Morgunblaðið - 12.06.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1932, Blaðsíða 2
2 tSSrS: MORGUNBIAÐIÐ Fyrlrllgg|andl Dragnætnr. fyrir kola og ýsn, sama ágata tegnnd, eius og jeg hefi selt mikið af nndanfarandi 6 ár. Draguðtatðg, allar stærðir. Dragnðtatðg-lásar. Dragnðtatðg-siguluaglar. Dragnðta-bætigarn. Dragnðta-nálar. Gjðrið svo vel að Ifta á gaðin og spyrja nm verðið. 0. ELLINOSEN. 1867 er simanáner mitt. Jón Ormsson, nðalsafaaiarfindir dómkirkjraxiar verður kl. Sy2 í kvöld í dómkirkjuxuii. DAGSKRÁ: 1. Reikningar lagðir fram til úrskurðar. 2. Skýrsla frá mötuneyti safnaðanna. 3. Tveir menn kosnir í sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi. 4. Kristindómsfræðsla æskulýðsins og fækkun presta. Málskefjandi: Síra Friðrik Hailgrímsson. SÓKNARNEFNDIN. Nfkomið: I Hefldverslun Garðars Gísiasonar: Ávestir, Jarðepll, Lanknr, Swanhveiti, Rúgmjöl, Hrísgrjón, Hafragrjðn, Kafti, Syknr e.m.fl. Funður i Kvennadeild Slysararnarlielags íslands í kvðld kl. 87* siðdegis í K.Rhdsinn (nppi). STJÓRNIN. $ 5jötugsafmŒli. Sigurður H. Kvaran fyrv. al- þingismaður og hjeraðslæknir á sjötugsafmæli á morgun h. 13. þ. n> Hann er fæddur í Blöndudals- hó'lum 13. júní 1862 og voru for- eldrar hans Hjörleifur prestur Ein- arsson, síðast að Undirfelli í Vatns- dal, og fyrri kona hans Guðlaug Eyjólfsdóttir bónda á Gíslastöðum Jónssonar. Hann fór í Latínuskól- ann 1877 og útskrifaðist þaðan ár- ið 1883. Sigldi hann þá til há- skólanams í Kanpmannahöfn og nam þar læknisfræði og varð kandí dat 1893. Var hann þá settur auka- læknir í Höfðakverfishjeraði og skipaður þar hjeraðslæknir árið 1900 eftir að lögin um læknaskip- un frá 1899 voru gengin í gi'ldi. En vegna annara áhngamála sinna, sótti hann um lausn frá embætti og fluttist til Akureyrar 1904. Þar var hann ritstjóri blaðsins Norður- land frá 1905 til 1912 en stundaði jafnframt lækningar á Akureyri. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og var meðritstjóri blaðsins Isa- foldar 1 ár 1912—1913. Var hann þá árið 1913 settur hjeraðslæknir a Eskifirði og skipaður þar árið 1914. En árið 1928 fekk hann lausn frá embætti og flutti til Reykjavíkur og er hjer búsettur. Jeg hefi góða heimild fyrir því að honum Qjetu vel læknisstörfin og þegar hann fór úr Höfðahverfi var hans saknað bæði sem læknis og ágætis fjelagsmanns. En þó að læknisstörfin hafi verið aðallífs- starf hans þá hefir hann jafnan haft önnnr áhugamál sem hann hefir gefið sig við, og þá sjer í lagi þjóðmálastarfsemi. Hann var eins og áður segir ritstjóri Norð- urlands í 5 ár og hefir ávalt fylgt sjálfstæðismönnum að máli. Hann er prýðilega ritfær maður og gáfu- maður í hesta iagi eins og hann á ætt til. Fór honum ritstjórnin mjög vel úr hendi og ritaði hann margar snjallar greinar, sem vöktu eftir- tekt og voru mikill styrkur máli því er blað lians studdi og fleiri ritfærir menn rituðú í það og spratt á þeim árum upp sjálfstæð- isstefnán og náði festu. Arið 1908 var hann kosinn Alþingismaður fyrir Akureyri og sat á þingi 1909 —1911 og reyndist þaj; ötull og áhugasamur og hinn besti liðsmað- ur. Var hann allvel máli farinn og einknm flutti hann ræður sínar vel undirbfinar og skipulegar. Ár- io 1911 var hann kosinn í milli- þinganefnd um fjármál landsins, því að hann þótti skýr og greina- góður um þau mál. í öðru sinni var hapn kosinn 2. þingmaður Sunnmýlinga og sat þá á Alþingi 1920—1923 og reyndist sem áður hinn nýtasti starfsmaður. Og þó að hann nú gefi sig ekki opin- berlega við landsmálum, þá fylgist liann ekki síður með og hefir mik- inn áhuga fyrir þeim. En á síð- ustu missirum hefir honum daprast Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og jarð- arför föður og tengdaföður okkar Ólafs Ólafssonar. Börn og tengdabörn. Jarðarför konunnar minnar elskulegrar, móður okkar og tengdamóður, Guðnýjar Ólafsdóttur, fer fram þriðjudaginn 14. þ. mán. kl. 1 e. h. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Ing- ólfsstræti 6. Helgi Guðmundsson, börn og tengdabörn. Bróðir minn, Jón Hjálmarsson, andaðist 6. þ. m. Jarðarförin fer fram frá Landakotskirkju mánudaginn 13. þ. m. kl. 9 árd. Fyrir hönd móður minnar og systkina. Sigríður Hjálmarsdóttir. Tengdamóðir mín, Guðný Bjarnadóttir frá Breiðtunýri, and- aðist á Elliheimilinu aðfaranótt 10. júní. Skúli Guðmundsson. Faðir minn, Guðmundur Sveinbjarnar.on, Ijest að heimili sinu, Valdastöðum þ. 11. þ. m. og verður hann jarðsunginn að Valdastöðum, laugardaginn 18. þ. m kl. I1/2 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. Steíni Guðmundsson. allmjög sjón, en lestur og ritstörf stundar hann þó enn af kappi. Af öðrum áhugamálum lians vil jeg • nefna sálarrannsóknamálið. Byrjaði hann þegar er hann var á Akureyri að kynna sjer það og varð því brátt fylgjandi. Ilefir liann þar bæði rannsakað nokltuð sjálfur og lesið mjög mikið, svo að liann er með fróðustu mönnum í þeim bókmentum. Hefir hann mjög stutt það mál og mikinn áhuga fyrir því, ritað nokkuð og haldið fyrirlestra. Hinn 7. ág. 1895 kvæntist Sig- urður Þuríði Jakobsdóttur kaup- manns á Vopnafirði Helgasonar. Hafa þau eignast 5 hörn og eru 4 á lífi: Jakob kaupm. á Akur- eyri, Hjördís bóklialclari í Reykja- vík, Einar verslunarmaður á Eski- firki og Eiður stúdent við háskól- ann í Miinchen. Af framan rituðu stuttu ágripi sjest, að Sigurður á að baki merk- an og starfríkan æfiferil. Hann ei enn ern og heilsugóður að und- an tekinni sjóndeprunni. Hann er jafnan glaður og reifur að ræða áhugamál sín en athugar ætíð vel mái sitt. Hann mun hafa eignast margt vina á þeim stöðum er hann hefir verið, sem munu árna honum ailra heilla á þessum tímamótum, þar á meðal undirritaður, er kom í skóia samtímis honum, og hefir ávalt farið vel á með okkur, sjer- staklega samvinnan á Alþingi og áttum saman önnur áhugamál. Kr. D. 5kemtiferð kvennadeildar Slysavarnafjelags íslands. Þótt Slysavarnafjelag íslands eigi ekki iangan starfstíma að baki sjer, liefir það þó nú þegar eignast þau tök í hugum fslendinga, að öilum þorra manna er það ljóst orðið, hverja þýðingu slík starf- semi hefir fyrir þjóð okkar. Ekki síst eru það við sjómennirnir, sem með þakklátum huga hugsum til Reykjavíkur og er þar búsettur. Skiitainndnr verður haldinn á bæjarþingstof- nnni mánudaginn 13. þ. m. kl. 6 síðd. í þrotabúi H.f. ísólfur. Setuskiftaráðandinn í Reykjavík, 10. júní 1932. St. Gnnnlaagsson. þeirra karla og kvenna í landi, sem liafa tekið höndum saman, til að veita okkur lið í baráttunni við þær mörgu liættur, sem fylgja starfi okkar. Er það einlæg ósk okkar allra, að blessun fylgi slík- um fjelagsskap í framtíðinni, svo að máttur hans til framkvæmda þessarar göfugu hugsjónar megi eflast með ári hverju. Fyrir því vil jeg beina athygli allra þeirra, er unna þessari starf- semi, að skemtiferð þeirri, sem kvennadeild Slysavarnafjelags ís- lands efnir til með „Gullfossi“ á þriðjudagskvöldið, er kemur. Fyrir einstaka velvild framkvæmdastjóra Eímskipafjelags Islands, hefir þessi deild fengið „Gullfoss“ lánaðan til stuttrar skemtifarar upp í Hval- fjörð. Er það með fegurri siglinga- leiðum hjer nærlendis, sem kunn- ugt er, en þó sjaldan fegurra en á björtu sumarkvöldi. Ágóði allur af skemtiför þessari rennur í sjóð deildarinnar, og vænti jeg þess, að sem flestir taki þátt í för þessari, sem þannig er fyrir komið, að ollum er gert sem hægast, að vera með. Það munar um hvern einstak- an, sem skerst úr leik, eins og það munar um metirinn, sem á vantar að ‘kaðallinn nái út í skipið ti! þeirra manna, sem í sjávarháska eru staddir og bjarga á til lands. Jeg her það traust til sjómanna- stjettarinnar og allra þeirra, sem kunna að meta starf hennar og skilja, hvílíkar hættur verða á vegi sjómannanna, að þeir setji sig ekki úr færi, þegar slíkt tækifæri, sein þetta, gefst til að auka öryggi þeirra manna, sem ferðast þurfa um hinu úfna íslenska sæ. GuÖm. Jónsson, skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.