Morgunblaðið - 03.05.1932, Blaðsíða 2
2
MORGTTNBI AÐIÐ
JWi»WH*«*V**J*^W»»»»^^^
1 Mmmn | ©lseini ((
Bakarar!
Fengam með e«s. „Brnarfoss":
fl««M«l« Cream ol Mauitoba,
HVhI Cream of Lothians,
™ w WM Gilt Edge,
Flórsyknr, tlaiissan
Pressuger,
I Þnrger.
Hnmla.
Ekki er öSI uitleysan eins. »^™i< i hí,
_______ j að þau gengu I gihlr, var það um
sUmd móðins að gifta sig hjá fó-
geta, en nú er þeim altaf að fækka
sem ganga í bofgaralegt Ji.jóna-
Eftir Ól. B. Björnsson.
Á Alþingi því er nú situr, hefir
komið fram tillaga til þingsálykt-
unar um fækkun prestakalla, frá
Vilmundi landlækni Jónssyni. Er
þar gert ráð fyrir að stjórnin leggi
fyrir næsta þing, frv. til laga um
nýja skipun prestakalla, þannig að
prestsembættum verði fækkað til
mikilla muna, enda leggi stjórnin
jafnframt fyrir þingið frv. til laga
um almennar verslegar nafngiftir
barna, hjónavígslur og útfarir. —
Pylgir þingsályktun þessari, grein-
argerð ásamt frumvarpi um þetta
•efni.
Prumvarp þetta er vitanlega eng
311 lækning á neinum þeim meinum.
sem nu þjá þij.óð'1 vora mest, en
það munu margir líta svo á, að
það geti orðið til að fjölga þeim
rnn meir en orðið er. Andi þessa
i'rumv., og greinargerðin ber það
• með sjer, að þetta, þó lítið sje,
sje nægjanlegt spor í áttina, ef
;ið lögum verður til þess a$ af-
nema, þegar alt er rjettilega und-
irbúið, alla presta og kirkjur. Með
bcs.su og ýmsu öðru, á að ganga
i'vst og ákveðin skref að því marki
að iitrýma allri kristilegri starf-
semi úr landinu.
Mjer er ekki kunnugt um, að
r.ein lög banni að gefa barni nafn
;'ui þess prestur framkvæmi þá- at-
litffn, heldur ekki er ferming nein
skykla að lögum nú orðið, e'nda
liafa það víst flestir eins og best
á við þvern einn„ Einstaka menn
fyr og síðar hafa ekki látið skíra
<'ða ferma börn sín, hefi jeg lieyrt
að flutningsmaður þessa frum-
varps sje einmitt einn af þeim.
Það lítur því helst út fyrir að ,
þeim sje ofraun að líða það, að,
aðrir geti hindrunarlaust notið
blessunar kirkjunnar, og starfs
þeirra manna, sem enn hafá 'trú
/> því á menningaröldinni!!!, að
fyrst og fremst beri að leiða
l;örnin til Jesú, en banna þeim
það' ekki. Heldur eru ekki til lög
sem banna þá greftrunarsiði sem
liverjnm sýnist. Jeg býst líka við
nð flntningsmaður væri svo hug-
íiður~áörfara þ'ar sínar eigin koppa-
irtfturrEh með frv. þessu er hann
þá vínt áð hugsa um sálarneyð
þeirra manna, sem'ekki hafa hug-
dirfð til að note í hver.ju tilfelli
]>á siði sem best á við hann. Ann-
ars er ýms óvani í þessu sambandi
að leggjast niour án allra laga,
svo sem erfisdrykkjur. o. fl. Eins
og merra vita eru nú í gildi lög
band.
í 6. gr. frv., er talað um eiu-
hverja eigendur og umráðamenn
kirkjugarða, en lögin kveða ekk-
ert á um það, hverjir þéir eig-
endur og umráðamenn sjeu, þ. e.
hverjum sje skylt að eiga 'og við-
lialda kirkjugarði. Ekki er frjáls-
lyndinu fyrir að fara, því ef t.
d. bálstofa kemur upp í kaupstað,
þá. skuíu allar útfarir fara þar
fram. Undanþágu má þó veita hjer
frá, ef skilríki koma frá þeim
dauða. Ef ágreiningur rís hjer af,
á að skjóta honum undir úrskurð
dómsmálaráðunéytisins. Þeir sem
þekkja skrifstofuganginn, geta því
búist við þegar til slíks kæmi, að
svo gæti farið, að lík yrði að
standa nokkuð lengi uppi!!! Eftir
frv. má og hafa helgisiði ef skil-
ríkin eru nóg, og öllu því má
skjóta sömu leið til úrskurðar. —
Fara nú höftin að gerast nærgöng-
u! þegar það má ekki lengur vera
algert einkamál manna, án allra
skilríkja hvernig menn liaga út-
ftfr sinna nánustu.
Greinargerðin byrjar með al-
mennum hugleiðingum um það,
hvað mönnum vaxi í augum fjtfldi
embættismanna, og hvað mjög tíð-
ar kröfur komi um fækkun þeirra
til að spara ríkissjóði iítg.itfld, eða
til aö !osa í'je, sem verja mætti
til annars þarfara. t næstu máls-
grein er því svo. slegið föstu, að
ekki sje íiklegt. að þessar óskir
fáist uppfyltar. ]>ví ]'ó NssOT
óskir sjeu létnar í Ijósi, sje sífelt
krafist meiri og flóknari starfa af
'íkinu. En frá þessu segir höf. að
s.je ein undantekning, því jafn-
framt því sem krafist sje meira
af ríkinu í veraldlegum efnum,
hirði menn íninmi og minna um
sálarlieil! sína og andlega velferð.
Það er alveg rjett, að það eru
margir sem liirða minna og minna
um sína eigin og anriara sálarbeill.
Þó býst jeg við. að enn s.je í land-
inu eigi all-lítill hópur mánna^ er
lætnr sig hokkuru skifta þessi' mál,
og halda því fram, að sambúð
ínanna verði ekki betri, nje and-
legur þroski þeirra meiri, þó felt
sje niður alt kristilegt starf. Jeg
býst þess vegna við að enn s.ie
það alt of djarft 6r flokki' talað,
að gera sjer í hugarlund, að slíkur
meiri hluti sje til staðar.
Þá gerir höf. aJl-vernlega og
rjettilega grein fyrir því, hvað
prestastjettin hafi alla tíð verið
mikil fyrirmyndarstjett. Þeir voru
alt í öllu. Ráðgjafar manna í hvers
konar málefnum, aðalmenn í sveit-
ar- og hjeraðsmálum, frömuðir í
húskap, kendu, eða höfðu umsjón
með aWri fræðslu, og margir hverjir
'iepnir læknar, og svona má lengi
telja. Höf. heldur því ekki fram
sjerstaklega. að prestar nú, sjeu
ekki álíka hæfir í sínum verka-
hring eins og áður var. Heldur
dettur manni í hug að til grund-
vallar liggi, að almenningur sje
nú farinn yfir höfuð, að slaga
svo hátt upp í þessa lærðu menn,
klerkana, að til þeirra sje ekkert
iengur að sækja í þeim efnum, og
geti flestir og kjósi að leiða þar
sjálfan sig. Enda þótt mikið megi
nú láta af mentuninni, býst jeg
við að finna megi margar sveitir
í þéssu landi, sem söknuðu vinar
í stað þar sem presturinn væri,
frá því að hafa áhrif á barna og
miglingafræðslu í sínu hjeraði. —
Og cnn m;i víst finvia jiresta, sem
forstaða hrepps- og hjcraðsmála
hvílir á, að ekki all-litlu leyti, ein-
mitt af þörf. En þar sem eftir höf.
kenningu þurfi prestanna nú ekki
lcngur með til að vera fyrirmynd
' hinum ýmsu borgaralegu málum,
þá sje best að láta þá .,róa", því
hið eiginlega prestastarf, sem og
starf kirk.junnar yfir höfuð, er
einskis virði í augum þessara
manna.
Jeg vildi sannarlega óska, að
])jóðin yrði sem fyrst svo gagn-
mentuð, að prestarnir gætu gefið
tfðrum það eftir, að vasast í hvers
konan óskyldum málum, sem skapa
arg og óróa, þrætur og alls konar
iflindi. En það væri gleðilegt ef
þ.ióðin yrði jafnsnemma svo þrosk-
iið að . andlegu .atgerfi, að hún
mintist liinna mörgu afreka sem
prestar og kirkja þessa lands hafa
unnið í þúsund ár; að hún teldi
það heiður sinn og metnað í senn,
ef hún greiddi kirkjunni nokkuð
af þeirri þakklætisskul.d, með því
að liún leyfði þessari stjett nú,
aS gefa sig alveg og einhuga við
þeim málum einum, sem fyrst og
fremst heyra kirkjunni til.
Höf. gerir mjög lítið úr sálu-
sorgarstarfi prestanna og segir að
þeír tali mest nm það á sýnodns,
en annars staðar verði þeirra ekki
vart. Þetta er vægast sagt ekki
rjett, því margur prestur telur það
aðalstarf sitt og yndi og leggur
mikla rækt við það, þekki jeg
nokkra sem eru framúrskarandi
menn á því sviði. Það er vitan-legt
a?. prestar hafa oft og tíðum hjálp-
að til að lækna andlegmein sinna
sóknarbarna; er hægt að benda á
presta, sem að minsta kosti jafn-
margir sækja til eins og meðal
læknis svo ekki sje of mikið sagt.
En þau störf eru ekki þess eðlis
að gera megi skýrslu um þau, eins
og þegar læknir krukkar í fing-
ur, eða set.ia þau í blöðin, eins og
begar þingmaður skammast á fund
um. eða ungar út vanhugsuðu frv.
Það gengur eins og rauður þráður
í gegn um alla þessa greinargerð,
að starf prestsins sje í höf. augum
ekkert orðið annað en að skíra,
íerma. gifta o.g jarða.
Prb.
Kvenfjelag þjóðkirkjnnnar í
Hafnarfirði heldur síðasta fvmd í
, kvöld kl. 8.30 í húsi K. F. U. M.
Attrcrðisafmceli.
GuðmunduT Sveinbjörnsson
bóndi á Valdastöðum í Kjós, er
áttræður í dag.
Hann er einn hinna merkustu
manna í bændastjett hjer um
sveitir. Hann hefir búi'ð allan bú-
skap sinn á Valdastöðum, fyrir-
myndarbúi. Er heimili hans kunn
ugt fyrir myndarskap og gest-
risnu. Hefir hona hans, Katrín
Jakobsdóttir, verið honum sam-
hent um að gera garðinn frægan,
svo sem allir hinir mörgu vinir
þeirra vita. Þau eiga 5 börn ú
lífi af 9 börnum, er þau eignuð-
ust, og eru þau börn öll sínum
góðu foreldrum samboðin.
Guðmundur á Valdastöðum hef
ir verið dugnaðar- og þrekmaður
hinn mesti, og ber það enn með
sjer, þrátt fyrir aldurinn, að
hann hefir verið karlmenni á
vöxt og afl. Hefir honum notast
vel af burðum sínum og karl-
mensku í búskap og framkvæmd-
um.
Jeg kyntist Guðmundi á Valda-
stöðum fyrst fyrir nokkrum ár-
um síðan, og hefi haft mikla á-
nægju af þeim kynnum. Það er
ævinlega gaman að hitta fyrir
aldraða menn, sem lokið hafa ó-
sviknu dagsverki, og eiga enn á
efri árum óveiklað andans fjör
og krafta, sem ungir væru, og
unna öllu frelsi ojr heilbrigðum
i'ramförum. Þeir. . bera þess
gleggstan vott, að enn er kraft-
ur og kjarni til í íslendingum.
Einn þeirra manna er Guðmund-
ur á Valdastöðum. Þáð er bæði,
að hann hefir verið þróttmikill í
lund, glaður og reifur, og hefir
auk bess notið hamingju heima
fyrir, þrátt fyrir sorgir, er sóttu
heim, enda hefir hann líka fram
til þessa staðist furðu vel í fang-
brögðum við Elli.
Guðmundur er rammíslenskur
í anda, bókhneigður, víðlesinn og
fjölfróður. Hefir hann aflað sjer
mikillar mentunar, lesið flest það
íslenskra bóka, sem til verður
náð, en auk þess margt og mikið
í Norðurlandabókmentum. — Er
gaman við hann að tala um allan
þjóðlegan fróðleik, því að þar er
hann frábærlega vel að sjer. I
viðræðum er hann skýr, skemtinn
og hnyttinn.
Guðmundur á Valdastöðum er
frá mínu sjónarmiði sannur og
ósvikinn íslendingur, sem anli
því mest í þjóðlífi sínu að fornu
og nýju, sem vitni ber um dáð
og drengskap, en hefir djúpa og
rótgróna andstygð á því siðferð-
islosi, læpuskap og dáðleysi, sem
er eitur í beinum hverrar þjóð-
ar. Er það mjög að vonum, því
ð sjálfur hefir hann verið óveill
og ósjerhlífinn dugnaðarmaður
Engar cigarettur, sem
seldar eru hjer á landi
fá jafn ahnent lof og
„TEOFANI"
Því veldur hið ljósa,
ilmandi, egypska tó-
bak, sem í beim er. —
Aldrei hefir ^að borg-
að sig betur en nú, að
reykja
TEOFANI.
TEOFANI & Co. Ltd.,
London.
og sómi stjettar sinnar.
Margir munu minnast Guð-
mundar og Valdastaðaheimilisins
í dag. Og mjer ;er sjerstaklega
Ijúft, vegna ágætrar viðkynning-
ar, að senda hinum merka bænda-
öldungi kveðju á þessum tíma-
mótum ævi hans, og óska honum
heilla öll ófarin spor.
Árni Sigurðsson.
Innbrot í barnaha?li
Oöö-FeIlou;a.
Nýlega hefir verið brotist inn í
Barnahæli Odd-Pellowa við Sil-
ungapoll. Þrælmenni þau, er þar
hafa verið að verki, hafa opnað
ldera á húsinu, brotið rúðu og með
því getað opnað glugga, sem
kræktur var að innanverðu og
skreiðst þar inn. Þjófahyski þetta
hefir stolið allmiklu af borðbúnaði
bælisins o. m. fl. og er nú verið að
rannsaka live mikið það hefir ver-
ið. í gær fóru tveir forstöðumenn
hælisins þangað upp eftir, ásamt
lögregluþióni einum hjeðan úr
bænum, sem lögreglustjóri hafði
góðfúslega látið þehn í tje til að-
stoðaa-, jafnskjótt sem það varð
kunnugt að inn hafði verið brotist
Einhverja ..eftirlátna muni" þjófa
hyskis þessa og varmenna, höfðu
þeir fundið í b«rbergjum hússins,
Jögregluþjónninn og mennirnir
tveir, er með honum voru, og er
vonandi að munir þessir, meðal
ýmisl. aimars, er þeir uppgötvuðu
í ferð sinni, verði til þess að leiða
óþokkana fram í dagsbirtuna og
áta þá fá makleg málagjöld.
Smyglari ákærir lögreglu.
Pinski vínsmyglarinn Nisko hef-
ir boðið dómsmálaráðuneytinu að
ljósta upp ýmsu um það hvernig
finska lö'greglan hjálpar smyglur-
um í starfi þeirra og er þeim
meðsek. Hefir hann nefnt til ýmsa
kunna lögreglumenn. Segir hann
að þeir hafi verið í vitorði með
smyglurunum gegn ágóðaþóknun,
og sett það líka sem skilyrði að
fá að vita hverjir væri kaupendur
að áfenginu, til þess að geta tekið
þá og refsað þeim. /