Morgunblaðið - 05.04.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1932, Blaðsíða 6
6 MORGXJNBLAÐIÐ íslenska vikan II. Fyrsti öagur íslensku uikunnar. Á laugardagskvöldið voru for- göngumenn „íslensku vikunnar1 ‘ kvíðandi fyrir því, að veðráttan tnyndi gera þeim ókleift að efna til nokkurra hátíðahalda undir beru lofti. En betur fór en áhorfðist. — Norðanáttina lægði. Yeðrið hlýn- aði; sunnudagurinn var stiltur og bjartur, og hitastig um frostmark. Óhikað var bæjarbúum því gefið merki um það, fyrir hádegi, með fána við hún á Alþingishúsinu, að fyrirhuguð dagskrá íslensku vik- unnar yrði haldin. Porsætisráðherra talaði í útvarp- ið kl. 10% um íslensku vikuna, og mintist meðal annars á þann mann, sem mesta forgöngu hefir haft í því máli, Gísla Sigurbjörnsson. En síra Friðrik Hallgrímsson Énintist á íslensku vikuna í stól- ræðu sinni í dómkirkjunni. Að aflíðandi hádegi fór að verða mikil mannaferð um götur bæjar- ins, einkum í miðbænum, og var auðsjeð, að fólk gekk um til þess að sjá, að hve miklu leyti „ís- lenska vikan“, hin íslenska fram- ieiðs'la hefði sett svip sinn á sýn- ingarglugga verslananna. Menn gengu frá einum glugg- anum til annars, eins og á hinum árlegu sýningardögum fyrir jólin, og virtu fyrir sjer, það sem ís- lenskt var til sýnis. Hjer skal eigi lýst neinum ein- stökum sýningum; en heildarsvip- urinn mun hafa verið í augum fjöldans, sá, að ýmislegt bæri ný- stárlegt fyrir augu, ýmiskonar ís- lenska framleiðslu væri að sjá, sem áimenningur hefði ekki veitt eftir- tekt. En ákaflega vantaði mikið á það, að íslensk framleiðsla gæti — enn sem komið er — orðið ein- ráð á verslunarsýningum bæjarins. Vonandi er þessi fyrsta „íslenska vika“ byrjun að miklu auglýs- ingastarfi á komandi tímum, fyrir íslenskan iðnað, iðju og framtak, svo bæjarbúar geti frá byrjun þessari fylgt því — m. a. í sölu- sýningunum — hvernig framþróun á sjer stað, ár frá ári, og fram- leiðslan verður fjölbreyttari. Pormaður iðnráðsins talar. Liiðrasveitin byrjaði að spila á Austurvelli Idukkan 2%. Er hún hafði spilað nokkur þjóðleg lög, steig Helgi Hermann Eiríksson fram á Alþingishússsvalirnar, og hjelt ræðu um íslenskan iðnað og „íslensku vfkuna“. Rakti hann í fám dráttum sjálfs- bjargarviðleitni þjóðarinnar. — Brýndi hann mjög fyrir íslenskum framleiðendum, að vanda vöru sína — afla sjer sem bestrar sjerþekk- ingar hver í sinni grein, og láta einskis ófreistað tiJ þess að geta framieitt samkeppnishæfa vöru, að verði og gæðum. Múgur og margmenni var sam- ar komið kringum Austurvell. — Lúðrasveitin spilaði aftur og þá þjóðsöngurinn. Auglýsingar skátanna. En því næst kom auglýsinga- ganga skátanna til sögunnar. — Komu þeir úr Hafnarstræti, og gengu um Lækjargötu og Kirkju- torg, inn í Austurvöll. Þeir gengu í einsettri röð. Fyrstir gengu skát- ar með stengur er báru stóra stafi, einn á hverri stö-ng, og voru stafirnar samlesnir: „Kaupið ís- lenskar vörur“. Næstir fóru tveir skátar með líkan af skipi, og var letrað á skipshliðina: „Notið ís- lensk skip“. En þá kom hinn nýstárlegasti þáttur þessarar auglýsingagöngu, sVo sem heljarmikið síldarJíkan, með áletrun um, að borða síld, öjflaska, smjörlíkispakki, steypt yfir sinn livorn skátann, elda- buska tröllaukin, með mikinn strá- sófl í hendi, til að minna á hina íslensku burstagerð. Bar hún ægis- hjálm yfir öðrum varningsauglýs- ingum í fylgd hennar, og varð (illum starsýnt, á, hana, eldri sem yngri. En mestan fögnuð vakti ganga þessi hjá yngstu kyns'lóð- inni, er í fyrsta sinn á æfinni bar kennsl á íslenska fraimleiðslu. Sjómaður var þarna og í olíusíð- stakk, hávaxinn og fyrirferðamik- ill o. m. fl. Gengu skátarnir í hring á Aust- jurvelli, en fóru síðan sem leið Jiggur suður á íþróttavölll, og fylgdi þeim manngrúinn. Vikivakarnir. Á íþróttavellinum voru sýndir vikivakar. Voru þar tveir dans- flokkar, flokkur fullorðinna og fJokkur barna, að miklu leyti sami flokkurinn og sá, sem dansaði á Alþingishátíðinni 1930. 1 flokki full orðinna voru 90, en börnin voru | 68. En hinir fullorðnu voru úr þrem ungmennafjelögum, í Reykja- vík á Kjalarnesi og í Kjós. Flokk- ana höfðu æft ungfrú Ásthildur Kolbeins og Ólafur Þorsteinsson. Dansflokkunum var vel tekið meðal áhorfenda, og fóru dansarn- ir vel á vellinum. Yeður var hið besta, blæjalogn, sem fyr um dag- inn. Að dönsunum loknum sungu söngmenn úr Kaflakór K. F. U. M. og úr Karlakór Reykjavíkur nokk- ur Jög, og var þá hátíðahöldunum lokið. Um kvöldið talaði Guðm. Finn- bogason landbókavörður í útvarp- ið um starfsemi og hlutverk ís- j e ns k uvikunn a r. Athngið vel sýningn okkari glnggnm Brannsverslunar. Allar okkar viðurkendu tegundír af ostum eru þar til sýnis. Yörurnar eru seldar í útsölum okkar á Sími 1287, Sími 864. Ennfremur eru þar seldar allskonar mjólkurvörur, svo sem: MJÓLK, RJÓMI, SKYR, SMJÖR. í heildsölu hjá " Ellom isleoskan Iðooð i í ramvegis geta viðskift avinir mínir keypt íslensk fataefni hjá mjer og margt fleira, er að fatnaði lýtur, t. d. sokka, peysur, ferðateppi o. fl. Vigfús Guðbrandsson. --- Austurstræti 10. - (Sami inngangur og í Vífil). Uömsýningar íslensku uikunnar. Eins og getið er um á öðrum stað hjer í blaðinu, vöktu íslensku vörusýningarnar í bænum mikla at- bygli á sunnndaginn. Margt fólk gekk um bæinn í þeim erindum, að athuga hinn íslenska varning og hina íslensku framleiðslu, sem í tilefni af íslensku vikunni hefir verið sett í sýningarglugga versl- ananna. Sá, sem þetta ritar, var einn þeirra, sem tók sjer ferð á heridur til þess að skoða það helsta, sem fyrir augun ber á þessu sviði. En við því er að búast, að eitt og ann að hafi ekki sjest við fyrstu umferð. Þeir, sem verða þess varir, að ísl. sýning þeirra sje hjer eigi nefnd, geri svo vel að gera blaðinu aðvart, því áríðandi er, að birta yfirlit yfir alla þá íslensku fram- leiðslu, sem kemur fram á sjónar- sviðið í ár, Svo hægt verði að fylgja framþréuninni næstu árin, og hver umbót á eldri starfssviðum og hver nýgræðingur á akri hiiis íslenska iðnaðar fái sem best að njóta sín, framvegis. 1 þetta sinn gerir það vegfar- endum, sem vörusýningarnar skoða, dálítið erfiðara fyrir, að í sumum sýningargluggum er það ekki- tilgreint greinilega, hvað sje þar íslenskt, og hvað ekki. Væri þó auðvelt að útbúa smámerki, sem segja til um uppruna vörunn- ar. Þetta er óþarfi, þar sem versl- anir hafa t. d. leigt glugga sína iðnfyrirtækjum, sem ein fyrir sig sýna framleiðslu sína. En sums staðar er í verslunum íslensk vinna innan um erlenda, að nokkru lejdi. | Þar þarf glögga skilgreiningu. Þetta má hæglega lagfæra. Við höldum þá frá Morgunblaðs- afgreiðslunni í Austurstræti 8, ©g verða þá fyrst fyrir hinir rúmgóðu sýningai^luggar BraunsverBluaar. t Þar er, ef svo mætti að orði komast, niikilfengleg sýning á af- urðum Mjólkurbús Flóamanna, ost- um inargs konar, smjöri o. fl. Þar eru Edamer- ostar og Gouda og stóreflis íslenskir svissarostar, í haglegum vöruhlaða. Næsta sýningarglugga Brauns- verslunar hefir Hjálmar Þorsteins- son trjesmíðameistari fengið fyrir luisgögn sín, og er ekki ofsögum af því sagt, að vegfarendum 'hefir orðið starsýnt á svo vandaða vinnu, sem þar sjest á svefnher- bergishúsgögnum úr hnottrje. Þar sem Jinitmiðaður er svo skurður efn isins, eftir æðum viðarins, aS í flötum munanna eru samfeldar symetriskar myndir. 1 Braunsgluggum er og sjersýa- ing, af smjörlíki Smára. Bn a»- ars sjást afwrðir hans víða bæinn. •í Soffíubúðarglugga, er lj*»- andi sýning á afurðum Ljóöb*- sm j örlikisgerðaír. Guðmundur Elnarsson sýnir Mst- iðnaðarmuni sína í snyrtibúlar- glúggum ReykjavfRur -Apóáeks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.