða að byrja á, tilneyddir, það er að spara, lifa hófsömu og nægju- sömu lífi, og brjóta þann veg algert bág við þau boðorð, sem stjórnarflokkarnir hafa lifað eftir. Menn verða að afneita því, sem búið var með (miklum fjálgleik) að kenna þeim af skuldaverslununum, — að eyða. Án þessa er ekki viðreisnar von. Þá læra menn Jíka það, sem er lífsnauðsyn þjóðfjelag- inu, að hrinda af höndum sjer tafarlaust hverri stjórn,, sem ekki fylgir þessari meginreglu. „Framkvæmdir" eru góðar (og þó ekki allar), en þær eru háð- ar sömu lögum og kappið; þær eru því að eins rjettmætar, að þeim fylgi forsjá. Stakk verður ætíð að sníða eftir vexti, ella er enn, eins og ávalt hefir ver- ið, voðinn vís. Ef menn vilja lifa, þá er ekki ráðið að hálsbrjóta sig. — Einhverir hafa sjálfsagt tek- ið eftir því í haust (þótt menn virðist ekki hafa tekið það há- tíðlega í viðkomandi flokki), að J. J. í Tímanum tók sig til að prjedika sparsemi! Það mátti auðvitað segja, að betra væri seint en aldrei. En nokkuð virð- ist þar á skorta, og botninn eig- inlega „suður í Borgarfirði". Hann kvað hafa látið þess get- ið, að einn ráðherranna ætlaði að gefa eitthvað eftir af hinum litlu launum sínum (með dýrtíð aruppbót), en eftir er að vita, hvort hann fylgir ekki reglu hins alkunna fjármálamann3, að „taka það bara annars stað- ar“.* . . . Einnig mun hann hafa flutt þá óvæntu nýjung, að „starfsmenn kaupfjelaganna“ um landið — sem lifa bærilegu lífi, þótt fjelögin sjeu misjafn- lega stæð, með hálaunum, ó- háðir dýrtíðarfalli — hefðu á- kveðið að „ganga á undan' ‘ og setja af sjálfsdáðum kaup sitt niður. Hvort nokkuð er hæft í þessu, veit jeg ekki, en eigi hefi jeg enn getað spurt uppi, hvar þessi fjelög sjeu, og ættu þó einhverir um þau að vita. Er ekki sjálfsagt, að J. J. hlutist til um, að stjórnarblaðið gefi skýrslu um þessa menn, og fjár hæðirnar, svo að almenningi gefi á að líta? Annars hefði þessi kunni rit- höfundur (sem um leið mun vera valdamaður) átt fyrst að snúa sjer að því — einn eða, ef honum þóknaðist, með aðstoð embættisbræðra sinna — að ljetta undir með hinum skuld- ugu bændum, með því að á- kvarða, 1.) að bankastofnanirn- ar innheimtu engar afborganir af veðdeildar- og Ræktunar- sjóðsskuldum, meðan versta kreppan stendur og afurðir svo sem verðlausar (ætti að vera vegur að fremja þá reiknings- breyting á lánunum), og 2.) að kaupfjelögin felli algert nið- ur hina háu og illræmdu versl- unarskuldavexti (og mundu þá aðrar verslanir fúslega ganga * í blaði þessu hefir þegar verið sýnt fram á, hve fánýt þessi tylligjöf „fjármálaspek- ingsins" (J. J.) er. að hinu sama, enda er talið, að kaupfjelögin hafi innleitt þenn- an vaxtareikning í sveitunum). — En ef hann nú, mót von, þættist ekki hafa haft eða hafa vald til þessa, mundu þá lík- lega tillögur hans mega sjer nokkurs um það, nema fokið sje nú í öll skjólin. — Einkum ei hið síðarnefnda atriðið, versl unarskulda-vextirnir, þær dráps klyfjar, sem nú eru nærri að sliga bæði getu og afkomu- von fjölda manns, og skilja það allir, er til þekkja. í greiðslu þeirra hefir á liðnum árum far- ið geysi-fje, sem eigi hefði ver- ið ónýtt bændum að hafa nú 1 höndum, og væru þeir þá ó- líku betur settir en þeir nú eru. Að afnema að fullu þessa vexti má því eigi Iengur drag- ast, og mundi það styðja mjög að því, að skuldunautar gætu aftur orðið sjálfstæðir menn; með sama áframhaldi og áð- ur, bíður þeirra umvörpum eigi annað en uppgjöf og gjaldþrot. En með gjaldþrota bænda- stjett er landið illa komið, hvað svo sem menn fimbulfamba um „sveitamenningu“ (sem að mestu er ímynduð, eins og til hagar) og hversu mörg rándýr skólabákn sem reist eru hjer og þar upp til fjalla. Undirstaðan undir fullveldi landsins hlýtur sem sje alla tíð að vera í sannleika fullráða menn. Askorun Öllum er kunnugt um það ástand, sem nú ríkir hjer í bæ. Sjerstakar ráðstafanir hafa ver ið gerðar vegna atvinnuleysis- ins, t. d. átti að verja 45000 kr. í þessum mánuði til atvinnu- bóta. En þó sjálfsagt þyki að heimilisfeður sitji fyrir atvinnu- bótum, hefir enn engum eyri verið varið til þess að styrkja konur, sem framfærsluskylda heimils hvílir á. Talsvert mörg heimili hjer í bæ hafa notið þessarar hjálpar, en eftir eru olnbogabörnin, mæðurnar, sem eru einar síns liðs að berjast á- fram með börnin sín. Þær hafa margar nóga vinnu heima fyr- ir, en fá hana aldrei borgaða og þó á þjóðin enga dýrmætari eign en börnin, þeirra og ann- ara. Framtíðin er komin undir heilsu þeirra og þó þjóðfjelagið meini börnunum nauðsynjar þeirra þá verður það að taka við þeim fyr eða seinna, ef þau verða aumingjar vegna skorts eða vanrækslu. Mæðrastyrksnefndin hefir reynt að sýna fram á þau aug- ljósu sannindi að tvöföld byrði hvílir á konum, sem einar eiga fyrir börnum að sjá og að þjóð- fjelaginu bæri skylda til þess að bera hana með þeim. Á þessu byggist krafan um mæðrastyrki, sem margar þjóðir hafa viður- kent. En hjer er mæðrum yfir- leitt ekki ætlað annað opinbert fje en fátækrastyrkur og marg- ar þeirra líða heldur skort með börnum sínum en að leita þang- að. Fyrir starf okkar í Mæðra- styrksnefndinni höfum við kynst persónulega mörgum konum, sem eru mjög nauðulega stadd- ar og fyrir velvild og gjafir bæj- armanna höfum við stundum getað gert þeim einhverja úr- lausn. í fyrra gerðum við þó lítið að því að leita samskota, vegna þess að þá var nýafstað- ið mikið slys og samskot höfðu verið hafin til ekkna og barna hinna drukknuðu en við gátum ekki kept við þær. Sorg slíkra kvenna skilja menn. Þó eiga þær ekki síður bágt þegar lengra líður frá og þær gleymast. Eða ekkjurnar, sem einar hafa stað- io í sínu stranga stríði gegn sjúkdómi og dauða, og konurnar, giftar og ógiftar, sem lífið hef- ir svift aðstoð mannsins, en ekki dauðinn. Það er stundum leitað sam- skota í blöðunum handa fólki, sem á í sjerstökum bágindum, en við vitum af svo mörgum, sem svo stendur á fyrir, að við verð- um að segja það blátt áfram, að við fyrirverðum okkur fyrir að slíkt þurfi að eiga sjer stað. Einstaklingar ráða ekki við slíkt. Úr því er ekki hægt að bæta til fullnustu nema með breyttu fyr- irkomulagi. En þó bæjarstjórn og þing tæki kröfur okkar að einhverju leyti til greina, þá verða þessar mæður ekki farnar að njóta góðs af því núna fyrir jólin. Því höfum við engin önnur ráð, en að snúa okkur til bæjar- manna og biðja þá hjálpar, svo hægt sje að ge;ra þessum konum einhver skil, engu síður en fjöl- skyldunum, sem leitað er auka- útsvara til að styrkja. Ríki barnanna nálgast og stendur í nokkra daga, jólin eru að koma. Við biðjum allar mæð- ur, sem eru að undirbúa ióla- hátíð fyrir börnin sín að hugsa til hinna, sem allslausar eru. Við munum fúslega taka við gjöf-1 um til þeirra og koma þeim til skila. Morgunblaðið hefir einn- ig lofað að taka á móti sam- skotunum. Reykjavík 19. des. 1931. I stjórn Mæðrastyrksnefndar- innar. Laufey Valdimarsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Inga Lárusdóttir. Boeskov hefir fallegasta úrvaU' af alls konar blómulC og túllípönum. Kemm nýtt daglega. Tekið e móti pöntunum til anna. Sími 93. Laug»" veg 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.