Morgunblaðið - 12.06.1932, Blaðsíða 8
I
MORG JNBLAÐÍíj
Af ])ví verður ráðið að endurlífg-
unartímar kirkjunnar fana í hönd.
Ekki svo að skilja, að sú kirkju-
skipun sem nú er, þjóðarkirkjan,
haldist endilega, hvað þá óbreytt.
Það er aukaatriði. En hitt er víst
að mörgum verður trúin hjart-
fólgnari eign og ljúfara að sýna
kristni sína í verki. Mörgum skilst
að guðsríki er perlan, sem kaup-
andi er hvaða, verði sem er jafnt
fyrir einstakling sem þjóðfjelagið.
Hálfvelgjan og kæruleysið verður
minna í þesum málum. Menn verða
með eða á móti. Stríðið magnast.
En það verður vorstríð. Margt gam
alt og fúið, sem lafir af vana,
feykist. burtu, og margir hlutleys-
ingjar snúast jafnvel til beinnar
andstöðu, en lífið brýst líka fram.
Við fómirnar verður Drottinn
þjóðinni hærri. Þjóðin verður
kristnaðri. Og það er gæfan!
Því bíð jeg þess með óþreyju að
sem fyrst skerist í odda með þeim,
sem krLstninni vilja eyða, og þeim
sem Kristur er leiðtoginn eini.
Jeg bíð þess eins og vors í
skammdegi.
Gunnar Arnason
frá Skútustöðum.
‘ Zophonias Hjálmsson.
Þann 28. ágúst 1931 andaðist á
Blönduósi Zophonias Hjálmsson
steinsmiður, sem mörgum var
kunnur og öllum að góðu einu.
Zophonias fæddist 30. júlí 1864
í Norðtungu í Borgarfirði og var
sonur Hjálms alþingismanns Pjet-
urssonar og konu hans, Helgu
Ámadóttur. Átján ára gamall
flutti hann alfarinn úr foreldra-
húsum til Ólafsdals. Stundaði þar
búnaðarnám í tvö ár, en var að
því loknu kennari í skólanum um
fimm ára skeið. Sýnir það, hvers
álits hann hefir notið hjá Torfa
skólastjóra Bjarnasyni og að Torfi
liefir kunnað að meta bæði góðar
gáfur hans, verklægni og aðlað-
andi viðmót, eins og líka orð Torfa
benda til: Hann hefir góðar hend-
ur og glaða lund. Munu allir, sem
kyntust Zophoniasi geta tekið
undir þessi orð. Það, sem einkendi
hann mest, var þetta tvent, hag-
virkni og glaðværð. Kom honum
hvorttveggja að góðu haldi í lífinu.
Er hann hvarf frá Ólafsdal,
flutti hann norður í Húnavatns-
sýslu og fekst þar víða við jarða-
bótavinnu og mælingar og barna-
kenslu á vetrum, uns hann flutti
til Blönduóss um aldamótin. Rjeðst
hann þá í það, sem vel mætti
teljast stórvirki, að byggja sjer
sjálfur steinsteypuhús. Hafði hann
aldrei fengist við slíkt áður, sú
byggingaraðferð mjög í bernsku
þá og ókunn þar um slóðir. Var
hús hans fyrsta steinsteypuhús í
Austur-Húnavatnssýslu. Eftir að
sími var lagður norður, var hann
nokkur ár stöðvarstjóri á Blöndu-
ósi, en fekst annars mest við
húsabyggingar eftir þetta og sá
um smíði margra steinsteypubygg-
inga í Húnavatnssýslu. Sjálfur
bygði hann sjer annað hús síðan.
Var það bygt, í bæjarstíl, með
þunnum steypuveggjum og hlað-
ið torfi að utan og mjög hlýtt. Er
óvíst, hvort samskonar byggingar
eru til víðar og gætu þó komið
að góðu haldi á smábýlum, þar
sem byggja þarf ódýrt.
Auk hagsýni sinnar við bygg-
ingar og alla vinnu, var Zophon-
ias einnig framúrskarandi verk-
stjóri. Það var sem leikur að vinna
með honum vegna glaðværðar hans
Hann afkastaði miklu sjálfur og
það var svo sem aðrir ynnu meira
hjá honum en öðrum, en þeir unnu
honum með Ijúfara geði.
Þegar Zophonias var í Ólafsdal
kvæntist hann Sigríði Árnadóttur.
Höfðu þau verið saman í hjóna-
bandi í 44 ár, er hann dó. Að eins
eitt barn þeirra af fjórum komst,
t,ii fullorðinsára, Hólmfríður, kona
Ásgeirs Þorvaldssonar prests frá
Hjaltabakka.
Barnamissirinn mun þeim hjón-
um aldrei hafa úr minni liðið. —
Ofan á hann bættust langvararxdi
veikindi Sigríðar. Var hún mest-
ar hluta sambúðar þeirra mjög
heilsulaus. Þó að hún bæri sjúkleik
sinn vel. En alt það jók á útgjöld
þeirra og var því efnahagurinn
ávalt þröngur.
Erfiðum heimilisástæðum tókst
þó aldrei að buga glaða lund Zop-
honiasar meðan hann sá fram úr
því að vinna fyrir heimilinu og
vann hann þó aldrei fyrir kaupið
eingöngu, heldur fyrst og fremst
vegna vinnunnar sjálfrar. Honum
var það nauðsyn að skila miklu
og góðu verki, og meðan hann gat
það, var hann ánægður.
Síðustu fimm ár æfinnar var
hann blindur. Það átti hann bágast
með að þola, því að þá var honum
varnað að starfa.
H. K.
Alnám
bannsins í Bandarikjnnnm
verður líklega á dagskrá beggja
flokka við forsetakosningarnar,
segir Review of Rev. (maí). Af-
náminu hefir vaxið ótriilega fylgi
undanfarið.
Hið alkunna tímarit „The Liter-
ary DigestV hefir stundum leitað
álits lesenda sinna um ýms af
deilumálum dagsins. Nú hefir það
spurt hvort þeir væru með eða
móti banninu. Útkoman varð sú
að % þeirra viMn afnema bannið.
En það hefir áður þótt ganga
eftir sem lesendur tímarits þessa
hafa látið í Ijósi sem sitt álit. í
32 fylkjum var algerður meiri
hluti fylgjandi afnámi.
„Þessi stefnubreyting í landinu
hefir komið stjórnmálaflokkunum,
sem áður fylgdu banninu, í hinn
mesta bobba — og ekki að óverð-
skulduðu“, segir „Post Dispatch"
(St. Louis). „Þeir bera að miklu
leyti ábyrgðina á því hversu 'lengi
vjer höfum farið villur vegar í
þessu máli, sem hefir haft svo
gífurlegar afleiðingar fyrir fjár-
mál vor og siðferði landsmanna.
Flokkamir fá nú að kenna á því
hvert hræsni þeirra leiðir, og sú
spilta stefna að vilja alt til þess
vinna, að fá sem flest atkvæði.
En þetta hafa þeir báðir gert, og
með hræsni sinni hafa þeir gefið
stjórninni, dómurunum og öllum
landslýð háskalegt fordæmi.“
Aldrei hafa bannmenn verið svo
skelkaðir sem nú og eru jafnvel
ekki fjærri því að þjóðaratkvæði
fari nú fram á ný. Þeir halda að
það kunni að fresta afnáminu, en
vita þó vel að dagar bannsins eru
taldir, þegar minst varir.
G. H.
NT TUXHA9S
Paaoliemotor, 16/19i/2 eff. HK Type EI) til salg. Kan beses:
hos Limskipafjelag Islands, Reykjavík.
Mmtör R. Pedersen, Aktieselskabet
Fjölnisveg 1, Thoma.s Ths. Sabroe & Co.,
Rjykjavík, Sími 745. Aarhus — Danmark.
5kólaskipið týnða.
Nýr leiðangur um Suðurhöf.
Margs konar sögusagnir hafa
spunnist út af skólaskipi Austur-
Asíufjelagsins danska „Köben-
havn“ sem týndist í Suðurhöfum;
lagði upp frá Argentína, og hefir
ekki spurst til þess með vissu
síðan.
Á skipinu var fjöldi ungra náms
sveina, er ætluðu að leggja stund
á sjómensku, og voru settir á
skólaskip þetta til undirbúnings-
náms.
í marga mánuði eftir að skipið
ljet úr höfn síðast, að því er menn
vissu, komust á loft ó'ljósar sögu-
sagnir um að það hefði sjest hjer
og þar suður í höfum. En foreldr-
ar námsveinanna, er með skipinu
fórust gerðu sig ekki fyllilega
ánægða með gangskör þá sem gerð
var að því, að rannsaka svo vel
sem unt væri hver afdrif skipsins
hafi orðið.
Foreldrar og aðstandendur pilt-
anna sem fórust, hafa myndað með
sjer fjelagsskap og annast nú um,
að skip verði gert út til þess að
fara suður í höf og svipast eftir
því þar syðra, hvort fáanleg sjo
frekari vitneskju en þegar er feng-
in um afdrif hins týnda skips.
Kýr með gleraugu. Alkunn er
sagan um kýrnar, sem fengu græn
Silvo-
silfurfægi-
lögur er 6-
viðjafnan-
legur á silf-
ur plett og
aluminium.
Gefur fagr-
an varan-
legan gljáa.
Flngvjelasýning
í K, R.-Msien.
Islenslta ilngTjelIs.
Sýningin opin kl. 2—10
dag og næstu daga.
2 skrifstofuherbergí
á móti suðri, eru til leigu í
húsi voru nú þegar.
H.L Eimskipafjelag fslands
Somargestir.
í Hjarðarholti í Dölum verður
gleraugu, til þess að þeim litist
betur á sinuna í bithaganum. Menn
hafa ekki meira en svo lagt trún-
að á sanngildi þessarar sögu. En
nú er sagt frá því, að verslun ein
í Birmingham hafi hjer fyr á
árum selt gríðarmikið af grænum
kúagleraugum til Rixsslands, og
hafi bændur þar sett gleraugun á
kýrnar til þess að þær tækju betur
b.fitinni á „steppunum" á vorin.
ekið á móti sumargestum í sum-
ir. Bílferðir úr Borgarnesi yfir
Iröttubrekku á þriðjxidögum og
östudögum.
8ími er í Hjarðarholti.
Semjið við mig um verð.
Mjög ódýrt á tímabilinu 15.
júní til 10. júlí.
Tbeodor Jotanaon.
Rfintýra prinsiníi.
ius greifi, hann var fölur og virt-
Lst gefa lítinn gaum því er fram
fór í kringum hann. Klæði hans
voru mjög skrautleg, varð öllum
Starsýnt á þennan fríða mann,
einkum þá kvenfólkinu.
Antonius var ekki með hugann
við veisluhöldin. Hann sá í hugan-
um ungu stúlkuna á bláa kjólnum,
Maríumyndina, er bauð hann vel-
kominn fyrir nokkurum mánuðum
síðan. Það voru ekki nema fimm
irílur frá Middelburg til Vliss-
ingen. Hann óskaði að veislunni
væri lokið, þá ætlaði hann að stíga
á bak hesti sínum og ríða í spretti
til Vlissingen, til að sjá .Jóhönnu
bó ekki væri nema snöggvast. —
Hann óskaði einskis frekar en að
hitta hana.
Antoniusi varð hverft við, hann
vissi ekki fyr til en Jóhanna var
h'idd fyrir hertogann og kynt hon-
rm. Voru þetta sjónhverfingar ?
Fún var í bláum kjól, eins og þeg-
ar hann sá hana fyrst, og þannig
var hún jafnan í huga hans síðan.
T þetta sinn var búningur hennar
miklu skrautlegri, nii var hún
veisiluklædd.
Hann áttaði sig ekki á þessu til
fullnustu fyr en Philip Danwelt
kom með miklu fasi og heilsaði
honuin sem gömlum kunningja.
Danwelt hafði ekkert á móti því
að fólk tæki eftir honum, þegar
hann heilsaði greifanum, það var
ekki lítill heiður að eiga svo tíg-
inn mann að vin.
Greifinn tók kveðju Danwelts
og hneigði sig djúpt fyrir Jóhönnu
—- hann langaði til að yrða á hana
en »!íkt. var ekki leyfilegt í þetta
inn. Hertoginn var strangur og
siðavandur við hirðmenn sína, ekki
síst á slíkum ferðum. Antonius
varð að bíða rólegur þar til borð-
haldinu var lokið og dansinn hófst.
Aldrei hafði tíminn verið eins
lengi að bíða, slíkan óra tíma
hafði greifinn aldrei setið yfir
borðum; loks var kveikt. á blys-
um og mönnum tilkynt að borð-
haldinu væri lokið og dansinn
hyrjaði.
Hertoginn færði upp ballið með
borgarstjóra frú Koeneck. Anton-
ius leit í kringum sig og skygndist
eftir Jóhönnu; sá hann hvar hún
sat ein úti í horni og horfði út
um gilugga, en sneri út í garðinn.
Hann gekk rakleitt til hennar;
en annar hirðmaður hertogans
varð á undan honum að bjóða
henni upp, herra de Rubempré. En
Jóhanna neitaði honum um dans-
inn, sagðist aldrei dansa. Hún
hjelt, á blævængnum þannig, að
minna bar á geðshræringu hennar
er hún sá Antonius koma. Hún
veifaði honum ótt og títt, því
heinni var órótt innanbrjósts og
roði færðist í kinnar henni, en
hún reyndi alt hvað hún gat að
láta sem ekkert væri. De Rubem-
pré hneigði sig og fór án þess að
taka eftir geðsbræring hennar, en
Antonius settist sið hlið hennar.
— Jóhanna! hvíslaði hann, en
hún svaraði engu, hann fann brátt
að hún var öðru vísi en hún át.ti
að sjer.
Hann horfði hugfanginn á hana.
Engin kona jafnaðist á við hana
að fegurð og yndisleik.
— Jóhanna, við megum til að
jtalast við. Jeg þarf svo margt við
! yður að tala.
j Jóhanna leit á hann sem snögg-
vast. Hann kannaðist ekki við slíkt
augnaráð hjá henni; það lýsti fyr-
iriitningu en þó sársauka. Hún
brosti kuldalega og mælti:
— Hvaða, erindi getur prins af
Geldern átt við óbreytta kaup-
mannsdóttur 1
— Hvernig kaupmannsdóttir get
lir orðið prinsessa, eða prins orðið
kaupmaður eða alþýðumaður.
Hún starði á hann undrunar-
augum. — Eruð þjer ekki búinn
að henda nóg gaman að mjer.
— Gaman ! Guð varðveiti mig!
Horfið þjer á mig Jóhanna, sýnist
yður á svipnum, að jeg hafi verið
að skemta mjer?
Hún horfði á hann og sá að
hann var óvenju fölur og augun
þreytuleg, hún vissi ekki hvað hún
átti að gera , hún hafði einsett
sjer að láta hann ekki ná valdi
yfir sjer framar, en hún gat ekki
staðist mátið.
— Þjer eruð ekki með fullu ráði,
sagði hún lágt.
— Það er hverju orði sannara,
ieg hefi ekki verið með rjettu ráði
síðan við skildum síðast og lands-
stjórinn Ijet flytja mig burtu frá
iVIissingen. Jeg hefi verið sem sturl
iaður af þrá eftir að ná fundi vðar
awairiniMim"rnininn.
!
‘aftur, Jóhanna. Nú er þeirri þrá
minni svalað.
— Landsstjóriivn ljet flytja yður
burtu, endurtók hún. Ætlið þjer að
tclja injer trú um að það hafi verið
á móti vilja yðar.
— Já, og það sem fanga, jeg
fekk ekki einu sinni leyfi til að
skrifa yður nokkrar línur áður en
jeg lagði af stað, hvað þá hitta
yður að máli. Mjer var ekki leyft
að senda frá mjer brjef fyr en
tiiörgum vikum seinna eftir að jeg
komst til hertogans. Þá ....
— Já, hvað var þá til fyrirstöðu f
Jóhanna var bitur í rómnum, hún
hiundi ekki eftir því í svipinn að
hún var að tala við prinsinn af
Geldern, hún talaði við hann sem
jafningja sinn, en ekki gat hún
að því gert að hjartað barðist ör-
ara í brjósti hennar.
— Þá hugsaði jeg að þögnin
væri ef til vill heppiiegust í svip-
inn. Hann roðnaði, röddin varð á-
kafari. Reynið að skilja afstöðu
mína hversu erfið hún var. Jafn-
skjótt og sendimaður landsstjórans
■ifhenti mig hertoganum krafðist
'\arl liðveislu minnar og skyldan
rið hertogadæmi mitt, bauð mjer að