Morgunblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIAÐIÐ Bakararl Fengnm með e.s. „Brnarfoss“: Cream of Manitoba, HlrRlIl Cream ol Lothians, eilt Edge, Flðrsyknr, dansknr Pressnger, Þnrger. Hnmlar. Mílverkistnlng Gunnlaugs 0. Schevings opin daglega í Varðarhúsinu kl. 1—7 til miðvikudags. | Aðgangur 1 króna. m^mmmmmmm^mmaammmammmmmammammaammmmaaammmammmammammaammmmmammamaaaamammmmamaammmmmmmmmmsMiMíM Vimmfafnaðnr oy sportfatnaðar allskonar í mjög fjöibreyttn nrvali. OEYSIR. t Ingibjörg Margrjet Magnúsdóttir Flögu, Vatnsdal. firanit mæla með sjer sjálfir. Nú er hver síðaspir að kaupa iegsteina úr granit, því eftirspurn er mikil, en birgðir á þrotum. Sig. Jðnsson Versl. Hamborg. Laugavegi 45. E5 15 Aukið ísleuska framleiðslu, ræktið meii’i kartöflur. Kaupið besta garð-traktorinn, sem líka drífur bestu sláttuvjelina, gerið svo vel að líta í gluggana á Laugavegi 84. Haraldur Sveinbjarnarson. Bðkaverslnn Sigfðsar Eymnnðssonar hefir sett á stofn dálitla bóka- og ritfangabúð í húsinu nr. 34, við Laugaveg, sem heitir Bókabúð Anstnrbajar B. S. E. Búðin verður opnuð mánudiaginn 2. maí, og verða þar seldar sömu vörur með sama verði sem í Bókaverslnn Sigfúsar Eymnnðssonar. Austurstrsati 18. Allir mnna A. S. I. Á föstudaginn var, 29. f. m. andaðist að heimili sínu, Flögu í Vatnsdal, Ingibjörg Margrjet Magnúsdóttir, 88 ára að aldri. Hún var fædd 3. júlí 1848 og ól allan aldur sinn í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum, og síðast að Flögu í Vatnsdal. Mann sinn, Stefán Magnússon misti hún fyrir nokkrum árum. Dvöldu þau þar að Flögu með syni sín- um, Magnúsi Stefánssyni, kaup- manni og bónda. Önnur böm þeirra éru Margrjet, nú á Búð- um á Snæfellsnesi, Jón, bóndi í Vatnsholti í%Staðarsveit, Konráð forstjóri, Reykjavík og Rann- veig, sem á heima á Flögu. Syst kini Ingibjargar voru Rut og Þórunn, sem fóru til Vestur- heims, síra Jón, síðast prestur að Ríp og Konráð, sem var oóndi að Syðra Vatni í Skaga- firði. Ingibjörg var fríð kona sýn- i:m og fluggáfuð, hagmælt vel, þótt lítið bæri á, skemtileg í tali og fyndin í tilsvörum. Kærleiks- þel hennar til allra, sem hún gat orðið að einhverju liði var viðbrugðið, og þótt hún hefði ekki af miklum efnum að miðla, þá blessuðust góðverk hennar, því að þau voru innt af hendi rreð sama hugarfari og skerfur fckkjunnar forðum. Tryggð henn ar var svo mikil, að aldrei muh hafa brugðist nokkrum, sem eignaðist vináttu hennar, að minsta kosti ekki í neyð. Ingibjörg var ein af þeim kon- um, sem vel á við erindið al- kunna um fjóluna, sem fellur ekki þannig að hamrabeltin kveði við, en missirinn finst við það, að öllum sem 'hana þektu finst lífið eitthvað snauðara, ein- hver ilmur úr lofti horfinn við það að hún fór. Allir sem hana þektu blessa minningu hennar. M. J. Orðsenöing til Alþingis. Alþingismenn! Enginn getur neitað því, að skylduvinnufyrirkomulagið á unglingaskólum stefnir að því að veita öllum unglingum, sem verða 18 ára uppeldi og aukna fræðslu. Hjeraðsskólarnir taka aðeins lítið brot (einn tuttugasta) af þessum unglingum. Berið saman eftir ellistyrkt- arsjóðaskýi'slum og skólaskýrsl- um, hve margir af þeim hafa ^rið á hjeraðsskólum eða ung- lingaskólum. ' < Unglingaskólai’nir, sem nú eru, munu að áliti þeirra, er stofnað hafa, því að eins eiga í’jett á sjer, að þeir veiti nemend unum sjálfum og þjóðinni and- legar tekjur. Þessar tekjur hljóta þá að vaxa í hlutfalli við nemendatalið. Athugum svo kostnaðinn við hjeraðsskólana núverandi og Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför minar hjartkæru eiginkonu og fósturmóður, Guðrúnar Jóns- dóttir. Snorri Ólafsson. • Guðríður Jósefsdóttir. Kærar þakkir fvrir alla þátttöku við andlát og jarðarför Guð- rúnar Bjarnadóttur, Ijósmóður, er ljest 16. þ. m. að heimili sínu, Bergþórugötu 25. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Bjarnadóttir. Erlendur Þórðarson. unglingaskólana, hinn árlegi kostnaður ríkissjóðs, er finst með því að reikna vexti af hálf- um stofnkostnaði, þeim hlutan- um, sem íúkissjóður leggur fram g bæta þar við árlegu tillagi hans til rekstui’s. Kemur þá hinjx áx’legi heildai’kostnaður rík isins. Athugum þar næst kostnað X’íkisins við skylduyinnuskólana, sem ætlað er að veita móttöku allflestum unglingum 18 áx’a. Þessi kostnaður vrði aðeins vext- irnir að stofnkostnaði. ' Við útreikning vaxta beggja skólanna, mætti miða við vexti þá, er ríkið verður að greiða af lánum sínum. Af þessurn útreikningi mætti fá nokkxið gi'einilega hugmynd um, hvor skólinn gefur betri .reikning og er ríkinu hagstæð- ari. — Á móti nemendagjaldi eða skólagjaldi nemenda á hjeraðs- skólum kemur vinnan á skyldu- vinnuskólunum. Vei’ðlag vinn- unnar mætti miðast við óbreytx vegavinnukaup, að frádregnu fæðisverði. Mismunurinn eða það, sem skylduvinnan mundi reiknast meii’a en skólagjaldið á hjeraðsskólunum mun innvinn ast með þeim bættu eða auknu uppeldisáhrifum, sem vinnan veitir, því síst þarf að efa það, að hin skipulagsbundna viana muni veita hollustu xmpelciis- áhi'ifin. Á móti tillagi sýslusjóðanna, koma heildaráhrifin af þeirri samúð og samvinnu, sem skyldu vinnan hlýtur að skapa í sýsl- unum og hið óbeina gagn, sem skylduvinnuverkin hljóta að gefa. Sýslunefnd Rangái'vallasýslu samþykkti hinn 24. nóv. 1928 írumvai'p til heimildarlaga fyr- ii' sýslu- og bæjarfjelög til að slai-frækja lýðskóla með skyldu vinnu nemenda'gegn skólarjett- indum. Þetta gei'ðist áður en hjeraðsskólalögin urðu til og sýslunefndin bað stjórnina að bera frumvai’pið fram, með brjefi 4. des. það sama ár. Frumvarp þetta var að litlu breytt, Iagt fyrir núverandi Al- þing til meðferðar. Frumvarpið fer fram á, að Al- þingi gefi þjóðinní verkefni - hið mikla verkefni, hið göfuga verkefni — að þjóðin uppali sig sjálfa með sínum eigin líkams- krafti og uppskeri á þann hátt andlega hæfilegleika til aukinn ar fræðslu, og aukinnar menn- ingar á síhækkandi stigi, er fram líða stundir. En hvað gerir þingið 1932? Vill það auknar tekjur fyrir þjóðina með litlum kostnaði? Eða vill það taka þjóðinni blóð og láta hana ekki hefjast handa sjer til viðreisnar í andlegum og líkamlegum efnum? Spurning r ár þg spurning aftur, þar til þjóðin í-ankkr við sjer og hinn innri, beti'i maður hennar fær að ráða. Ritað að Efra Hvoli 29. api'íl ’32 Björgvin Vigfússon. Málverkasýning Gunnlaugs Ó. Scheving. Gunnl. O. Scbeving hefir sýn- ingu á mynduui sínum í Varð- arliúsinu. Er sýningarsalur sá ó- lientugur, og njóta myndirnar sín því ekki senx skyldi. Scheving sýndi hjer nokkrar myndir fýrir tveim árunx. Síðan hefir honunx farið mikið fram, — Sjest það best á nýjustu xnynd- u.m hans. Auðsjeð er. að Scheving vinnur með alúð að list sinni. Hefir hon- ur tekist að ná góðu valdi yfir efnínu, í bestu myndxxnum, svo sem myndinni af stúlku við sauma og annari mynd af konxx í ríiminu. í hinúm sjerkennilega litastiga sínum tekst honxxm að ná mikilli ■listrænni fegurð í myndir sínar. Menn rnega ekki láta það fæla sig frá myndum Schevings, þó þær sjeu eigi fágaðar á yfirhorði. í síðustu myndum hans felst óend- anlega mikið meira listgildi, en hinum innihaldslausu glansmynd- um, sem enn verða ýmsxx fólki að augnagárnni. Takist honum að feta sig áfram .eftir þeinx lciðum, er hann nú hefir valið sjer, má áreið- anlega mikils af honum vænta. Hjálpræðisherinn: Samkomur í dag: Helgunarsamkoma kl. ÍO1/^ árd. Sunnudagaskóli kl. 2. Hjálp- ræðissanikoma kl. 8%. Svava Gísla- dóttir kapt. stjórnar. Lxíðrafl. og strengjásveitin aðstoða. Allir vel- komnir. LXXXVHI. Svartur. U lafxxr timburmeistari Briem á Grund, hafði margt í fjósi. Eitt sinn sem oftar bar kýr að nóttxx til. En sölnu nóttina eignaðist kona Ólafs son. Snemma morguns daginn eftir mætti Ólafur vinnumanni sínum einuin í göngunxxm. Ólafur segir: Jeg eignaðist son í nótt. Vinnxnnaður, er frjett hafði úr fjósinu, en ekki úr baðstofunni, hjelt að Olafur ætti við fjóstíð- indin, og svarar: — Já, — jeg trúi að hann sje svartur. (Eftir sögn Gxxðm. Dav.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.