Morgunblaðið - 12.06.1932, Page 6

Morgunblaðið - 12.06.1932, Page 6
si ( \ p r. j a. í) r n Kærur út af úrskurðum niðurjöfnunarnefndar á útsvarskærum skulu komnar á skrifstofu yfirskattanefndar í Hafnar- stræti 10 (Skattstofuna) í síðasta lagi föstudaginn 24. jút.i næstkomandi. Reykjavík. 11. júní 1932. Yfirskattanefnd Reykjavíkur. jScmtsk fatafimnstttt cj iitun r <300 4ícjjkjauík. Puilkonmar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. — 10 ára reynsla. Brauðgerðarhús í fullum gangi er til sölu í Hafnarlirði. Párra ára gamalt steinsteypuhús, stórt og ágætlega vandaó, við Strandgötuna í Hafnarfirði, er til sölu nú þegar. Húsið er innrjettað til brauðgerðar með stórum og rúmgóðum vinnusölum og geymslu- herbergjum. Bakarofnar og öll tæki til brauðgerðar eru af nýjustu tegund. í húsinu er einnig björt og skemtileg brauðsölubúð. Brauð- gerðarhúsið hefir marga útsölustaði og góð viðskiftasambönd í bænum. — Lysthafendur snúi sjer til undirritaðra, sem gefa allar nánari upplýsingar. Gunnar E. Benediktsson, lögfræðingur, Þorleifur Jónsson Hafnarstræti 16, Reykjavík, . Gunnarssundi 6, Hafnarfirði, sími 1033 og 853, sími 120. Lán öskast. Sá, sem getur lánað eða útvegað 15 þúsund króna lán gegn góðu og tryggu veði í lengri eða skemri tíma, getur fengið góða og ódýra íbúð, 5 herbergi og eldhús með öll- um nútíma þægindum á fegursta stað í bænum, frá 1. september næstkomandi. Væntanlegur lánveitandi láti sín getið í lokuðu um- slagi merkt „333“, til A.S.Í. V' staðir í Ölfusi og svo dagheimili barnavinafjelagsins, Grænaborg. A öllum þessum stöðum njóta börn og unglingar heilsubótar af hollu fæði, reglubundnu lífi og iitiveru um hástimartímann, er eykur þrótt þeirra og mótstöðuafi gegn sjúk- dómahættu uppvaxtaráranna. Væri óskandi að fjárhagsvandræðin stöðvuðu ekki starfsemi þessara barnaheimila, svo áframhaldandi yrði þar lagt í þann dýrmæta sparisjóð sem eigi verður talinn í peningum, bætt heilsufar hinnar uppvaxandi kynslóðar. Framsóknarstefnan. Síðan flokksmenn Jónasar Jóns- sonar stjökuðu honum úr lands- stjórninni, hefir hann og nánustu fylgismenn hans verið úrillir og haft alt á hornum sjer. Hafa Framsóknarmenn hjer í. bænum setið fundi langa og stranga, og hefir þar óspart hnútum verið kastað. Bændaþingmenn flokksins, eins og Jón í Stóradal og Hannes- á Hvammstanga, hafa fengið mörg óþvegin orð úr liði bitlingamanna þeirra, sem raðað hafa sjer á ríkisjötuna, og frá Tímaklíkumönn um þeim, sem næstir standa bols- um að pólitískum skyldleika. Hinn afdankaði dómsmálaráð- herra gaf það til kynna í Tíman- um, að hannmyndi úr útlegð sinni fylgja hinni nýju stjórn, meðan hún fylgi „Pramsóknarstefnunni“. Þó margt verði tiigreint mis- jafnt um ,,helstefnu“ þá, sem ríkt • hefir í íslenskum stjórnmálum und anfarin ár, mun aðaleinkennið ó- eíað vera talið, hinhóflausa eyðsla Mikil blóðtaka er það, jafn-fá- mennri þjóð, þegar úr sameigin- legum sjóði hennar er soað 29 miljónum á 4 árum umfram fjár- lög þau, sem þingfulltrúar semja. Eyðslan. Tuttugu og níu miljónir króna er hærri upphæð, en almenningur a íslandi gerir sjer jafnan fulla grein fyrir. Má skýra upphæðina með því, að taka samskonar dæini og tekið var hjer um daginn, er Upjihæð fjáraukalaga var leyst upp í fimm krónu seðla, og sýnt hve röðin vrði löng. Ef umframeyðsla Pramsóknar- stjórnarinnar — 29 miljónir — væru teknar í fimm krónu seðlum, og seðlaröðin lögð eftir þjóðveg- inum úr Borgarnesi norður yfir Holtavörðuheiði t. d.. seðlarnir væru lagðir, svo brún næmi við brún, þá næði seðlaröðin eftir þjóðveginum eins og hann nú ligg- ur frá Borgarnesi til Akureyrar og áfram til Húsavíkur og áfrain norður yfir Axarfjörð til Þórs- hafnar suður Langanesströnd um Vopnafjörð, suður eins og leið liggur um bygðir Austurlands suð- ur yfir Lónsheiði yfir Lón um Almenningsskarð að Höfn í Horna firði og vestur þaðan að Kálfa- fcllsstað. Þannig er fjársumman útlítandi, sem Framsóknarstjórnin hefir eytt — umfram fjárlög — og gortað af að hafa eytt, gefið út skraut- rit til að gorta af að hún hafi eytt umfram fjárlög þjóðarinnar. Þetta er Framsóknarstefnan. Er furða þó sísoltnum bitlingalýð bregði í brún, þegar hann á von á st efnubreytingu ? Fátæktin. En þá verður eyðslustefnan fyrst hroðaleg, í augum manna, þegar svipast er eftir því, hvað þjóðin hefir fengið á þessum árum fyrir 75 miljóna eyðslu úr ríkissjóði á fjórum árum. — Hversu Sítið hefir verið gert, sáralítið til að hjálpa atvinnuvegum lands- manna. Hvernig tilfinnanlegasta breytingin er sú ein, að nú verður þjóðin í kreppuárum að greiða miljónir í vexti' og afborganir af erlendum Jánum, umfram það sein áður var. En níðangurlegust, er þessi óhófs- eyðsla úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar, þegar tillit er tekið til þess, að flestir menn, í sveituin landsins ,eru svo lítt efnum búnir, að þá munar um það. ef þeir fengju í sínar hendur einn einasta seðilinn af þeim sæg, er myndað gætu röðina frá Borgarnesi norður > og austur um land og suður í Skaftafellssýslu. Rannsóknir. Hjer í blaðinu hafa verið rakt- ar lielstu athugasemdir endurskoð- enda við LandsreikUinginn mikla 1930. Fjölmargir lesendur blaðs- ins liafa vottað ritstjórninni þakk- læti sitt fyrir að þeir skyldu á þann hátt fá aðgengilega vitneskju um eitt, og annað í fari evðslu- stjórnarinnar. En eins og mönnum er kunnugt, gefa Landsreikningur óhófsstjórn- arinnar, ekki sem skýrasta mynd af fjármálastjórninni í öllum henn ar afkimum. Hjer mun þurfa marg háttaða rannsókn, áður en svift er grímunni af ýmsu fjármálatferli þeirra Hriflu-manna. „Dýrtíðai lækningin* ‘. Mönnum er í fersku minni gaura- gangurinn í Tímanum, þegar fyr- verandi landsstjórn ætlaði að lækka dýrtíðina í Reykjavík, með því að láta varðskipið svonefnda ,.Fjöru-Þór“ veiða fisk handa bæj- arbúum. Fiskverðið í bænum átti að lækka með þvi, og síðan vfir- leitt alt verðlag í bænum, að manni virtist. Allir vita hvernig tókst með vtrðlækkunimp En minna hefir vitnast um það hvernig tókst með útgerðina. Þang að til nú, að rannsókn hefir feng- ist á því, að hinn sjerstaki kostn- aður við fiskveiðar Þórs við vinn- una og veiðarfærin hefir orðið 5—6 þúsund krónum hærri en eftir- tekjan, sbr. skýrslu Jóns Þorláks- sonar hjer í blaðinu nýlega. Er J Þorl vildi fá nánari vitneskju um það, hvað íengist hefði fyrir hinn selda afla, var honum vísað á nokkur þúsund sölunótur, sem geymdar eru í vörslum ríkisútgerð arinnar, en „samandregið yfirlit“ yfir fisksöluna hafði alclrei verið gert(!) Það sem vitað er um þessa „dýr- tíðarlækníng“ er m. a., að útgerð- ,arstjóri ríkisútgerðar Pálmi Loftsson, er jafn framt, aðalmaðurinn í fisksölusamlaginu, sem tekið hefir við Þórsfiskinum og selt hann til bæjarbiia. Ut- gerðarstjórinn, Pálmi Loftsson, veiðir fiskinn á ríkiskostnað, og selur hann síðan fiskkaupmann- inum Pálma Loftssyni, er síðan selur fiskinn bæjarbúum. ,,Mörg er matarholan“ — segir niáltækið. Veisla. Kvöldveislu hjeldu nokkrir Framsóknarmenn að IJótel Borg þegar nýja stjórnin var tekin við, og buðu þangað Jónasi Jónssyni. Veislugestir borguðu hver fyrir sig. Mun það nýjung fyrir hirut fyrverandi ráðherra að sitja vei«I» ríkissjóði að kostnaðarlausu. Tvíveðrungur var í flokk«- mönnum um þátttöku í veislu þe««- ari, og sáust þar eigi forsprakkar Sambands íslenskra samvinnufje- laga. Er framkoma þeirra manna í seinni tíð ýmislega undarleg. Væri þó ætlandi, að þeir ættu al vera' manna viljugastir til aS htiðra liinn dumpaða ráðherra mel návist sinni. Þeim fyrverandi mun hafa verið tilkynt að flokksbræður hans, sern þegið hafa fr,á hans hendi rífleg- an skilding úr ríkissjóði undan- farin ár, ætluðu nú að aura sam- an í bíl handa honum. Kýminn náungi i þeirra hóp Ijet þess getið, að betur hefði hæft að gefa honum varðskip Ókunnugt er um hvaða ráðstaf- anir hafa verið gerðar til þess ai honum vrði gefið bensínið líka. Sjálfur kvartaði hann undan því á einum flokksfundinum nýlega, að hann væri maður efnalaus og fjárþurfi — sennilega til þess að. minna á, að hann gaf ríkissjóði uit 600 krónur af launum sínum t* uppbótar fyrir sóun miljónatug- anna. Nöldur sósíalistaxuw. Síðan stjórnarskiftin urðu hefir einhver verið að peðra greinum í Alþýðublaðið um það, að Sjálf- stæðisme'nn hefðu svikið málstaí sinn í kjördæmamálinu, með því að' aðhyllast, afgreiðslu f járlaga og samsteypustjórn. Þess liáttar nöldursgreinar er* ekki sjerlega svaraverðar. Nægk- að benda höfundum á þetta. Asgeir Asgeirsson lýsti því yfir, er liann tók við stjórnarforstöðw.' að hann teldi það skyldu, að stjórn arfrumvörp um úrlausn kjördæma- málsins yrði lagt fyyir næsta þing. Jón Þorláksson og nokkrir sam- lingsmenn hans hafa skýrt frá því, að áður en Sjálfstæðismenn gengm til samvinnu við Ásgeir Ásgeirsson, báru þelr það undir foringja sósí- alista á þingi, hvort þeir teldo ekki kjördæmamálinu best borgið með svofeldri samvinnu, og kváðu þeir sósíalistar svo að orði, að þeir teldu þessa úrlausn kjördæma málsins hagkvæmasta. En bak við tjöldin gáfu þeir það í skyn, að opinberlega myndu þeir reyna að gera fylgi Sjálfstæðismanna við þetta rjettlætismál tortryggilegt. Þegar almenningur hefir fengið þessa vitneskju, falla greinar Al- jiýðublaðsins um svik Sjálfstæðis- manna í kjördæmamálinu máttlaus ar niður — enda hafa greinahöf- undar þessir enga tilraun gert til þess að færa rök fyrir því að málinu væri betur borgið undir fjárlagalausri forystu hins afdank- aða dómsmálaráðherra, sem hatar og fyrirlítur alt rjettlæti í stjórn- arfari landsins. Vonleysi Tímamanna. I Nýlega hefir sá er þetta ritar t sannfr.jett,, um atburð þenna : Eldhúsdaginn í vetur, þegar menn þyrptust á útvarpsheimili sveitanna, til þess að hlusta á eld- húsumræðurnar er útvarpað va,r, gerði einn útvarpsbóndi, sem fylgt hefir Tímanum, sjer hægt um hönd og lokaði útvarpstæki sínu, í hvert skifti og hann heyrði að stjórnar- andstæðingar tóku til máls á þingi. Ekkert orð mátti heyrast á heimili lians, annað en það, aew

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.