Morgunblaðið - 29.05.1932, Blaðsíða 3
] IRdHðttttUa^
• H.f. Arvkkur, Rerkj&rlk.
• • Rlt*tJ6rar: Jön KJartanaaon.
Valtýr Btefánaaon.
« Rltatjörn og afarelBala:
•*• Auaturatrntt S. — Staal 10«.
• AuslýalnBaatjörl: H. Hafbarr.
*• Aufflýalnffaakrlfatofa:
' • Auaturatrntl 17. — Siaal 70*.
• Heimaafmar:
. J Jön Kjartanaaon nr. 741.
- • Valtýr Stefánaaon nr. 1SS4.
• E. Hafberc nr. 770.
; J Áakrlftagrjald:
. • Innanlanda kr. S.00 & mánuSl.
'* Utanlanda kr. S.SO & aaáauBL
■ • t lauaaaölu 10 aura elntakiB.
SO aura m#8 Leabðk.
Eáðuneyti forsætisháðherra hef-
ir sent F.B. eftirfarandi tilkynn-
ingu (dags. 28. mUí):
„Konungur hefir tekið lausnar-
beiðni ráðherranna til greina og
óskar að þeir annist áfram em-
hætti sín þangað til ný stjórn
hefir verið mynduð.
Eins og fyr hefir verið frá
skýrt, benti Tr. Þórhallsson á
JiSgeir Asgeirsson sem líklegan til
nð mynda nýja stjórn. Sneri því
konungur sjer til Ásg. Ásg. með
tilmæli um, að mynda stjórn. Tak-
íst sii stjórnarmyndun, mun til-
kynning um það væntanleg fljót-
lega. en þó er óvíst að hún geti
komið á morgun.
E S J A
Bráðabirgðaskoðun fór fram á
•'Skipinu í Stykkishólmi í gær, og
reyndust skemdir það miklar, að
-ókleift var að halda strandferð-
inni áfram. —- Var í gær unnið
að því, að þjetta skipið og kem-
ur það svo liingað til frekari skoð-
raiar og aðgerðar.
Kaupdeila á Akureyri.
Akureyri FB. 28. maí.
Kaupdeila. stendur yfir hjer út
af kaupgjaldi fiskverkunarkvenna
Vill verkakvennafjelagið halda
fyrra árs kauptaxta, því nær ó-
ibreyttum, en fiskverkendur lækka
3iann til muna. Halda þeir því
fram, að með miverandi fiskverði
nemi verkunarkostnaðurinn eftir
faxta verkakvenna.fjelagsins nær-
felt 30% af söluverði hinnar verk-
nðu vöru ennfremur að markaðs-
verð þessarar vöru sje svipað nú
<og fyrir stríð, en verkunarkostn-
aðurinn hækkað um 500—600%.
Kauplækkun sú sem fiskverkendur
fara fram á, nemur 20% af tíma-
kaupi í dagvinnu og 40% af fisk-
Jjvotti.
1 morgun átti að byrja að vinna
m verkunarstöð dánarbús Ragnars
"Ölafssouar og voru konur komnar
fil vinnunnar, en fulltrúar verk-
lýðsfjelaganna komu þá á vett-
vang "og tálaðist þá svo milli þeirra
•og vinnuveitenda, að frestur yrði
fil mánndags, en samningatilraun-
ir færi fram í dag. Er frekara bú-
ist við, að miðlun náist. Á fisk-
verkunarstöð Helga Pálssonar hef-
ir verið unnið tvo daga. Heldur
vinnan áfram þrátt fyrir vinnu-
stöðvunartilraun í dag.
Látinn er hjer í bænum Vilhj.
Þorsteinsson fyrrum bóndi í Nesi
í Höfðahverfi, tæpra 75 ára gam-
»11. Hann var bændahöfðingi um
langt skeið.
5tjómar5krármálið.
Eftir lón Porláksson.
1. Yfirlýsing forsætisráð-
herra.
í tilkynningu þeirri, er fráfar-
andi forsætisráðherra ljet lesa
upp af forsetastóli í þingdeild-
unum hinn 27. þ. m. hefir hann
m. a. komist svo að orði:
„Síðan“ (þ. e. síðan yfirlýsingar
Sjálfst.fl. og Alþ.fl. um afstöðu
þeirra til skattalaga og fjárlaga í
sambandi við kröfuna um jafnan
kosningarrjett komu fram) „hafa
verið gerðar mjög ýtarlegar til-
raunir til að fá þá lausn á kjör-
dæmamálinu, sem fíokkarnir gætu
orðið ásáttir um. Af hálfu beggja
aðilja hefir komið fram vilji um
að leysa málið. Eigi að síður liafa
samningatilraunir ekki borið full-
nægjandi árangur“ e. s. frv.
Út af þessum ummælum þykir
mjer sem kjósendur landsins eigi
heimtingu á að fá að vita hvern-
ig málið stendur nú, og hverjar
þær „ýtarlegu“ samkomulagstil-
raunir eru, sem forsætisráðherr-
ann talar um. Mun jeg því reyna
að gjöra grein fyrir þessu í sem
stytsu máli.
2. Tillögur Framsóknar-
flokksins.
Við meðferð stjórnarskrár-
málsins í efri deild þingsins, sem
málið hafði fyrst til meðferðar,
báru Framsóknarmenn fram
breytingartillögur við 1. gr. frv.,
og voru aðalatriði þeirra þessi:
a) Ákvæði frumvarpsins um að
Alþingi skuli svo skipað, að
þingflokkarnir hafi þingsæti
í samræmi við atkvæðatölu
(jafnrjettisákvæðið) átti að
falla burtu.
b) Núverandi kjördæmaskipun
skyldi tekin upp í frv. með
þeirri einu breytingu, að þing
mönnum Reykjavíkur skyldi
fjölgað úr 4 upp í 8. Tví-
menningskjördæmi áttu að
haldast þau, sem nú eru, en
hlutfallskosningar í þeim
skyldu bannaðar. Heimilt
skyldi að skifta tvímennings-
kjördæmunum.
c) Heimilt skyldi að ákveða
með lögum 5 —fimm— upp-
bótarsæti til jöfnunar á mis-
ræmi milli flokka, en við út-
hlutun þeirra sæta áttu at-
kvæði Reykvíkinga ekki að
koma til greina, heldur aðeins
atkvæði kjósenda greidd í
kjördæmum utan Reykjavík-
ur.
Eftir þessum tillögum átti tala
þingmanna að verða alls 45, ef
uppbótarsætin heimiluðu eru tal-
in með. Þar af kosnir 32 óhlut-
bundnum kosningum í 26 til 32
kjördæmum utan Reykjavíkur, 8
kosnir hlutfallskosningu í Reykja
vík og 5 uppbótarsæti.
Þessar tillögur voru eiginlega
aldrei ræddar í efri deild, og at-
vikaðist það þannig, að ákveðið
var að útvarpa 2. umr. um málið.
Einar Árnason var framsögumað-
Ur að þessum breytingartillögum,
en hann tók ekki til máls við út-
varpsumræðurnar, heldur talaði
forsætisráðherra Tr. Þórh. þá af
hendi Framsóknarflokksins, og
hann gerði þessar tillögur ekki að
umtalsefni. Þar sem svona lítið
var úr þeim gjört af hálfu flutn-
ingsmanna gerðum við andstæð-
ingar þeirra ekki ráð fyrir, að
nein alvara fylgdi þeim af flokks
ins hálfu. Þær voru svo feldar,
og frv. fór til neðri deildar. Töld
um við víst að Framsókn mundi
þar bera fram einhverjar tillög-
ur, sem líklegri væru til samkomu
lags. En sú von brást. Við 2.
umr. málsins þar í deildinni bar
Framsókn fram þessar tillögur ó-
breyttar og voru þær samþyktar
þar. Þannig liggur þá stjórnar-
skrárfrv. fyrir sem stendur, hef-
ir ekki ennþá komið til 3. umr. í
n. d. Skal nú efni þessara tillagna
athugað nokkuð.
Tala kjördæmakosinna þing-
manna er eftir þessum tillögum
40, en eftir tillögum okkar Pét-
urs Magnússonar í milliþinga-
nefndinni átti hún að vera ein-
ungis 30. Ef jafnrétti milli flokka
á að nást, leiðir þetta óhjákvæmi-
lega til fjölgunar á þingmönnum.
En jafnrjetti getur alls ekki náðst
með 5 uppbótarsætum. Þessu til
sönnunar skal bent á það, að eft-
ir þessari tilhögun í heild hefði
útkoma kosninganna 1931 orðið:
Framsóknarfl...... 22 þingm.
Sjálfstæðisfl..... 17 —
Alþýðufl............ 6 —
Framsókn hefði fengið 5 eða 6
þingsætum meira en þeim flokki
bar, og þau tekin frá hinum flokk
unum. Aðeins 630 atkv. bak við
hvern Framsóknarþingm. en um
eða yfir 1000 atkv. bak við hvern
þingmann hinna flokkanna. Þess-
ar tillögur eru því hrein og al-
gerð afneitun á kröfunni um
jafnan kosningarrjett. Getur
auðvitað ekki komið til nokk-
urra mála að andstæðingaflokk-
ar Framsóknar gangi að slíku.
3. Hinar „ýtarlegu“ sam-
komulagstilraunir.
Innan Framsóknarflokksins
mun málið hafa verið nokkuð
rætt á flokksfundum undanfar-
ið, en um efni þeirra umræðna er
mjer auðvitað alveg ókunnugt.
Ef til vill *lúta ummæli forsætis-
ráðherrans meðfram eða að ein-
hverju leyti að samkomulagstil-
raunum innan Framsóknar, um
það er mjep ókunnugt. En gagn-
vart Sjálfstæðisflokknum hafa
aðeins komið fram 2 uppástung-
ur frá Framsókn, svo jeg viti.
Fyrri málaleitunin kom fyrir
eitthvað viku síðan, og var fyr-
irspurn um það, hvort Sjálfstæð-
isflokkurinn mundi vilja sam-
þykkja þingfrestun um nokkurn
tíma. Við sáum ekki að þetta
gæti neitt greitt fyrir úrlausn
kjördæmamálsins eins og þá stóð,
og svöruðum því neitandi, en með
þeirri viðbót, að er mynduð yrði
ný stjórn, sem vildi beita sjer fyr-
ir úrlausn málsins, og ef sú stjórn
færi fram á þingfrestun, þá
skyldi Sjálfstæðisflokkurinn taka
það mál til nýrrar yfirvegunar.
Litlu síðar bárust boð um það,
að Framsóknarflokkurinn mundi
vilja til samkomulags, ganga inn
á þá breytingu á framangreind-
um tillögum sínum, að hlutfalls-
kosning yrði viðhöfS í tví-
menningskjördæmunum. Þessu
svöruðum við á þá ieið, að við
teldum breytinguna vera til bóta,
en ekki nægilega til samkomu-
lags.
Aðrcir uppástungur hafa okk-
ur ekki borist frá Framsókn.
Orðasveimur hefir verið hjer í
bænum um að Framsókn hafi
gert eða viljað gera einhverjar
aðrar uppástungur, en jeg get
engan trúnað lagt á það. En
sjálfsagt er að gera grein fyrir
áhrifum þessarar einu tilslökun-
ar frá Framsókn, sem orðuð hef-
ir verið.
4. Hlutfallskosning í tvímenn
ingskjördæmum.
Til þess að skýra áhrif henn-
ar vil jeg víkja dálítið að þörf-
inni á uppbótarsætum til jöfn-
unar á niðurstöðu kosninga í
kjördæmum.
Rannsóknir hafa verið um það
gerðar af milliþinganefndum,
bæði í Danmörku og Noregi, hve
mörg uppbótarsæti þyrfti ofan
á kosningar í einsmannskjördæm
um til þess að ná jafnrjetti milli
flokka, ef kosningaraðferðin
sjálf er á engan hátt misnotuð
til þess að raska jafnrjettinu.
Báðar nefndirnar komust að
sömu niðurstöðu, sem sje að tala
uppiótarsætanna þurfi að vera
50% af tölu einmenningskjör-
dæmanna. Þetta kemur nokk-
urnveginn heim við athugun á
tvennum síðustu kosningum hjer
á landi. Miðað við 26 einmerm-
ingskjördæmi og 1 hlutfallskjör-
dæmi með 4 þingm. hefði tala
uppbótarsætanna til fullrar upp
bóta þurft að vera 13 til 14, eða
rjett 50% af tölu kjördæmanna.
Tvímenningskjördæmi með
meirihlutakosningu eins og þeirri
sem ákveðin er í núgildandi
kosningalögum, gildir í þessu
sambandi að minsta kostí á við
tvö kjördæmi. Fyrir því er hægt
að færa full rök, og ef notuð yrði
heimildin til þess að skifta þess-
um kjördæmum þarf engin rök,
því að þá verður hvert þeirra að
tveimur einmenningskjördæm-
um. Eftir tillögum Framsóknar
cbreyttum þurfa uppbótarsæti
móti 32 einmenningskjördæmum
uk Reykjavíkur, að vera eigi
færri en 16 til 17. Þá væri tala
þingmanna komin upp í 56 til
57.
Lögleiðing hlutfallskosningar
í tvímenningskjördæmunum
gjörir nú breytingu á þessu.
Kjördæmin yrðu ekki nema 27
alls. Af þeim yrðu 20 einmenn-
ingskjördæmi, og ofan á þau
þarf 10 uppbótarsæti samkvæmt
framansögðu. Þar að auki þarf
viðbót fyrir hlutfallskjördæm-
unum. Um það atriði hef jeg
engar erlendar rannsóknir, en
jeg hef reiknað út fyrir kosning-
una hjer 1931:
Uppbótarsætaþörf fyrir 26
einmkjd. og eitt fjögramanna
kjörd. nákvæml. 13.0, en fyrir
20 einmkjd. og 6 tvímkjd. með
hlutfallskosn. og 1 fjögra manna
kjördæmi nákvæmlega 12.4. Er
þá í bæði skiftin reiknað með
sömu atkvæðatölum. En eftir því
sem flokkum var háttað 1931
mundi fjölgun þingm. Reykja-
víkur úr 4 up,p í 8 hafa vegið á
móti 1 til 2 uppbótarsætum.
Heildarniðurstaðan er sú, að
með hlutfallskosningu í núver-
andi tvímenningskjördæmum og
8 þingmönnum í Reykjavík hefði
þurft ll uppbótarsæti við kosn-
inguna 1931, og tala þingmanna
þurft að vera 51. Engin trygg-
ing fæst fyrir viðunandi jafn-
rjetti með 5 uppbótarsætum, sem
Framsókn hefir boðið.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir á-
valt tekið liðlega í það, að halda
tvímenningskjördæmunum, ef
þess yrði óskað, að því áskildu,
að þar yrði lögleidd hlutfalls-
kosning. En það er mjög erfitt
að verja það, að halda jafn fá-
mennu tveggja manna kjördæmi
og Norðurmúlasýslu (2777 íb.
1930) nema bætt yrði þingsæti
við Gullbr. og Kjósarsýslu, sém
nú hefir aðeins 1 þingmann en
5179 íbúa 1930. Hefir í því sam-
bandi verið orðað að gjöra Hafn-
arfjörð ásamt Gullbr. og Kjósar-
sýslu að þriggja manna hlutfalls
kjördæmi, og þá máske líka
Eyjafjarðarsýslu með Siglufirði,
sem sker sig nokkuð úr núver-
andi tvímenningskjördæmum að
fólksfjölda. En ekki hef jeg orð-
ið þess var að neinar teljandi til-
raunir hafi verið gjörðar til þess
að ná samkomulagi um þetta.
Hvað er framundan?
Nú vænta menn þess, að ný
stjórn setjist á laggirnar næstu
daga, undir forustu Ásgeirs Ás-
geirssonar. Að sjálfsögðu verð-
ur sú stjórn að telja það sitt
fyrsta hlutverk, að leysa stjórn-
arskrármálið, eða kjördæmamál-
ið, sem margir nefna svo. Frá-
-farandi stjórn lýsir yfir því, að
hún ,víki úr sæti sakir þess, að
hún treystist ekki að leysa það
mál. Þar með er hitt sjálfgefið,
að nýja stjórnin verður að taka
það verkefni að éjer. Þetta mál
getur ekki haldið áfram að liggja
óleyst. Það ástand getur ekki
með nokkru móti haldist, að
valdið yfir málefnum þjóðarinn-
ar sje í höndum minnihlutans.
Að kosningarrjetturinn sje jafn
fyrir alla og að meiri hluti ráði
ef ágreiningur verður, eru hyrn
ingarsteinar lýðræðisins. Þeir
hafa sem stendur færst úr skorð-
um hjá oss. Sú nýja stjórn, sem
við tekur, verður fyrst að rjetta
hyrningarsteinana, þar á eftir
getur þjóðin ne\"tt lýðfrelsis síns
eins og henni veitist gipta til.
ÍSLANDSFLUG ÍTAT.A.
London 27. maí.
United Press. FB.
Flug ítölsku sæ-flugvjelanna, er
bráðlega fljúga frá Rómaborg til
Reykjavíkur, stendur í samband*
við alþjóðaathuganir, sem fram
eiga að fara um skilyrði til flug-
ferða á norðurhveli jarðar. RSð-
gert er, að flugvjelarnar komi við
í Amsterdam, fljúgi því næst tií
Londonderry (borg í Norður-tr-
landi) til þess að taka bensín. —
Búist er við, að flugvjelamar
verði komnar til Londonderry fyr-
ir lok þessa mánaðar.
FORVEXTIR LÆKKA
í Danmörku.
Höfn, 28. maí.
United Press. FB.
Forvextir hafa lækkað um 1%
í 4%.
Laust embætti. Hjeraðslæknis-
embættið í Grimsneshjeraði er aug
lýst laust til umsóknar.