Morgunblaðið - 01.05.1932, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.05.1932, Qupperneq 6
« n r o ' v k i. a f) [ n * Fimtaröómurinn. Umræöur f efri delld um fram- komnar breytingartillögur. Fimtardómsfrumvarp dóms- málaráóherra hefir nú um hríð verið til meðferðar í allsherjar- jiefnd efri deildar. Nefndin klofnaði um málið. Tveir nefnd- armenn, þeir Einar Árnason og Jón Jónsson lögðu til, að frv. yrði samþykt; þó hafði Jón í Stóradal nokkura sjerstöðu og ílutti brtl. þar að lútandi. Pjet- ur Magnússon varð í minni hluta í nefndinni og flutti víðtækar brtl. við frumvarpið. Hjer verð- ur skýrt í stórum dráttum frá veigamestu brtt., sem fram komu. Helstu breytingartillögur. Þeir Pjetur Magnússon Og Jón Jónsson í Stóradal flytja i sam- einingu nokkrar brti. við frv. Merkastar brtt. þeirra er sú, að setja dómaraprófið svonefnda inn aftur. Samkv. þessu ákvæði, skal það vera eitt af skilyrðun- um fyrir því, að maður geti tek- ið sæti sem aðaldómari í fimtar- dómi, að hann hafi sýnt það með því, að greiða fyrstur dómsat- kvæði í 4 málum (og sje eitt a. m. k. einkamál), að hann sé hæfur til að skipa sæti í dómin- um. Pjetur Magnússon flytur enn- fremur margar og víðtækar brtl. við frumvarpið. Eru þessar þær helstu: 1. Að nafn dómstólsins verði óbreytt, Hæstirjettur. 2. Að íelt sje burt það á- kvæði fyrri málsgr. 2. gr. frv., er segir, að Hæstirjettur skuli lagður niður. 3. Að rjetturinn skuli skipað- ur 5 föstum dómurum (í stað þriggja nú.) 4. Að feldar verði burt þær greinir frv., er fyrirskipa lög- bundinn fjelagsskap hjá þeim málaflutningsmönnum, sem starfa við dómstólinn. Auk þess flutti P. M. marg- ar aðrar brtl., en flestar þeirra eru afleiðing þessara stærri til- lagna hans. Þá er enn ótalin merkileg til- laga frá Jóni í Stóradal. Hún er svohljóðandi: ,,Við .8.: gr. síðústu málsgr. greinarinnar skal orða svo: Leita skal álits aðaldómara fimtardóms, er veita skal aðal- dómaraembætti, og taka veit- inguna til meðferðar á ráðherra- fundi, og gerir síðan forseti ráðuneytisins tillögu um hana til konungs. — Þegar veita skal að- aldómara lausn frá embætti, skal forseti ráðuneytisins, eftir að málið hefir verið til meðferð- ar á ráðherrafundi, einnig gera tillögu um lausnarveitingu til konungs". Frá umræðunum. Fimtardómurinn kom til 2. umr. í Efri-deild í gær. Einar Árnason hafði fram- sögu f. h. meirihl. allsherjarn.; en þar sem Jón í Stóradal hafði sjerstöðu í málinu, lýsti E. Á. því yfir, að hann talaði aðeins frá eigin brjósti. E. Á. lagði höf uðáherslu á það, að E.-d. gerði engar breytingar á frumvarpi tíómsmálaráðherra; frv. væri svo vel (!!) undirbúið, að eigi væri ástæða til að fara að hrekja það milli deilda. Hann ráðlagði því deildinni, að fella allar brtl. Pjetur Magnússon talaði því- næst fyrir þeim brtl. er hann var við riðinn. Um nafnbreytinguna á æðsta dómstólnum sagði P. M,, að þetta væri ekkert höfuðatriði fvrir sjer. Nafnið Hæstirjettur væri gamalt og fast í málinu; fimtardómur hefði verið nafn á sjerdómstóli á þjóðveldistíma- bilinu, sem ekkert hefði átt skylt við þann dómstól, sem nú ætti að bera þetta nafn. Þá kom P. M. að afnámi Hæstarjettar. Þetta ákvæði hefði dómsmálaráðh. upphaf- lega sett í frv. vegna þess, að hann hjeldi að hægt væri að leggja niður æðsta dómstól landsins^með því að gera frem- ur smávægilegar breytingar á hæstarjettarlögunum. Flokks- menn ráðherrans og sennilega einnig hann sjálfur hefðu síðar komist að raun um, að þetta var ekki hægt. Samt væri enn hald- ið fast í þessa firru og þá meö þeirri einu röksemd, að æðsti dómstóll landsins væri ekki nið- ur lagður, enda þótt þetta sje berum orðum fram tekið í 2. gr. frv. Kvaðst P. M. ekki trúa því, að flokksmenn dómsmála- ráðherrans Ijetu kúga sig til þess að samþ. slíkt ákvæði. Þá mintist P. M. á þá til- lög’u sína, að fastir dómarar skuli vera fimm, í stað þess að frv-. gerir ráð fyrir þrem föst- um dómurum og tveim auka- dómurum í „margbrotnum og umfangsmiklum" málum. Kt nn- arar í lagadeild háskólans skuiu vera aukadómarar í rjettinum. Þetta fyrirkomulag, að hafa prófessora Háskólans aukadóm ara, taldi P. M. varhugavert. í fyrsta lagi sakir þess, að aðrar kröfur væru gerðar til hæfileika kennara en dómara. I öðru lagi væru háskólakennarar embætt- ismenn með umboðsstörfum, og nytu því ekki verndar samkv. stjórnarskránni; þetta gerði dómstólinn háðan umboðsvald- inu. í þriðja lagi gæti vel farið isvoi, að tilfinnanlegur jskortur yrði á að fá varadómara, þegar búið væri að gera varadómar- ana að föstum aukadómurum. Vantaði algerlega fyrirmæli um það, hvert leita skuli, ef vara- dómara vantar. Þessi aðferð, að gera kenn- ara Háskólans að aukadómurum væri rökstudd með sparnaði. En hv'erju nernur sá sparnaður?, spurði P. M. Hann sagði að nú- verandi forseti Hæstarjettar hefði tjáð sjer, að aukadómar- ar myndu verða tilkvaddir a. m. k. í 50 málum yfir árið. Áætla mætti 100 kr. þóknun handa hvorum fyrir hvert mál. Það gerði 10 þús.' kr. á ári, eða tals- vert meira en ein dómaralaun. Sparaðist þá tæpl. dómaralaun. Nú hefði komið til máia, að estarjettarritaraembættið yrði lagt niður. Ef að því yrði horfið, mundi sparnaðurinn nálega hverfa með öllu. En svo væri þess að gæta, að málafjöldinn færi hraðvaxandi með hverju ári. Yrði því skamt að bíða þess, >ð kostnaðurinn yrði meiri með því fyrirkomulagi, að hafa auka ■nara í stað fastra. Þetta væri þá sparnaðurinn! Þá mintist P. M. á prófraun- ina, sem tryggja ætti það, að aðeins hæfir menn tækju sæti í dóminum. Um hinn lögskipaða fjelags- skap málfl.manna gat P. M. þess að það væri undarlegt að fyr- irskipa þessari stjett einni, að hafa með sjer slíkan fjelags- skap. Ef slíkt ætti að gera, yrði fjelagsskapurinn vitaskuld að ná til allra málfærslumanna, en ekki aðeins til þeirra ; ,eú störf- uðu við þenna dómstól. Jón í Stóradal hóf mál sitt á því, að hann hefði orðið fyrir því óláni að eiga sæti í nefnd þeirri, er f jallaði um þetta mál. Rjettaröryggi þegnanna væri rnest komið undir æðsta dóm- stól landsins. Hann væri tví- mælalaust helgasta stofnun landsins, næst Alþingi, og bæri að vanda sem best til hans, bæði að því er snertir löggjöf um dóminn og val dómara. Ræðumaður taldi mjög við- urhlutamikið að fella dómara- prófið niður. Það væri sett til öryggis því, að aðeins hæfir menn tækju sæti í rjettinum. Hitt ! væri vitanlegt, að engir væru hæfari að dæma um laga- Jrekkingu manna en sjálfir dóm ararnir í æðsta dómstólnum. Því væri öruggast, að halda þessu ákvæði, um prófraunina. En ef það fengi ekki áfram að standa, kvaðst ræðum. flytja þá brtl., að leita skuli álits aðaldómara viðvíkjandi skipun í dóminn, að taka skuli veitingu (og frá- vikningu) ;fyrir á ráðherrafundi og að forsætisráðherra skuli jafnan gera tillögu hjer að lút- andi til konungs. Þegar fundartíminn var á enda, var umr. frestað; málið kemur aftur á dagskrá á morg- un. Sílöarleit úr Iofti. Nú þarf dr. Alexander Uóhannesson að hella sjer yfir mig, íslenska sjómenn og útgerð- armenn, sem hafa óskað eftir að af þeim væri ijett þeim sköttum, sem flugférðir í sambandi við síldarleit úr lofti hafa j för með sjer, þar sem þeir alment eru á þeirri skoðun, éftir reynslu und- anfarinna ára, að síldarleit með flugvjelum, sjeu þeim og geti aldrei orðið þeim að verulegum notum í sambandi við sildveið- arnar. Tilraunir í líka átt og hjer um ræðir hafa verið gerðar bæði í Skotlandi, Danmörku og Noregi, síldveiðamönnum að kostnaðar- lau.su og hvergi komið að notum, enda verið hætt mjög bráðlega.aft- ur, og að minsta kosti fulltrúa- fundir norsku fiskimannanna gáfu út þá yfirlýsingu í fyrra, að þeir óskuðu ekki eftir að þeim tilraun- um væri haldið áfram, og að þeirra skoðun væri sú að slík síldarleit væri að mestu gagnslaus. Dr. Alexander þarf því ekki að furða sig á því að íslenskir síld- veiðimenn, á jafnerfiðum tímum eins og standa yfir, sje ófúsir að borga það gjald af hverju skipi, sem samsvarar kaupi tveggja manna með núverandi verðlagi af- urðanna, fyrir starf sem þvingað er að þeim, og þeir sjálfir álíta að komi sjer eða atvinnu sinni að engum notum. Kynni mín af síldarleit úr lofti, af dvöl minni á Norðurlandi und- anfarandi sumur og ferðum þeim, er jeg hefi farið með flugum Flugfjelagsins hafa enn fremur styrkt mig í þeirri trú að síldarleit úr lofti komi að mjög litlum eða cngum notum. Þar, sem því fundir Fiskifjelags- cleilda, Fiskiþing og fulltrúafundir útgerðarmanna bafa skorað á Fiskifjelag íslands, um að fá að losna við þessa óumbeðnu aðstoð við síldveiðarnar var ekki nema eðlilegt og bein skylcla mín að hreiía málinu við Sjávarútvegs- ncfndir Alþingis og einstaka þing- menn. Kr. Bergsson. Reykjavíkurbrief. . 30. apríl. Hafísinn. Hafísinn er sagður um 6 sjómíl- ur unclan Horni. Sjést ekki til hans annars staðar af skipaleiðum. Norðanátt í vikunni hæg. hróflaði ekki við ísinn, snjókomá var norð- an lancls, og segir Veðurstofan föl um vestari sveitir Norðurlancls, en fönn allmikla er aastar dregur. Útgerðin. Togarar eru enn á sáltfiskveið- um. en heyrst hefir að þeir sjeu allmargir nú í síðustu veiðiför. Afli á Selvogsbanka úti, eins og veuja er til um þessi mánaðamót. Hefir afli þar verið með alrýrasta móti, enda er mælt, að sumir tog- ararnir haf iflaað þar litlu meira, en aflast hefir á þá vjelbáta í Eyjum er aflahæstir eru. Kröfudagur. Kröfudagur sósíalista er eklci uppruninn, þegar þetta er ritað. Má búast við því, að allmörgum bæjarbúum sje forvitni a að heyra livernig sósíalistabrodclarnir for- múlera kröfur sínar í ár til at- vinnurekenda og ríkisins Þeir hafa á undanförnum árum ekki neitað sjer um neitt í því efni, að heimta liáar kaupgreiðslur, tryggingar og ýmiskonar lífsins fríðindi fyrir „hina kúguðu stjett", sem þeir bafa tekið sjer fyrir hendur að annast um. Á pappírnum vissulega fagurt hlutverk. En hver á nú að greiða hið hækkandi kaupgjald? Og hver á að útvega sjómönnum og verka-, nnnnum bætt kjör, húsakynni og tryggingar? Sjómennirnir eiga siálfir að eiga skipin, framleiðsiu- tækin, segja sósíalistabroddarmr. Skyldi nokkur lifandi maður banna sjómönnum að eignast skip? Eru það ekki sjómenn flest- ir jieirra, sem eignast hafa veiði- skip hjer við lancl? Og væri það ekki alveg tilvalið verkefni fyrir þá menn, sem nú standa í fylk- Peysur alls konar fyrir dömur og herra, Golftreyjur Sokkar, Nærfatnaður. og margt fleix-a. Kaupið á meðan nógu er úr &6 velja. j m Vtrsl. Vik Laugaveg 52. Sími 1485. Manið AS trúlofunarhringar eru happ- sælastir og bestir tri Signrþðr Jónssyni. Austurstræti 3. Rvík. Eru tenunr yfnr gnlar ? Hafið þjer gular eða dökkar tennur, notið þá Rósól-tannkrem, sem gerir tennurnar hvítar og evð- ir hinni gulu himnu, sem leggst á þær. Rennið tungunni yfir tenn- urnar eftir að þjer hafið hurstað þær og finnið hversu fágaðar þær eru. — Rósól-tannkrem hefir ljúf- fengan og frískan keim og kostar að eins 1 krónu túban. Tannlæknar mæla með því. H.f. Efnagerð Reykjavfkur. kemisk verksmiðja. Verðskrá. Vatnsglös 0.50. Bollapör, 0.45. Desertdiskar 0,35. Teskeiðar 2 turna 0.50. Matskeiðar, alp. 0.75. Gaffla, alp. 0.75. Matslceiðar 2 turna 1.75. Gaffla 2 túma 1.75. Desertskeiðar 2 t. 1.50. Desértgaffla 2 t. 1.50. Borðhnífa, ryðfría 0.90. Dömutöskur, 5.00. Herra-vasaúr 10.00. Grammófónar 15.00. Blóm.sturvasa 0.75. Pottar alum. m. loki 1.45. All með lægsta vorði hjá I. Bna i Hra Bankastræti 11. l*fi Allt með Islenskiim Skipum! «fi| >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.