Morgunblaðið - 12.06.1932, Blaðsíða 4
*
MORGUNBLAÐIf)
BLÓM & ÁVEXTIR,
Hafnarstræti 5.
íslenskt grænmeti daglega: Tó-
matar, Agórkur, Radísur o. fl. —
Plöntur: Bellis, Morgunfrú, Be-
gonia semperflorens til útplönt-
unar.
Dömukápu-tölur af öllum litum.
Andersen & Lauth, Austurstræti 6.
Símanúmer mitt er 1726. Prú
G. Norðfjörð.
Ýsa og þorskur fæst daglega í
síma' 1127.
Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039.
Agúrkur ,salat, radísur, karse o. fl.
Til útplöntunar alls konar blóma-
plöntur, begóníur og afskorin
blóm.
Pappadiska, pappírsservíettur og
anxjgð þess konar verður ávalt
best að kaupa í Bókaverslun Snæ-
bjarnar Jónssonar.
Nuddlækningar. Geng heim til
sjÚJslinga. Ingunn Thorstensen,
Beddursgötu 7 (Garðshorn). Sími
átóinat 14.
Mótorhjól, nýtt, D. K. W., 8
hesta, iuxus 300, er til sölu. Þetta
merjki er heimsfrægt. Upplýsingar
í Híjóðfærasölunni á Laugaveg 19.
■ ■ fljfcrni ■ ' ... ■■■"■ ■■■ ■—" 1 "
Plóra, Vesturgötu 17, sími 2039.
Höfum margar tegundir blóma,
gladiólus, rósir o. fl. Seljum trjá-
plöntur að eins þessa viku.
Mynda og rammaverslunin,
Freyjugötu 11, Sig. Þorsteinsson,
sími 2105, hefir fjölbreytt úr\ral
af yeggmyndum, ísl. málverk bæði
í oííu og vatnslitum, sporöskju-
rammar af mörgum stærðum. Verð-
ið sanngjarnt.
nBoðafosscc
fer á þriðjudagskvöld (14. júní) í
hraðferð til tsafjarðar, Siglu-
fjahðar og Akureyrar.
Kemur á Patreksfjörð og stopp-
ar á Dýrafirði með farþega.
Parseðlar óskast sóltir fyrir há-
degi sama dag.
p,Bnllfosscc
•fer á miðvikndag (15. júní) kl.
6 síðdegis beint til Kaupmanna-
hafnar.
Parseðlar óskast sóttir fyrir há-
de|^ sama dag.
Flit.
Híim alþekti, bráðdrepandi
fiugnalögur, Flit, ásamt
sprautum, fyrirliggjandi.
járnvörudeild
jez SIMSEN
Arthur Gook trúboði hefir sam-
komu í Bethaniu M. 8% í kvöld.
Allir velkomnir.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af síra Prið-
rik Hallgrímssyni, ungfrú Ólöf
Jónsdóttir og Óskar Guðsteinsson
járnsmiður. Heimili þeirra er á
Bárugötu 34.
Heimatrúboð leikmanna. Almenn
samkoma á Vatnsstíg 3, í kvöld
kl. 8.
Hulda Stefánsdóttir á Þingeyr-
um tekur að sjer forstöðu kvenna-
skólans á Blönduósi á næstkom-
andi hausti. Hún er kona fjölment-
uð, en kennarahæfiléikar hennar
a'kunnir, frá því hún starfaði á
Akureyri. Porráðamenn skólans
munu telja honum vel borgið í
hennar höndum.
5. bekkingar Mentaskólans voru
að Búðum í gær, og ætluðu í dag
að Arnarstapa. Eru væntanlegir
hingað annað kvöld.
Skipafrjettir. Dr. Alexandrine
fór frá Höfn kl. 10% árd. í gær-
morgun. Botnia fór frá Leitb kl.
7 í gærkvöldi.
Sjórjettarpróf fóru hjer fram
í gær út af strandi falands, dag-
inn áður höfðu farið fram próf
hjá sendiherra Dana. ísland fór
hjeðan í gærkvöld.
Karlakór Reykjavíkur heldur
ifund í K. R. húsinu annað
kvöld kl. 9.
Togararnir hafa nú allir hætt
veiðum, þeir, sem gerðir eru út
hjeðan.
Esja fór í gærkvöldi, áleiðis út,
til viðgerðar.
Efnar Hielsen.
Herra Einar Kvaran skáld, birtir
í Morgunblaðinu, 24. mars s.l.,
grein til varnar svíkaákærum, sem
bomar hafa verið á danska miðil-
inn Einar Nielsen, og segir þar m.
a.: „Það er ekki til neins að
hampa framan í mig uppþotinu í
Osló 1922, þær „rannsóknir“ met
jeg að engu“.
Þetta „uppþot“, er E. Kv. nefn-
ir svo, gerðist í háskólanum í Osló,
ef jeg man rjett, og þátttakendur
voru nokkrir af prófessorum há-
skólans, nokkrir af lærðustu vís-
indamönnum frænda vorra Norð-
manna. Einn þeirra, próf. Jæger,
var einhver heitasti „spiritisti“
Norðmanna, vinur Einars Niélsen
og sannfærður um miðilsgáfu hans.
Þeir höfðn samið þannig við E. N.,
að hann kæmi til Osló 0g sannaði
þar líkamningar sínar undir
ströngu eftirliti.
Þegar þetta gerðist var jeg að-
stoðarlælcnir við Haukelandssyke-
hus í Bergen; þar vakti' þetta
mikla athygli.
Nielsen hafði gengið inn á, að
gerðar væru allar nauðsynlegar
varúðarráðstafanir til þess að fyr-
irbyggja, að hann gæti orðið grun-
aður um svik. Þetta vakti traust
mitt og annara, sem áhuga höfðu
fyrir því hver niðurstaðan yrði.
Rannsóknarnefndin var líka starfi
sínu vaxin, og bjó svo um hnút-
ana, að svikum yrði ekki auðveld-
lega við komið. A undan fundum
var Nieilsen færður úr öllum fötum
og rannsakaður, jafnvel maginn
skolaður, að mig minnir; síðan var
hann færður í prjónasamfellu sem
hvergi var op á nema að ofan; það
vaj- svo dregið þjett saman um
iálsinn og svo frá því gengið að
ekki yrði losað um án þess að um-
merki sæjust.
Þeim til skýringar, er ekki
þekkja miðilsgáfu Nielsen, skal
jeg taka það fram, að hann er
frægur orðinn fyrir hið svonefnda
„útfrymi“, sem virðist streyma út
frá munni hans, og á ljósmyndum,
sem teknar hafa verið af honum í
miðilsástandi, liggur útfrymið eins
og slæða yfir höku hans og brjóst.
Líka hafa andar framliðinna birtst
á fundum hans, og Ijósmyndir
náðst af þeim.
Mig minnir að net (slæða) væri
sett um höfuð Niélsens og fest
við hálsmálið á samfellunni, á
fvrstu fundunum í Osló. En hvort
sem það var eða ekki þá gerðist
ekkert yfirnáttúrlegt á þeim fund-
um. En svo kom sú þráða stund,
að útfrymið sýndi sig, en við
eftirrannsókn á fötum miðilsins
varð vart við óþægileg merki þess
hvar útfrymið hafði verið geymt,
sem jeg skal ekki fara nánar út í.
En niðurstaðan af rannsókninni
varð sú, að nefndarmenn voru
sammála um, að Einar Nielsen
hefði orðið ber að svikum. Skrif-
uðu þeir allir undir yfirlýsingu
þess efnis, Iíka próf. Jæger, og
var honum þó víst ekki Ijúft að
þurfa þess. Hann fór nokkru
seinna að afsaka vin sinn Nielsen,
með því, að honum hefðu verið
svikin óafvitandi; það var Mika
(stjórnandi N. frá öðrum heimi)
sem fann upp á þessum hrekk! —
Menn geta nú farið nærri um það,
hvort próf. Jæger hefði skrifað
undir yfirlýsinguna um svik Niel-
se'ns ef þar hefði verið um nokkurn
vafa að ræða. Það hefði hann vissu
lega ekki gert, en hann hafði sjeð
svikin með eigin augum, og átti
þarna um að velja að afneita sann-
leikairam eða Nielsen, og sem heið-
arlegnm manni sæmdi tók hann
seinni kostinn. En í þessu sam-
bandi er alls ekki hægt að tala um
„uppþot“, þarna starfaði nefnd'
virðulegra lærdómsmanna, sem all-
ir urðu sammála um árangurinn.
Uppþot er fremur hægt að tala
um í Reykjavík, þegar Nielsen ári
seinna fekk hið glæsilega vottorð
hr. E. Kv. og annara mætra manna
þar; þá varð það bert af Maða-
skrifum á eftir, að ekki voru allir
fundarmenn sannfærðir um, að yf-
irnáttúrlegir hlutir hefðu gerst. —
Jeg man ekki betur en ,að þá væri
Einar Nielsen.
farið'niðrandi orðum um rannsókn
prófessoranna í Osló án þess að
neinn gerðist til þess að verja
þeirra málstað. Þegar nú var aftur
höggvið í þann saina knjerunn gat
jeg ekki stilt mig um að hreifa
andmælum, því að mjer virðist að
Norðmenn geti tekið það svo, sem
hjer sje verið að lítilsvirða stærstu
mentastofnun þeirra, háskólann í
Osló.
Jeg fylgdist með öllu því, sem
opinbert varð við tilraunirnar með
Niélsen, bæði í Osló og Reykjavík,
og mjer virtist, að eftirlitið mundi
hafa verið miklu' strangara í Osló
en í Reykjavík, og líklegra til að
Ieiða hið sanna í Ijós.
En hvað sem því líður, veit jeg,
að svo greindur 0g sómakær mað-
ur, sem herra Einar Kvaran er,
hlýtur að finna, við nánari athug-
un, að ekki er sæmandi að tala
um niðurstöðu af vísindalegri rann
sókn háskólakennara með þeirri
lítilsvirðingu, sem hann gerir þég-
ar hann er að verja vin sinn E. N.
Det danske Selskab f Reykjavik
fejrer Yaldemarsdagen, Onsdag den 15. Juni, med Middag og Bal paa 1
Hotel Borg.
Alle lierboende Danske er Velkommen, og Medlemmene liar Ret
til at medtage Gæster.
Indtegning til Pesten sker hos Bestyrelsen, og er en Liste fremlagt
hos Köbm. L. Storr, Laugaveg 15, Telefon 333.
Tegningen maa helst ske inden Mandag den 13. Juni Kl. 7 Efter-
middag.
Bestyrelsen.
DRflGHðTHVIHDUR með tilheyr.s'„stoppmaskíRU‘‘
mtsssitm v:wc.m«in»raep' n »
er jeg útvegaði mikið af i fyrra gegnum umboðsmann firmansjí
Vestmannaeyjum og, sem líkuðu ágætlega — útvega jeg nú
beint með mjög stuttum fyrirvara.
____________________0. Ellinusen.
Aðalfunöur
skipstjóra og stýrimannafjelagsins ,»Ægir“ verður haldinR
í Varðarhúsinu þriðjudaginn 14. þ. m. kl. 2 síðd. Dagskrá
samkvæmt fjelagslögum.
STJÓRNIN.
Væntanlegt:
Appelsínur, Jaffa og Brasil.
Epli, Delicious. Laukur.
Nýjar kartöflur.
Norskar kartöflur gamlar.
Eggert Kristjánsson & Ce.
Símar: 1317 og 1400.
Til Búðardals, Hvammstanga
og Ðlönduóss
fara bílar hvern þriðjudag og föstudag. — Lengra
norður, ef farþegar bjóðast. j
Bifreiðastððin HEKLA.
Sími 970. Lækjargötu 4. Sími 970.
Nú er lokið aðaltllgangi mínum
með þessum línum. Jeg er sann-
færðnr um, að Nielsen varð ber að
svikum í Osló; ekki er þó hægt að
'fullyrða, að öll hans fyrirbrigði
sjeu blekkingar. Óneitanlega verð-
ur þó frásögn Carstensen senni-
legri af því, að hitt er á undan
gengið, og það því fremur, sem N.
var ekki flekklaus áður en liann
fór til Ósló, heldur var, af gildum
ástæðum, fallinn grunur á hann
áður.
Jeg get sagt það hreinskilnis-
lcga, að mjer þótti það mikið mið-
ur hve margir góðir menn og
greindir urðu til þess að undir-
skrifa vottorðið, sem Nielsen fekk
í Reykjavík, og mjer er nær að
halda að svo hefði ekki farið ef
þeim hefði verið fullkunnugt um
það, sem fram fór á tilraunafund-
unum í Osló.
Það er enginn verri maður fyrir
það, þótt hann sjái ekki við svik-
aranum. Það eru oft bestu menn-
irnir, sem fyrir því verða, því
„aðra heldur eins og sig, sá aldrei
gengur vjelastig“. Ekki vil jeg
heldur telja það óhugsandi að E.
N. hafi engin brögð haft í tafli í
Reykjavík, þó að hann sje staðinn
að því á öðrum stöðum; en óneit-
anlega þykir mjer hitt líklegra að
brögð hafi verið í tafli, og að það
sem rifnaði er frúin tók í slæðuna
í Reykjavík, liafi verið líkur vefn-
aður og útfrymispjatlan, sem rann-
sökuð var efnafræðislega í Osló.
Og mjer virtist óþarflega mikið
sagt í yfirlýsingu Reykjavíkur-
nefndarinnar og jafnvel móðgandl
í garð nefndarinnar í Osló.
Og þegar svo sterkar líkur erix
um svik, eins og þær, sem fram
eru komnar gegn E. N., er full
þörf á því, að menn fái hið sannæ
að vita, bæði um það sem nú er
að gerast og einnig um hans fyrri
feril.
Það er fullsannað mál, að marg-
ir miðlar, fleiri en Nielsen, hafa
orðið uppvísir að svikum, einkum.
þó þeir sem ilíkamningar hafa gerst
hjá, svo að vafasamt. mun að telja
slík fyrirbrigði vísindalega sönn-
uð. En jeg er líka viss um að
elcki verður alt það, sem gerst
hefif á miðilsfundum skýrt á þann
hátt. En þeir sem unna málefninu:
og vilja vinna að eflingu þess og
endanlegum sigri, þeir mega allra
síst taka að sjer að verja svikar-
ana, því auðvitað eru það þeir, senr
frá upphafi hafa gert spíritisman-
um mest mein.
Breiðabólsstað í apríl 1932.
Snorri Halldórsson,
læknir.
——